Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Weir og vandræðin Trumcmþátturinn ASTRALSKI kvikmyndaleik- stjórinn Peter Weir er einn fremsti leikstjóri sinnar kynslóðar í heiminum og er nýrrar myndar hans beðið með nokkurri eftirvæntingu. Hún heitir Trumanþátturinn eða „The Truman Show“ og er um margt furðulegt fyrirbæri. Gamanleikarinn Jim Car- rey, sem frægastur er fyrir fettur og brettur í stíl Jerry Lewis, fer með aðalhlutverkið en myndin er ekki gamanmynd. Hún segir frá manni sem veit ekki að allt hans líf er heimsþekktur sjónvarpsþáttur, Trumanþátturinn. Hann hefur alist upp í risastóru sjónvarpsveri og milljónir áhorfenda fylgjast daglega með hverri hreyfingu hans og hafa gert frá því hann fæddist. Maðurinn heitir Truman Burbank og er orð- inn þrítugur þegar hann tekur að gruna að ekki sé allt með felldu í lífi hans; móðir hans, eiginkona og besti vinur eru leikarar sem sjón- varpsframleiðandinn, Christof, hef- ur ráðið og það eru allir í því að ljúga að honum. Peter Weir hefur gert bíómynd um mann sem kemst að því að líf hans er sjónvarps- þáttur, segir í grein Arnalds Indriðasonar. Jim Carrey fer með aðalhlutverkið en myndin er ein af sumarmyndunum í ár. Hið óvenjulega er hinsvegar að Carrey er hér ekki í gamanmynd. Myndin verður frumsýnd nú í sumar en jafnvel þótt Carrey fari með aðalhlutverkið er hér ekki um neina venjulega sumarmynd að ræða. Hún er athyglisverð skoðun á sjónvarpssamfélaginu og hver er betur til þess fallinn að segja frá lífi manns sem er sjónvarpsþáttur en Peter Weir sem hefur oft í myhdum sínum fjallað um manninn gegn náttúrunni eða öflum sem hann fær ekki við ráðið? Weir hefur aldrei gert myndir sem auðvelt er að flokka og víst er að þessi nýjasta mynd hans fellur illa að flokkunar- kerfínu í Hollywood. Þegar Weir hafði gert Ottalausan eða „Fearless", einskonar hugvekju um lífið eftir flugslys, vissi hann ekki hvað hann ætti næst að taka sér fyrir hendur. Ottalaus var um óvenjulegt efni og það virtist ekki höfða til alls almennings líkt og efni margra annarra mynda leikstjórans og hann var helst á því að gera eitt- hvað sem var jafnvel ennþá óút- reiknanlegra. Þegar fólk spurði hann hvað hann ætlaði að taka fyrir næst var hann vanur að svara: „Eg er að leita að einhverju sem kemur mér í vandræði“. Einn af þeim sem líkaði það ágætlega að efna til vand- ræða var framleiðandinn Scott Rud- in sem sendi honum handritið að Trumanþættinum. Weir leist strax vel á handritið. „Efnið var í ætt við það sem ég leit- aði að, óvenjulegt og frumlegt. Ég velti sögunni fyrir mér og hún fór í gegnum þetta venjulega ferli sem allar sögur sem ég filma fara í gegn- um; mér finnst ég aldrei geta gert neina mynd af því mér finnst hún svo erfið í framkvæmd." Það erfið- asta við Trumanþáttinn var að fá fólk til þess að sættast á það sem myndin gengur útá. „Myndin gerist í framtíð, sem er ekki svo langt handan við homið, og áhorfandinn þarf að meðtaka atburði sem eru einstakir. Eina leiðin til þess að mynda þá var að gera það á raun- sæjan hátt og vona það besta. Ef það mistækist yrði það hryllilegt." Weir komst yfir þennan kvíða sinn. Hann einfaldlega losnaði ekki við söguna úr höfðinu á sér. „Eins og raunin var með önnur handrit sem ég hef kvikmyndað vildi þetta ekki hverfa úr huga mér,“ er haft eftir honum. „Ég villtist í stórmörk- uðunum vegna þess að ég var að hugsa um það. Ef ég heyrði tónlist- arbút í útvarpinu fór ég ósjálfrátt að tengja hann við myndina. Ég hugsaði með mér að ég yrði að gera þessa mynd, öðruvísi losnaði ég ekki við hana.“ Carrey rétti leikarinn Weir hringdi í Scott Rudin og sagðist vilja gera Trumanþáttinn. Rudin spurði Weir strax hvort hann kannaðist við leikara að nafni Jim Carrey. Carrey var nýbúinn að leika í myndinni sem gerði hann frægan, „Ace Ventura: The Pet LAURA Linney og Jim Carrey í Trumanþættinum eftir Peter Weir. MEL Gibson í Gallipoli, einni af bestu myndum Weirs. ÚR „Picnic at Hanging Rock.