Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 B 5 KARL Marx og arfleifð hans - harðstjórar kommúnismans. Hvar- vetna sem kommúnistar hafa náð völdum hafa þeir beitt ögnarvaldi og stundað múgmorð. og hljóðalaust - án þess að vera krafðir um reikningsskil af sam- ferðamönnum sínum. Courtois of- býður greinilega hvernig fyrrver- andi kommúnistar fá óáreittir að boða skoðanir sínar og taka þátt í stjórnmálum þrátt fyrir sína svörtu fortíð, á sama tíma og hægri mönn- um í Frakklandi er sífellt núið því um nasir að vera hallir undir „fas- istann" Jean-Marie Le Pen og að hafa gengið Vichy-stjórninni á hönd í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi tvískinnungur tekur á sig ýmsar myndir. Ekki alls fyrir löngu birtist frásögn í The New York Times um félagsskap gamals fólks í Los Angeles sem heldur sér ungu með ástríðu fyrir kommún- ismanum. Fólkið kemur saman í bókasafni sem hefur að geyma geysimargar bækur um kommún- ismann og leiðtoga hans og ræðir málin undir stórri brjóstmynd af Lenín. Því ber öllu saman um að sósíalisminn muni með tíð og tíma ná sinni fyrri stöðu í heiminum. Blaðamanni New York Times fannst greinilega gaman að segja frá þessu skrýtna fólki sem átti sér trú og var grein blaðsins öll í hlý- legum anda. En hefði tónninn i þessari grein ekki verið annar ef hér hefðu átt í hlut gamlir nasistar sem dýrkuðu brjóstmynd af Hitler og héldu því fram að nasisminn myndi rísa á nýjan leik? Að líkind- um hefði sú grein aldrei verið skrifuð - nema sem áminning um hversu sjúkt fólk væri til í landinu. Svipaða sögu pr að segja af fjöl- miðlunum hér á landi. Hvað eftir annað setjast t.d. sjónvarpsmenn við fótskör gamalla harðlínu- komma eins og þeir séu skemmti- legir séivitringar sem eigi virðingu og heiður skilið fyrir að halda tryggð við hugsjónir sínar! Martin Malia, sagnfræðiprófess- or við Kaliforníu-háskóla í Berkel- ey, fjallar m.a. um þennan tví- skinnung í nýlegri gi’ein í The Times Litei’ary Supplement og hefur hliðsjón af umfjölluninni í Svartbókinni. Verður hér á eftir stuðst nokkuð við gi-ein hans. Malia bendir á að nasisminn hafi orðið hin „algera iilska" í huga Vesturlandamanna og þess vegna sé allur samanburður við hann tor- tryggilegur. Vesturlönd hafí auk þess háð seinni heimsstyrjöldina í svokölluðu bandalagi við Sovétrík- in til að kveða niður Hitler og nas- ismann. Og nasistar lögðu undir sig mestalla Evrópu, en ógn kommúnismans var Vesturlanda- mönnum ailtaf fjarlægari. Fall kommúnismans hlaust ekki af beinum átökum við Vesturlönd - og þess vegna var ekki efnt til neinna „Nurnberg-réttarhalda“ eða áróðursherferðar til að upp- ræta kommúnistaþjónkun og sýna fram á siðleysi kommúnistaleið- toga. Enn eru við lýði kommúnista- stjórnir í nokkrum löndum heims sem flest ríki á Vesturlöndum telja sjálfsagt að eiga eðlileg samskipti við. Malia segir jafnframt að nasism- inn hafí verið brotinn á bak aftur á hátindi ógnarstjórnar sinnar sem gerði það að verkum að hryllingur- inn blasti við og því greindu menn glöggt tengslin milli nasismans og afleiðinga hans, ógnarverkanna. Þegar ógnarstjórn sovétkommún- ismans stóð sem hæst, áttu Sovét- ríkin aftur á móti hlut að söguleg- um sigri í seinni heimsstyrjöldinni og þar með þátt í að kveða niður hina „algeru illsku". Kommúnism- inn fékk svo nær hálfa öld til að ganga sér smátt og smátt til húðar og skartaði jafnvel leiðtogum sem töldu sér trú um að hægt væri að gefa kerfi kommúnismans „mennskt yfirbragð". Af þessu leiðir að Hitler og nas- isminn eru stöðugt fyrir augum okkar sem birtingarmynd hins illa, en Stalín og kommúnisminn ekki nema stundum. Það er almennt ekki álitin skömm að vera „íyrrver- andi kommúnisti“, jafnvel þótt sá sem á í hlut iðrist einskis. En að hafa verið bendlaður við nasismann er á hinn bóginn óafmáanlegur smánarblettur. Fræðimenn og rit- höfundar sem höfðu eitthvað sam- an við nasismann að sælda hafa verið afskiptir, ef