Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 B 11 VEIGA í Syðri-Neslöndum ’í Mývatnssveit, fullu nafni Sigurveig Sigtryggsdóttir, bregður lykkju á prjón þótt sjónin sé tekin að daprast. Hún prjónar úr dökku þegar bjart er og ljósu í rökkrinu. Þannig sér hún frekar ef missist niður lykkja. Ekki má vérða lykkjufall. Hárfínt bandið vinnur Veiga úr ull af eigin kindum og annarra. Sjálf á hún fímm kindur og enga mislita, allar hvít- ar. Hér er aðeins prjónað í sauðalitunum. „Það tekur langan tíma að koma ullinni í vett- ling,“ segir Veiga og sýnir blaðamönnum hand- brögðin. Hún tekur mórauðan lagð úr poka og tek- ur ofan af - sldlur togið frá þelinu. Togið setur hún í poka fyrir konu í Reykjavík sem er að komast á aldur, eins og Veiga orðar það, og ætlar sú að vefa úr toginu. „Eg hef ekki hugmynd um hvað kambamir eru gamlir," segir Veiga og kembir þelið. „En ég man þegar mamma fékk rokkinn, það var pabbi Þráins Karlssonar leikara sem smíðaði hann.“ Veiga sest við rokkinn og teygir lopann meðan rokkhjólið snýst í háttbundinni hrynjandi og bandið vinst upp á snælduna. „Það þarf lag til að bandið verði jafnt, annars vilja koma hnökrar og bláþræðir," segir Veiga og færir til á snældunni. Bandið tvinnar hún á hala- snældu sem merkt er 18. júní 1859. Pabbi Veigu keypti halasnælduna, líklega af einhverjum sem var að flytja til Ameríku. Það fóru svo margir vest- ur um haf á þeim árum og seldu allt sem þeir áttu. Veiga snýr snældunni á lærinu, heldur í bandið og lætur snælduna dansa á gólfinu. Þegar búið er að tvinna er bandið vafið upp á snælduhalann. Veiga segir að balinn megi ekki vera of stuttur, þá sé verra að snúa snældunni. Inni í geymslu er hesputré og króna. Veiga hespar bandið áður en hún þvær það. Ullin er ekki þvegin íyrr en búið er að spinna og tvinna. Þessi vinnubrögð forfeðranna voru Veigu tamin á fyrstu áratugum aldarinnar. „Eg prjónaði áður sjónvarpssokka, en svo var hætt að kaupa þá,“ segir Veiga. Oðru máli gegnir með vettlingana. I vetur kom þáttur í Sjónvarpinu frá Mývatnssveit þar sem m.a. var sagt frá prjóna- skap Veigu. Síðan hefur hún ekki haft við að prjóna upp í pantanir. „Mér finnst gaman að dunda við þetta. Mér leiðist aldrei, hér er f'riður og kyrrð,“ segir Veiga. Mest heima við Veiga er fædd í Syðri-Neslöndum 11. desember 1906 og hefur búið þar alla tíð, fyrir utan þrjá vetur. „Það var alltaf nóg þörf fyrir vinnu heima,“ segir Veiga. „Helst að maður kæmist að heiman að vetr- inum.“ Hún fór til Akureyrar veturinn 1925-26 að læra karlmannafatasaum hjá Elínu Guðmundsdótt- ur og var dálítið við saumaskap fyrst eftir að hún kom aftur heim. Næst lá leiðin að Laugum í Reykja- dal þar sem Veiga var veturna 1928-30. Veiga hefur að mestu látið langferðir eiga sig. Einu sinni komst hún austur í Möðrudal og tvisvar til Reykjavíkur. Fyrst á landbúnaðarsýningu árið 1947 þegar kaupfélagið lagði til bfl og um 50 konur fóru suður. „Það var skemmtilegt ferðalag - við fór- um austur á Þingvöll," segir Veiga og rifjar upp ferðina. Síðast fór hún til Reykjavíkur árið 1955 og heimsótti þá fólkið sitt sem býr austur í Grímsnesi. Veiga verður níutíu og tveggja ára í vetur ef hún lifir. Hún er ern og þokkaleg til heilsu, þótt fætumir séu að bila, giktin sæki í bakið og sjónin að daprast. „Meðan ég hafði sjón las ég og las - líklega alltof mikið. Nú get ég ekki lesið nema með stækkunar- gleri.