Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 siiman ■ Eignastu tónlistina vinsælustu Kvikmyndin verður (endur)frumsýnd í Háskólabíói 19. júní næstkomandi. PÆGURTONLIST BIIASTÆÐI ,m . . BÚHHUB l BLANDA RÚSSÍBANARNIR komu sáu og sigraðu með breið- skífu sinni á síðasta ári þar sem þeir hrærðu saman ólíkum straumum skemmtitónlistar. Platan seldist bráðvel og selst enn og því ekki að furða að þeir félagar séu aftur komnir á kreik og hyggist senda frá sér skífu með haustinu. Jón Steinþórsson verður fyrir svör- um hjá Rússibönum og segir að þeir séu að leggja síðustu hönd á nýtt lagasafn sem kemur út í haust. Hann segir að tónlistinni svipi til þeirrar sem var á hinni fyrri plötu, enda fram- hald af henni, þó beinskeyttari, enda sé meira af kletzmer-lögum og tvö fmnsk lög sem koma inn fyrir tilstilli hannonikkudeildar Rússibana.“Þetta verður svipuð blanda, þó minna um brasilíska tónlist, en klassísk stef eru á sínum stað.“ Sama mannaskipan á Rússíbönunum og á fyrstu skífunni, en Jón segir að ýmsir gestir komi við sögu á plötunni þótt ekki sé tímabært að nefna nöfn. Jón segir þá félaga hafa haft yfrið nóg að gera í vetur og fram á vor; þannig hafi þeir til að mynda leikið á böllum í Hlaðvarpanum og heppnast hafi vel. Framundan er frekari spila- mennska, sveitin leikur í Miðbænum sautjánda júm, en einnig er framundan tónleikaferð á framandi slóðum, því þeir steiha á tónleikahald í Neskaup- stað 19. júní og á Seyðisfirði daginn eft- ir. „Þetta verður fyi-sta ferð okkar út á land og reyndar gaman fyrir mig að koma á heimaslóðir," segir Jóhn, en bætir við að vonandi verði ferðin forsmekkur að frekara flandri um landið; „það er alltaf gaman að spila fyrir ný andlit". GANAN Kussibanar Morgunblaðið/Amaldur Morgunblaðið/Arnaldur ovart FÁIR tónlistarmenn hafa valdið poppskiíbentum og blaðamönnum öðrum eins heilabrotum og Tricky. Bæði er að tónlist hans getur verið í senn fráhrindandi myrk og drungaleg, en í næstu andrá legg- ur hún líkn með þraut; mýkir, bætir, græðir. Skammt er síðan Tricky sendi frá sér nýja breið- skífu. Tricky, sem gegndi í eina tíð nafninu Adrian Thaws, átti erf- iða æsku eftir því sem blöð og tímarit hafa greint frá, og fetaði um tíma glapstigu þótt hann vilji sjálfur gera lítið úr því; segist vissulega hafa stundað hasssölu og jafnvel verið hvinnskur um tíma, en það sé eftif Árno háttur fjölmiðla Matthíosson að gera sem mest úr hlutunum og þannig hafi ein fjöður oftar en ekki orðið að tíu hænum. Tricky var og er mikill áhuga- maður um rapp og hóf að rappa með sveit sem kallaði sig þá The Wild Bunch. Síðar breyttist nafnið í Massive Attack og sem aukamað- ur samdi Tricky tvö lög á fyrstu skífu Massive og lagði að auki til texta og rödd á tveimur lögum á næstu skífu. Lögin hans þrjú voru tilraunir Trickys til að semja og flytja hiphop en niðurstaðan þótti framandleg og var snemma kölluð nýju nafni, triphop, en einnig kennd við heimaborg Trickys, Bristol. Á skífunni var Adrian Thaws orðinn að The Tricky Kid og þegar hann flutti til Lundúna að hefja sólóferil tók hann hluta nafnsins með sér; hét eftir það Trieky. Fyrsta sólóskífa Trickys hét eft- ir móður hans sem hann misti á barnsaldri, Maxine Quaye, og þótti mikið meistaraverk. Á henni þró- aði hann áfram tónlistarstefnuna sem hann átti snaran þátt í og mót- aði vel studdur af frábærri söng- konu, Martinu. Platan seldist afskaplega vel, fór á toppinn í Bretlandi og seldist bráðvel vestan hafs. Ekki þótti önnur breiðskífan síðri, en á henni var öllu meira um tilraunir en á Maxinquaye og platan fjölbreyttari fyrir vikið. Þriðja skífan, Angels With Dirty Faces, sem kom út nýverið eins og getið er, stendur þeir tveim fyrri ekki að baki; er ef eitt. Hér er ógetið safnskífu sem Tricky gaf út undir enn einu dulnefni, Nearly God, en á þeirri syngja ýmsir lög hans, þar á meðal Neneh Cheny, Alison Moyet, Terrv Hall og Björk. Ókunnugum gæti sýnst Tricky vera helst þekktur fyrir það að binda bagga sína ekki sömu hnút- um og samferðarmennirnir; því tónlistin á það til að falla í skugg- ann af sérkennilegum yfirlýsingum og framferði eins og til að mynda því að fara tónleikaferð um Banda- ríkin með sviðið myi-kvað, eða yfir- lýst ánægja hans með Spiee Girls, en eins og hann segir sjálfur þá eru þær einlægar í sinni sölu- mennsku. A VÆNTANLEGRI safn- skífu Sprota sem kallast Kvistir eiga ýmsar sveitir lög og þar á meðal Mausverjar reyndar tvö slík. Birgir Steinarsson Mausari segir að annað lagið á skífunni sé hálfgert slys. Birgir segir að lögin á safnskífunni séu ólíkrar gerðar; annað er endurannin Ki-istalsnótt af síðustu skífu, sem hafi orðið til fyiir ein- hverja slysni. „Þegar við vor- um að taka upp plötuna fékk einhver þá skemmtilegu hug- mynd að slökkva á trommun- um og öllum rafmagnshljóð- færum og þá varð til þessi skemmtilega órafmagnaða útgáfa. Við fóram svo í hljóð- ver og tóku upp harmonikku og kontrabassa og þá var komið allt annað lag þó það sé eins í grunnþáttum með sama söng. Það var reyndar aldrei planað að gefa þetta út, en svo langaði okkiir að prófa það fyrst við áttum það til,“ segir Birgir og bætir við að ])etta sé eins og hver örm- ur endurhljóðblöndun. „í stað þess að gera 40 útgáfúr af hverju lagi eins og dansliðið gerum við bara tvær.“ m Birgir segir að útgáfan ])ýði ekki að þeir eigi eftir að gera fleiri slíkai- tilraunir. „Það er gaman að gera þetta, en það má ekki vera eitthvað sem er fyrirfram ákveðið; það verður að gerast óvart til að tapa ekki galdrinum." Hitt lagið á disknum, Allt sem þú lest er lygi, segir Birgir að sé „standard rokkari", „Það er ekki svakalega aðgengilegt og að vissu leyti keimur af því og til að mynda Síðustu ástinni fyrir pólskiptin, en þó meiri keyrsla og drungi. Það er 1 meiri reiði í textanum, é að kvarta sem ég ger: sjaldan." Birgir segir að þeir félagar stefni ekki á plötu í hausf þeir hafi haft það mikið a gera að þeir séu rétt að byrja á lagasmíðum og vilji t sér góðan tíma. „Við gæt eflaust gert plötu í haust en við viljum gera góða plötu o ]>\'í liggur ekkei-t á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.