Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR VÍSINDI/Hefur hradi Ijóssins breyst? Óreiða nátt- úrufastanna Fastar gegna grundvallar hlutverki í nútíma eðlisfræði. Nokkur dæmi um þekkta fasta eru hleðsla raf- eindarinnar, hraði ljóssins og fasti Plancks. Pað er ein af megin for- sendum nútíma eðlisfræði að gildi þessara stærða séu fastar í orðsins fyllstu merkingu. Þangað til nýlega voru engar knýjandi tilrauna- né fræðilegar ástæður fyrir því að ætla annað en að fastamir væru raun- verulegir fastar. Samstarfshópur stjameðlisfræðinga frá Sussex Há- skólanum í Englandi og Ríkishá- skóla Pennsylvaníu í Bandaríkjun- um hefur nýlega leitt að því rök að s.k. fín strúktúr fasti sé í rauninni ekki algildur fasti heldur sé líklegt að þessi stærð breytist örlítið með aldri alheimsins. Ef hugmynd þeirra reynist rétt munu niðurstöð- umar hafa róttæk áhrif á flest svið nútíma eðlis- og stjameðlisfræði. Fín strúktur fastinn gegnir veigamiklu hlutverki á flestum sviðum eðlisfræði, sérstaklega þó atóm, rafsegul og frumeinda eðlis- fræði. Jafnan fyrir fastann, sem ein- kenndur er með griska stafnum alfa, er einföld eða , þar sem c er ljóshraðinn, e rafeindahleðslan, stuðull Plancks, og £ s.k. raf fasti. Fín strúktúr fastinn gegnir mikilvægu hlutverki í öllum ferlum sem lýsa víxlverkan á milli ljóss og efnis. Fastinn hefur til að mynda mikil áhrif á það með hvaða hraða atóm senda frá sér um- framorku eða gleypa orku úr því rafsegulsviði sem þau eru staðsett í. Það var einmitt þessi staðreynd sem stjameðlisfræðingamir notfærðu sér þegar þeir mældu hugsanlegar breytingar á gildi fastans. Vísindamennimir athuguðu ferð- ir rafsegulbylgna frá kvösum í gegnum alheimsrúmið og til jarðar- innar. Þeir mældu þann hluta litrófs rafsegulbylgnanna sem atóm á mis- munandi svæðum alheimsins gleyptu. Þar sem alheimurinn er stöðugt að þenjast út em loftteg- undir á mismunandi svæðum hans mismunandi gamlar. Ef bylgju- lengd gleypta ljóssins er mismun- andi á mismunandi svæðum, fyrir sömu tegund atóma, þá bendir það til þess að gildi fín strúktúr fastans hafi breyst með tímanum. Þetta var einmitt hugmyndin sem rannsóknir stjarnfræðinganna byggðist á og niðurstöðurnar studdu þá tilgátu að gildi fastans hefði breytst. Þeir greindu breytingar á gleyptri bylgjulengd sem nam einum tíu þúsundasta úr nanómetra, (1 nanometri = 10-9 metrar). Ef niðurstöður vísindamannanna eru réttar þá munu þær hafa róttæk áhrif á kenningar sem reyna að sameina alla þekkta krafta náttúr- unnar. Eins og stendur eru þær kenningar vinsælastar sem gera ráð fyrir því að í upphafi hafi alheimur- inn verið fjölvíddar, með ef til viU tíu eða ellefu víddum, þar af einni vídd fyrir tímann. í dag er hins veg- ar „skynsamlegt“ að gera ráð fyrir því að víddir tímans og rúmsins séu ekki nema fjórar, ein fyrir tíma og þrjár fyrir rúm. Spumingin er því sú hvað varð um aukavíddirnar sex eða sjö? Flestar útgáfur þessara kenninga gera ráð fyrir því að þær hafi rúllast upp og séu því ekki að- gengilegar með beinum athugunum. Þessar upprúlluðu víddir geyma hins vegar þungar eindir sem ekki er hægt að greina eða framleiða í aflmestu hröðlum nútímans. Radíus víddanna og þar af leiðandi þyngd þeirra einda sem þær geyma er háður gildi fin strúktúr fastans. Af þessu er ljóst að gildi fín strúktúr fastans og hvort það hefur breyst með tímanum hefur mikil áhrif á þá ferla sem í upphafi, skömmu eftir frumsprenginguna, höfðu afgerandi áhrif á þróun efnis- ins og alheimsins í allri sinni heild. Eðlisfræðingar hafa því mikinn áhuga á þessum nýstárlegu niður- stöðum og munu fylgjast náið með frekari þróun þeirra. Rétt er að geta þess að hugmyndin er ekki allskostar ný af nálinni. Breski eðl- isfræðingurinn Dirac setti fram svipaðar hugmyndir fyrir meir en 40 árum. Tilgangur hans með því var hins vegar annar, en hann hafði sérstaklegan áhuga á því hvemig þyngdarkrafturinn hafði breyst með tímanum, en það er annar nátt- úrufasti s.k. þyngdarstuðull sem stýrir styrk hans. Við ræðum hug- myndir Diracs í annarri grein á næstunni. eftir Sverri Ólafsson IVIATARLIST/^/^w^r/z/ er íslenskt lambakjöt svona gott? Kebab með íslensk- um kryddjurtum HVAÐ er svona sérstakt við íslenska fjallalambið? Hér á landi eru í fyrsta lagi óskaskilyrði, þar sem gróður verður kjarnmeiri eftir því sem ofar dregur, og í öðru lagi gera kalt loftslag og langur sólargangur grasið mjög orkuríkt. Hér á landi ganga lömbin víðast hvar í u.