Morgunblaðið - 14.06.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.06.1998, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ / Kristinn Jóhannesson er ekki aðeins lektor heldur einnig stjórnandi Islenska kórsins í --—- y-----------------------------------—- Gautaborg sem er nú að leggja upp í tónleikaferð um Island. Kristín Bjarnadóttir ræddi KRISTINN Jóhannesson á heimaslóðum í Svíþjóð. Morgunblaðið/Kristín Bjarnadóttur „Hísingsbóndi“ með sumarbústað í Ljóðhúsum BLANDAÐUR íslenskur kór hefur oft sett svip á samkom- ur í Gautaborg undanfarin ár við ýmis tæki- færi og í sam- vinnu við frændur vora í Svíaríki. Lagaval: Allt frá tilbrigðum við gamlan húsgang úr Svarfaðardal til Finnlandíu Sibelíusar. Frá lögum eftir Bellmann og Evert Taube til íslenskra tónsmíða. Oft stendur fínnsk-íslenska nafnið Tuula Jó- hannesson fyrir raddsetningu en eiginmaður hennar, Kristinn Jó- hannesson, sér um allt aðra hand- fími og á vortónleikum í maí sem leið tók hann eitt lagið eigin radd- bandartökum augnablik. Að kórinn var að leggja upp í íslandsferð gaf tilefni til að ónáða hinn söngglaða Svarfdæling á vinnustað sínum við háskólann í Gautaborg þar sem hann hefur starfað sem lektor í ís- lensku máli og bókmenntum allt frá árinu 1972. Oft hafa augu þessi... Skrifstofudyrnar eru opnar út á gang og úti undir vorsólarglugga situr hann við skrifborðið og rýnir í grein, með bakið í vegg sem ekki sér í fyrir bókum. Hann spyr frétta til að bjóða mig velkomna meðan hann lýkur við ritrýnina. Ertu bú- inn að snúa þér við? spyr ég þegar hann lítur upp fyrir alvöru. „Nei. En ég er kannski fluttur. Eg var á hinum ganginum þegar ég var forstöðumaður fyrir norrænu- deildinni." Hvers vegna valdirðu samastað í Gautaborg, íslendingur með hálf- fínnska fjölskyldu og vel það? „Það er ósköp einfalt mál, þetta er á miðri leið milli íslands og Finn- lands. Hér er hvorugt okkar hjón- anna að gefa eftir. Eg var eitt ár í Finnlandi, fór þangað strax að loknu háskólanámi heima en ætlaði mér alltaf til Svíþjóðar því loka- verkefnið mitt var um Gustaf Fröd- ing og þýðingar Magnúsar Asgeirs- sonar. Mig langaði að vera smátíma í Svíþjóð. Ég tók við stöðu sem Njörður P. Njarðvík hafði áður... Svo festist ég hér ... þetta er ágætt, svona mitt á milli." A sú festing kannski einhverjar sagnalegar rætur? „Nei, þá gæti ég alveg eins verið í Lundi, ég held að Egill Skalla- grímsson hafi farið þangað.“ Þegar ég bið Kristin að gefa mér lögg úr þeim brunni Islendinga- eða fomsagna sem tengjast vestur- strönd Svíþjóðar, tekur hann fljót- lega að þylja úr Austurfararvísum Sighvats Þórðarsonar og segir orðið „íslensk" koma þar fyrst fyrir í rit- uðu máli. „Oft hafa augu þessi ís- lensk kona vísað brattan stíg að baugi...“ „Islendingar voru hér á ferli fram og aftur. Þjóðbraut sögualdar lá hér fyrir utan ströndina. Þjóðvegirnir voru vatnaleiðir og það var siglt hér framhjá og líka upp ána til Kon- ungahellu og upp í Ljóðhús [Löd- löse] þar sem víkingasafnið sænska er núna. Þar fundust víkingaskip í leðjunni í ánni. Þau eru tvö. Það má ekki grafa þau upp nema hægt sé að verja þau strax, og ríkið á enga pen- inga til þess. Þau liggja þar sem þau hafa legið í þúsund ár. Sighvatur stallari Ólafs helga hefur sennilega farið þessa leið þegar Ólafur sendi hann til Skara. Kanntu ekki þá sögu?