Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 B 7 mér gekk vel í henni. Afi minn, Sigurður Thoroddsen lands- verkfræðingur, hafði kennt stærðfræði í MR, og móðir mín sem varð stúdent 1937 hafði byrjað í stærð- fræðideild en hætt eftir viku því hún var eina stúlkan í bekkn- um. Frá því sagði hún oft og það varð þess ef til vill valdandi að maður varð enn ákveðnari en ella í að fara í stærðfræði. Ég get ekki betur séð en að grunnskóla- nemendur séu ágæt- lega undirbúnir, en breiddin í nemenda- hópnum er mikil því nú fara margir í fram- haldsskóla. Það er eðlilegt að stærðfræði liggi misjafnlega vel fyrir fólki, rétt eins og söngur, það verða ekki allir söngvai’ar sem geta sungið. En það sem skiptir mestu máli að mínu áliti í stærðfræðikennslu, fyrir utan það að hafa gott námsefni, eru góðir kennarar og uppörvun frá þeim og um- hverfinu. Góð kennsla og uppörvum getur skipt sköp- um og í því sambandi minnist ég atviks frá því að ég var unglingur í Hagaskóla. Eftir veigamikið stærðfræðipróf í árganginum var ég stöðvuð á ganginum af skólastjóranum, Arna Þórðarsyni, því hann vildi segja mér að ég og einn annar nemandi hefðum verið þau einu sem fengu tíu á prófinu. Ég fann að hon- um þótti þetta merkilegt og ég efa ekki að þessi uppörvun hafi hvatt mig til frekari dáða. En kennarar geta líka dregið úr áhuga og dugnaði. Þegar liðið var á námið í MR höfð- um við stærðfræðikennara sem náði ekki al- veg tökum á kennslunni. Svo fór að helming- urinn af þessum duglega bekk féll í stærðfræði á jóla- prófi. Björgunarað- gerðir voru settar í gang og Guðmund- ur Arnlaugsson fenginn til að taka okkur í aukatíma. Ég hafði náð þessu prófí og var því löt við að mæta í auka- tímana, en það varð til þess að ég náði mér ekki vel á strik í stærðfræði fyrir stúdentspróf. Þessi dæmi sýna aðeins mikilvægi þess að hafa góða kennara, og það sem okkur vantar núna eru fleiri góðir kenn- arar. Kennslan í stærðfræði mætti líka vera miklu fjölbreyttari. Danska er gott dæmi um námsgrein sem er farið að kenna á fjölbreytt- ari hátt en áður var gert, enda er maður hætt- ur að heyra athugasemdir um það hversu leið- inleg hún sé. Kennsluaðferðimar hafa því mikið að segja og við stærðfræðikennarar mættum íhuga það.“ Lífið góður draumur Jóhanna og Margrét segja að kennslu- starfið sé mjög gefandi og ögrandi og þær hafa báðar verið ánægðar í starfi sínu. En hvað um drauma menntaskóla- stúlkunnar, hafa þeir ræst eða varð lífið öðruvísi en þær ætl- uðu? „I raun og veru rættust ekki þeir draumar sem ég hafði um það leyti sem ég tók stúdentspróf," segir María. „Ég fór í læknisfræði og gekk vel á fyrsta ári, en þar sem áhugasviðið var mjög breitt á þessum tíma fór ég á flugfreyj unámskeið þama um vorið og frestaði öðru prófínu. En svo tók ástin völd- in í lífi mínu og ég eignaðist bam á öðru ári í læknisfræði. Ég reyndi að lesa undir próf með son minn tveggja mánaða gamlan, en uppgötv- aði þá í fyrsta sinn á námsferli mínum að ég gat ekki með nokkru móti einbeitt mér. Ég hætti í lækn- isfræði og var lengi ósátt við það, því fyrst og fremst var þetta spuming um metnað. Núna er ég mjög fegin að hafa ekki haldið því námi áfram því ég held að læknisstarfið hefði ekki átt við mig. Tveimur ámm síðar fluttist ég til Dan- merkur og fór þar í lyfjafræði. Síðan tók ég kennslu- og uppeldisfræði hér í Háskólanum heima og fór að kenna stærðfræði, svo að kannski má segja að ég hafi fetað í fótspor afans. Ég er mjög ánægð með þá stefnu sem lífið tók, en ég get bætt því við til gamans að ef ég væri stúdent núna færi ég líklega í tón- listarnám, því að tónlistin hefur verið mjög ríkur þáttur í lífi mínu.