Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
163. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Talið þokast í samkomulagsátt 1 Mið-Austurlöndum
Israelar bjóða
málamiðlun
Jerúsalem. Reuters.
ÍSRAELAR hafa boðið Palestínu-
mönnum málamiðlun um tvo helstu
ásteytingarsteinana þeirra í millum í
lejmilegum viðræðum er miða að því
að komast að samkomulagi um
landaafsal og öryggisgæslu sam-
kvæmt tillögum Bandaríkjamanna
að friðarsamkomulagi. Israelskir
fjölmiðlar greindu frá þessu í gær.
Yasser Arafat, forseti heima-
stjórnar Palestínumanna, sagði hins
vegar að samningamenn sínir hefðu
ekkert nýtt heyrt frá ísraelum í
tveim nýafstöðnum, opinberum
samningalotum er haldnar voru að
undirlagi bandarískra stjórnvalda.
Sú síðasta var í gær. Þetta var í
fyrsta sinn í marga mánuði sem hátt-
settir fulltrúar deiluaðila hittust op-
inberlega.
„Nei,“ sagði Arafat í gær er
fréttamenn á Gaza spurðu hann
hvort einhver árangur hefði náðst á
fundunum. Þegar hann var spurður
nánar hvort Israelar hefðu lagt fram
eitthvað nýtt, sagði hann aftur:
„Nei.“ Aðstoðarmaður Arafats sagði
í gær að Palestínumenn væru reiðu-
búnir til að halda áfram viðræðum á
núverandi forsendum í sólarhring,
eða svo.
„Eftir það munu Palestínumenn
meta stöðuna og tjá bandarískum yf-
irvöldum að Israelsstjórn neiti enn
að ganga að tillögum Bandaríkja-
manna,“ sagði aðstoðarmaðurinn.
Viðræðurnar snúast um þær til-
lögur Bandaríkjamanna að Israelar
afhendi Palestínumönnum 13% lands
á Vesturbakkanum til viðbótar gegn
því að Palestínumenn gefi loforð um
herta öryggisgæslu. Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra Israels,
hefur verið tregur til að samþykkja
tillögurnai'j en Arafat hefur gengið
að þeim. Israelsk dagblöð greindu
frá því í gær að Netanyahu hefði lagt
til að 3% af umræddum 13% yrðu
gerð að „grænum svæðum“, náttúru-
verndarsvæðum þar sem bæði ísra-
elum og Palestínumönnum yrði
bannað að ráðast í byggingafram-
kvæmdir. Blaðið Ha’aretz sagði að
Palestínumenn væru reiðubúnir að
ganga að tillögunni.
Þá sagði blaðið Maariv ísraels-
stjórn vera tilbúna til að slaka á
kröfum sínum um að Ai-afat kalli
saman Þjóðarráð Palestínu og það
felli úr stefnuskrá sinni ákvæði um
að Ísraelsríki skuli lagt í rúst. Sagði
blaðið Netanyahu vei'a sáttan við að
Arafat fái miðstjórn Frelsissamtaka
Palestínu (PLO) til að gera breyting-
ar á skránni en lofi að kalla Þjóðar-
ráðið saman síðar.
Sálfræðingar vara við „sjálfsdýrkun“ barna
Gamaldags agi
ekki svo slæmur
Washington. Reuters.
19 farast í
Slóvakíu
Jarovnice í Slóvakíu. Reuters.
AÐ minnsta kosti 19 manns, flestir
börn, fórust í flóðum í austurhluta
Slóvakíu og í gær var tuga manna
saknað, að því er innanríkisráðu-
neytið greindi frá. Urhellisrigning
olli flóðum í nokkrum ám og bárust
flóðbylgjur um að minnsta kosti 20
bæi og sígaunabúðir.
Ríkisfréttastofan TASR greindi
frá því að 16 þeirra sem fórust hafi
verið frá bænum Jarovnice, sem er
að mestu byggður sígaunum, í aust-
urhluta landsins um 25 km frá landa-
mærunum að Póllandi. Um 60 bæj-
arbúa er enn saknað.
Miðbærinn var illa útleikinn eftir
að áin Mala Svinka flæddi um hann,
rústaði húsum, reif upp tré og velti
bílum. I allan gærdag voru björgun-
arsveitir að grafa í þykkri leðju til
þess að komast að húsarústum og ná
upp líkum hinna látnu. Slóvakíska
sjönvarpið sagði 21 hafa farist, en sú
tala hafði ekki fengist staðfest í gær.
Utvarp
Keikó?
Vancouver. Reuters.
LÍTIL útvarpsstöð sem hefur
útsendingar í Bresku Kól-
umbíu í Kanada í dag mun ein-
ungis senda út „samræður" há-
hyrninga er eiga heima í John-
son-sundi um 200 km norður af
Vancouver. Þar hefur verið
komið fyrir litlum neðansjávar-
hljóðnema og útsendingarnar
munu aðallega nást um borð í
skipum og hvalaskoðunarbát-
um í nágrenninu. Einnig verð-
ur útsendingin flutt um síma-
línu til Sædýrasafnsins í
Vancouver.
UNDANFARNA áratugi hafa
uppeldisfræðingar lagt mikla
áherslu á nauðsyn þess að for-
eldrar og aðrir uppalendur geri
sitt besta til að efla sjálfstraust
barna og unglinga. Það kann þó
að vera óráðlegt að ganga of
langt, ef marka má sálfræðinga
sem vara nú við því að of hátt
sjálfsmat geti leitt til „sjálfsdýrk-
unar“, og eigi jafnvel sök á
auknu ofbeldi í samfélaginu.
