Morgunblaðið - 14.06.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR14. JÚNÍ 1998 B 9
ÍSLENSKI kórinn í Gautaborg undir stjórn Kristins, en kórinn er nú í íslandsferð.
„Lífið er skrítið, það verður
stundum öðruvísi en maður hugsar
sér að það verði,“ segir Kristinn
þegar hann horfir til baka. Að ílend-
ast erlendis er í hans huga háð því
að „vera alltaf að sýsla með ís-
lensku“. Við háskólann segir hann
hafa tekist að vinna upp mikinn ís-
lenskuáhuga. Námskeið sem fjalla
um fornbókmennir eru eitt af því
sem hann hefur sett á laggimar í
samvinnu við Lars Lönnroth pró-
fessor í bókmenntum. „Uppskeran
af þessu starfi, samvinnu og sam-
veru, er til dæmis nemendur sem
hafa orðið doktorar í íslensku efni,
eins og Karl Gunnar Johansson,
sem hefur svo þýtt Egils sögu og
Heimskringlu. Hann og Mats Malm
sem er líka nemandi minn, þeir hafa
þýtt Snorra-Eddu sem kom út í
haust. Pað eru svona stakir menn
sem gera að verkum að maður sér
árangur af starfi sínu. Okkur þótti
djarft að láta prenta Heimskringlu í
4.000 eintökum. Nú eru þau orðin
nær 20 þúsund. Þá getur maður
spurt sjálfan sig, hvers vegna hafa
Svíar áhuga á að lesa
Heimskringlu? Þetta er áhugi á
sögu, áhugi á rótum sínum.“
En þér hefur ekki tekist að leggja
sönginn á hilluna?
„Nei, ég lærði hjá Einari þangað
til hann dó. Og við vorum sammála
um að ég yrði ekki óperusöngvari
eins og mig hafði dreymt um þegar
ég var 6 til 8 ára gamall, en hann
kenndi mér að hlusta á söng. Og
sagði að ef ég ætlaði að verða ein-
söngvari skyldi ég helst ekki syngja
í kór. En ég hafði það gaman af
söng að ég vildi vera í öllum kórum,
söng í Fílharmoníunni í Reykjavík
og var með við að stofna Stúdenta-
kórinn, karlakór sem var og hét. Og
ég varð svo frægur að syngja
nokkra tóna í fyrstu óperunni sem
íslenska Sjónvarpið gerði, „Amahl
og næturgestirnir" eftir Gian Carlo
Menotti, söng þá hjarðmann. Og
þegar ég kom til Helsingfors gerð-
ist ég félagi í sænskumælandi stúd-
entakómum Akademiska sángfór-
eningen, eiginléga yngri deild af
karlakór sem heitir Muntra musi-
kanter. Þar eignaðist ég góða fé-
laga, kannski var það eitt af því sem
gerði mér lífið bærilegt í Finnlandi
því ég kom þangað mállaus, kunni
enga finnsku. Það var gaman að
syngja með þessum strákum, og ég
kynntist þeirra hefðum. Það vor
söng ég líka með Brahe Djáknar í
Ábo. En ég hélt alltaf áfram að
raula einsöng, ekki síst eftir að ég
giftist Tuulu, því hún er píanisti,
menntuð við Síbelíusarakademíuna
og við æfðum saman. Svo fór það
eiginlega allt í vaskinn þegar strák-
amir fæddust, þá mátti ekld vekja
þá þegar þeir sváfu! Það er fyrst
DODGE RAM 2500
LARAMI SLT V10
Vél: VI0 rúmtak 488cid, 8 litrar, snertilaus
kveikja, ryðfríar Borla pústflækjur, K&N loft-
hreinsari, 350 hp.
Hósingar: Dano 60 að framan og aftan-
Loftlæsingor að framon og aftan (8 bolta). 40
mm stýristjakkur (fró Landvélum)
Hlutföll 4,88:1
Afturhús., fljótandi 35 rílu og húlftommu sverir
öxlar (það sterkosto sem til er frú Dano).
Millikassi: Np 241
Aukamillikassi: Np 241 búðir með
2,71 i lúgodrifi
Framf jöðrun: Upprunaleg fjögurraarma
gormafjöðrun með Ronco R9000 stillanlegum
dempurum og Toyota L/C samslúttarpúðum.
Afturfjöðrun: fjögurraarmo gormafjöðr-
un. Gormar: Toyota L/C
HD, Demp: Koni stillanlegir, stífufóðringor:
Toyota l/C, þverstífufóðringar: Toyota L/C
Aðalbensíntankur: Upprunalegur
1351 plosttankur.
Auka bensíntankur:
Áltankur 4001.
Dekk og felgur: 44x18x15DC ó 17x15
felgum og 38x15,5x15 DC ó 15x15 felgum.
Annað: Loftkæling, mótorhitori, mótordrih'n
loftpumpo, spilfesting og rafmagnsúrtok að
framan og aflan, CB tolstöð, Ijóskostarar IPF
170/130 wött og PIA130 wött, símafesting fyrir
Mobiro sima.
Verð kr. 4,2 m.
KONUNGUR JEPPANNA
Á FJÖLLUM
Upplýsingor hjá
Ingvari Helgasyni
sími 525 8096
þegar íslensla kórinn er stoftiaður
hér fyrir 9 árum, að ég kem að þessu
aftur. Ég er að mestu hættur að
syngja sjálfur, sný bald í áhorfendur
og þá hef ég eiginlega, já, snúist við.“
Hvemig gerðist það?
