Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 B 17 ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins um fiski. Alls voru um 10 km af farvegi Grenlækjar þurrir. Gróft áætlað eru þetta um 80% af upp- eldisfleti lækjarins á hraunbotns- svæðunum. Þama eru hrygningar- svæði sjóbirtingsins og voru þau nær öll á þurru með tilheyrandi dauða hrogna og kviðpokaseiða. Á neðstu 2 km og ofar á svæðinu, þar sem vatn rann, var veruleg skerð- ing á rennsli sem getur skaðað hrogn og seiði. Yngstu árgangamir verst leiknir -Til að meta hvaða seiði hafa verið á þurru svæðunum var raf- veitt á svæði þar sem vatn seytl- aði, um 3 km neðan upptakalinda. Þar fundust 45 eins árs og 3 tveggja ára seiði á 21 fermetra. Seiði frá hrygningu síðastliðið haust fundust ekki, enda ekki við því að búast því þau hafa að öllum líkindum ekki verið komin upp úr mölinni. Fyrri seiðarannsóknir Veiðimálastofnunar á svæðinu staðfesta mikilvægi hraunssvæð- anna til hrygningar og uppeldis 0-2 ára seiða. Ljóst er að veruleg skerðing hefur orðið á tveimur ár- göngum, þ.e. árgangi frá hrygn- ingu sl. haust og eins árs seiðum. Einnig má ætla að árgangur tveggja ára seiða hafi skerst en í minna mæli, því a.m.k. hluti þess árgangs var genginn á neðri svæði árinnar...“ Svipað ástand reyndist vera við Tungulæk, þar sem ekkert vatn var í farveginum fyrir ofan foss- inn við Tungu og alls um 13 kíló- metrar af árfarvegi læksins þurr- ir. Benda fiskifræðingamir einnig á, að ekki sé nóg með að fiskur hafi allur drepist á þessum svæð- um, heldur einnig allur lággróður og botndýralíf. Síðan segja þeir þetta: Enn meiri skaði? -Athugun þessi er ekki tæm- andi en gefur hugmynd um hversu alvarlegar afleiðingar vatnsþurrð í lækjunum hefur haft. Ef vatn kemst á aftur á næstu vikum er fyrirhugað að kanna seiðabúskapinn frekar með raf- MÆLIMERKTUR sjóbirtingur, 6-7 punda, úr Grenlæk. veiðum. Skaðinn kann að verða enn meiri ef vatn kemur ekki í upptakalindir lækjanna á næst- unni, eða minnkar í þeim lindum sem nú renna. Enn eru einn til tveir árgangar sjóbirtings á neðri hluta lækjarins (Grenlækjar) og sjóbirtingur í sjó. Upp úr miðjum júlí tekur sjóbirtingur að ganga úr sjó og þá ríður á að vatns- magnið sé nægilegt til að hann nái að ganga upp lækinn á hrygning- arstöðvamar. Þær hamfarir sem þurrkun Grenlækjar og Tungulælgar eru hafa valdið stórkostlegri röskun á lífríkinu. Mikilvægt er að sem fyrst takist að koma á vatni til að lífríki þess geti farið að jafna sig. Það er forsenda þess að þeir ár- gangar sjóbirtings sem enn eru til nái að halda velli, að öðrum kosti er hætt við að þessi mikilvægi stofn verði fyrir varanlegum skaða eða h'ði undir lok...“ NITE * - ■* mynstursteypa býður upp á úrval staðlaðra lita og fjölbreytt mynstur. ANITE mynstursteypa gefur mikla möguleika í formun og skreytingu umhverfisins. mynstursteypa er formuð í ferska steinsteypu, það auðveldar mótun bogalína og mishæða. MANITE mynstursteypa er meðhöndluð með steypugljá sem lokar yfirborði, skýrir liti og auðveldar þrif, mynstursteypu má nota jafnt utan- sem innanc mynstursteypá er unnin með einkaleyfi Bomani Corporation USA sem miðlar öflugu þróunarstar JMANITE JMANITE wSBf * Stórhöfða 35,112 Reykjavík. sími 894 1413 og 891 7636. Fosshótel Áning Varmahlíð Sumai hótel með 22 herbergjum í hjarta SUagafjaröar við hringveginn. Góó útisundlaug er á staðnum Fosshótel Áning Sauðárkróki 7I vistlegt herbergi með baði. Fjölbreytt afþreying er í boði. Veitingasala alla daga, allan daginn. Veriö velkomin www.mbl.is Enn er von fyrir sjóbirting í Grenlæk og Tungulæk VATNSMÁL, eða öllu heldur vatnsleysismál, veiðilækja í Land- broti hafa verið mikið í umræðunni og fram hefur komið í fréttaskýr- ingum að þar er nokkuð marg- slungið mál á ferðinni og menn ekki á eitt sáttir um ástæður vatnsleysisins. Engum blandast þó hugur um að tíl aðgerða þarf að grípa ef hægt er að bjarga lífríki og þ.ám. frábærum sjóbirtings- stofnum Grenlækjar og Tungu- lækjar. Magnús Jóhannsson og Guðni Guðbergsson, fiskifræðing- ar Veiðimálastofnunar, sendu ný- verið frá sér skýrslu um ástandið. Skýrslan byggist á athugunum þeirra á almennu ástandi á svæð- inu dagana 26. og 27. maí, en þá var ástandið orðið afleitt. Við gríp- um hér niður í skýrsluna þar sem greint er frá vettvangskönnun þeirra félaga við lækina báða. - Farið var með Grenlæk frá upptökum að brú við þjóðveg. Lækurinn var einnig skoðaður við rafstöð í Seglbúðalandi og á svæð- inu við inntak vatns í rafstöð. Ekk- ert rennsli var í upptakalindum. Farvegur Grenlækjar var þurr frá upptökum að um 200 m ofan við þjóðveg utan, að vatn seytlaði og hélst í hyljum á um 1 til 1,5 kíló- metra kafla um 3 km neðan við upptök. Vatn var enn að sjá í ein- staka djúpum hyl. Seiði sáust í ein- hverjum þeirra og nokkrir stærri fiskar. Einnig sáust rytjur af dauð- Göturennur eru nauðsyn þar sem vatnselgs er von, t.d. á bflastæðum, við bflskúra, á götum o.m. víðar ^ VA TNSVIRKINN HF 8SS Ármúla 21 S:533-2020 □pst|7*elfu GÖTURENNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.