“ Jóhanna segist ekki hafa haft hugmynd um hvað hún vildi verða að stúdentsprófi loknu. „Ég fór í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi árið eftir. Síðan fór ég til Óslóar þar sem ég lærði lista- sögu í tvö ár. A þeim tíma eignaðist ég barn og vildi fara að koma undir mig fótunum, en þar sem listnám bauð ekki upp á mikla starfsmögu- leika fór ég heim og sneri mér að kennslu. Ég hef síðan kennt í yngstu bekkjum grunnskólans og haft mikla ánægju af starfí mínu, en ég neita því ekki að það hefur stundum hvarflað að mér að söðla alveg um og prófa eitthvað nýtt. Ég gæti vel hugsað mér að listasaga yrði þáttur í þeim framtíðardraumi. En annars er lífíð sjálft í mínum huga góður draumur og ævintýri.“ I fæstum tilvikum rætast allir draumar æskuáranna en oft einhver hluti þeirra. Skaparinn er líklega góður í stærðfræði enda leikur hann sér stundum að því að fá aðra út- komu en menn höfðu reiknað með. Konurnar úr hinum sögulega bekk virðast hafa áttað sig á því eins og fram kemur í samtölum við þær, og kannski eins gott að þær stúdínur sem nú skunda út í lífið geri það líka. Bónorð í bundnu máli Stærðfræðingarnir áttu sín skáld þótt tölur væru að öllu jöfnu þeirra sér- grein. Þegai’ þær ákváðu að biðja eins kennarans sendu þær honum flestar bónborðsbréf í óbundnu máli en bekkjarskáldið Ingveldur Sverrisdótt- ir, lét sig ekki muna um að yrkja. Bón- orðið var afdráttarlaust og prinsinn að sjálfsögðu þéraður. Ég et ei né sef áður enhef bónorðsbréf til ydar skrifað, þess innihald er ótrúiðþérmér ég get ekki án yðar lifað. Og það er mín þrá að þér segiðjá ég hef yður elskað svo lengi, ensegiðþérnei þásyrgiégei en drekki mér eða mig hengi Morgunblaðið/Amaldur MARIA: Ég fetaði í fótspor afans. Morgunblaðið/Jim Smart JÓHANNA: Ég vildi koma undir mig fótunum. Morgunb!aðið/Ámi Sæberg HLUTI hins sögulega bekkjar. Efri röð frá vinstri: Vilborg Olafsdóttir meina- tæknir, Ingveldur Sverrisdóttir lyfiafræðingur, Fríður Ólafsdóttir dósent, Mál- fríður Kristjánsdóttir arkitekt, Man'a L. Einarsdóttir lyfjafræðingur og stærð- fræðikennari, Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur. Sitjandi: Valdís Bjarna- dóttir arkitekt, Ragna Karlsdóttir verkfræðingur, Jóhanna Pétursdóttir kennari, Ásta Garðarsdóttir viðskiptafræðingur. Valdís Bjarnadóttir arkitekt Karlastörfin heilluðu ÆTLI ég hafi ekki viljað vera öðru- vísi en hinar og því valið stærðfræði- deildina. Það var fremur óalgengt að stúlkur færu í þá deild. Ég hafði líka verið góð í stærðfræði í barnaskóla og auk þess áleit ég að nám í þessari deild gæfi mér meiri möguleika síð- ar meir. Það var enginn öðrum freniur sem hafði bein áhrif á mig hvað menntun snerti, en ég var að vísu hvött til náms af móður minni sem hafði ekki átt kost á að læra. Á þessum tíma fannst mér mörg karlastörf höfða