Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 9 FRÉTTIR Hefur liturinn á stuðaranum dofnað? Eru listarnir orðnir Ijótir? Gefðu þeim nýtt líf með Simoniz Back to Black. Þú bara úðar, strýkur yfir með klút og á nokkrum sekúndum hafa stuðararnir, listarnir og hliðarspeglarnir öðlast nýtt líf. Back to Black er glært efni og hentar því skínandi vel á alla liti. ELDUR logaði í ruslafótu í íbúð við Vesturgötu þegar slökkvilið bar þar að á þriðja tímanum á fostudag, eftir að starfsmaður rakarastofu þar við hliðina á hafði tilkynnt um reykjar- lykt frá íbúðinni. Enginn var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og þykir Ijóst að verr hefði farið, hefði athug- ull nágranninn á rakarastofunni ekki fundið lyktina og gert viðvart. Litlar skemmdir reyndust hafa orðið á íbúðinni en hún var reykræst. ---------------------- Níu teknir ölvaðir LÖGREGLAN í Kópavogi tók fjóra menn vegna ölvunar við akstur aðfaranótt laugai-dags og á laugardagsmorgun og lögreglan í Reykjavík tók þrjá menn vegna ölvunaraksturs í fyrrinótt. A Selfossi voru ölvaðir ökumenn einnig á ferð en lögreglan þar tók tvo menn ölvaða við akstur aðfaranótt laugardagsins. -------♦-♦-♦----- Röng mynd VEGNA mistaka var birt röng mynd með minningargreinum um Baldur Bjarnason frá Vigur á blað- síðu 32 í Morgunblaðinu í gær, laug- ardag, og birtist þar mynd af al- nafna hans, sem er nýlátinn. Hlut- aðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. Fleiri minningargreinar um Bald- ur eru á blaðsíðu 36 í blaðinu í dag. Sjálfvirk athugunarstöð Vegagerðarinnar við Blönduós Mikil eftirspurn eftir barra GUÐMUNDUR Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka hf. á Sauð- árkróki, segir mikla eftirspurn eftir baiTa í Evrópu og Bandaríkjunum. Barraeldið er rétt að fara af stað hjá fyrirtækinu eftir þá þróunarvinnu sem hefur verið þau fimm ár sem fyrirtækið hefur starfað. Stefnt er að því að framleiða tutt- ugu tonn af barra í ár og eru þau þegar seld. Kaupandi er breskt fyr- irtæki, Superfresh, en mOligöngu um söluna annast Seemark, dótturíyrir- tæki SH. Fyrir hálft kíló fást 720 kr. sem gefur 600 kr. í skilagjald til Máka. Fyrir smærri fisk fæst lægra verð eða um 550 kr. í skilagjald. Verðmæti framleiðslunnar í ár er því á bilinu 26 til 29 milljónir en verð- mæti barra fer eftir þyngd, því stæni fiskur því meira verð. Guðmundur segir að í kjölfar greinar sem rituð var um fyrirtækið í tímaritið Seefood Intemational hafi fyrirspurnum rignt inn til Máka hf., aðallega frá Evrópu en einnig hafi bandarískir aðilar sýnt áhuga. Það þurfi hins vegar mikla framleiðslu- getu til að fara inn á þann markað. „Barri er einn gæðamesti fiskur í Evrópu og áhugi kaupenda er greini- lega mikill.“ Hugmyndin að Máka hf. kviknaði hjá Guðmundi þegar hann var við doktorsnám í Kaupmannahöfn og var að velta fyrir sér hvernig hægt væri að nýta varmann hér á landi. Það kom í ljós eftir úttekt sem sjáv- arútvegsstofnun gerði að barraeldi var arðvænlegast. Næsta skrefið var að stofna fyrirtækið og vinna þróunarvinnu. Frá árinu 1996 hefur Máki hf. verið aðili að þróunarverk- efni í samvinnu við Evrópusam- bandið og voru erlendir aðilar þess staddir hér á landi á dögunum og lýstu því yfir að fyrirtækið væri til- búið að stíga skrefið til frekari framleiðslu. Greint var frá því í Morgunblað- inu á miðvikudag að Máki hf. stefnir að yfirtöku á Miklalaxi. Guðmundur segir framleiðslugetu Máka hf. muni aukast í þrepum eftir að það hefur verið gert. Þegar seiðastöðin hafi verið tekin í notkun verði fram- leiðslugetan 150 tonn, þegar allt eld- isrými verði komið í gagnið þá verði framleiðslugeta 500-800 tonn, háð stærð fisksins. Mælir bæði veður og bílaumferð Blönduósi. Morgvnblaðið. SKAMMT austan við Blönduós er að komast í gagnið sjálfvirk veð- urathugunarstöð Vegagerðarinn- ar. Það er verkfræðistofan Vista sem sér um að reisa þessar stöðv- ar fyrir Vegagerðina og er þessi stöð við Blönduós sú fjórða af sjö sem byggðar verða á þessu ári. Birgir Antonsson hjá verkfræði- stofunni Vistu hefur komið að uppsetningu 25 stöðva fyrir Vega- gerðina í gegnum tiðina. Birgir segir að auk þess að mæla hina hefðbundnu þætti veðursins telji þessi stöð bifreiðar sem leið eigi um veginn. Birgir sagði að gald- urinn við að telja bfla væri fólginn í því að koma fyrir segulsviði und- ir veginum og þegar bfll fer yfir rýfiir hann segulsviðið og er þar með talinn. Búfénaður hefúr eng- in áhrif á segulsviðið og kemst því ótalinn um vegina. Aðspurður sagði Birgir Antonsson að þessar sjálfvirku veðurathugunarstöðvar Vegagerðarinnar hefðu sloppið við skemmdai*verk í gegnum tíð- ina. Þeir sem hafa aðgang að textavarpi Sjónvarps eða alnetinu ættu að fara að sjá upplýsingar frá Blönduósstöðinni bráðlega. -----♦ ♦♦---- Eldur í rusla- fötu í mann- lausri íbúð Morgunblaðið/Jón Sigurðsson BIRGIR Antonsson við nýjustu sjálfvirku veðurathugunarstöð Vega- gerðarinnar skammt austan við Blönduós. HS skínatuU bíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.