Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
V «».r i ifl! CTT,.V' n-lTXT/TTQ
6 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998
ERLENT
Borgarastríð og þurrkur hafa neytt hundruð þúsunda Súdana á vergang í leit að fæðu
Hungurs-
neyð ógnar
milljónum
manna á ný
Hungursneyð geisar í suðurhluta Súdans
og ógnar lífí rúmlega tveggja milljóna
manna. Vopnahlé í borgarastríðinu, sem
staðið hefur með hléum í fjóra áratugi,
eykur vonir um að hjálparstofnunum tak-
ist að ná til fólks í tæka tíð en starfsmenn
þeirra óttast að ástandið eigi enn eftir að
versna. Ofriður, þurrkar og fátækt hafa
sett mark sitt á sögu Súdana undanfarna
áratugi. Þórunn Sveinbjarnardóttir
kynnti sér ástandið í suðurhluta landsins
og viðbrögð hjálparstofnana við því.
RÍKISSTJÓRN Súdans
hefur fallist á þriggja
mánaða vopnahlé í borg-
arastríðinu í Súdan, eftir
að Frelsisher Súdans (SPLA) lýsti
einhliða yfír vopnahléi fyrr í vik-
unni, svo að koma mætti hjálpar-
gögnum til sveltandi fólks í Bahr al
Ghazal-héraðinu í suðurhluta Súd-
ans.
Hjálparstofnanir fagna því að
átökum linni um hríð svo að hægt
verði að flytja hjálpargögn til fórn-
arlamba hungursneyðarinnar en
benda jafnframt á að eintóm mann-
gæska ráði ekki för hjá stríðandi
fylkingum, því að regntíðin sem nú
fari í hönd valdi því hvort eð er að
átök liggi niðri.
Saingöngnr einungis í lofti
Regnið heftir ekki einungis fór
hermanna um vegleysur víðáttunn-
ar í Súdan heldur einnig for hjálp-
arstarfsmanna, sem reiða sig al-
gjörlega á flugsamgöngur með
hjálpargögn. Það tekur til dæmis
um þrjár klukkustundir að fljúga
frá höfuðborg Súdans, Khai-toum,
til bæjarins Wau í Bahr al Ghazal-
héraði þar sem neyðin er mest og
þangað er aðeins fært með flugi.
Friðarviðræðum ríkisstjómar-
innar og Frelsishersins mun haldið
áfram í Addis Ababa í
Eþíópíu í næsta mánuði.
í maí síðastliðnum
komust John Garang,
leiðtogi Frelsishersins,
og Omar Hassan al Bas-
hir, hershöfðingi og forseti lands-
ins, að samkomulagi um að efna til
atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörð-
unarrétt suðurhéraðanna. En þeir
gátu ekki komið sér saman um önn-
ur atriði, svo sem hvemig draga
skyldi mörk suðurhéraðanna, en
þau verða líklega rædd á fundinum
í næsta mánuði.
Hungursneyð fyrirséð
Hungursneyðin kemur þeim sem
til þekkja ekki á óvart. Lítið hefur
rignt í suðurhéruðum Súdans í tvö
ár og uppskerubrestur fyrirséður.
Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa
reynt að vekja athygli heims-
pressunnar á ástandinu í Súdan um
hríð. Fyrstu skýrslur sem vömðu
við hungursneyð á þessu ári birtust
í septembermánuði 1997.
Borgarastyrjöld hefur staðið í
suðurhluta Súdans með hléum í
fjóra áratugi en sleitulaust síðast-
liðin 15 ár. Hungursneyðin nú er
sem fyrr afleiðing þurrka og átaka.
Yfírvöld bera líka sök á því hvemig
málum er komið í Súdan. Þau hafa
ekki alltaf greitt götu hjálparstofn-
ana og stundum takmarkað störf
þeirra með skelfílegum afleiðing-
um. í febrúar og mars á þessu ári
vom flugsamgöngur með hjálpar-
gögn til dæmis bannaðar en nú hef-
ur tekist að semja við stjómvöld
um flugumferð til átakasvæða.
