Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ___________ERLENT_________ Tour de France í hættu veg’iia ólöglegra lyfja Reuters SVISSNESKI hjólreiðakappinn Alex Zulle ræðir við fréttamenn. Grunur leikur á að keppnisiið hans, Festina, hafi notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. París. The Daily Telegraph. FRÖNSK dagblöð telja að framtíð Tour de France, þekktustu hjólreiðakeppni heims, sé í hættu vegna ásakana um að margir kepp- endur hafí notað ólögleg lyf. Blöðin segja þetta umfangs- mesta hneykslismál sem komið hafi upp í sögu keppn- innar. Franska lögreglan hefur hafíð sakamálarannsókn vegna ásakananna og fransk- ir fjölmiðlar sökuðu skipu- leggjendur keppninnar og keppendur um „þagnarsam- særi“. Dagblöðin Liberation og Le Figaro sögðu að svo kynni að fara að keppnin yrði lögð niður vegna málsins. Málið snýst einkum um eitt af helstu keppnisliðunum, Festina. Framkvæmdastjóri og læknir liðs- ins voru hnepptir í varðhald eftir að nuddari þess, Willy Voet, var hand- tekinn í vikunni sem leið við landa- mæri Frakklands og Belgíu með 400 skammta af amfetamíni, stera- lyfjum og ólöglegum vaxtarhormón- um. Við yfirheyrslu kvaðst hann hafa verið að hlýða skipunum „að ofan“ og bætti við að þetta væri ekld í fyrsta sinn sem hann smyglaði ólöglegum lyfjum. Lögreglan leitaði einnig í höfuð- stöðvum keppnisliðsins nálægt Lyon og fann þar steralyf og efni sem notuð eru til að breyta blóð- og þvagsýnum við lyfjapróf. Lögreglan leitaði einnig í hóteli í Cholet, þar sem níu hjólreiðamenn Festina dvöldu fyrir fimmta áfanga keppn- innar á fimmtudag. Pótt keppnisliðin í Tour de France hafi margoft verið sökuð um að hafa notað ólögleg lyf hafa skipuleggjendur keppninnar lengi verið tregir til að rannsaka ásakan- irnar til hlítar og auðvelt er fyrir liðin að ónýta lyfjaprófin. Jean- Marie Leblanc, framkvæmdastjóri Tour de France, hafnaði í fyrra beiðni íþróttamálaráðherra Frakk- lands um „trúnaðarskýrslu" um líkamlegt ástand allra keppend- anna. Reyna að gera iítið úr málinu Forystumenn Alþjóðlega hjól- reiðasambandsins (UCI) hafa reynt að gera sem minnst úr mál- inu og látið nægja að reka fram- kvæmdastjóra Festina, Bruno Roussel, um tíma. Leblanc hefur sakað fjölmiðlana um að birta „heimskulegar kjaftasögur" og segir að ekki komi til greina að vísa Festina-liðinu úr keppninni, en tveir af hjól- reiðamönnum þess, Richard Virenque og Alex Zulle, þykja sigurstranglegir í keppninni í ár. Segir 99% keppendanna nota ólögleg lyf Dr. Gerald Gremion, svissneskur sérfræðingur í íþróttalæknisfræði, fullyrti fyrr í vikunni að 99% at- vinnumanna í hjólreiða- keppnum notuðu lyf til að bæta frammistöðu sína. „I fyrra annaðist ég lið at- vinnumanna... og hver keppandi var með sérstaka tösku fyrir lyf og sprautur," sagði hann. „Þeir sprautuðu sig sjálfir. Mér blöskraði þetta og ég sagði skilið við liðið.“ Gilles Delion, einn af fræknustu hjólreiðamönnum Frakka, varð að draga sig í hlé í fyrra þegar hann gagnrýndi notkun hjólreiðamanna á lyfinu EPO, sem bætir upptöku súr- efnis í blóðið. Þótt notkun lyfsins auki hættuna á hjartaáföllum er næstum ógjörningur að greina það í blóð- eða þvagsýnum. Delion segist alltaf hafa neitað að taka inn EPO en margir keppinaut- ar hans hafi látið til leiðast. „Þeir áttu einskis annars úrkosti, en skað- inn er hryllilegur." Hann telur einnig að lyfjaprófin séu nánast gagnslaus. „Menn þurfa að vera algjör fífl til að koma upp um sig í lyfjaprófum nú á tím- um.“ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 13 'V LANCOME sumarkokkteill BggSbgr'*------’ : ■ ■ LANCÖME PARIS LANCOME býður viðskiptavinum sínum upp á einstakan kaupauka: Rúmgóð og falleg hliðartaska fylgir kaupum á LANCOME snyrtivörum fyrir 5.000 kr.* Margar spennandi nýjungar eru í boði, s.s. nýtt líkamskrem, glossvaralitir, naglalakk og virkar nýjungar fyrir feita og blandaða húð. *Fáanlegt á öllum útsölustöðum LANCÖME, á meðan birgðir endast. A EINST0KU TILB0ÐI I N0KKRA DAGA Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans; svipsterkur og glæsilegur bíll á góðu verði. Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega lipur og mjúkur í akstri. Tveir liknarbelgir, ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl. tryggir öryggi farþeganna. N Ú E R LAG - S0NATA - til framtíðar Ármúla 13 • Sími 575-1220 - 575 1200 Fax 568 3818 • bl@bl.is • www.bl.is f I I o n /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.