Morgunblaðið - 14.06.1998, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Gengið í svefni
HÉRNA í gamla daga, áður en
sjónvarpið þröngvaði sér inn í líf
fólks og bíóferðir voru fáar og
langt á milli, gat oft verið leitun á
afþreyingu, sem spennu gat skap-
að á tilfinningasviðinu. Helst var
að leita í bókum og sátu krakkar
og fullorðnir oft hringaðir í stól
með einhverja skáldsögu, stund-
um skjálfandi af spenningi. En af
og til gerðist samt eitthvað
óvenjulegt í lífinu sjálfu, sem róti
kom á hugi fólks. Vel man ég eftir
einu slíku atviki úr æsku minni.
Mamma og pabbi höfðu puntað
sig upp á haustkvöldi til þess að
fara í göngutúr, sem þá var ekki
óalgengt.
Það var viss kúnst, að ganga
fallega saman, arm í arm, jafn-
andi skrefin, stígandi í sama fót-
inn um leið og vaggandi á réttan
máta, rétt eins og um eina mann-
eskju væri að ræða. Spjallað var
saman, rómurinn örlítið lækkaður
og höfðinu snúið að hinum aðilan-
um, þegar til hans var talað.
Þama var hægt að ræða um ýmis
mál hins daglega lífs, sem erfitt
var að tala um í lítilli íbúð með
krakkahópinn í kringum sig, allt
heyrandi og sí-spyrjandi.
Jæja, þegar þau komu upp á
Öldugötuna, voru nokkrar mann-
eskjur saman komnar við eitt
bárujámshúsið og virtist eitthvað
mikið um að vera. Brátt sáu þau
hvar ung stúlka var að klifra upp
húsvegginn hægt og sígandi, not-
andi gluggakarma og þakrennuna
til þess að hífa sig upp á við. Var
hún komin upp á aðra hæð og náði
brátt taki á þakbrúninni. Var hún
í náttfötunum einum saman og
brátt kom í Ijós, hvað um var að
vera. Hún var að ganga í svefni.
Enginn þorði að láta frá sér svo
mikið sem píp því allir vissu, að ef
svefngengiO yrði vakinn við svona
aðstæður, gæti hann dottið niður
og slasast. Um síðir komst stúlk-
an upp á mæni hússins og sat þar.
Lögreglan kom svo á vettvang og
var settur upp stigi, ungmennið
vakið varlega og leitt niður og allt
fór þannig vel.
Þegar við krakkarnir heyrðum
um þetta ævintýri daginn eftir,
þótti okkm- mikið til koma og
rigndi spumingunum yfír pabba
og mömmu. Tveir eldri bræðr-
anna snömðu sér upp á hjól sín og
þustu upp að húsinu umrædda til
þess að sjá allar aðstæður með
beram augum. Sjálfum fannst
mér þetta mikil tíðindi, því ég
hafði aldrei heyrt, að fólk gæti
gengið um steinsofandi og jafnvel
klifrað upp snarbratta húshlið,
sem fáum vakandi mundi hafa
tekist. Líklega komst meira rót á
hug minn en hinna systkinanna,
því ég átti við eigið svefnvanda-
mál að stríða.
Svo var mál með vexti, að um
nokkurra mánaða skeið hafði ég
haft mjög slæmar draumfarir.
Alls kyns kynjaverar, óargadýr
og önnur kvikindi réðust á mig,
þegar ég vogaði mér inn í draum-
heimana. Þetta endaði, næstum á
hverri nóttu, með því að ég vakn-
aði upp með hrópum og raskaði ró
foreldranna, sem ekki veitti af
Þórir S. Gröndal
sínum dýrmæta nætursvefni.
Stundum stökk ég út úr rúminu
og alltaf var geðshræringin mikil
eftir ógnanir draumanna. Skiljan-
lega var ég ekki áfjáður í að sofna
aftur og reyndi að halda mér vak-
andi.
Eðlilega skapaði þetta mikið
vandamál á heimilinu og endaði
með því, að mamma fór með mig
til Jónasar Sveinssonar, okkar
ágæta heimilislæknis og átrúnað-
argoðs. Talaði hann við mig og
skoðaði hátt og lágt, en síðan
skrifaði hann lyfseðil upp á ein-
hverja mixtúra. A leiðinni heim
stoppuðum við í búð og ég fékk að
velja mér lítið leikfang, sem ég
átti svo að hafa með mér í rúmið.
Um kvöldið tók ég svo meðalið,
fór með bænirnar og hélt fast ut-
an um leikfangið. Gekk allt vel og
ég svaf eins og steinn og aðrir
fjölskyldumeðlimir fengu nætur-
frið. Nokkrum sinnum aftur
dreymdi mig illa, en svo lagaðist
þetta hægt og sígandi.