Bandarísku sálfræðingarnir
Brad Bushman og Roy Baumeist-
er halda því fram að fólk sem
haldið er sjálfsdýrkun þoli illa
gagnrýni og sé líklegt til að
bregðast við henni á ofbeldisfull-
an og óútreiknanlegan hátt, að
því er fram kemur í grein þeirra
í júlíhefti tímaritsins Journal of
Personality and Social Psych-
ology, sem bandaríska sálfræð-
ingafélagið gefur út.
Þeir byggja kenningu sína á
rannsókn sem þeir gerðu á 540
háskólanemum. Hver nemi gekkst
undir persónuleikapróf og var
síðan látinn skrifa ritgerð. Óháð-
ur aðili fór yfir ritgerðimar og
gaf þeim umsagnir sem vom allt
frá hástemmdu lofi til beinna sví-
virðinga, t.d.: „Þetta er með
verstu ritgerðum sem ég hef
nokkm sinni Iesið!“ Niðurstöður
rannsóknarinnar bentu til þess að
þeir sem töldust sjálfsdýrkendur
samkvæmt persónuleikaprófinu
sýndu mikla tilhneigingu til árás-
argirni í garð gagnrýnandans, ef
þeir fengu neikvæða umsögn.
Bushman og Baumeister vísa á
bug kenningum þeirra uppeldis-
frömuða og afbrotafræðinga sem
telja að lágt sjálfsmat sé höfuðor-
sök árásargirni. Þeir vilja þvert
á móti meina að fólk, sem hefur í
æsku búið við óverðskuldað hrós
og öðlast þannig of hátt sjálfs-
mat, sé illa í stakk búið að takast
á við mótlæti síðar í lífinu og
bregðist við erfiðleikum með
reiði. Það sé því mikilvægt að
sjálfsmynd fólks mótist í sam-
ræmi við verðleika en ekki af
innantómu oflofi.
Baumeister segir að foreldrar
eigi að varast að ýta undir ofmat
barna á sjálfum sér og getu sinni,
og að ekki sé skynsamlegt að
hrósa börnum fyrir allt sem þau
gera óháð frammistöðu. Hann
ráðleggur uppalendum að
„gleyma sjálfstraustinu en ein-
beita sér að sjálfsstjórn". Hann
telur að gamaldags agi sé ekki
alltaf svo slæmur, jafnvel þó beit-
ing hans falli börnum ekki í geð.
„Fólk á stundum að vera ósátt
við sjálft sig þegar það stendur
sigilla,“ bætir hann við.
I tímaritinu birtist einnig grein
eftir sálfræðingana Claudiu
Mueller og Carol Dweck við Col-
umbia-háskóla, þar sem fram
kemur að mikið hrós fyrir góðar
gáfur geti leitt til þess að börn
verði hrædd við að gera mistök.
Rannsókn þeirra leiddi í ljós að
slík börn fari á endanum að velja
verkefni sem þau vita að þau ráði
vel við. Börn sem fái hins vegar
hrós fyrir að leggja sig vel fram
séu hins vegar fús til að læra
nýja hluti, þótt þau nái ekki endi-
lega eins góðum árangri.
Reuters
Kosningabarátta
UNG kambódísk stúlka heldur á
gamalli mynd af Norodom
Sihanouk, konungi Kambódíu, á
kosningafundi sonar hans,
Norodoms Ranariddhs prins, í
gær. Prinsinn berst fyrir því að
komast aftur til valda eftir að
keppinautur hans bolaði honum
úr embætti annars af tveimur
forsætisráðherrum landsins í
fyrra. Upplýst var í gær að
95.000 manna vopnað
öryggisgæzlulið muni vera á
verði á kjördag, nk. sunnudag.
Breytt afstaða Breta og Bandaríkja-
manna í Lockerbie-málinu
Réttarhöldin
verði í Hollandi
London, Washing^on. Reuters.
BRESK og bandarísk stjórnvöld
hyggjast breyta afstöðu sinni og sam-
þykkja að tveir Líbýumenn, sem
gi'unaðir eru um að hafa verið valdir
að sprengingu í flugvél Pan Am-flug-
félagsins yfir bænum Lockerbie í
Skotlandi sem olli dauða 270 manns,
verði sóttir til saka í Haag í Hollandi.
Atti Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, símafund
með bandarískum ættingjum fómai'-
lambanna í gær þar sem hún tilkynnti
þeim að verið væri að leita að nýjum
stað fyrir réttarhöldin.
Bretar og Bandaríkjamenn hafa
hingað til krafíst þess að Líbýu-
stjórn framselji mennina til að hægt
verði að sækja þá til saka í Skotlandi
eða í Bandaríkjunum og samþykkti
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
þessa afstöðu árið 1992. Hafa verið í
gildi refsiaðgerðii' gegn Líbýu vegna
þess að þeir neita að framselja
mennina nema þeir verði saksóttir í
hlutlausu landi og af hópi alþjóðlegra
dómara.
Breska dagblaðið The Guardian
sagði frá því í gær að stefnubreyt-
ingin kæmi til af því að andstaða
gegn refsiaðgerðum SÞ gegn Líbýu
hefði vaxið mjög á síðustu missemm
og að ljóst virtist að tilraunh- til að
þvinga Líbýu til hlýðni hefðu mistek-
ist.
Viðbrögð ættingja fórnar-
lambanna við fregnum af stefnu-
breytingunni vora misjöfn. Þannig
fagnaði Jim Swire, talsmaður ætt-
ingjanna í Bretlandi, fregnunum en
Susan Cohen og Kathleen Flynn,
sem báðar eru bandarískar, kváðust
hins vegar afar ósáttar og sögðu
réttarhöld í Haag einungis verða
sýndarréttarhöld.