Morgunblaðið - 14.06.1998, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Þá fóru stúlkur
í stærðfræði
Fyrir rúmum þrjátíu árum var heill stúlknabekkur úr stærðfræðideild
MR útskrifaður. Kristín Marja Baldursdóttir hitti nokkrar úr hópnum til að
kanna hvort stærðfræðin hefði komið þeim að gagni síðar meir og hvort
draumar menntaskólastúlkunnar hefðu ræst.
VORIÐ 1966 var heill stúlkna-
bekkur úr stærðfræðideild
Menntaskólans í Reykjavík
útskrifaður. Það var fyrir tíð
rauðsokka enda varð Jóni
Guðmundssyni íslensku-
kennara að orði þegar hann
leit fyrst yfir hinn föngulega
hóp haustið 1963: Þetta er söguleg stund.
Að vísu höfðu stúlkur áður útskrifast úr
stærðfræðideild en þá í samfloti með piltum.
Einhver stærðfræðivakning hefur þó verið
meðal stúlkna á þessum tíma því ári eftir að
hinn sögulegi bekkur hvarf úr skólanum var í
annað sinn útskrifaður heill stúlknabekkur úr
stærðfræðideild. En yfirleitt var það ekki regl-
an að stúlkur færu í þá deild og hefur það ekki
mikið breyst. Arið 1970 var deildinni skipt í
náttúrufræðideild og eðlisfræðideild, og hafa
stúlkur hópast í þá fyrmefndu en í hinni síðar-
nefndu þar sem mikil áhersla er lögð á stærð-
fræði eru þær fáar, oft þrjár til fjórar í bekk,
samkvæmt upplýsingum frá MR.
Stúdínumar, sem héldu út í lífið vorið 1966
með próf úr stærðfræðideild upp á vasann,
voru tuttugu og fjórar, þar af ein sem tók
námið utanskóla. Og þetta vom engir aukvis-
ar þegar bóknámið var annars vegar því í
þessum hópi má finna lyfjafræðinga, arki-
tekta, viðskiptafræðinga, kennara, meina-
tækna, og verkfræðing, lögfræðing, lækni,
erfðafræðing, hagfræðing, leikhúsfræðing og
kantor, svo að eitthvað sé nefnt.
Af bekkjarsystrunum tuttugu og þremur
em nítján búsettar og starfandi hér á landi
og þrjár búa erlendis. Ein er látin.
Hinn sögulegi bekkur
Fyrir skömmu hittust nokkrar skólasystur
úr þessum sögulega bekk heima hjá einni
þeirra og létu hugann reika til baka. Ekki
áttu allar heimangengt að þessu sinni, en
heima hjá Jóhönnu kennara vom saman-
komnar þær Ásta viðskiptafræðingur, Fríður
dósent, Hrafnhildur lögfræðingur, Ingveldur
lyfjafræðingur, Málfríður arkitekt, María
lyfjafræðingur og stærðfræðikennari, Ragna
verkfræðingur, Valdís arkitekt og Vilborg
meinatæknir.
Þegar þær era spurðar hvers vegna þær
hafi farið í stærðfræðideild á sínum tíma,
segjast þær hafa gert það í þeirri veiku von
að lenda í blönduðum bekk, það er að segja,
með piltum. „Við áttum að sjálfsögðu ekki
von á að hægt yrði að smala okkur saman í
heilan kvennabekk."
Og fleiri ástæður em tíndar til:
„Eg var að flýja tungumálin."
„Ég vildi bara losna við dönskuna."
„Eg vildi ekki verða kölluð A-bekkj-
arskvísa."
„A-bekkurinn var ílugfreyjubekkur."
„Já en stelpur, við fengum nú nokkrar
flugfreyjur úr stærðfræðideildmni.?“
Að þessari lauslegu úttekt lokinni viður-
kenna þær að fyrst og fremst hafi þær farið í
stærðfræðideild til að hafa meira val þegar
út í framhaldsnám væri komið.
,jUlir vegir vora okkur færir á þessum ár-
um,“ segja þær. „Við vorum mjög bjartsýnar
á lífið og tilvemna. Efnishyggjan var minni
en nú er, við áttum ekki bíla, en höfðum aftur
á móti bílpróf. Og þá kostaði 25 kall inn á
Borgina og sokkarnir vom á 50 kall.“
Hér er rætt um sokkabandsárin í bókstaf-
legri merkingu, enda fyrir tíma sokkabuxna.
„Já, þá beið maður eftir strætó í norðan-
gaddi í sokkum og á háhæluðum skóm.“
„Og fómm á böllin á háhæluðum skóm
þótt klofa þyrfti yfír skaflana," er bætt við
með þunga.
Þrátt fyrir þessar fórnir í þágu fegurðar-
innar fengu þær heldur kaldar kveðjur frá
skólabræðram sínum í B-bekknum, sem létu
eitt stórskálda sinna tjá sig um fegurð þeirra
í bundnu máli. I því merka ljóði er ort um lít-
inn sjarma og sex. Stærðfræðingunum þótti
þetta ekki svaravert, en höfðu þó engu
gleymt 25 áram síðar þegar hópurinn hittist,
og nudduðu þá skólabræðram sínum upp úr
gömlu kveðjunni með því að senda þeim við-
eigandi svar.