“ Margar silungsbröndur Veiga bjó með foreldrum sínum og síðar Jóni bróður sínum þar til fyrii- hálfu ellefta ári að hann dó. Jón var með bát á Mývatni, fékk hann árið 1930 og var með hann í 47 ár. Hann flutti bæði fólk og vörur yfir vatnið auk þess að veiða silung. Báturinn er nú á Hofsstöðum þar sem verið er að dytta að honum svo hann líti betur út. Væntanlega verður hann á Minjasafni Mývetninga. „Við stunduðum veiðiskap hér. Ég fór oftast með Jóni bróður í netin. Pabbi fór með meðan hann gat,“ segir Veiga. Farið var í netin að morgunlagi og dregið, fiskurinn slægður um leið og komið var heim og stráð í hann salti. Veiga segist ekki hafa tölu á bröndunum sem hún hefur slægt um ævina, en þær séu orðnar margar. Næsta dag var fiskurinn þveg- inn og settur í reyk. „Bróðir minn var ákaflega fljótur að riða net, hann riðaði úr líni,“ segir Veiga. Felligamið var spunnið úr togi. Stundum vora korktappar notaðir fyrir soppa, eða flot. Þá var borað gat á flöskutappa og brennt í gatið svo tappinn rynni til á þvengnum. Kindaleggir vora notaðh- sem sökkur og þeir þræddir upp á beinaþininn. Veiga segir að beinaþin- urinn hafi verið heldur grófari en soppaþinurinn. Netin vora alltaf tekin upp þegar dregið var og hengd á vegg til þerris þar til lagt var að kvöldi. Nú þarf ekki lengur að þurrka girnnetin. Yfir sumarið máttu þau í Syðri-Neslöndum hafa 13 net í einu en fimm yfir veturinn. Það vora alltaf höfð net undir ísnum á veturna. Rúgbrauð og andaregg I eldhúsinu er stássleg kokseldavél, sem kom í Syðri-Neslönd árið 1951. „Það vora óskapleg við- brigði að fá þessa vél,“ segir Veiga. „Áður þurfti alltaf að passa eldinn. Það var sama hvað kalt var úti, það var alltaf hlýtt í eldhúsinu. Ég bakaði oft rúgbrauð, en hef ekki bakað það síðan ég hætti að elda í vélinni fyrir tíu áram.“ I brauðið notaði Veiga mél, vatn, svolítinn sykur, salt og perluger. Deigið var sett í bauka, þeh- stæn-i vora í ofninum allt að sólarhring, en það dugði að hafa röndóttu kakó- baukana yfir nóttina. Veiga býi- til slátur og leggur í súr. Nú er sýrt í skyrmysu og í plasttunnu, en áður var sýrt í tré- tunnu. Þá var sett vatn í tunnuna og svolítið mél í poka. Af því varð ágætis súr og hinn besti drykkur, að sögn Veigu. Kæst egg eru á meðal þjóðarrétta Mývetninga. í Neslöndum er mikið varpland og andareggin tínd. „Það þurfti að ganga á þriggja til fjögurra daga fresti, ef ekki var bleyta," segh' Veiga. Eggin máttu ekki blotna og þau gátu skemmst í vætunni ef and- imar sátu ekki á. Þess vegna var aldrei gengið í rigningu. Aldrei vora skilin eftir færri en fimm egg í hreiðri. Veiga sagði að endumar sætu ekki stöðugt á meðan þær voru að verpa. „Sumar andimar verptu svo mörgum eggjum að þær náðu ekki að sitja á þeim öllum