Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krabbameinssjúkir Frakkar hjóla í kringum landið Vilja komast á heimskautsbaug HÓPUR krabbameinssjúkra Frakka lagði af stað í hjólreiða- ferð í kringum landið í gær- morgun. Tíu franskir krabba- meinssjúklingar frá Dunkerque svæðinu í Norður-Frakklandi ætla að hjóla um landið næstu tvær vikurnar en með þeim í för er 30 manna fylgdarlið að- standenda, lækna og blaða- manna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 25 til 40 ára en þátttakendur í heild á aldrinum 13 til 50 ára. Með í för er einnig bæjarstjóri Gravelines- bæjar, Léon Panier, en bærinn er vinabær Fá- skrúðsíjarðar. Tilgangurinn með ferðinni er að sýna fram á að hægt sé að lifa eðlilegu lífí eftir að hafa fengið krabbamein. Ferðin er skipulögð af samtökunum „Au- del'a du cancer“, sem á íslensku útleggst sem „handan krabba- meins“, en á þeirra vegnm hafa krabbameinssjúklingar gengið á Mont Blanc, Kilimanjaro og fleiri fjöll. Skiptast á að hjóla Ástæður íslandsferðarinnar eru einkum þrjár. í fyrsta lagi hafa forvarnir í krabbameins- sjúkdómum á Islandi verið ár- angursríkar og læknar á Dunkerque svæðinu veitt því at- hygli, en svæðið er álíka Qöl- mennt og ísland. Mikill áhugi var því fyrir hendi að kynnast eftirlitinu á Islandi, sem er að sögn Frakkanna mun árangurs- ríkara en í Norður-Frakklandi. I öðru lagi höfðu nokkrir þátttakendanna átt sér þann draum að komast einhvern tímann á ævinni á norðurheim- skautsbauginn, og munu þeir fá ósk sína uppfyllta með ferð út í Grímsey undir lok mánað- arins. í þriðja lagi eru fyrir hendi vinabæjartengsl á milli Morgunblaðið/Jim Smart HÓPUR franska hjólreiðafólksins tilbúinn að leggja í ‘ann frá Árseli í gærmorgun. Gravelines og Fá- skrúðsfjarðar og mun hópurinn dvelja á Fá- skrúðsfírði í tvær næt- ur. Með í för verða tutt- ugu hjól og fjórir jepp- ar auk langferðabif- reiðar. Farnir eru milli 100 og 280 km á dag og skiptast þátttakend- urnir á að hjóla. Fyrsti áfanginn var farinn í gær, frá Reykjavík að Hvolsvelli, en í dag heldur hópurinn frá Hvolsvelli til Kirkju- bæjarklausturs. Aðrir viðkomustaðir í ferð- inni eru Höfn í Horna- fírði, Fáskrúðsíjörður, Mývatn, Sauðárkrókur, Grímsey og Borgarnes. Komið verður við á Akranesi þar sem hópnum er boðið til há- degisverðar hjá heil- brigðisráðherra. Von er á hópnum aftur til Reykjavíkur hinn 2. ágúst og heldur hann til Parísar daginn eftir. MEÐ hjólreiðagörpunum í för er Léon Pani er bæjarstjóri Gravelines, sem jafnframt er vina- bær Fáskrúðsfjarðar. Fangi á Litla-Hrauni sektaður fyrir vörslu barnakláms Tillit tekið til sér- stöðu refsiákvæðis FANGI á Litla-Hrauni hefur verið dæmdur til að greiða 25.000 kr. sekt vegna þess að hann hafði barnaklámefni í vörslu sinni. Fanginn af- plánar fjögurra ára dóm vegna kynferðisbrota gegn sex stúlkum. Tveir fangar á Litla-Hrauni voru fyrr á þessu ári kærðir fyrir að hafa bamaklámefni í fórum sínum. Eftir rannsókn málsins var einungis annar þeirra ákærður og er þvi ranghermt í Morgunblaðinu í gær að báðir hafi verið ákærð- ir. Dómur féll í Héraðsdómi Suðurlands hinn 14. júlí síðastliðinn. Var fanganum gefið að sök að hafa um nokkurt skeið fyrir 19. febrúar 1998 haft í vörslu sinni í klefa í fangelsinu á Litla- Hrauni tölvugeisladisk og tölvudiskling með myndum sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Helmingur mynda refsiverður Taldist þetta athæfi varða við 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga sem hljóðar svo: „Hver sem hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna böm á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum. Sömu refsingu varðar að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna böm í kynferðisat- höfnum með dýrum eða nota hluti á klámfeng- inn hátt.