“ Umsvifalaust er ég hrifin í sendiferð með stamandi kvenna- gullinu Sighvati, sem helst svarar og segir frá í bundnu máli. Þá streyma Austurfararvísur úr munni lektors, sem skiptir snöggt um hlut- verk. Næst kemur kennarinn með þýðingu á nútímamál: „Þessi ís- lensku augu hafa vísað mér yfir langan og erfiðan veg, að auk fram til þín..." Kristinn og Tuula búa ásamt son- um tveim á Hísing. Stolt sitt vegna staðsetningar heimilisins rekur hann til Magnúsarsögu Erlingsson- ar í Heimskringlu. „Þar segir: Göng- um ekki upp að berjast við Hísings- bændur, þeir eru illir heimsóknar. Svo ég segi íslendingum oft þá sögu og að ég sé heldur ógestrisinn og illur viðureignar, fyrir því séu fordæmi,“ segir Hísingsbóndinn og hlær án bakfalla. „Það er margt sögulegt hér á vesturströndinni sem er ekki ann- ars staðar. Rétt vestan við Kon- ungahellu, þar var Jón Loftsson fósturfaðir Snorra Sturlusonar barn að aldri þegar Vindar, fólk neðan af þýsku ströndinni, gerðu árás á Kon- ungahellu og brenndu hana. Snorri segir frá þessu í Heimskringlu svo það má hugsa sér að Jón Loftsson hafi sagt fóstursyni sínum þá sögu. Ýmislegt má finna hér. A Brenneyj- um hér úti við árósinn var kaup- staður og mikill markaður. Þar var þrælasalan þar sem Höskuldur keypti Melkorku. Hún flæktist þannig frá írlandi, var seld í Svíþjóð og fluttist til íslands. A Islandi eni Gvendarbrunnar vegna þess að Gvendur góði vígði alla læki sem hann komst að. Hér og víðar á Norðurlöndum má finna svipaða læki, nema þá er það Ólafur helgi sem hefur verið á ferðalagi. Nú keypti ég sumarbústað síðastliðið haust, beint á móti Ljóðhúsum til að vera svolítið þjóðlegur. Og einn Ólafsbrunnurinn fylgdi með, stend- ur rétt fyrir neðan.“ Sport að læra íslensku „Jú, hvers vegna er fólk að læra íslensku? Þeir sem eni í málfræði, Svíar, Norðmenn og Danir sem eru að læra sitt eigið mál, þurfa að fara aftur í málsöguna, rétt eins og við þurftum að gera i menntaskóla og gagnfræðaskóla, læra um hljóðvörp og klofningu og annað óhugnanlegt sem gerðist í málinu. Hversvegna við höfum nú u í maður en Snorri Sturluson skrifaði maðr. Þegar Sví- ar þurfa að læra breytingar frá fornmáli til nútimamáls kemur ís- lenskan þar inní, hún sýnir best þetta gamla mál.“ Auk málfræðing- anna nefnir Kristinn þá Svía sem fá áhuga á málinu vegna kunnings- skapar og vináttu við íslendinga. Vináttu sem stundum er orðin sam- búð eða hjónaband. Þriðji hópurinn kemur vegna hestanna. „Það eru þúsundir íslenskra hesta í Sviþjóð, hesteigendafélög út um alltj og mikil menning í kiingum þetta. Ýmsir hafa lært íslensku útaf því. Fólk lærir ekki arabísku þó það eigi arabískan hest, en sé hesturinn íslenskur þá þarf að læra íslensku. Þetta er makalaus fjandi. En ég gef ekkert eftir, er þekktur fyrir að vera harður kennari. Helmingurinn af öllu þessu fólki hverfur úr tíma þegar ég er búinn að beygja „svart- ur köttur" í öllum föllum eintölu. Fyrir bragðið er það líka orðið sport að læra íslensku, nú kemur fólk frá tækniháskólanum Chalmers bara af því það vill læra eitthvað „háftigt" eins og krakkarnir segja.“ Söngnr í Svarfaðardal og hjá Einari Kristjánssyni Kristinn sleit bamsskónum í þrem Garðshornum í Svarfaðardal, seinast í Tjamargarðshorni, sem nú heitir Laugarhlíð, næsti bær við Tjöm. „í Ytra-Garðshomi bjó föður- afi minn, Haraldur Stefánsson, og pabbi hóf búskap í sambýli við hann. I Syðra-Garðshomi bjó ömmusystir mín, Anna Jóhannsdóttir, sem var fóstra mömmu. Það var mikill sam- gangur þar á milli og söngfólk á báð- um bæjunum. Ég man enga veislu án söngs og yfirleitt var sungið í röddum. Frændur mínir Daníels- synir úr Syðra-Garðshorni era mikl- ir söngmenn og það var Anna amma eins og ég kallaði ömmusystui- mína, sem söng Sigríður Þórdís Björg. Þaðan hef ég þetta lag sem hvergi var til skráð en Tuula hefur raddsett fyrir kórinn.