Mikið dreymdi mig samt áfram
og varð mér oft hugsað til
stúlkunnar, sem mamma og pabbi
höfðu séð klifra upp á þak húss-
ins. A næstu áram heyrði ég fleíri
sögur um fólk, sem sofandi vann
alls kyns þrekvirki, aðallega í
klifri. Varð ég hugfanginn af
þessu og lét mér detta í hug, að ef
til vill gæti ég orðið svona nætur-
afreksmaður. Var ég að spekúlera
í því, hvað fólk væri að dreyma,
sem gengi í svefni.
Þegar ég var níu ára var ég
sendur vestur á Flateyri til þess
að dvelja sumarið hjá ömmu
minni. Það var þarna, sem ég
komst loks í svefngenglatölu.
Amma vaknaði um hánótt og sá
að rúm mitt var autt. Snaraði hún
sér framúr og fór niður stigann og
leitaði á neðri hæðinni en fann
ekkert. Loks fór hún út og þar
var sögumaður, kominn hálfa leið
niður tröppumar, steinsofandi og
á náttklæðunum einum saman.
Það er ómögulegt að vita, hvað ég
hefði getað afrekað, ef hún hefði
ekki fundið mig. Ég gæti alveg
eins hafa klifrað upp á þak, en þar
sem þetta var um hánótt, vora
engir áhorfendur og það var nátt-
úrlega ekki gott.
Ég var að vonast til, að þetta
væri byrjun á glæsilegum svefn-
gönguferli, en því miður var ekki
svo. Næsta afrek kom ekki fyrr
en ég var orðinn táningur, við
sumarvinnu í Hvalstöðinni. Unn-
in var vaktavinna og voram við
Hilmar, frændi minn, hvor á
sinni vaktinni. Eina nóttina fór
ég að sofa í mínu rúmi í vestur-
horni braggans, en vaknaði í
rúmi Hilmars, sem var í hinum
endanum! Vinnufélagarnir hlógu
mikið og sögðust ekki skilja, af
hverju ég hefði ekki gengið í
svefni yfir í næsta bragga, en þar
sváfu stelpurnar sem unnu í eld-
húsinu.
Þegar ég var við nám í henni
Ameríku, gekk ég einu sinni væn-
an spöl, þá er ég gisti í ókunnu
húsi kunningja míns. Fór ég ofan
af lofti og vaknaði niðri í eldhús-
inu eftir að hafa kveikt þar ljós.
Nokkrum árum seinna, þá er ég
hafði fest ráð mitt og kvænst, seg-
ir eiginkonan, að ég hafi sprottið
eins og stálfjöður upp úr rúminu á
sjálfa brúðkaupsnóttina. Þegar
hún vaknaði og innti mig eftir þvi,
hvað ég væri að gera, segir hún að
ég hafi litið á hana með ringluðu
augnaráði og sagst ætla heim til
mín! Hún er náttúrlega eina vitn-
ið að þessum atburði.
Og nú hafa blessuð árin þotið
hjá. Mig dreymir mikið og oft al-
veg ótrúlega hluti. Óargadýrin
láta mig að mestu í friði, og varla
er hægt að segja, að ég hafi geng-
ið neitt að ráði í svefninum, og er
búinn að gefa upp allar vonir um
það, að ég geti orðið afreksmaður
vakandi eða sofandi. Konan seg-
ist líka vakna um leið og ég fari
fram úr rúminu. Orðaskiptin
verða þá oft eitthvað á þessa leið:
„Þórir minn, hvað ertu að fara?“
segir konan. Og söguhetjan svar-
ar: „Æi, ég er bara að fara að
pissa!“
FJÖLÆRAR ÞEKJUPLÖNTUR
blómgunartíma.
Blómgunartími hverr-
ar tegundar er hugs-
anlega ekki langur
eða 3-6 vikur en þær
blómstra á misjöfnum
tíma yfir sumarið. Við
val á plöntum í beð er
sjálfsagt að nýta sér
þessa eiginleika
plantnanna og raða
saman tegundum með
mismunandi blómg-
unartíma. Þannig er
hægt að hafa beðin
litrík allt sumarið.
Einnig er til í dæminu
að nota fjölærar
plöntur með sígræn
blöð, eins og t.d.
steinbrota, Bergenia
sp. og gullvölvu,
Waldsteinia ternata
til að hafa lit í beðinu
allt árið.
Yfirleitt eru mein-
dýr ekki til vandræða
við ræktun á fjölær-
um plöntum en þó
hafa sniglar átt það til
að gera dálítinn usla í
ræktuninni. Svo mörg
ráð era til gegn snigl-
um að lætur nærri að
hvert heimili eigi sitt
eigið húsráð. Annar
vágestur í fjölærum
plöntum er blaðlúsin
en sjaldnast verða al-
varlegar skemmdir af
völdum lúsarinnar.
