Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 20
 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKAK Leon, Spáni, 9. —13. jiíní EINVÍGI MEÐ AÐSTOÐ TÖLVA Einstæð skákkeppni stendur nú yfir í Leon á Spáni. Kasparov og Topalov . tefla einvígi og nota tölvur til að hjálpa sér. Tölva hjálpar Kasparov GARY Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, teflir sex skáka einvígi við Búlgarann Veselin Topalov. Umhugsunartíminn er ein klukkustund á mann og það sem gerir keppnina afar nýstárlega er að keppendurnir eru með tölvu hjá sér við borðið. Þeir geta notað þær til að athuga gagnabanka, sem get- ur komið sér mjög vel í byrjunum, og einnig til að hjálpa sér við út- eikninga. Kasparov tapaði fyrstu skákinni, en jafnaði strax í annarri. Þeirri þriðju lauk með jafntefli, en Rúss- inn náði forystunni með sigri í fjórðu skákinni. Það er ekki hægt að segja að skákirnar séu betur tefldar en ef tölvur væru ekki not- aðar, en þó hafa komið upp skemmtilegar flækjur: Þessi staða kom upp í annarri skákinni. Topalov var að leika 33. - Bf8-a3 í mjög þröngri stöðu: Svart: Topalov Sjá stöðumynd 1. Hvítt: Kasparov ^4. Dxc8+! - Hxc8 35. Hxc8+ - Kh7 36. b6 og svartur gafst upp, því hann er varnarlaus gegn hótun- inni 37. Hc7. Kasparov hefði farið létt með þessa fléttu, án aðstoðar tölvu, en í fjórðu skákinni hafa báðir örugg- lega spurt tölvurnar álits á þessari stöðu: Topalov var að enda við að drepa peð á f5, lék 37. - Re7xf5. Svart: Topalov Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. 'C^Sjá stöðumynd 2. Hvítt: Kasparov Hér hefur Búlgarinn örugglega verið að vonast eftir framhaldinu 38. Hxf5? - Dxf5 39. Be4 - Dxe4! 40. Hxe4 - f5 41. Hh4 sem lítur af- ar vel út á hvítt, en þá bjargar svartur sér með 41. - Bf6! og stendur betur að vígi. Kasparov og tölva hans fundu sterkari leið: 38. Hxh7+! - Kxh7 39. Be4 - Kg8 40. Bxf5 - e4 Eða 40. - De7 41. Bh6 - f6 42. Dg6 - Da7+ 43. Khl - Hf7 44. Be6 og hvítur vinnur. 41. Dh3! og Topalov gafst upp. Kasparov hótar bæði máti á h7 og að vinna svörtu drottninguna með 42. Bh7+. Júdit að vinna Karpov Þau Júdit Polgar, sterkasta skákkona heims, og Anatólí Kar- pov FIDE-heims- meistari tefla nú átta skáka atskákeinvígi í Búdapest í Ungverja- landi. Staðan að lokn- um sex skákum er 4-2 Júdit í vil og síðasta keppnisdaginn verður Karpov að vinna báðar skákirnar til að jafna. Það kemur ekki á óvart að Karpov ráði illa við hana þegar umhugsunartíminn er aðeins 30 mínútur. Minningarmótið um Freystein Davíð Kjartansson sigraði af ör- yggi á Skákþingi Hafnarfjarðar sem haldið var dagana 5.-7. júní. Mótið var jafnframt minningai*mót um Freystein Þorbergsson skák- meistara. Davíð hlaut 4Vá vinning af 5 mögulegum og varð U/2 vinn- ingi fyrir ofan næstu menn. Loka- röðin á mótinu varð þessi: 1. Davíð Kjartansson 4% v. 2. -6. Sigurbjörn Björnsson, Þor- varður F. Olafsson, Björn Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson og Hjörtur Þór Daðason 3 v. o.s.frv. Þeir Sigurbjörn og Þoi-varður eru einu Hafnfirðingamir í sex efstu sætunum. Þar sem þeir urðu jafnir að vinningum verða þeir að tefla einvígi um tit- ilinn Skákmeistari Hafnarfjarðar 1998. Við upphaf mótsins afhenti Agúst Sindri Karlsson, forseti Skáksambands Is- lands, ættingjum Freysteins heitins áritaðan stein sem þakklætisvott fyrir störf hans í þágu skák- hreyfíngarinnar. Guðmundur Mótið var haldið í Arason félagsheimili Skákfé- lags Hafnarfjarðar í Dverg á horni Lækjargötu og Suð- urgötu. Skákstjóri var Guðmundur Svenir Jónsson. Guðmundur Arason skrifar Guðmundur Arason, fyrrverandi forseti Skáksambandsins og einn allra öflugasti bakhjarl skákhreyf- ingarinnar, ritar lesendabréf í næsta tölublað Skákblaðsins. Guð- mundur hefur gefið skákþættinum leyfi til að birta bréfið, en þar koma fram athyglisverðar hug- myndir: „Ég vil í upphafpláta í ljós ánægju mína með að SKÁK heldur áfram að koma út þrátt fyrir frá- hvarf Jóhanns Þóris vegna veik- inda. Það er einnig mikilsvert að við ritstjórn blaðsins hefur tekið einn mikilhæfasti