ekki útskúfaðir, en það virðist engu skipta hversu svívirðilegt framferði manna hefur verið í þágu kommúnismans. I þeim löndum þar sem komm- únisminn ríkti eru fá söfn til minn- ingar um fórnarlömb hans. Gúlag- búðirnar hafa t.d. fæstar verið opn- aðar almenningi, enda flestum þeirra eytt í tíð Ki-ushchevs. Stytt- ur af Lenín eru enn höfuð“prýði“ í flestum borgum Rússlands og fólk- ið streymir til smyrlingsins á Rauða torginu. Nær engin réttar- höld hafa verið haldin yfir fyrrver- andi kommúnistaleiðtogum í Aust- ur-Evrópuríkjum. Þessir gömlu glæpamenn ein ekki aðeins látnir óáreittir, heldur er þeim leyft að taka þátt í lýðræðislegri stjórn- málabaráttu undir nýjum flokks- merkjum. Ohugsandi er að gamlir nasistar hefðu komist upp með slíkt í nokkru landi. Hvernig var ekki þrengt að Kurt Waldheim úr öllum áttum eftir að vitnaðist um hans nasísku fortíð? Sjálfsagt ber ýmislegt fleira til þess að kommúnisminn er almennt ekki álitinn jafnslæmur og nasism- inn þrátt fyrir að fórnarlömb hans séu fjórum sinnum fleiri. Ymsir á vinstri vængnum halda því ákaft fram að ekki sé hægt að spyrða allar kommúnistastjórnir saman í eina kippu. Fjöldamorð Pol Pots séu t.d. af svipuðum toga og þjóðarmorðið í Rwanda, og sveitakommúnismi Asíux-íkja sé allt annar handleggur en borgakomm- únisminn í Evrópu, auk þess sem kommúnisminn í Asíu sé í rauninni aðeins þjóðernisstefna, o.s.fi-v. En Malia bendir á að höfundar Svai-t- bókarinnar sýni fram á að kenning- ar Leníns séu kjarninn í stefnu allra hinna kommúnísku bræðra- flokka, þótt útfærslan hafi verið breytileg eftir menningarsvæðum. Aðalkúgunaraflið í Rússlandi var pólitíska lögreglan, sem hét eftir atvikum Cheka-GPU-NKVD-KGB, en í Kína var það frelsisher fólks- ins og í Kambódíu byssuglaðir ung- lingar úr sveitahéruðum; innræt- ingin risti að því leytinu dýpra í Asíu en í Rússlandi. Samt sem áð- ur var það alls staðar markmið kommúnistaleiðtoga að halda „óvinum fólksins" niðri - „eins og skaðvænum skorkvikindum" (Lenín). Kommúnistaleiðtogar frömdu ekki aðeins glæpi í nafni ríkja sinna heldur voru stjómir þeirra einskonar bófafélög. Þeir hundsuðu réttamTdð og stjórnuðu án nokkurs tillits til mannslífa. Ein ritgerð bókarinnar, eftir Nicolas Werth, ber því með réttu yfir- skriftina „Ríkið gegn þjóðinni". Hún fjallar um ógnartímabilið i Rússlandi frá valdaráni bolsévika í október 1917 og fram til dauða Sta- líns 1953. Werth minnir á að á nær eitthundrað ára tímabili, milli 1825 og 1917, hafi rússneska keisara- stjórnin tekið af lífi 6.321 pólitískan fanga. En á aðeins tveimur mánuð- um á „rauða ógnar“-skeiðinu 1918 tóku bolsévikar um 15.000 manns af lífi. Á næstu þremur áratugum var síðan gengið á milli bols og höf- uðs á „óvinum“ valdhafanna í Moskvu: um 6 milljónum manna var fórnað í samyrkjuvæðingunni; 7 milljónir voru sendir í Gulagið á ámnum 1934-1941 (og fæstir áttu þaðan afturkvæmt) og við dauða Stalíns vora nær 3 milljónir manna enn í Gulaginu. Þessar tölur gefa glöggt til kynna að kommúnisminn var ógnarvald, ofbeldi og morð vora óaðskiljanlegur hluti af dag- legum stjórnarháttum. Enginn var óhultur, hvað sem leið stéttarstöðu, en hún var iðulega notuð til að rétt- læta ógnarverkin. Enn óhugnanlegri eru tölumar sem koma fram í ritgerð Margolins um langa myi-ki-agöngu Kínverja. Það er talið a.m.k. 10 milljónir manna og hugsanlega 20 milljónir hafi dáið í hinu leynda Gúlagi kín- versku kommúnistastjórnarinnar, „Lagoai“, auk þess sem yfir 20 milljónir féllu í „pólitísku hung- ursneyðinni" sem hlaust af manna völdum í Stóra stökkinu 1959-1961, mestu hungursneyð mannkynssög- unnar. Stóra stökk Pol Pots og „þjóðfrelsishers" hans kostaði einn af hverjum sjö íbúum Kambódíu lífið, en það er hæsta dauðshlutfall af völdum stjórnaraðgerða í nokkru kommúnistaríki. Það er ein meginniðurstaða Svai-tbókarinnar að aldrei hafi ver- ið um að ræða neitt góðkynja upp- hafsskeið í sögu kommúnismans