Hver garðeigandi verður að meta
það fyrir sig hvaða úrræðum hann
vill beita í baráttunni við þessi
kvikindi en gott er að hafa í huga
að nota ekki eiturefni nema í
lengstu lög og þá alls ekki nema
eitthvað sjáist á plöntunum.
Notkunarmöguleikar á fjölær-
um þekjuplöntum era miklir. Þær
henta sem undirgróður í trjá- og
runnabeð, til að þekja opin svæði,
í grjóthleðslur og margt fleira. Við
val á tegundum þarf að hafa í
huga hvaða kröfur tegundirnar
gera til umhverfis síns því þær
þurfa vaxtarstað sem hentar þeim.
Það gengur til dæmis ekki að setja
mjög sólelska plöntu í mikinn
skugga.
Dæmi um nokkrar góðar þekju-
plöntur:
Dvergavör (Ajuga reptans),
völskueyra (Cerastium tomentos-
um), dalalilja (Convallaria majal-
is), músagin (Cymbalaria pallida),
mararljós (Lythrum salicaria),
skriðklukka (Campanula
rapunculoides), dílatvítönn (La-
mium maculatum) og útlagi
(Lysimachia punctata).
FJÖLÆRAR plöntur
eru til af öllum mögu-
legum og ómögulegum
stærðum og gerðum.
Þær hafa ýmsa eigin-
leika sem við erum
hugsanlega ekki nógu
dugleg að nýta okkur.
Með því að spila sam-
an fjölærum blóm-
strandi jurtum og
rannum má fá fram
fjölbreytni og aukna
litagleði í garða okkar.
Einnig má nota eigin-
leika þessara fjölæru
jurta til nytsamra
hluta. Margar fjölærar
plöntur dreifa úr sér með skriðul-
um jarðstönglum eða einhvers
konar rótarskotum. Þannig geta
þær þakið töluvert svæði með tím-
anum. Slík jarðvegsþekja hefur
ýmsa kosti. Við þekkjum það úr
görðum okkar að ef við þekjum
svæði með jarðvegsdúk, möl eða
kurli að illgresi á
erfitt uppdráttar. 111-
gresisfræið, sem yfir-
leitt er í mjög miklu
magni í efstu 5 cm
jarðvegsins, nær ekki
að spíra upp í gegnum
þekjuna. Þau fáu fræ
Sem spíra ná ekki að
verða að plöntum því
næg birta er ekki til
staðar. Það að þekja
jarðveg stuðlar einnig
að jafnara rakainni-
haldi jarðvegsins og
hitastigið verður jafn-
framt stöðugra. Al-
mennt verður því
ástand jarðvegsins heppilegra fyr-
ir plönturnar sem við viljum
rækta í honum. Efni eins og möl,
kurl og ýmiss konar jarðvegsdúk-
ar eru hins vegar ekki mikið fyrir
augað, þótt yfirbragð beða með
slíkum þakningarefnum sé ólíkt
snyrtilegra en þar sem illgresið
fær að ráða. Við getum þess í stað
notað fjölærar plöntur til að þekja
jarðveginn og fáum þá fram sömu
áhrif og ef við þekjum jarðveginn
með tilbúnum efnum en fjöl-
breytnin í beðunum verður óneit-
anlega miklu meiri.
Sennilega eru í kringum 1000
fjölærar plöntutegundir í ræktun í
íslenskum gróðrarstöðvum. I þeim
hópi era margar tegundir sem
geta nýst sem þekjuplöntur. Hægt
er að finna plöntur sem henta við
margs konar skilyrði, allt frá mjög
sendnum jarðvegi yfir í blautan
mýrajarðveg, plöntur sem þurfa
bjartan vaxtarstað og skuggþolnar
plöntur, hávaxnar eða lágvaxnar
plöntur og svo mætti lengi telja.
Það sem þessar tegundir eiga sam-
eiginlegt er að þær eiga auðvelt
með að breiða úr sér og gera það á
skömmum tíma. Þess ber þó að
gæta að velja ekki plöntur sem
bæði dreifa sér með rótarskotum
og sá sér mikið. Slíkar tegundir
eru svo fljótar að leggja undir sig
næsta nágrenni sitt að það geta
skapast af því vandræði.
Fjölærar plöntur hafa misjafnan
BLON
VIKUIVMR
383. þáttur
Umsjón Ágústa
li jömdóttir
www.mbl.is
STIFIAÐ?
Fáðu þér þá brúsa af Ferm'rtex og málið er leyst
Fermrtex losar stfflur f frárennslispípum, salemum
og vöskum. Skaðlaust fyrir gler, postulln, plast og
flestar tegundir málma. Fljótvirk og
sótthreinsandi. Fæst I flestum byggingavöru-
verslunum og bensinstöðvum ESSO.
V'VATNSVIRKINN ehf
Armula 21, sími 552 2020