Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 1£' væri hann verðmæt búbót því fyrirtæki, er hefði hann til umráða. íslenska upplýsingaauðlindin Upplýsingar er fyrir liggja í heilbrigðis- kerfínu eru alls staðar verðmæt vara, en færa má að því rök að íslenskar upplýsingar séu í ákveðnu samhengi verðmætari en víða annars staðar. Þetta stafar einkum af eftirfarandi: Þjóðin er fámenn, hún hefur tiltölulega lítið blandast öðrum þjóðum, ættfræðiupplýsingar liggja fyrir óvenju langt aftur í tímann og vel skráðar heilbrigðisupplýsingar liggja fyrir frá undanfórnum áratugum. Við skráðar upplýs- ingar bætast svo svokölluð lífsýni: blóð- og vefjasýni frá undanfómum áratugum, sem í samhengi við upplýsingai’nar gerir þetta ís- lenska efni verðmætt fyrir margvísleg not, allt frá læknisfræðilegum rannsóknum, rekstrarfræðilegum rannsóknum til trygg- ingafræðilegra rannsókna. Verðmæti þessarar auðlindar eru vandút- reiknuð. Bernhardur Pálsson bendir á að út frá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði, sem á einhvern hátt líkist íslenskri erfðagreiningu, megi leiða að því líkur að fyrirtæki er réð yfír íslensku upplýsingunum væri hugsanlega virði nokkurra tuga milljarða. Sé lífsýnunum bætt við mætti ætla að verðmætin gætu nálg- ast hundrað milljarða. En hér gildir sama og um aðrar auðlindir að verðmætin fara eftir nýtingu. Með örri líftækniþróun næstu ára er enn erfiðara að meta verðmætin og vegna þróunarinnar má einnig spyrja hvort skyn- samlegt sé að njörva notkun næstu tólf árin niður með einkaleyfi. I fyrstu drögum að frumvarpinu um gagna- gi-unna á heilbrigðissviðinu var í athugasemd- um við þau talað um að starfsleyfishafí „myndi væntanlega ekki einvörðungu safna í gagnagrunninn upplýsingum um sjúkdóma og heilsu heldur einnig um árangur af meðferð, aukaverkanir af meðferð og kostnað af með- ferð. Ennfremur upplýsingum um ættfræði þjóðarinnar og sameindaerfðafræðilegum upplýsingum um stóran hluta hennar.“ Það liggur ekki í augum uppi fyrir leikmann, en „sameindaerfðafræðilegar upplýsingar" fást úr áðumefndum Iífsýnum, svo í íyrstu virðist því hafa verið gert ráð fyrir að einkaleyfi af áðurnefndum lífsýnum fylgdi með einkaleyfi á gerð gagnagrunna úr heilbrigðiskerfinu. Frá því hefur verið horfið og boðað að annað frumvarp um lífsýni verði lagt íyrir síðar. Hraðferð í samningu frumvarpsins „Stundum gerast hlutir hratt á íslandi. Hraði getur stundum verið nauðsynlegur, en í öðrum tilvikum hefur hann ófyrirsjáanlegar afleiðingar“ skrifar Tómas Zoéga yfirlæknir geðdeildar Landspítalans í upphafi greinar sinnar um gagnagrunnsfrumvarpið í Lækna- blaðinu, 5. tbl. 1998. Tómas segir síðan frá því að hann hafi verið boðaður á fund í heilbrigð- isráðuneytinu 23. mars síðastliðinn, með eins og hálfs tíma fyrirvara. Fundarefni var ekki gefið upp á fundarboði, en á fundinum fékk Tómas að vita að rætt væri um „lagasetningu um miðlægan gagnagrunn, sem ætti að geyma heilsufarsupplýsingar um alla lands- menn. Skyldi einkaaðili kosta gerð grunnsins, en upplýsingar um einstaklinga yrðu dulkóð- aðar. Sá sem kostaði gerð grunnsins fengi 15 ára einkaleyfi á upplýsingum úr grunninum." Engum gögnum var dreift á fundinum, en skýrt í grófum dráttum hvernig grunnurinn yi’ði unninn. Fram kom að þröngur hópur ein- staklinga hefði unnið að undirbúningi málsins, en ekld fékkst upplýst hverjir það voru. Tveimur dögum síðar, eða 25. mars fékk Tómas send sem trúnaðarmál drög að frum- varpinu. Með fylgdi fundarboð um fund sam- dægurs, fjórum klukkustundum eftir að hann fékk drögin. í fundarboðinu stóð einnig að kæmist hann ekki á fundinn en hefði „ein- hverjar tillögur um breytingar eða athuga- semdir varðandi frumvarpið, væri gott að fá þær fyrir hádegi fimmtudaginn 26. mars n.k.