forystumaður skák- hreyfingarinnar, Þráinn Guð- mundsson, fyrrverandi forseti og nýkjörinn heiðursfélagi SI. Sem kunnugt er hefur verið heldur dræm aðsókn að skákmót- um sem valdið hefur vonbrigðum meðal okkar skákáhugamanna. RYMINGARSALA Síðasti dagur í dag sunnudag ✓ Við hættum verslun á Islandi og höldum því allsherjar rýmingarsölu og seljum síðustu 60 teppin okkar með afsl. frá 35-60% af fullu verði m.v. staðgr., 30-55% ef greitt er með korti Verðdæmi: Stærð: Verð áður: Nú: 1 stk. Afghan, ca 200x300 84.800 42.800 stk. 5 stk. Pakistan „sófaborðsstærð" ca 125x175-190 35-38.000 23.800 stk. 30 stk. Pakistan rúml. 60x93 9.800 5.800 stk. Gl. Afghan Kilim 2,52x3,27 49.800 28.800 Birgðir að klárast Þökkum viðskiptin á liðnum árum RAÐGREIÐSLUR HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni Afgreiðslutími: 14. júní frá kl. 13-19 ^Sunnudaginn JARÐVATNSBARKAR Með og án filters Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50—200 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Sl/ V* VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21, sími 552 2020 =dc=x=x: Mín skoðun er sú að skákáhugi hér sé mikill og kemur víða fram, enda væri annað óeðlilegt í landi sem á jafn mikið úrval góðra skákmanna, þar á meðal níu stórmeistara auk alþjóðameistara, sem þó eru allt of fáir, en vel er unnið að því að fjölga þeim, m.a. með fjölgun alþjóðlegra skákmóta. Fróðlegt er að bera þau saman við mót sem haldin voru í ráðstefnusalnum á Hótel Loftleið- um, með skákskýringum og öllu til- heyrandi. I mínum huga, sem sótti þessi mót og önnur, var andrúms- loftið, sem ríkti á mótunum á Loft- leiðahótelinu alveg sérstakt. Það umhverfi sem þar er fyrir hendi laðar á sérstakan hátt að sér áhorfendur. Aðstaðan þar hafði alla þá kosti, sem áhorfendur sótt- ust eftir, þ.á m. piýðilega aðstöðu þar sem teflt var, stórkostlega skákskýringaaðstöðu, kaffiteríu, marga rúmgóða íverustaði til að ræða málin og grafarþögn á skák- stað. Þetta umhverfi skapaði nefni- lega hátíðarstemmningu sem dró fjölda áhorfenda til sín. Fólki fannst sem það væri þátttakendur í leiknum. Enginn þeirra staða þar sem skákmót á undanfórnum árum hafa verið haldin býður upp á þá mögu- leika, sem komast í hálfkvisti við það hlýlega og viðkunnanlega and- rúmsloft sem aðstaðan á Hótel Loftleiðum býður upp á. Ég geri það að tillögu minni að f'yrir næsta Reykjavíkurskákmót verði tekið upp samstarf við Flugleiðir um mót á hótelinu og reynt að ná upp gömlu stemmningunni að nýju. Skákin þarf á því að halda og Hótel Loftleiðir einnig. Ég lít svo á að skákmótin, sem þar voru haldin, hafi lyft Hótel Loftleiðum í æðra veldi. Að tengjast skákinni á þennan hátt, þ.e. með skákmóti sem vakið hefur heimsathygli sem Reykjavík- urskákmótið að minnsta kosti gerði, er auglýsing sem mjög er auðvelt að nota til að kynna hótelið á alþjóðavettvangi í sambandi við ráðstefnuhald og fleira. Ég tala nú ekki um ef Reykja- víkurskákmótið væri tengt Lista- hátíð í Reykjavík, eins og ég nefndi sem möguleika á síðasta aðalfundi SI í maí. Það er full ástæða og á margan hátt eðlilegt að Reykjavíkurskák- mótið falli vel inn í tilgang sem stefnt er að með listahátíð. Skákin er og verður menningarauki og Reykvíkingar geta verið stoltir af starfi er hefur um mörg ár verið unnið á því sviði sem öðrum til menningarauka. Það er verðugt verkefni nýkjör- innar stjórnar Skáksambandsins og forystu taflfélaganna í Reykja- vík að svo megi verða. Guðmundur Arason.“ Afmælismót TR 2000 I framhaldi af þessum skrifum Guðmundar má benda á að árið 2000 fagnar Taflfélag Reykjavíkur aldarafmæli sínu. Sama ár er Reykjavík menningarborg Evrópu. Þegar Kaupmannahöfn var menn- ingarborg árið 1996 var opna mótið þar haldið með mikilli viðhöfn af því tilefni og væri ekki tilvalið að við gerðum slíkt hið sama? Hótel Loftleiðir væri afar ákjósanlegur mótsstaður fyrir slíkan viðburð. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Spurning 3 Hver er leikstjóri myndarinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.