„Þetta vora monthanar í strákabekkjun-
um, til dæmis reiknaði Z-bekkurinn alltaf út
meðaleinkunnir að vori og það fór í taugarn-
ar á þeim hvað við stóðum í þeim.“
í hinn sögulega X-bekk völdust að sjálf-
sögðu fyrirmyndarstúlkur, hressar og glað-
værar, stilltar og áhugasamar, að eigin sögn,
enda ekki til siðs að vera með ólæti á þeim
tíma. Þær unnu sér það þó til frægðar að
biðja eins kennarans á mjög fagmannlegan
hátt. „Þetta var á hlaupársdegi þegar konur
mega biðla til karla. Okkur leist bráðvel á líf-
fræðikennarann sem var ungur, fjallmyndar-
legur og dálítið feiminn. Við báðum hans all-
ar, bæðí í bundnu og óbundnu máli. Bónorðs-
bréfin vora rituð á bleikan pappír og sett í
bleik umslög sem við úðuðum með vellykt-
andi. Rauð slaufa var svo bundin utan um
bunkann og honum stungið inn um lúguna
hjá líffræðikennaranum.
Hann mætti eldrauður í tíma næsta dag og
muldraði: Því miður get ég ekki tekið eina
fram yfir aðrar.
Kennslan hélt svo áfram eins og ekkert
hefði í skorist.“
Á öðram merkum almanaksdegi, 1. apríl,
þótti þeim tímabært að hreyfa sig örlítið og
yfirgáfu stofuna stuttu áður en tíminn byrj-
aði. Kennarinn kom því að tómum kofunum
og hvarf aftur inn á kennarastofu. En þar
sem hann sat og furðaði sig á fjarvistum
nemenda sá hann hvar ein yngismærin dingl-
aði í kaðli fyrir utan gluggann. Sú var hin
brattasta og spurði hátt hvemig þetta væri
eiginlega, hvort þær ættu ekki að fá neinn
kennara?
Að frátöldu ofangreindu bjargsigi og ein-
lægum bónorðsbréfum fór að öllu jöfnu lítið
fyrir þessum fyrsta stúlknabekk í stærð-
fræðideild.
Kraftur þeirra fór þó ekki framhjá neinum
þegar út í lífið var komið enda fóra þær ekki
troðnar slóðir í námi. Margar fóra svo í störf
sem í þá daga töldust vera hefðbundin karla-
störf og sinntu þess utan búi og börnum. Um
sextíu börn hafa þær eignast samanlagt.
Aðferðir og uppörvun
Þrjár úr hópnum áttu eftir að kenna
stærðfræði síðar meir, þær Guðrún Tryggva-
dóttir stærðfræðikennari í Menntaskólanum
á Egilsstöðum, María Louisa Einarsdóttir
stærðfræðikennari í Menntaskólanum í
Kópavogi og Jóhanna Pétursdóttir grunn-
skólakennari í Reykjavík.
Stærðfræðikennsla í skólum hefur verið
þjóðinni mikið hjartans mál að undanfömu
og því eru þær Jóhanna og María spurðar
hvers vegna þær hafi kosið að leggja út á
þessa braut á sínum tíma og hvað þeim finn-
ist um stærðfræðikennsluna á þeim stigum
sem þær kenna.
Jóhanna, sem hefur fyrst orðið, segist hafa
farið í stærðfræðideild vegna áhuga síns á
raungreinum, einkum rúmfræði og algebru,
sem vora hennar uppáhaldsfóg. „Ég tel að
það hafi orðið breyting til batnaðar á stærð-
fræðikennslu 1 yngstu bekkjum grannskóla
með hinum svonefndu þrautalausnum, þar
sem nemendur finna lausnina með eigin að-
ferð og þeim hjálpartækjum sem hentar
þeim best, en það breytir því ekki að það
vantar kennsluefni fyiir yngstu börnin. Þær
kennslubækur sem fyrir eru þarf að endur-
skoða og þyngja, því kröfur í raungreinum
era orðnar miklu meiri en þær vora áður.“
María L. Einarsdóttir lyfjafræðingur og
stærðfræðikennari í Menntaskólanum í Kópa-
vogi fékk mikla uppörvun frá foreldram sín-
um og hún segir að það hafi eflaust ýtt undir
þá ákvörðun hennar að fara í stærðfræðideild.
„Stærðfræðin var hátt skrifuð á heimilinu og
Á SOKKABANDSÁRUNUM. Efsta
röð: Halla Hauksdóttir, Vilborg Ólafs-
dóttir, Valdís Bjarnadóttir, Málfríður
Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ólafs-
dóttir, María L. Einarsdóttir, Hrafn-
hildur Stefánsdóttir.
Miðröð: Ingveldur Sverrisdóttir, Fríð-
ur Ólafsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir,
Anna Ingólfsdóttir, Jórunn Eyfjörð,
Guðrún Tryggvadóttir, Sólveig Arn-
órsdóttir, Ánna Kristjánsdóttir.
Neðsta röð: Fanney Jónsdóttir, Sig-
ríður Sigurðardóttir, Freyja Matthías-
dóttir, Halldór Elíasson kennari,
Ragna Karlsdóttir, Margrét Þórodds-
dóttir, Jóhanna Pétursdóttir, Ásta
Garðarsdóttir.