Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 41 BRÉF TIL BLAÐSINS 1 < 1 : < KVENNAKÓR Hafnarfjarðar syngur í Hertogahöllinni í Marina de Massa. Stjómandi er Guðjón Halldór Óskarsson og undirleikari Hörður Bragason. 1 I < I j I i 4 < 4 4 4 é 4 4 I 4 4 i 4 j i 4 -í SKEIFAN 11 • SÍMI 550-4444 • PÓSTKR. 550-4400 Ó, þetta er indælt líf Frá Katrínu Óskarsdóttur: KONURNAR teygja letilega úr sér á sólbekkjunum. Ilmur af sólarolíu, sandi og sjó liggur í loftinu, kliður sóldýrkenda, öldugjálfur og ein- staka lágvær söngur líður um loftið. Söngur? Jú, fímmtíu og þrjár kon- ur úr Kvennakór Hafnarfjarðar, ásamt stjórnanda og undirleikara, tóku skyndiákvörðun fyrir um þremur mánuðum um að fara í söng- ferðalag til Toscana í Ítalíu. Og eins og konum einum er lagið voru þær ekki lengi að öngla saman fyrir ferð- inni og skipuleggja, með ómetan- legri hjálp frá Margréti Pálmadótt- ur, sem átti reyndar hugmyndina, en hún var þarna á sama tíma með sínar indælu Gospelsystur. 23. júní var lagt af stað til Piza í flugvél íslandsflugs. Paðan var ekið í um hálfa klukkustund til lítils bæj- ar sem heitir Marisa de Massa. Á Hótel Lídó tók fjölskyldan hans Armandos á móti okkur. Ég er búin að ákveða að í næsta lífi ætla ég að vera svona fjölskylda á svona hóteli. Afinn stjórnar frammi, geymir peningana í vösun- um, gengur um garðinn með ung- bamið á öxlinni, amman ræður í eld- húsinu. Litla mamman, tengda- dóttirin, afgreiðir cappuccino og drykki á barnum, synimir sópa gangstéttir, leggja á borð og tína af borðum, fara í þjónsbúning á kvöld- in og bera fram matinn sem amman eldar. Gamall hermaður hvílir lúin bein fyrir framan sjónvarpið, milli þess sem hann hjalar við ungbarnið sem spriklar, skríkir og hlær. Hann kom þama einn daginn, fór aldrei aftur. Kórinn hélt aðaltónleikana í Her- togahöllinni í Massa föstudagskvöld- ið 27. júní sl. Dögunum á undan var varið í æfingar í setustofunni, í sól- böð á ströndinni steinsnar frá Lídó, á mörkuðum og stórkostlegri sigl- ingu meðfram ströndinni, þar sem lítil þorp í klettóttu landslagi voru skoðuð. Hertogahöllin í Massa er mjög falleg, með stórum garði í miðjunni þegar inn er komið. Breiðar súlur halda uppi bogadregnum svölum all- an hringinn, en beint á móti inn- ganginum er lítil hvelfing þar sem stytta af Neptúnusi trónir. Tónleikarnir fóra fram í garðinum undir beram himni kl. níu um kvöld- ið, í daufri birtu frá ljóskeram sem standa undir svölunum. Hljómburðurinn var meiriháttar og ekki bar á öðru en áheyrendum líkaði flutningur kvennanna vel, hvort sem var Ave veram Corpus, Sofðu unga ástin mín, Á Sprengi- sandi eða Úr útsæ rísa íslands fjöll. Við söknuðum reyndar hundanna sem við fréttum að hefðu hlustað á annan íslenskan kór, sem var þarna nokkru áður, og spangólað með á háu tónunum. Eftir tónleika komumst við að því að fólk hafði safnast saman fyrir ut- an höllina og út á svalir nærliggj- andi húsa, það er víst mjög ítalskt. Er heim var komið á Lídó til fjöl- skyldunnar var sungið og skálað, en