“ Síðar kom í ljós að Kári Stefánsson for- stjóri Islenskrar erfðagreiningar hafði að eig- in sögn átt grundvallarhugmyndina að frum- varpinu, sem veita á fyrirtækinu umrætt einkaleyfi. Þótt frumvarpið kæmi á óvart á Is- landi hafði Kári þó áður reifað hugmyndir í þessa veruna í erlendum fjölmiðlum. I Time 29. september 1997, hálfu ári áður en frum- varpið var kynnt á Isiandi, er sagt frá ís- lenskri erfðagreiningu og Kári Stefánsson sagður eiga sér það markmið að setja upp yf- irgripsmesta gagnabanka í heimi á sviði erfðafræði, byggðan á heilbrigðisskýrslum, lífsýnum og ættfræðiupplýsingum. „Fæddir tilraunagrísir" í grein í Scientific American í febrúar síð- astliðnum er sagt að íslensk erfðagreining sé að reyna að fá Alþingi til að samþykkja frum- varp til að leyfa fyrirtækinu að tengja ætt- fræðiupplýsingar gögnum úr heilbrigðiskerf- inu. Fyrirsögn greinarinnar er: „Fæddir til- raunagrísir“ („Natural-born Guinea-pigs“) - og er þar átt við íslendinga. Við nánari umræður um frumvarpið hefur sýnt sig að það hefur ýmsa galla, svo hraðinn við frumvarpsgerðina hefur án efa skemmt fyrir framgangi þess. Til samanburðar má geta þess að annað frumvarp er snertir heil- brigðismál, frumvarp um tæknifrjóvgun, var um fimm ár í undirbúningi með tilheyrandi gagnaöflun, bæði um hliðstæð frumvörp er- lendis og frá sérfræðingum. Um gagna- grunnsfrumvarpið væri þó erfitt að finna er- lendar hliðstæður, því hvergi í þeim löndum, sem íslendingar bera sig saman við, þekkist heildstæður gagnagrunnur né nýting af þessu tagi. Hér verða ekki verið reifuð lagaleg tor- merki á frumvarpinu um gagnagrunna á heil- brigðissviðinu, því það hefur Páll Þórhallsson þegar gert í skilmerkilegri grein í Morgun- blaðinu 4. apríl undir fyrirsögninni: „Kapp er best með forsjá“. Og hér verður heldur ekki farið út í siðræna þætti frumvarpsins, hvort það fái staðist frá siðrænu sjónarmiði að setja saman gagnagi’unn af þessu tagi og að eitt einkafyrirtæki fái einkaleyfi á honum. Og þó það sé ekki gert hér, væri einnig fróðlegt að velta því fyrir sér hvort ráðherra hafi yfirleitt ráðstöfunarrétt á umræddum upplýsingum, þó varðveisluréttur sé greinilega á hans hönd- um. Hér er alls óvíst að ráðstöfunarréttur og varðveisluréttur fari saman. Af hverju einkaleyfi? „Gæði gagnagrunnsins eru óljós fyrirfram og við tökum mikla áhættu við gerð hans. Þess vegna viljum við líka einkaleyfi," segir Kristleifur Kristjánsson læknir, einn starfs- manna, stofnenda og eigenda Islenskrar erfðagreiningar. „Það er ekkert skrýtið að við viljum tryggja okkur, því áhættan er mikil,“ bætir hann við. „Ég styð íslenska erfðagreiningu eindreg- ið, að öllu öðru leyti en hvað einkaleyfið varð- ar,“ segir Stefán Karlsson prófessor. „Einka- leyfið hefur ekkert með vísindastarfsemi að gera og skerðir akademískt frelsi til rann- sókna.“ Stefán var einn þeirra fjölmörgu, sem skrifuðu undir áskorun tii Alþingis um að fresta afgreiðslu áðurnefnds frumvarps. Að mati Islenskrar erfðagreiningar mun það kosta um 10-12 milljarða að gera gagna- grunn, eins og þeir hafa í huga. Það er þó að- eins sú upphæð, sem skrá eftir þörfum ís- lenskrar erfðagreiningar kostar og sem Krist- leifur segir að sé miklu víðtaikari en fyrirtæk- ið hafi þörf fyrir núna. Onnur fyrirtæki, kæmust þau að, gætu haft annan háttinn á. Það er með útgerð á upplýsingalindina eins og aðra útgerð að kostnaður er kominn undir veiðiaðferðum, vinnslu, fullvinnslu og sölu- möguleikum. Þó mest sé talað um gagnagrunna af þessu tagi í samhengi við læknisfræðirannsóknir þá nýtist miðiægur gagnagrunnur til miklu, miklu víðtækari rannsókna en læknisfræði- rannsókna eingöngu. Að sögn Kristleifs Kri- stjánssonar má hugsa sér að viðskiptavinir fyrirtæksins væru lyfjafyrirtæki, ríkisstjórn- ir, sjúkrahús og tryggingafyrirtæki. „Snilldarbragð í almannatengslum" Mjög víða í erlendum fjölmiðlum hafa birst fréttir um starfsemi Islenskrar erfðagreining- ar, því eins og svo mörg fyrirtæki nýtir fyrir- tækið sér þjónustu almannatengslafyrir- tækja. I erlendu umfjölluninni er bent á að það sé ekki leitin að meingenum, genum er orsaka sjúkdóma, sem er svo einstök, því fleiri fyrirtæki vinna á svipuðu sviði, heldur að fyrirtækið ætlar