meira til múi en hefðbundin kvennastörf. Ég hafði til dæmis alltaf haft mikinn áhuga á arkitektúr og velt fyrir mér formum og húsum. Ég hafði verið flugfreyja á sumrin meðan ég var í menntaskóla og hafði því öruggt starf að stúdentsprófi loknu. Draumarnir hafa því sjálfsagt verið uppi í skýjunum, enda skrifaði ég á atvinnuumsókn um flugfreyjustarfið að ég ætlaði að verða flugmaður. Haustið 1966 fór ég til Þýskalands með til- vonandi eiginmanni sem var að fara í bygg- ingaverkfræði, og stuttu síðar giftum við okk- ur. I eitt ár vann ég sem flugfreyja og í banka meðan ég var að hugsa minn gang, en fór svo í Tækniháskólann í Darmstadt. Af 80 nemend- um sem náðu inntökuprófi vorum við fjórar stúlkurnar. Tíðarandinn var aimar í þá daga og ég var oft spurð hvað ég væri að gera í há- skóla, gift og í draumastarfi. Þegar ég hóf nám í arkitektúr vissi ég aðeins um eina konu sem var starfandi arkitekt hér á landi. Að námi loknu starfaði ég í eitt ár í Stuttgart og eftir að ég kom heim vann ég í þijú ár á stofu. Síðan stoftiaði ég arkitekta- og verkfræði- stofuna Þverá með manninum mín- um. Ég er mjög ánægð í starfi mín og hef sjald- an viljað skipta á því og öðru. Þetta er bæði lifandi og fjölbreytt starf, sambland af list- grein og tæknigrein. Allt starfsumhverfi hef- ur gjörbreyst eftir að við fórum að nota tölvur í stað blýanta, og það sá maður ekki fyrir sér meðan á námi stóð. Það er því mjög mikilvægt að fylgjast vel með í þessu starfí. I stórum dráttum hafa draumar mennta- skólaáranna ræst. Ég lærði það sem hugurinn stóð til, þótt ég yrði að vísu ekki flugmaður, á yndislega fjölskyldu, og hef ekki orðið fyrir stórum skakkaföllum í lífinu. Mér finnst það skipta mestu máli að vera jákvæður og leggja sig fram um að gera það besta úr hlutunum. Ragna Karlsdóttir verkfræöingur Við getum STÆRÐFRÆÐI og eðlisfræði voru þau fög sem mér fannst skemmtileg- ust í skóla svo það kom ekkert ann- að til greina en að fara í stærðfræði- deild. Móðir mín varð stúdent úr þeirri deild árið 1941, og þótt hún hefði engin bein áhrif á val mitt var andrúmsloftið þannig á heimilinu að það þótti sjálfsagt að við systkinin færum í langskólanám. Kvenréttindi voru rædd í uppvexti mínum, og þá einkum af ömmu minni sem var fædd fyrir aldamót. Hún var gull- smiður, átti einn son utan hjónabauds, og byggði sér hús, sem var nú ekki algengt með- al einstæðra mæðra í þá daga. Ég man að hún sagði við mig þegar ég var aðeins barn að aldri: Við getum. Við þurfum enga hjálp frá karlmönnum. Við erum sjálfstæðar og getum gert það sem við viljum. Ég sat tíðum við smíðaborðið hennar með skólabækurnar minar og drakk í mig skoðanir hennar, og ekki síður kjark. Ég hafði lengi ætlað í læknisfræði en í menntaskólanum breyttist sú ákvörðun. Ég hafði mikinn áhuga á eðlisfræði og þegar ég varð stúdent var verkfræðin eina raungreinin sem kom til greina í Háskólanum. Ég kom úr þessum stúlknahópi og var svo ein með 30 strákum í verkfræðinni. Það tók smátíma að fóta sig því ytra umhverfi sýndist nokkuð ógnvænlegt í fyrstu, en þetta reyndust svo vera miklir heið- ursmenn sem ég var með í bekk. Ég lærði byggingarverkfræði og tók seinni hlutann í Danmörku. Mér bauðst svo starf á jarðhitadeild Orkustofnunar