„Jú, mig langaði alltaf til að
stjóma. Hef ákveðnar skoðanir á
hvernig á að syngja í kór og túlka
lög. Ég „kann náttúrlega ekkert“ að
stjóma, ekki með aðra tónlistar-
menntun en söngnámið. Allt sem ég
lærði í tónfræði var svolítill nótna-
lestur uppi í Tónlistarskóla. Þá vom
þessir einsögvaranemendur teknir í
tíma, gerður hópur úr þeim og átti
að kenna þeim tónfræði. Ég man að
kennarinn stundi og sagði að ein-
söngvarar væru versta fólk sem
hann fengi því þeir vildu ekki læra
neina músík, þeir vildu bara syngja.
En svo hef ég lært á að vera í kór-
um, kynnast stjómendum og taka
eftir því hvemig þeir vinna. Róbert
Abraham, sem stjómaði Fflharmón-
íunni, Jóni Þórarinssyni í Stúdenta-
kómum og Henrik Otto Donner í
Helsingfors.
Á tónleikum hjá öðmm hef ég
mest gaman af því að taka eftir
hvemig stjómandinn fær fram það
sem er að gerast. Þetta er svona eins
og að horfa á leiksýningu og hugsa
sér hvað leikstjórinn hefur gert áður
en sýningin varð klár, hvað hefur
hann hugsað sér og hvaða aðferðum
hefur hann beitt.“ Og nú er leik-
stjórinn með allan tímann?
„Já, það er kannski þannig."
Átthagaútlagar á ferð
íslenski kórinn í Gautaborg hefur
áður farið til Finnlands, Noregs og
Danmerkur.
Hvemig er heimsókn til íslands
hugsuð? Hverjar em væntingamar?
„Þegar íslenskir kórar fara utan
þá eru íslensk lög þegin með þökk-
um. Hvað er þá íslenskur kór að
gera heim til íslands? Þetta er
svona eins og Skagfirska
söngsveitin eða Árnesingakórinn,
átthagaútlagar á ferð. Hér eru ís-
lendingar erlendis að koma heim í
pílagrímsferð. Ég hugsaði sem svo:
Við erum ekkert að fara heim til að
syngja íslensk lög, þau syngjum við
fyrir Svía, svo því ekki sænsk lög
fyrir Islendinga. Útkoman er
blönduð dagskrá með lögum frá
öllum Norðurlöndunum. Það er
takmark í sjálfu sér að fólkið í
kórnum reyni sig á nýjum stöðum
með nýjum hlustendum, finni á
þann hátt árangur af erfiðinu. Að
hluta til er þetta skemmtiferð, far-
ið hringinn í kringum landið mót
sólu. Fyrstu tónleikamir era á
Höfn í Hornafirði og við endum í
Seljakirkju og Hallgrímskirkju
Jónsmessuhelgina.
En væntingamar, já. Ég vona að
það verði tekið eftir því að Islending-
ar í Skandinavíu þeir hafa ekld bara
flúið land til að lifa á félagskerfi sem
er betra annars staðar og ekki bara
vegna þess að bjórinn er betri ann-
ars staðar. Þetta er duglegt fólk sem
er að vinna að menningarmálum,
hefúr komið sér vel áíram og það
vinnur mikið starf fyrh- ísland er-
lendis. Kórinn er í sjálfu sér rnikil Is-
landskynning hér, það er tekið eftir
þessum kór og eins og Vigdís Finn-
bogadóttir sagði: „Menning selur
fisk.“ Þetta hefur áhrif á ímynd Is-
lands erlendis. Mínar væntingar eru
að þessi ferð veki eftirtekt á því sem
íslendingar eru að reyna að gera vel
erlendis."
TILKYNNING UM SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS
BÁSAFELL HF.
SKRÁNING HLUTABRÉFA
Stjórn Veröbréfaþings íslands hefur samþykkt aö skrá hlutabréf félagsins
á Aöallista þann 18. júnl 1998.
Hlutafé sem
skráð verður:
Á stjórnarfundi 2. desember 1997 var ákveðlð að óska eftir
skránlngu á öllum þegar útgefnum og seldum hlutabréfum
Básafells hf., kr. 714.276.077.- að nafnverði.
Starfsemi: Tilgangur félagsins samkvæmt 2. gr. samþykkta er „að reka
útgerð, fiskvinnslu og annan matvælaiðnað. Enn fremur
rekstur fasteigna og allt annað sem eðlilegt er að félagið hafi
með höndum”. Félagið starfar skv. lögum um hlutaféiög
nr. 2/1995.
Markmið með Skránlng hlutabréfanna á Verðbréfaþlng íslands er eðlllegt
skránlngu: skref í þróun fyrirtækisins sem opið almenningshlutafélag.
Umsjón með Landsbanki íslands hf., Viðskiptastofa, kt. 540291-2259,
skránlngu: Laugavegi 77, 155 Reykjavtk, stml 560 3100,
bréfasími 560 3199.
Skráningarlýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa liggja frammi
hjá Landsbanka Islands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavlk og á skrifstofu
Básafells hf., Sundstræti 36, 400 ísafiröi.
Mk
'dy Landsbanki
BÁSAFELL HF. islands
Landsbankl Islands hf.,VI&sklptastofa
Laugavegi 77, 155 Reykjavík, síml 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.landsbankl.ls