“ Ákært var vegna 17 mynda en dómari taldi ekki rétt að refsa nema fyrir helming þeirra. Þar sæjust kynlífsathafnir, eða væru gefnar skýrt til kynna, með stúlkum sem væru á að giska 8-14 ára gamlar. Um aðrar myndir yrði ýmist ekki fullyrt hvort unglingar sem þar sæjust væru börn í skilningi 4. mgr. 210. gr. hegningarlaga eða þá að þær gætu ekki talist klám. í dómnum er fjallað rækilega um rétta skýr- ingu þessa ákvæðis sem tekið var í lög árið 1996 eftir töluverða umræðu á Alþingi. Ekki kemur fram í ákvæðinu sjálfu við hvaða aldursmark sé miðað en í greinargerð með frumvarpinu til breytinga á hegningarlögum sagði að átt væri við einstaklinga innan 16 ára aldurs. „Óumdeilt er að ákærði hafði umræddar myndir í vörslu sinni. Engu skiptir hvernig vörslur hans stofn- uðust, en ákærða hafði um skeið verið kunnugt um myndirnar. Þá verður ekki krafist sönnunar um aldur viðkomandi barns, en telja verður að í íslenskum rétti gildi það sjónarmið sem skýrt er orðað í norsku hegningarlögunum að það sé hin ytri ásýnd sem ráði úrslitum,“ segir í dómn- um. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að brotið sem sakfellt var fyrir sé „talsvert ólíkt öðrum brotum sem refsað er fyrir í íslenskum rétti. Má þó hafa til hliðsjónar sektarfjárhæðir þar sem lífi og heilsu manna er stofnað í sér- staka hættu, t.d. með ölvunarakstri, eða þegar athafnir manna sem beinast að þeim sjálfum eru refsiverðar, t.d. neysla fíkniefna...“ Var refsingin ákveðin 25.000 kr. sekt og geisladisk- ur og disklingur gerð upptæk. Dóminn kvað upp Jón Finnbjörnsson héraðsdómari. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksókn- araembættinu hefur ekki verið ákveðið hvort dómnum verður áfrýjað. Afplánar dóm fyrir kynferðisbrot Dómþoli afplánar nú fjögurra ára fangelsis- dóm sem hann hlaut með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í apríl 1997. Var hann þá dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlku- börnum. I tölvu hans fundust þá u.þ.b. 1.200 klámmyndir, m.a. af nöktum og fáklæddum börnum, sem sum hver var verið að misnota með ýmsum hætti. Að sögn Erlends Baldurssonar hjá Fangels- ismálastofnun er föngum heimilt að hafa tölvur hjá sér á Litla-Hrauni. Er talið að meira en helmingur þeirra hafi aðgang að tölvu. Ekki hafa fangarnir hins vegar aðgang að Netinu. Fylgst sé með því hvaða efni fangarnir hafi á tölvudiskum sínum og við slíkt eftirlit hafi kom- ið í ljós hið ólöglega efni sem dæmt var fyrir. Líklega hafi gestir smyglað því inn í fangelsið. Lenti með fót undir valtara MAÐUR ristarbrotnaði og er hugsanlega eitthvað meira brotinn eftir að fótur hans lenti undir valtara í gær. Var hann við störf hjá verktaka sem vinnur að malbikun í Kópavogi. Únnið var við viðgerðir á malbiki á mótum Grænu- tungu og Hrauntungu en slysið varð um klukkan 15.15 í gær. Lögreglan í Kópavogi fór á staðinn og sjúkrabíll flutti manninn á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn lögreglu var hann rist- arbrotinn og hugsanlega meh-a slasaður. Arekstur á Keflavíkur- flugvelli HARÐUR árekstur varð á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær er fólksbíll og vörubíll rákust saman. Ökumaður fólksbílsins hlaut minniháttar áverka og var fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík. Fátt er um árekstra á Keflavíkurflugvelli enda er hámarkshraði í íbúðahverfi vallarsvæðisins 35 km. Áreksturinn varð hins vegar í svonefndu verktakahverfí, á athafnasvæði verktakanna sem starfað hafa á vellinum, þar sem leyfður er meiri hraði. Nafn kon- unnar sem lést FRANSKA ferðakonan sem lést í umferðarslysi í Öræfa- sveit á sunnudaginn hét Edith Blondeau Marchais- seau. Hún var 48 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og 19 ára son. Hún var búsett í Bures sur Yvette í Frakk- landi. Eiginmaður hennar og ökumaður bifreiðarinnar voru fluttir til Reykjavíkur á mánudag. Ökumaðurinn reyndist handarkrikabrotinn og rifbeinsbrotinn og eigin- maðurinn var enn í miklu losti. EM í brids Island í 10. sæti ÍSLAND var í 10. sæti eftir 10 umferðir á Evrópumóti spilara 25 ára og yngri í brids, sem nú fer fram í Vín í Austurríki. Mótið hófst á fimmtudag og íslenska liðinu gekk vel í byrjun en í gær tapaði það fyrir Ungverjum, 14-16, og Tyrkjum, 3-25. í 8. umferð á mánudag vann liðið hins veg- ar Finna, 25-5. ítalir voru efstir eftir 10 umferðir með 198 stig, Norð- menn í 2. sæti með 187,5 stig og Hollendingar í 3. sæti með 185 stig. íslendingar voru með 160,5 stig í 10. sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.