“ átti að leika hann í fyrstu en eftir því sem Weir hugsaði betur um hlutverkið varð Hopper fjarlægari honum og þegar tökur hófust hafði hann gersamlega breytt um skoðun og vildi alls ekki leikarann í hlut- verkið. „Við ræddum það,“ segir Weir, „og hann skildi mín sjónarmið enda hefur Hopper sjálfur verið leikstjóri." Að auki fer Laura Linn- ey með hlutverk eiginkonu Carreys en Weir valdi hana eftir að hafa séð lagatryllinn „Primal Fear“. Ólíkir menningarheimar Weir er fæddur í Sydney í Astral- íu árið 1944. Hann lagði stund á málaralist og lögfræði í háskólanum í Sydney og hóf að starfa við ástr- alskt sjónvarp áður en hann önglaði saman fyrir fyrstu myndinni, „The Cars that Ate Paris“. Öllum að óvörum naut hún talsverðrar at- hygli og vinsælda og svo var einnig um næstu mynd hans, „Picnic at Hanging Rock“, sem hann gerði ár- ið 1975. Hún var byggð á sannri sögu og sagði af dularfullu hvarfi skólastúlkna í áströlsku óbyggðun- um. Weir setti þegar með þessari mynd mark sitt á kvikmyndasöguna og varð einn af fremstu leikstjórum hinnar svokölluðu áströlsku ný- bylgju á áttunda áratugnum. Einnig var „Picnic“ fyrsta myndin þar sem Weir fékkst við árekstur tveggja ólíkra menningarheima, sem segja má að hafi einkennt allan hans feril. Aðrar myndir sem taka upp þetta þema eru „The Last Wave“ og stríðsmyndin Gallipoli með Mel Gib- son, einnig „The Year of Living Dangerously“ með Gibson og Sig- ourney Weaver, Vitnið með Harri- son Ford og Moskítóströndin með Ford einnig í hlutverki manns sem reyndi að koma á siðmenningu í fjarlægu S-Ameríkulandi. Weir var þá alfarið búinn að koma sér fyrir í Bandaríkjunum sem leik- stjóri og hættur að gera ástralskar myndir (hann heldur ennþá heimili í Ástralíu). Hann gerði Bekkjarfélag- ið eða „Dead Poets Society“ með Robin Williams og Græna kortið með franska leikaranum Gérard Depardieu. Eftir hana kom Óttalaus og nú Trumanþátturinn. Hann segir að Stanley Kubrick hafi fyrst mælt með honum við Wamer Bros. kvikmyndaverið og þannig rejmt að koma honum á framfæri í Hollywood. Það var árið 1976 og hann er óhemju stoltur af því að hafa átt vin í Kubrick, sem hann hafði aldrei hitt og þekkti ekki hætishót. Weir hefur nú starfað í tvo áratugi í kvikmyndaborg heims- ins og að sönnu auðgað Hollywood- myndirnar með eftirminnilegum hætti. Detective“, en var að öðru leyti óskrifað blað. Weir hafði séð mynd- ina og fannst mikið varið í Carrey, einkanlega hvað hann var gersam- lega óhræddur við að fíflast. Hann samþykkti þegar Carrey í hlutverk Trumans. „Það þurfti alveg sér- staka hæfileika til þess að túlka Truman,“ segir Weir. „Það dugði ekld að leika hann á neinn venjuleg- an hátt. Hann hefur alist upp í kvik- myndaveri og allt hans líf er lygi. Jim hefur til að bera eitthvað sem virkar fi'amandi og hann er fullur af orku og vekur áhuga fólks.“ Þegar tími var kominn til að hefja tökur á Trumanþættinum var Car- rey orðinn þekktasti og vinsælasti gamanleikari heimsins, hvorki meira né minna, og Weir hafði af því nokkrar áhyggjur að hinar gríð- arlegu vinsældir sem hann naut hefðu breytt honum. „Vinsældir gera menn varkára og hikandi og ég óttaðist að kannski hefði ljósið slokknað." Um það var þó ekki að ræða og Weir lét sig hafa það að bíða í 15 mánuði áður PETER Weir; maðurinn gagnvart hinu óþekkta. JEFF Bridges lék aðalhlutverkið í Óttalausum. LIFIÐ er sjonvarpsþattur; Carrey sem Truman en Carrey gat fundið tíma til þess að leika í Trumanþættin- um vegna þess að „ég hafði á tilfinningunni að hann væri eini maðurinn sem gæti farið með hlutverkið." Verðið á Car- rey hafði á þessu tímabili farið úr átta milljónum dollara á mynd í 20 milljónir dollara en Trumanþátturinn er talsvert frábrugðin öllum þeim myndum sem hann hafði leikið í áður og hann gerði að sögn Weir ekki kröfu um 20 milljónimar. „Honum voru ekki greiddar 20 milljónir dollara fyrir að leika i myndinni," er haft eftir Weir. Ed Harris leikur sjónvarpsstjór- ann sem ræður yfir Truman og Trumanþættinum. Dennis Hopper h \ i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.