að gera út á gagnabanka, sem byggi á öllum tiitækum heilbrigðisupp- lýsingum heillar þjóðar. Eins og Páll Þórhallsson bendir á í grein sinni eru lög eins og íslenska frumvarpið stefnir að óhugsandi i nágrannalöndunum og i flestum vestrænum löndum þar sem þau stönguðust á við lög um vernd persónuupplýs- inga (líkt og Páll bendir á að gæti einnig verið á Islandi). Gagnabanki í anda frumvarpsins myndi því víðast hvar vekja tortryggni er- lendis, hvað þá ef hann væri í vörslu einkafyr- irtækis og því gætir viða í fréttaflutningi er- lendis undrunar yfir að einkafyrirtæki fái að gera slíkan gagnagrunn og hafa á honum einkaleyfi. Grein af þessu tagi birtist í nýjasta hefti þýska vikuritsins Der Spiegel. Þar er bent á að Kári Stefánsson stefni á að steypa saman erfðafræði og upplýsingatækni á þann hátt sem ekki þekkist í nokkru landi. Það raski þó ekki ró Kára sem álíti að slíkir gagnagrunnar verði brátt til víðar. „í Þýskalandi væri fyrir- tæki Kára fyrir löngu orðið staður ólgandi mótmæla og allt að opnum götuóeirðum. Þeg- ar við manntal fyrir tólf árum gerðu Þjóðverj- ar ljóst að ekki nema fyrir hótun um refsingu myndu þeir afhenda persónulegar upplýsing- ar. íslendingar eru hins vegar fullir umburð- arlyndis í garð Kára.“ I grein í danska blaðinu Information segir að Islendingar séu mjög samstarfsfúsh’. „I öðrum löndum myndi erfðafræðilegur gagnagrunnur er næði til allrar þjóðarinnar vekja upp skelf- ingaróp," er haft eftir Kára Stefánssyni fram- kvæmdastjóra íslenskrar erfðagreiningar. „En ekki á Islandi, þar sem íbúarnir eru mjög jákvæðir gagnvart vísindum, slær Kári fóstu, bæði af hreinskilni og kaldhæðni (kynisme),“ en á tveimur árum hafi honum tekist að sann- færa landa sína um ágæti áætlunar sinnar. Síð- an segir: „Þetta er snilldarbragð í almanna- tengslum," viðurkennir Loftur Atli Eiríksson," er að sögn Information hefur tekið þátt í að koma Islenskri erfðagreiningu á framfæri. „Þetta var allt þrauthugsað frá byrjun," segir Loftur Atli að lokum. Það er vægt til orða tekið að frumvarp ai þessu tagi myndi víða vekja skelfingaróp. A Norðurlöndum er hver minnsta frétt um skrár og samkeyrslu þeirra óðfluga orðin for- síðufrétt sökum almennrar tortryggni um söfnun upplýsinga og misnotkun þeirra. í Spi- egel-greininni er bent á þá fjölþættu notkun, sem Islensk erfðagreining hafi í huga og sem að mati Kára Stefánssonar veiti möguleika á að ‘ná inn mun meira fé en með mannerfða- fræði einni. En um leið sé lika mun meiri hætta á misnotkun, því þó upplýsingamar eigi að vera kóðaðar séu tölvusérfræðingar efins um að kóðun sé trygg, ekki síst í litlu samfé- lagi eins og því íslenska. í erlendu samhengi hljóma fréttir af jafn víðtækum gagnagrunni og þeim íslenska einfaldlega eins og vísinda- skáldsaga, eins og Páll Þórhallsson bendir á i áðurnefndri grein. Upplýsinganýting í anda frumvarpsins óhugsandi á Norðurlöndum Danski læknirinn Povl Riis lét á síðasta ári af prófessorsstörfum við Hafnarháskóla. Hann hefur bæði heima og erlendis komið að starfsemi vísindasiðanefnda, setið í danskri nefnd, er metur rannsóknarverkefmi og er eftirsóttur fyi’irlesari um þessi efni. í samtali við Morgunblaðið segir hann að fyrir leik- mann sé erfitt að átta sig á þeirri upplýsinga- auðgi er liggi í heilbrigðisupplýsingum. „Slík- ar upplýsingar hafa lengi verið notaðar í rannsóknarskyni, en hið nýja og öfluga í þessu sambandi er að tengja slíkar upplýsing- SJÁ NÆSTU SföU Dráttarbeisli Eigum fyrirliggjandi á lager dráttarbeisli frá Bosal á flestar gerðir bifreiða. Vönduð vara á góðu verði. mraarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 ikil verðlækk á öllum vörum j a kka r á k r 5.000 til k r. 7.500 B u x u r á k r . 2.800 til k r. 4.800 Pils á k r . 2.800 t i 1 k r. 4.800 B 1 ú ss u r á k r . 1 .800 til k r. 4.800 K j ó 1 a r á k r . 2.900 til k r. 7.500 Bolir á k r 900 til k r. 1 .800 O p i ð á 1 a u g a r d ö g u m f rá k 1. 1 0-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.