Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 40

Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 40
40 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand /MY 6RAMMA \ APTER U)E WERE THR0U6H EATIN6,5HE'P TAKE A 6RAMMA 5AID / USBD TO READ D06 DI5HE5 l 006 PI5ME5.. / 006 DI5KL00KAT IT U)ERE MORE CAREFULLV.ANDTELL ACCURATÉ THAN U5 THE FUTURE.. TEA LEAVE5^, Íb~S 7-¥ * '>// Amma mín var vön að lesa í hundadalla... Þegar við vorum búin að borða tók hún hundadall, skoðaði hann gaumgæfí- lega og sagði okkur um framtíðina... Amma sagði að hundadallar væru áreiðan- legri en telauf... Er það satt? Ég hef aldrei heyrt um ömmu sem les í orma ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 V er slunarmanna- helgin og Frá foreldrahópi Vímulausrar æsku: NU LIÐUR óðum að mestu neyslu- helgi sumarsins, sem er verslunar- mannahelgin. Helgi með útihátíðir þar sem ungmenni landsins koma saman til að skemmta sér, og alltof margir kynnast áfengi og öðrum vímuefnum í fyrsta sinn á ævinni. Helgi sem margir foreldrar kvíða fyrir. Ef til vill heldur þú að barnið þitt sé öruggt fyrir vímuefnum. Það héldum við líka en samt lentu börnin okkar í vímuefnavanda. Vegna reynslu okkar viljum við í foreldrahópi Vímulausrar æsku hvetja alla foreldra til að standa saman og hafa samráð við foreldra vina barna sinna. Það er algengt að foreldrar lendi í þeirri aðstöðu með unglinginn að hann segist vera sá eini í hópnum sem ekki megi fara, og er duglegur að láta okkm- vita hversu ömurlegir foreldrar við er- um. „Af hverju treystið þið mér ekki, öllum hinum er treyst til að fara?“ Unglingarnir eru fljótir að bera saman bækur sínar og ráðgera hvaða leið sé best að fara til að fá vilja sínum framgengt. Það er mjög algengt að þau fullyrði að allur hóp- urinn megi fai-a þegar einungis lítill minnihluti hefur fararleyfi. Þetta þekkja flestir foreldrar. Hafa börnin okkar þroska til að takast á við hina ýmsu atburði sem geta gerst á útihátíðum, þar sem hundruð, jafnvel þúsundir ung- menna í alla vega misgóðu ástandi eru saman komin? vimuefmn Mai-gir foreldrar spyrja sjálfa sig: „Hvað gerist ef ég segi nei?“ For- eldrar, stöndum við þær ákvarðanir sem við tökum og látum ekki óttann við að segja nei stjórna okkur, látum skynsemina ráða. Munum líka að nei-ið okkar getur auðveldað börn- um okkar tilveruna og þrýsting frá vinahópnum. Nei-ið okkar þýðir ein- faldlega: Ég elska þig og vil vernda þig- Það er staðreynd að í dag herja eiturlyfjasalamir á unglingana okk- ar og hefur verslunarmannahelgin verið ein stærsta helgin í markaðs- setningu þeirra. Hafa margir for- eldrar hringt í neyðarsíma Vímu- lausrar æsku eftir verslunarmanna- helgi og ekki vitað hvað í ósköpunum þeir ættu til bragðs að taka og fund- ist þeir varnarlausir fyrir sölumönn- um dauðans, slík verða áföllin oft þegar unglingarnir skila sér heim. Hvernig væri nú að gera verslun- armannahelgina að fjölskylduhelgi? Allir í fjölskyldunni setjist niður og ræði um hvað gera skuli, hvert eigi að fara og hvað eigi að gera. Gefum öllum jöfn tækifæri til að tjá óskir sínar og gerum eitthvað fyrir alla. Foreldrar, sýnum samstöðu í verki og verum til staðar fyrir hvert annað því við erum besta forvörnin. Fyrir hönd foreldrahóps Vímu- lausrar æsku, JÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR, Lundarbrekku 6, Kópavogi. „I fótspor meistaranna“ Frá Guðrúnu Austmar Sigurgeirs- dóttur: SAGT ER að líf án listar sé fátæk- legt líf og að menningin sé grund- völlur sannra lífsgæða. Undir það hljótum við að taka sem sóttum námskeið á veg- um Endurmennt- unarstofnunar Háskóla Islands s.l. vetur undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar um líf og list Beethovens. Það voru um 100 manns sem nutu þess að hlýða á fróðleik Ingólfs um Beethoven. Ingólfur lét ekki þar við sitja. Hann bauð uppá framhalds- námskeið „I fótspor meistarans" sem 40 manns fóru í til Þýskalands og Austurríkis dagana 7.-14. júní s.l. Ferðin var samfellt ævintýri á vængjum vorsins og hver dagur bauð nýtt tilbrigði um líf og list Beethovens. Að fmna slíkan fjársjóð fagurrar listar og menningar á ferðalagi er hrein opinberun. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að tjá sig um snilld ferðarinnar og þá innihaldsríku daga sem við upplifðum. Ferðin varpaði slíku ljósi á líf og starf Beethovens að hann stóð mér sem ljóslifandi fyi-ir sjónum t.d. í Bonn þar sem fyrsti viðkomustaður var, en þar skoðuðum við Beethoven- safnið, sem er í húsi því er meistarinn fæddist í. Það var óútskýranleg upp- lifun að skoða herbergi það sem Beethoven fæddist í. Einnig þegar við fórum í Theater an der Wien, að sjá Orfeus, en í því húsi voru mörg verk meistarans frumflutt þ.á m. 9. sinfónían, en þá var Beethoven að öllu búinn að tapa heyrn. Við fórum til Heiligenstadt þar sem Beethoven dvaldi löngum sér til Guðrún Austmar Sigurgeirsddttir heilsubótar og samdi þar mörg þekktustu verk sín. Við gengum sömu stíga og götur og hann forðum. Við fórum að gröf meistarans í kirkjugarði í Vínarborg - það er ógleymanlegt augnablik. Þekking Ingólfs Guðbrandssonai-, sem skipulagði og stýrði ferðinni, kom hvarvetna í ljós og gæddi hana lífi og innihaldi, sem fólk verður að kynnast af eigin raun, til að geta metið að verðleikum. Allur undir- búningur var til fyrirmyndar. Hótel og matur með ágætum. Hópurinn sem taldi fjörutíu manns var sam- stilltur. Bílstjórinn Guðni var frá- bær. Fararstjórn sem Ingólfur hef- ur með höndum svíkur engan. Ferðin var í alla staði ógleymanleg og vil ég þakka fyrir mig og vekja at- hygli annarra á yfirburðum slíkra ferða fram yfir þær almennu. GUÐRÚN AUSTMAR SIGURGEIRSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur. Sparið og látið okkur framkalla myndirnar úr sumarfríinu, fyrir aðéihs 780,- 24 myndir. <1, GNOÐARVOGI 44 (Á móti Menntaskólanum við Sund)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.