Rúmlega 2 milljónir
í sárri neyð
Talsmaður Matvælahjálpar Sa-
meinuðu þjóðanna (World Food
Programme) í Genf, Jean-Luc Si-
blot, segir Matvælahjálpina hafa
nægan mat til ráðstöfunar tíl
ágústloka. „Við áætlum að 2,4 milij-
ónir manna þurfi á matargjöfum að
halda í Súdan og eram vongóð um
að fá nægan stuðning til matvæla-
kaupa það sem eftir er
ársins,“ sagði Siblot í
samtali við Morgunblað-
ið. Sjö flutningavélar
em notaðar til þess að
fljúga með birgðir til
hungursvæðanna í Bahr al Ghazal.
Flogið er frá Lokichokio í Norður-
Kenýu og E1 Obeid í Súdan. Samn-
ingar standa nú yfír um flug risa-
flutningavéla af gerðinni Iljúsín frá
Nairóbí, höfuðborg Kenýu, en flug-
heimildir hafa fengist frá yfirvöld-
um í Khartoum og leyfi tU þess að
varpa hjálpargögnum úr lofti til
nauðstaddra.
Matvælahjálpin dreifði 6.400
tonnum af mat til um einnar milij-
ónar manna í Súdan í júní. „Við
munum gera allt sem í okkar valdi
íslendingur
líklega sendur
tíl Súdans
Reuters
STÁLPAÐUR drengur ber lítinn bróður sinn á handleggnum í biðröð eftir mat í neyðarstöð í bænum
Aijep í Súdan. Hungursneyð ógnar nú lífi rúmlega tveggja milljóua manna í suðurhluta landsins.
Súdan er stærsta land Afríku, yfir 2,5 milljónir
ferkílómetra (25 sinnum stærra en ísland).
stendur til þess að nýta
stundina á milli stríða,“
sagði Siblot enn fremur
og vísaði til vopnahlésins
á milli stríðandi fylkinga í
landinu.
Aðstæður til hjálpar-
starfa era með allra erfíð-
asta móti í Suður-Súdan.
Samgöngur á landi eru
litlar sem engar og
ómögulegt að nota bif-
reiðir við hjálparstörf,
hvað þá stærri flutninga-
bfla.
Ottast að ástandið
versni
Að sögn Michaels
Kleiner, talsmanns Al-
þjóðaráðs Rauða krossins
í Genf, hafa 47 þúsund
manns komið til bæjarins
Wau í leit að mat síðan í
maí. Þar hefur Rauði
krossinn sett upp neyðar-
stöð fyrir sveltandi börn.
700 böm eru í gjörgæslu í
stöðinni en aðstandend-
um þeirra er gefín ein
heit máltíð á dag.
„Við óttumst að ástand-
ið eigi enn eftir að
versna,“ sagði Michael
Kleiner í samtali við
Morgunblaðið, „og fólk haldi áfram
að streyma til Wau fram á haust.
Átök og þurrkar hafa komið í veg
fyrir að bændur komist út á
akrana.“ Uppskera er því ekki í
sjónmáli og fyrirséð að neyðarað-
stoðar verði áfram þörf, að sögn
Kleiners.
Stríðshijáð land
Stríð og þurrkar varða sögu Súd-
ans, stærsta lands í Afríku. Aðeins
áratugur er síðan hungursneyð dró
250 þúsund manns til dauða í suð-
urhluta landsins. Þá gekk hjálpar-
stofnunum seint og illa að komast
tii sveltandi fólks vegna átaka og
þess að yfirvöld meinuðu þeim að-
gang að hungursvæðunum.
Hjálparstofnanir lærðu sína lex-
íu og sameinuðu krafta í Operation
Lifeline Sudan, undir stjóm stofn-
ana Sameinuðu þjóðanna, og
sömdu um aðgang og samstarf við
stjómina í Khartoum. Nú er gatan
því tiltölulega greið til þeirra sem
era hjálpar þurfi og hægt að bregð-
ast skjótar við en í lok níunda ára-
tugarins.