“ Það er sagt þú hafir byrjað að æfa söng á dráttarvél í Garðshorni. Var þá skipt um gír jafnoft og hljóm? „Það kann að vera. Ég var senni- lega á fjórða ári þegar pabbi keypti dráttarvél, þá fyrstu í Svarfaðardal. Farmall A, ákaflega skemmtileg dráttarvél, rauð að lit, og ég sat í fangi hans á vélinni til að byrja með ... sennilega hef ég byrjað jafn- snemma að syngja og keyra drátt- arvél og eins má vera að aksturslag mitt og spngurinn beri keim hvort af öðra. Ég var alltaf syngjandi og þurfti að gnæfa yfir hávaðann í dráttarvélinni. En þegar ég kom til Reykjavíkur fór ég upp í Tónlistar- skóla. Fór í próf. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, kem þarna inn og er spurður hvað ég ætli að syngja. Ég hef ekki hugmynd um það og þá rís Einar Kristjánsson upp og segir: „Ég skal bara fara með þennan mann fram og svo skulum við at- huga hvað hann getur gert.“ Ég fer með Einari inn í lítið herbergi, hann sest við flygil og lætur mig syngja nokkur lög. Og mér er minnisstætt hvað Einar sagði eftir þetta: „Þú kannt náttúrlega ekkert að syngja, en við skulum nú laga það.“ Svo lærði ég hjá honum í nokkur ár.“ Komstu ekki við á Dalvík? „Fermingarvorið mitt hætti pabbi að búa og við fluttum til Dal- víkur. Ég fór í Menntaskólann á Akureyri og vann fyrir mér á sumr- in í byggingarvinnu, sem smiður heima á Dalvík. Og stöku sinnum þegar var síldveiði fór maður niður á plan og vann á nóttunni. Við skólastrákarnir unnum stundum þrjá sólahringa samfleytt og ég man að þegar við vorum að byggja kirkj- una, vorum að vinna við álþakið í sólskininu syfjaðir mjög, þá fundum við það ráð best að hver tjóðraði sig með spotta til að velta ekki onaf þakinu þó við dottuðum. En þetta eru uppvaxtarárin: Á dráttarvélinni fram að fermingu og svo í bygging- arvinnu á Dalvík." Úr moldarkögglunum komu taflmenn Og síðan í söng- og háskólanám? „Ég ætlaði fyrst að verða forn- leifafræðingur vegna þess að Krist- ján Eldjárn var þarna frá næsta bæ. Ég vildi ekki verða flugmaður epa skipstjóri. Fornleifafræðingur. ís- lendingasögurnar voru það fyrsta sem ég las og ég kunni þær nokk- urnveginn utanbókar á tímabili, lék allar hetjurnar. Einhverju sinni kom Kristján og fór að grafa upp dys þarna í Svarfaðardal. Það var óvenjulegt því Svarfdæla er ekki sérstaklega sönn saga, svo hann var ekkert að gi-afa hingað og þangað. En dysin var rétt hjá Ytra-Garðs- horni. Og ég fór niður að Tjörn í há- deginu til að biðja um að fá að grafa með honum. Þá situr hann uppi í risi hjá pabba sínum og mömmu og er að borða fisk. Ég sé hann fyrir mér, borða fisk. Ætli ég hafí ekki verið 10 ára, frekar uppburðalítill, hefði aldrei þorað að fara og tala við fornleifafræðinginn hefði pabbi ekki sagt mér að fara og segja honum að mig langaði með. Þeir voru ferm- ingarbræður. Ég styn því nú upp hvort ég megi fara með að grafa. „Jú jú,“ segir hann. „Komdu bara með mér.“ Svo seilist hann - hann er að borða fiskinn - seilist svona með fingrunum oni bijóstvasann á stakkn- um og dregur upp einhveija moldar- köggla og segir: „Mamma, viltu þvo þetta fyrir mig.“ Og Sigrún mamma hans tekur að skola moldarkögglana og þá koma fram taflmenn, hnefatafl- menn. „Þetta fann ég í morgun," seg- ir hann. Eftir síðdegið með Kristjáni var ég sannfærður um að ég ætlaði að verða fomleifafræðingur. Svo sá ég bai’a fyrir mér að það var engin fram- tíð í því, engar stöður á Islandi í fom- leifafræði. Ég las íslensku, las bók- menntir, málfræði og sögu. Ég hafði mestan áhuga á bókmenntum, það var mitt aðalfag og svo sagnfræðin. Málfræðinni hef ég alltaf verið lakast- ur í enda varð ég kennari í málfræði að lokum.“ t !: t. í I t í I 1 1 í í \ ! !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.