sem vondir menn hafi bundið enda á með því að snúa af réttri leið, eins og svo oft er haldið fram í rauðum herbúðum. Sýnt er fram á að Lenín hafi verið upphafsmaður hins „var- anlega borgarastríðs“ til að ganga á milli bols og höfuðs á öllum svoköll- uðum stéttaróvinum. Þetta stríð sem í fyrstu beindist að smábænd- unum stóð síðan meira og minna allt til 1953. Goðsagan um góða Lenín og illa Stalín eigi ekki við nein rök að styðjast. Malia segir að ef einhver haldi að óþarft sé að hamra á þessari staðreynd, skuli sá hinn sami fletta upp í nýjustu út- gáfu Encyclopaedia Britannica þar sem þjóðsaga þessi lifir enn góðu lífi. - Ekki er síður ástæða til að benda mönnum hér á landi á hvern- ig fjallað er um íslensk utanríkis- mál í kaflanum um ísland í síðustu útgáfum Britannicu, en höfundur þein-a skrifa er sagnfræðiprófessor við Háskóla Islands. Hina rauðu ógn kommúnismans er ekki hægt að skýra með vísan til stjórnmála- eða menningarhefðar í þeim löndum þar sem kommúnist- ar rændu völdum. Ogn kommún- ismans á hvorki rætur í hefðbundn- um einvaldsstjórnum fyrri tíðar, né í ofbeldishneigð meðal almennings sem kann að hafa verið til staðar í þeim löndum þar sem kommúnism- inn réð 1-íkjum. Ekki heldur er uppsprettu ógna kommúnismans að finna í ofbeldi heimsstyrjald- anna tveggja. Það fjöldaofbeldi gegn þegnunum sem einkennir kommúnistastjórnir er yfirveguð stefna hinna nýju valdhafa og um- fang ofbeldisins og grimmd vald- hafanna er langt umfram það sem áður hafði þekkst í sögu mann- kyns. Ekki er að sjá að neitt hafi að ráði verið fjallað um Svartbók kommúnismans hér á landi fyrir utan stutta bókaramsögn Siglaugs Brynleifssonar í Lesbók Morgun- blaðsins í upphafi þessa árs. Þar bendir Siglaugur á að enn sé verið að uppgötva fjöldagrafir í Rúss- landi sem bæti við tölu fórnar- lamba. Grein sinni lýkur Siglaugur á þessum orðum: „Carl Gustav Jung spyr í ritgerð um hjátrú og hindurvitni fyrri tíða: En hvert fóru djöflamir? Svarið liggur beint við. Djöflar fortíðar- innar hafa sannariega birst á 20. öld í „mannkynsfrelsurum" - bar- áttumönnum fyrir hinum full- komnu samfélögum, reistum á kenningum sósíalismans . . . Og ennþá jórtra sameignarsinnar um allan heim á tuggum frá þessum dýrðarmönnum og stefna að full- komnum hins samvirka samfé- lags.“ Helstefnurnar tvær, kommún- ismi og nasismi, hafa drottnað yfir stóram hluta heimsins á tuttugustu öld og ógnað tilveru vestrænna lýð- ræðisríkja. Kommúnisminn ber ábyrgð á dauða 85-100 milljóna manna og nasisminn á dauða 25 milljóna manna. Nasisminn er hvarvetna fyi-irlitinn, eins og vera ber, en kommúnismann sjá menn enn víða í rómantísku ljósi. Fidel Castro er t.d. hetja í augum margra á Vesturlöndum, þrátt fyr- ir að hann hafi látið taka af lífi íjölda manna og fangelsað og pynt- að ennþá fleiri. Það er því skiljan- legt að ýmsum finnist tími til kom- inn að skorin sé upp herör gegn því tvöfalda siðferði sem viðgengst í þessum efnum víða á Vesturlönd- um, ekki síst á íslandi - kommún- isminn eigi að vera jafnfyrirlitin stefna og nasisminn. Svartbók kommúnismans er þungt lóð á vogarskálina til að breyta ríkjandi skilningi og gera mönnum ljóst að kommúnisminn og nasisminn eru hliðstæður, ekki andstæður. Þess vegna er brýnt að hún verði gefin út hér á landi svo um hana geti farið fram viðtæk og hreinskilnisleg umræða. Slík um- ræða myndi styrkja stoðir lýðræð- isins í landinu. Áratuga hollusta kommúnista og harðra sósíalista við Moskvuvaldið og aðrar komm- únistastjórnir var bein aðför að grundvelli íslensks samfélags. Þeir menn sem spyrntu við fótum og tóku á sig stanslausar svívirðingar og landráðabrigsl við vörn íslensks þjóðernis á kaldastríðsáranum eiga það skilið að þjóðin öll kannist við hugi’ekki þein-a og þakki þeim fyr- ir að hafa tekið af skarið um að ís- land á hvergi heima nema í samfé- lagi frjálsra þjóða á Vesturlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.