og þau stropuðu,“ sagði Veiga. Eggin voru borðuð ný eða bakað úr þeim. Hluti af eggjunum var geymdur til seinni tíma. Botninn á íláti hulinn fínni ösku og eggjum raðað þar á. Gott þótti að nota fína taðösku úr reykhúsunum. Eggin vora hulin með ösku og askan varð að vera svo þétt að ekki loftaði um. Að útáliðnu, á þorra eða góu, eða hvenær sem manni sýndist var farið í eggjakimum- ar. Þá vora þau orðin gerjuð. Eggin vora tekin úr öskúnni, þvegin og soðin. Þau gátu sprangið í pott- inum með svo háum hvelli að mönnum varð bilt við. Sum eggin eru ákaflega góð en önnur ómöguleg, að sögn Veigu. „Þeim þykir þetta lostæti sem kunna að borða egg.“ Nú á dögum halda Mývetningar svonefnt heima- réttarkvöld á hverjum vetri. Þá eru gerjuð egg á borðum ásamt grasystingi, signum, hálfreyktum, fullreyktum og nýjum silungi og mörgu fleira. Gamlir munir Flutt var í bæinn sem Veiga býr í árið 1958. A torfunni er rúst af torfbæ og við hliðina á húsi Veigu stendur gamli bærinn, sem búið var í frá 1922 til 1958, og þjónar nú hlutverld skemmu. Frá húsakosti í Syðri-Neslöndum sagði í Lesbók í gær. í gamla bænum er mikið af gömlum verkfærum. Utundir vegg er fyrirbæri sem líkist nútíma grilli, en með sveif á hliðinni. „Þetta er smiðja," segir Veiga aðspurð um þetta fyrirbæri. Smiðjan var fyllt af koksi og kveikt í. Sveifin snýr viftu sem kemur í stað fysibelgs og blæs í glæðurnar. í smiðjunni voru sviðin svið. Veiga segh’ að það hafi verið orðið erfitt að útvega koks, en svo fékkst það frá járn- blendinu á Grandartanga. Uppi á vegg hanga heimariðin net og háfur sem Veiga skaut undh- bröndur sem vora lausar í netun- um. Þama má einnig sjá balbínustól og grindarljá, sem notaður var á engjum. Veiga geymir þarna súrmat og svolítið af kæstum eggjum. Mýs höfðu komist í einn eggjapottinn og gert sér gott af eggj- um sem stóðu upp úr öskunni. Úti við glugga er mildlfenglegur ísbroddur, sem notaður var til að brjóta göt á ísinn. „Stundum var ísinn svona þykkur," sagði Veiga og benti á miðjan ísbroddinn. Lagt í púkk Það er gestkvæmt hjá Veigu, eins og gestabókin í Syðri-Neslöndum ber vitni um. Yfir veturinn koma sveitungarnir og spila púkk. „Við spilum venjulega einu sinni í mánuði, en það hefur verið strjálar í vetur, því ég hef verið svo léleg til heils- unnar. Ætli við hittumst ekki aftur um sumai-málin, áður en annir byrja hjá venjulegu fólki," sagði Veiga, þegar við heimsóttum hana í vetrarlok. Spilað er upp á sveskjusteina á sérstöku borði og geta átta setið að spilinu í einu. í gamla daga var venjulega soðin sveskjusulta fyrir jarðarfarir. Steinarnir vora þvegnir og þeim safnað saman. Þegar spilað er fær hver poka með 100 sveskju- steinum í byi’jun. Veiga segir að sumir tapi öllu og þurfi að fara í bankann. Aldurinn er farinn að segja til sín, en Veiga ætlar að reyna að vera svolítið lengur í Syðri-Neslöndum. „Ég fæ hjálp ef ég verð lasin og á ágæta nágranna sem era boðnir og búnir að hjálpa mér. Svo fæ ég heimilishjálp - ég ætla að vera hér meðan ég get eldað!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.