þ.b. 2 og 1/2 mánuð á fjöllum fyrir slátrun. Þetta gerir það að verkum að fjalladilkamir gefa af sér kjöt með afar sérstöku háfjallabragði og flokkast að sínu leyti undir villibráð, enda er lambakjöt tilvalið til glóðarsteikingar. Hér er reglan sú að slátra ein- ungis dilkum á haustin. Nýslátrað kjöt er ólíkt meyrara og safaríkara en það frysta, en með réttri meðferð geta neytendur samt sem áður gert fryst kjöt nærri því eins meyrt og ferskt og nýtt kjöt sé rétt haldið á spöðunum. Þá er best að þíða kjötið í neðstu rim ís- skápsins í 3-4 daga og láta það því næst bíða í stofuhita síðasta sólar- hringinn fyrir neyslu, a.m.k. fáeina tíma. Við Islendingar erum þekktir fyrir mikið sósusull og eins dálítið brasaðan mat á stundum, en of mik- il og þung sósa og of vænn slurkur af olíu geta nær því eyðilagt glóðað kjöt. Gætið þess endilega að spara olíuna þegar kjötið er penslað. Gríska einfalda aðferðin er mjög góð, ólífuolía og sítrónusafi. Þeim mun meiri einfaldleiki, þeim mun meira bragð! Hvítlaukur og mynta eiga einkar vel við lambakjöt, eins blóðberg. Til allrar hamingju getur maður nú hæglega keypt margar lífrænt ræktaðar kryddjurtir í blómapott- um í heilsubúðum. Þær geta enst mjög lengi, sé þess gætt að þær fái næga vökvun og að maður tíni aldrei of mikið af þeim í einu í mat- argerðina. Til vitnis um hina hreinu náttúru- afurð okkar má geta þess að ís- lensku sauðfé er gefið sáralítið inn af lyfjum og þá er einungis um að ræða ormalyf, ónæmislyf sem koma í veg fyrir lambadauða, auk þess sem veikum lömbum þarf stundum að gefa pensillin. Önnur fúkkalyf renna sem sé ekki um æðar íslenska sauðfjárstofnsins, Guði sé lof! Nú hafa flestir tekið grillin fram og grilla flest það sem að kjafti kemur. Grillpinnamir eru alltaf sí- vinsælir, grænmeti, kjöt og fiskur í bland, allt eftir smekk hvers og eins. Víða í löndum Norður-Afríku eru fjalllendi eða hagar mjög ákjós- anleg til sauðfjárræktar. Þar um slóðir er ekki óalgengt að glóðaðir séu heilu dilkamir undir berum himni, einkum í miklum veislum. Það tíðkast einnig að hluta lambið í litla bita og glóða þá á teinum, gjaman með grænmeti líkt og við gemm. Þama og í Austurlöndum nær em eldaðir fjölbreyttir kjöt- réttir undir nafninu kebab. Sá þekktasti er sish kebab þ.e.a.s. kjöt- bitar steiktir á teini með eða án grænmetis, en þá iðju eram við einmitt farin að stunda í æ ríkari mæli hér á landi, enda er þetta fljót- leg, skemmtileg og góð eldunarað- ferð. Hér á eftir fylgir eins konar grandvallamppskrift að kebab handa fjóram. I N-Afríku krydda menn þennan rétt gjaman með steyttu kúmeni, kóríander eða rauð- um pipar. I Austurlöndum nær kjósa menn frekar allrahanda (all- spice, pimento), negul, eða múskat. Laukur eða hvítlaukur er einnig til- valinn, sem og eitthvað af okkar ís- lensku jurtum, s.s. blóðberg og önn- ur fjallagrös. Notið svo endilega úr- val hinna fersku jurta sem á boðstólum era, t.d. myntu, garða- blóðberg, rósmarín, basiliku, sítrónumelissu o.fl. Þið farið í þess- um efnum náttúrlega eftir eigin bragði og tilfinningu, en hér kemur uppskriftin. Kebab með kryddjurtum 1 kg meyrt lambakjöt, t.d. lærvöðvi, skorið í u.þ.b. 3-4 cm þykka bita 3 msk ferskur sítrónusafi 3 msk ólífuolía salt og pipar eftir smekk ferskar eða þurrkaðar jurtir eða krydd eftir smekk grænmeti að löngun hvers og eins, skorið í bita t.d. kúrbítur, perlulaukur, eggaldin eða paprika. 1. Setjið lambakjötsbitana í stóra skál. Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, (salti), pipar og jurtum eða kryddi og samlagið blönduna kjöt- bitunum. Látið þá marinerast í 1-2 tíma. 2. Þræðið þá bitana á steikartein- ana og grænmetið inni á milli, ef vill. Glóðarsteikið í nokkrar mínút- ur, eftir því hvort þið viljið hafa kjötið lítið eða mikið steikt. Hver og einn saltar svo síðan sína kjötbita eftir á, því smekkurinn og saltþörfin er svo misjafn. Hér er hugmynd að hrásalati með herlegheitunum. Hrásalat 1 lambhagasalat eða annað gott íslenskt salat 2 þroskuð avocado 2 bakkar af jarðarberjum 300 gr franskur mozzarella eða hreinn fetaostur í kubbum. Þvoið salatið og skerið í hæfilega bita. Losið avocadokjötið úr með skeið og bitið niður og setjið út í skál með salatinu. Þvoið jarðarberin og skerið í tvennt, skerið ostinn í teninga og bætið hvoratveggja út í salatskálina. Blandið vel. Salatsósa 4 msk ólífuolía Balsamedik eftir smekk Sitónusafi ef vill Pipar og salt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.