þar sem ég hef unn- ið við jarðeðlisfræði síðan. Ég er í mjög skemmtilegu starfi og vinnuumhverfíð er bæði lifandi og akademískt. Við leitum að jarð- hita, og ég tek við mælingum, túlka þær og geri líkön eftir þeim. Og það getur verið rnjög spennandi að taka við mælingum frá nýju svæði, nánast eins og að opna jóla- pakka. Það hafði engan forgang hjá mér að giftast og eignast börn, enda voru allir famir að ör- vænta um mig. Ég giftist ekki fyrr en 35 ára og þá eignaðist ég tvíbura. En það var mikið að gera hjá mér og ég leit svo á að það væri engin ástæða til að gifta sig fyrr en einhver kom sem var þess virði að eiga! Ég veit ekki hvort draumar æskuáranna hafa ræst, maður spilar bara úr sfnum spilum og reynir að gera sitt besta. En ég er mjög ánægð með hvernig málin hafa þróast, hvem- ig ég hef fikrað mig yfir á svið sem ég hef mjög gaman af. Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur Engir loftkastalar ÉG FÓR í stærðfræðideild af tveim- ur ástæðum. Ég áleit að námið þar ætti betur við mig og eins vildi ég ekki fara hina hefðbundnu kvenna- leið í námi. Jafnréttismál vom þó lítið rædd á heimili mi'nu. Móðir mín vildi að við lykjum stúdentsprófi en að öðm leyti var enginn þrýstingur í þá vem af hálfu foreldra minna. Ég hugsa þó að ég hafí horft til fóð- ur mins. Við töluðum mikið saman um pólil i'k og lífsviðhorf og hann gerði þær kröfur til mín að ég stæði mig í því sem ég tæki mér fyrir hendur. Þar fyrir utan sólaði ég mig í aðdáun hans því hann var 38 ára gamall þegar ég, fyrsta barn- ið hans, fæddist. Ég ætlaði að verða dýralæknir eða arki- tekt, en hef líklega ekki verið tilbúin í að hleypa heimdraganum og eins lét ég telja mér trú um að dýralæknisstarfið hentaði ekki konum. En ég vildi verða eitthvað, eins og það hét í þá daga, og fór í lögfræði. Þær voru ekki margar stúlkurnar sem fóru í það nám þá, af hópnum sem útskrifaðist sama ár og ég vorum við aðeins tvær stúlkurnar. Ég man að einum Rotaryféiaga föður míns varð að orði þegar ég sagðist vera í lögfræði: Hvað ætlarðu að gera með það væna mín? Ég átti mér nú enga sérstaka drauma um að giftast og eignast börn, það bara kom. Ég átti til dæmis dóttur mína meðan ég var í laganámi og mér þótti það mjög eðlilegt að maður gæti verið í skóla eða vinnu og átt sín böm, án þess að þurfa að gefa eftir á einhveijum vígstöðvum. Eftir brautskráningu úr laga- deild vann ég í menntamálaráðu- neytinu, en fluttist svo til Svíþjóðar með Qöiskyldu minni. Þar var ég fyrst starfsmannastjóri en fór svo í framhaldsnám í vinnurétti. Ég hef síðan verið lögfræðingur hjá Vinnuveitenda- sambandi Islands. Ég er mjög sátt við starf mitt. Lögfræðin er áhugaverð, skemmtileg og fjölbreytt, og gefur mikla möguleika á mannlegum sam- skiptum. Lögfræðin er Uka að sumu leyti eins og stærðfræðin, röksemdafærslan þarf að ganga upp. í stómm dráttum hafa æskudraumarnir ræst, enda voru það nú engir loftkastalar sem ég byggði. Að vísu hefur lífið verið öðmvísi en ég átti von á og ekki ætið dans á rósum, en hvað gerir það nema að auðga mann? Ég er þakklát fyrir að hafa bæði menntun og starf. Þegar ég missti manninn minn var ég því í sömu aðstöðu og hver önnur fyrir- vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.