Ástand metið með hjálp
gervitungla
Hlutverk alþjóðlegra hjálpar-
stofnana hefur einnig tekið stakka-
skiptum á liðnum árum. Fullkomin
tækni og breytt vinnubrögð gera
þeim kleift að vekja athygli á hugs-
anlegri neyð með góðum fyrirvara,
þannig að grípa má til aðgerða til
að koma í veg fyrir hana. Matvæla-
hjálp Sameinuðu þjóðanna hefur til
dæmis notað gervihnattamyndir af
þurrkasvæðum í Súdan til þess að
gera sér grein fyrir ástandi upp-
skerunnar. Haft er eftir Liliönu
Balbi að þannig hafí Matvælahjálp-
in áætlað að 70% íbúa Bahr al
Ghazal-héraðs þyrftu á matarhjálp
að halda. Þessa var fyrst getið í
skýrslu stofnunarinnar í september
1997. En það var ekki
fyrr en í apríl á þessu
ári að fréttaljósmynd-
arar festu neyðina á
fílmu. Og þá tók
heimsbyggðin við sér.
Gjá á milli menningar
norðurs og suðurs
Saga Súdans er saga stríðs og
deilna á milli íbúa norður- og suð-
urhluta landsins. í lok 19. aldar
tryggðu Bretar sér yfirráðarétt yf-
ir þessu geysistóra landi en stjórn-
uðu í samstarfi við Egypta, sem
höfðu mikil ítök í norðurhlutanum,
frá aldamótunum síðustu. Súdan
varð sjálfstætt ríki á nýársdag 1956
en nokkrum mánuðum fyrr braust
út borgarastyrjöld, sem staðið hef-
ur með hléum í rúmlega
fjörutíu ár.
Til þess að draga úr
áhrifum Egypta í Súdan
takmörkuðu Bretar
samskipti á milli héraða,
og þar af leiðandi á milli
norðurs og suðurs, með
stefnu kenndri við „lok-
uð héruð“. Meirihluti
Súdana á arabísku að
móðurmáli, sem er
einnig hið opinbera
tungumál, og er íslams-
trúar. í suðurhéruðum
landsins býr fólk af öðr-
um uppruna, margir af
ættbálki dinka, sem
flestir era kristnir og
eiga sér aðra menningu
en arabískumælandi
Súdanir. Anda- og nátt-
úrutrú á sér einnig
djúpar rætur meðal
dinka.
Borgarastyijöld
í 15 ár
Árið 1972 náðist sam-
komulag á milli stjórn-
arinnar og Khartoum
og leiðtoga sunnan-
manna um sjálfstjóm
þriggja héraða. í byrj-
un níunda áratugarins
tóku samskipti hins vegar að
versna á milli hinna ólíku þjóða í
Norður- og Suður-Súdan. Árið
1983 greip Nimeri forseti landsins
svo til þess ráðs að lýsa yfir gildis-
töku sharía-laga hinnar íslömsku
bókstafstrúar í Súdan. Sunnan-
menn litu á gildistökuna sem svik
við samkomulagið frá 1972 og
snemst til varnar.
Omar Hassan al-Bashir hers-
höfðingi rændi völdum árið 1989 og
lofaði að koma á friði í landinu.
Vaidatíð hans hefur hins vegar ein-
kennst af harðnandi átökum við
skæruliðahópa og Frels-
isher Súdans. Stjórn Bas-
hirs hefur einnig verið
sökuð um alvarleg mann-
réttindabrot, m.a. af Am-
nesty International.
Viðbrögð íslendinga
íslenskar hjálparstofnanir hafa
nú þegar brugðist við beiðnum um
aðstoð í Súdan. Hjálparstofnun
kirkjunnar sendi fyiT í þessum
mánuði einnar milljón króna fram-
lag til hjálparstarfa á vegum AI-
þjóðasamtaka kirkjuhjálparstofn-
ana á hungursvæðunum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Rauða
krossi íslands er líklegt að íslensk-
ur sendifulltrúi verði sendur til
starfa í Suður-Súdan á næstunni.
Regntíð hindr
ar flutning
hjálpargagna