gengið snemma til náða, því næsta dag var fyrirhuguð ferð tH Flórens. Og Flórens, þvílíkt augna og andans konfekt. Og kaffið á Italíu! Ég fæ mér kaffivél, flotta, svo ætla ég að læra ítölsku - mikið á ég gott að eiga það eftir. Dómkirkjan, Maríukirkjan, brúin þar sem áður rann blóð slátraranna, nú glóir þar gull skartgripasalanna. Davíð sjálfur, sem þótti svo dónaleg- ur, enda á typpinu, þetta var reynd- ar afsteypa, ekta Davíð er vel geymdur á safninu. Listaverkin era hvert sem litið er. Þið verðið bara að fara þangað sjálf. Næsta dag, sunnudag, átti kórinn ásamt Gospelsystram að syngja við óskaplega merkiiega messu í Massa. Kirkjan er afar falleg og undurfagr- ar blómaskreytingar prýða hana í tilefni dagsins. Kóramir þjöppuðu sér saman umhverfís orgelið fyrir aftan prestana, kardinálana, og hvað þeir nú heita þessir kaþólsku allir. Messan tók u.þ.b. eina ldukkustund. Hörður Bragason, undirleikari Kvennakórsins, sá um undirleikinn og Guðjón Halldór Óskarsson stjórnandi og Margrét Pálmadóttir skiptu með sér stjórninni. Það var mikil upplifun að taka þátt í mess- unni, því kórarnir sáu um allan tón- listarflutninginn, hallelújumar, santúsana og allt sem tUheyrir svona messu. Við vorum alveg heilagar lengi á eftir. Eftir kvöldverð, hjá ömmunni, var ekið aftur til dómkirkjunnar þar sem Gospelsystur sungu á tröppun- um af miklum krafti. Margrét Pálmadóttir var í góðu formi og sló í gegn. Hún var eins og negrakerling sem hefur lent í klór, gæti bara ekk- ert verið betri þótt hún væri alvöra svört. Sönggleði einkenndi hópinn og áheyrendur skemmtu sér kon- unglega. Kvennakórinn tók undir í einstaka lögum og skapaði það frjálslega og skemmtilega stemmn- ingu. Og aftur var ekið á hótelið þar sem enn og aftur upphófst söngur og gleði. Armando-synirnir kunnu ágætlega að meta sönginn og tóku undir ef þeir könnuðust við lögin. Þeir vora t.d. fljótir að læra Ó sóle míó, bjóddu mér í bíó, o.sirv. (skyldi Kristján kunna það?). Skakki turn- inn í Piza var auðvitað skoðaður, ótrúlegu marmarafjöllin, sem munu endast næstu þúsund árin, og bæj- arstjórinn í Massa bauð okkur að syngja í lok ferðarinnar á tröppum ferðamálaskiifstofunnar, og var það okkur mikill heiður. Það voru brún- ar og sælar konur og karlar sem settust í rúturnar árla morguns eftir vikudvöl á Italíu. Lokaáfanginn var Mílanó og þaðan skyldi flogið heim síðdegis. Þessi ferð er án efa há- punkturinn í starfí Kvennakórs Hafnarfjarðar á fimm ára starfsferli hans og ómetanleg reynsla sem gagnast mun kórnum á komandi starfsári. Það verða því hressar og veraldarvanar konur sem hittast aft- ur að loknu sumri. KATRÍN ÓSKARSDÓTTIR, Hverfisgötu 6, Hafnarfirði. ÚT- SALA Minnst 40% afsláttur Hefst á morgun, mánudag m RCWELLS Kringlunni 7, sími 5 88 44 22 .. FYRIR ALLA í ► FJOLSKYLDUNNH Armstóll 3QQu m2 sýningarsalur TM - HUSGOGN Furuhúsgögn Oynur Stólar Rúm Skrifstofuhúsgögn Sófasett SIÐUMULA 30 • SIMI 568 6822 Opið á laugardaginn kl.10-10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.