Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 15
I- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 B 15 BRUCE Willis ratar úr mannmergðinni inn í einkaveislu í risahófi sem haldið var í tilefni af sýningu Armageddon. AÐSTANDENDUR áströlsku myndarinnar Sveiflaðu mér við lagið mitt eða „Dance Me To My Song“ á frumsýningunni. Þeir létu sig ekki muna um að halda á leikkonunni Heather Rose upp rauða dregilinn enda tröppurnar ekki hugsaðar fyrir fatlaða. MErlu Is- lending- ur?“ spyr Derek Nalcolm nýkominn úr vidtali við breska sjónvarps- stöð. 99Og ekki full- urf?éé BIÐIN eftir stjörnunum gat verið iöng þótt oftast nær rofaði til um síðir. FÁKLÆDDAR konur ur hátíðarinnar í Hún hefði kannski átt að skvetta aðeins yfir hann úr koppi franskra blóts- yrða I kröppum dansi „Dækja!“ heyrist hrópað á bryggjusporð- inum nálægt ströndinni við Majestic-hótelið. Þegar blaðamann ber að garði eru fjórir ljósmyndarar á bláendanum á bryggjunni að mynda konu í leðurundirfötum með svipu. Innar á bryggjunni er hálft hundrað unglingspilta sem gerir hróp að konunni og múgæsingurinn þvílíkur að allra veðra er von. „Dræsa!“ hrópa piltamir en konan reynir að halda andlitinu; fækkai’ fötum fyrh; „ myndavélarnar. Piltarnir gerast stöðugt nærgöngulli og einum er ýtt á konuna. Hún hrindir honum og blótar duglega djúpri bassaröddu. Við það verður blaðamanni ljóst að þetta er kynskiptingur. Nú æsist leikur- inn. Piltarnir byrja að hrækja á konuna. Hún sér hvert stefnir og reynir að komast til baka. Hamagangurinn er slíkur að ekki verð- ur við neitt ráðið og blaðamaður brósar happi að lenda ekki í sjónum. Konan er ekki eins lánsöm. Nokkrir piltar stökkva á eftir henni en flestir láta sér nægja að gera hróp að henni frá brvggjunni. Hún syndir í land og þar tekur ekki betra við. Piltarnir sparka í hana sandi og halda áfram að hrækja á hana. Hún hrökklast á endanum burtu og má líklega þakka fyrir að ekki fór verr. Glæsiímynd Cannes sem er rómuð fyrir fáklæddar stúlkur á ströndinni bíður óneitanlega hnekki í huga blaðamanns. Að kunna að spila með A örskotsstund flýgur tíminn frá manni í Cannes! Ef einhver regla er á óreið- unni þá er hún að enginn mætir tímanlega og ekkert er sem það sýnist. Eina leiðin til að þrauka er að spila með. Gott dæmi um það er kynningarbrella sem blaðamaður verður vitni að fyrsta daginn. Þá gengur hann fyrir tilviljun framhjá Carlton-hótelinu þegar John Travolta og Emma Thompson stíga út úr glæsivagni og eru greinilega að mæta á staðinn til að kynna opnunarmyndina „Primary Colors“. Eins og við mátti búast ganga þau heila tuttugu metra úr bílnum inn í hótelið og inn í lyftu. En allar sjónvarpsvélarnar sem fylgj- ast með þessum mikla viðburði era engan veginn búnar að fá fyllingu sína. Líða svo tíu sekúndur, tuttugu sekúndur, þrjátíu sekúnd- ur og heyrast þá hróp og háreysti úr stigan- um niður í aðalsalinn. Fremst í flokki hóps sem snarhendist nið- ur stigann er kynbomba eins og sköpuð fyrir B-myndir. Á eftir henni fer sex manna tökulið, að því er virðist, og bregður hópur- inn á leik fyrir myndavélarnar svo jaðrar við ósæmilega hegðun. Blaðamanni er það til efs að tökumennirnir hafí verið búnir að slökkva á sjónvarpsvélun-. um og gátu þeir ekki annað en tekið upp“~ þetta úrvalsefni. Mun meira bragð að því en lyftuferð Travolta og Thompson. Og hvort sem leikhópurinn, sem ættaður var frá Troma-fyrirtækinu, náði inn í fréttatíma sjónvarpsstöðvanna þennan dag var í það minnst ljóst að þetta atriði komst á klippi- borðið fyrir fréttatímana. Og tilganginum var náð. / - hafa borið hróð Cannes víða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.