Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 434
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
Aumasta betlimál
samtímans
ÚT Á bátsnafnið
Hafmey SF-100 barst
mér fyrir allnokkru
bréf frá Þingflokki
jafnaðarmanna með
ávarpinu „Ágætu sjó-
menn“, ásamt „tillögu
til þingsályktunar um
veiðileyfagjald".
Bréf þetta mun hafa
verið fjölfaldað í stór-
um stíl og ætlað að rata
í bréfalúgur flestra sjó-
manna landsins.
I bréfinu er því með-
al annars haldið fram
að veiðileyfagjald sé
brýnasta réttlætismál
samtímans og látið að
því liggja að þingsá-
lyktunartillagan feli í sér kjarabæt-
ur til handa sjómönnum. Lítum á
rökin:
„Veiðileyfagjald er tekið af hagn-
aði útgerðarmanna og það tryggir
Veiðileyfagjald er
fráleitt brýnasta
réttlætismál
samtímans, segir
Daníel Sigurðsson,
heldur miklu fremur
aumasta betlimál
samtímans.
einnig arðsemi í sjávarútvegi til
lengri tíma. Það að auka arðsemi
við fískveiðar skapar svigrúm til
kjarabóta til handa sjómönnum.“
M.ö.o. er veríð að staðhæfa að
auknar álögur á fyrirtæki auki arð-
semi!!
Efnahagsvandamál samtímans
eru þá svona auðleyst eftir allt sam-
an. Þeir hagfræðingar samtímans
sem vilja á annað borð láta taka sig
alvarlega hljóta að reka í rogastans
við þessi tíðindi og þeir gengnu að
snúa sér við í gröf sinni. Tollahækk-
anir á brennivín hafa löngum verið
drjúg búbót fyrir þurftarfreka ríkis-
hít en eins og dropi í hafíð miðað við
þá flóðgátt sem hagfræðiuppgötvun
Þingflokks jafnaðannanna hefur nú
opnað fyrir hinn nýja „skattmann"
(G.H.H): Tollahækkanir á milljónir
lítra af skipaolíu hljóta nú að vera á
næsta leiti og allir græða! Þing-
flokkurinn staðhæfir í bréfinu að
veiðiheimildum sé úthlutað ókeypis
til fámenns hóps útgerðarmanna.
Skv. upplýsingum Fiskistofu mun
www.mbl.is
fjöldi útgerða sem nú
fá úthlutað veiðiheim-
ildum (sóknardaga-
veiðiheimildir ekki
meðtaldar) vera tals-
vert á annað þúsund.
Eru útgerðirnar í
mörgum tilvikum al-
menningshlutafélög og
hleypm- hluthafafjöldi
sumra hverra á þús-
undum. Þrátt fyrir há-
ar tölur er það þó stað-
reynd að útgerðarfyr-
irtækjum hefur fækk-
að með tilkomu kvóta-
kerfisins, enda eitt af
markmiðunum með
kerfinu að stækka fyr-
irtækin. Tekið skal
fram að með grein þessari er ekki
verið að taka afstöðu til kvótakerfis-
ins sem slíks heldur aðeins veiði-
leyfagjalds.
Þegar framsal veiðiheimilda var
gefið frjálst féll markaðsverð sjálfra
skipanna og bátanna og mörg fleyt-
an varð nánast verðlaus. Þetta var
það gjald sem útgerðarmenn í raun
greiddu fyrir framseljanlegar afla-
heimildir. Þegar á heildina er litið
hefur aflaheimildum því engan veg-
inn verið úthlutað ókeypis.
Veiðileyfagjald er fráleitt brýn-
asta réttlætismál samtímans heldur
miklu fremur aumasta betlimál
samtímans. Betl í skjóli skrumskæl-
ingar á hugtakinu þjóðareign um
beina hlutdeild í arðsemi höfuða-
tvinnuvegs þjóðarinnar án þess
þurfa að leggja eyri af mörkum
sjálfur hvað þá svitadropa. „Rétt-
læti“ eða hitt þó heldur gagnvart
þúsundum hlutabréfakaupenda í
sjávarátvegi og þeirra sem þar
vinna! Veiðileyfagjald er brýnt
kosningamál flokks sem finnst
óréttlátt að vera smár á þingi.
Flokki þessum hefur gengið illa að
ná til kjósenda samanborið við syst-
urflokka hans í Evrópu, enda virðist
flokksvélin fremur gera ráð fyrir
gervigreind en hyggjuviti meðal
kjósenda þegar hún talar til þeirra.
Talsmönnum flokksins væri hollt að
fara að átta sig á því að sjómenn eru
ekki trúgjamari en gengur og ger-
ist þó vera kunni að þeir séu eitt-
hvað hjátráarfyllri. Sjómönnum er
auðvitað algerlega ljóst að kjör
þeirra myndu rýrna en ekki batna
við tilkomu veiðileyfagjalds. Skop-
legt áróðursbréf Þingflokks jafnað-
armanna mun þar engu breyta.
í þingsályktunartillögunni er sér-
tæk gjaldtaka Norðmanna af olíu-
hagnaðinum færð sem rök fyrir því
að við ættum að taka upp veiðileyfa-
gjald í sjávarútvegi. Þessi rök-
semdafærsla snýst upp í andhverfu
sína þar sem Norðmenn leggja ekki
veiðileyfagjald á sjávarátveginn. í
Noregi er því ekki að finna rökin
fyrir veiðileyfagjaldi heldur þvert á
móti gegn því.
En hvar skyldi þingflokkur þessi
hafa fundið hugmyndabanka við sitt
hæfi fyrst hann fann hann ekki í
Noregi? I virtri amerískri hagfræði-
stofnun e.t.v.? Nei, vísast til á ís-
lenskri fornbókasölu.
Hugmyndin að veiðileyfagjaldi
sem sértækum skatti er nefnilega
mörghundruð ára gamall uppvakn-
ingur sóttur í óréttlátt verðlagskerfi
dönsku Einokunarverslunarinnar á
íslandi, en þar fór hluti af útflutn-
ingsverðmæti fiskafurða í útflutn-
ingsuppbætur landbúnaðarafurðí
sem leiddu til þess að útgerð drabb-
aðist niður og eymd þjóðarinnai
jókst enn frekar.
Það er út af fyrir sig virðingar-
vert að þingflokkurinn skuli lesa séi
til í íslandssögunni, en hitt er verrs
að hann skuli ekki draga réttan lær-
dóm af henni.
Höfundur er véltæknifræðingur og
kennari við Vélskóla fslands.
I' allt sumar
MÁLNINGARDAGAR
Viðurkennd vörumerki
Itmimábiing:
STEINTEX
4 Ltr.
Verð íirá kr.
2.807.-
10 Ltr.
Verð írá kr.
6.595.-
Takið teikningar með.
Við reiknum emisþörfina
Oll málningai'áliöld á
hagstæmi verði.
Grcnsásvcgi 18 s: 581 2444
Daníel
Sigurðsson
...breytist með
einu handtaki í....
.vandaöan svefnsófa
með innbyggðri
springdýnu.
vœntir
Amerísku svefnsófamir em frábær lausn þegar
sameina þarf fallegan sófa og gott rúm.
Werð frá79AM,-
Raðgreiðslur í
allt að 36 mánuði
°férið velkomin
HÚSGAGNAHÖLUN
Bfldshöfðl 20 -112 Rvfk - S:510 8000