Morgunblaðið - 22.07.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Laust búfé vandamál víðar en á íslandi
Ráðuneytið
hyggst gera
úrbætur
Víðast hvar eru ökumenn í órétti aki þeir á
lausan búpening. Þeir eru skyldir til að
greiða búfjáreiganda bætur, auk þess sem
þeir í flestum tilvikum bera kostnað af
eigin tjóni. Slys sem þessi eru tíð hér á
landi en eru vandamál víðar. Nýlega var
skipuð nefnd sem fjalla á um leiðir til að
halda búfé frá helstu þjóðvegum landsins.
Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér ólík
sjónarmið varðandi lausagöngu búfjár,
réttarstöðu bænda og ökumanna.
ARI Teitsson, formaður Bænda-
samtakanna, segir að umferð lifandi
dýra á þjóðvegum sé vandamál sem
glímt sé við viðar en á Islandi og
ökumenn þurfí að hafa hættuna
stöðugt í huga.
„Það hefur komið fram í fjölmiðl-
um undanfarið að töluverð vinna
hefur verið lögð í að girða meðfram
helstu þjóðvegum þar sem umferð
er mikil og hröð. Vegagerðin hefur
kostað það og bændur hafa séð um
viðhaldið að hálfu á móti Vegagerð-
inni. Stóra vandamálið er hins vegar
það að stór hluti af bújörðum lands-
ins er ekki lengur nýttur til búskap-
ar og viðhald girðinganna á þeim
svæðum er orðið að vandamáli. Féð
lendir inni í rennum girðinga sem
ekki er haldið við. Það getur þvælst
þar töluverðar vegalengdir og eng-
inn ber þá ábyrgð á því. Meginhlut-
inn af því fé sem er á beit að sumri
er í algerri lausagöngu og það eru
mjög fá svæði sem eru lokuð hólf.
Ég tel að þetta sé vandamál sem
margir þurfa að koma að til að
leysa. Þeir sem enn eru bændur og
reyndar kannski landeigendur al-
mennt þurfa að halda við girðingum
í samstarfí við Vegagerðina og það
myndi draga úr þessari hættu.
Einnig þarf að fylgjast með því að
fé sem lendir inni í þessum rennum
sé rekið út aftur, hvort sem lög-
gæslan eða sveitarstjórnir myndu
sjá um það. Að auki verðum við að
horfast í augu við það að ennþá eru
stórir hlutar af vegakerfi landsins
þar sem ekki er girt meðfram veg-
unum. Á þeim svæðum þarf að
merkja vegina betur og vara við
lausu búfé,“ segir Ari.
Hann bendir á að laust búfé sé
vandamál víðar en hér á landi. Elg-
urinn sé til dæmis stórvandamál í
Svíþjóð og víða í Austurríki, Þýska-
landi, Sviss og á Norðurlöndum
gangi búfé laust um vegi. Hann seg-
ir að umferð búpenings og lifandi
dýra um þjóðvegi landsins sé og
verði vandamál. „Ókumenn þurfa að
horfast í augu við það að lausagang-
ur búfjár er eitthvað sem þeir verða
að hafa gætur á, en það þarf að
minna á hættuna betur en gert hef-
ur verið hingað til.“
Nefnd kanni
tillögur til úrbóta
Landbúnaðarráðherra lét fyrir
skömmu skipa nefnd sem fjalla á um
mögulegar leiðir til að halda búfé frá
helstu þjóðvegum landsins. Árið
1989 starfaði einnig nefnd á vegum
landbúnaðarráðunejtisins sem fjall-
aði um málefnið og lauk hún störfum
það ár. Ennfremur stendur fyrir
dyrum heildarendurskoðun á lögum
um búfjárhald. Hinni nýskipuðu
nefnd er gert að ljúka störfum fyrir
1. október næstkomandi.
Árið 1991 voru sett lög um bú-
fjárhald, en áður höfðu þau verið
byggð á lögum um búfjárhald í
kaupstöðum og kauptúnum. í
fímmtu grein laganna um búfjár-
hald, sem fjallar um vörslu búfjár,
kveður á um að sveitarstjórnum sé
heimilt að koma í veg fyrir ágang
búfjár með því að ákveða að eigend-
um þess sé skylt að hafa það í
vörslu allt árið eða tiltekinn hluta
ársins. Heimildin getur tekið til af-
markaðs hluta umdæmisins, svo
sem umhverfis þéttbýli eða fjölfar-
inna vega.
Jón Erlingur Jónasson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra, segir
að það sé eindregin stefna landbún-
aðarráðuneytisins að bæta öryggi
akandi vegfarenda með því að skoða
leiðir til að halda búfé frá helstu
þjóðvegum. „Hlutverk nefndarinnar
er að koma með tillögur til úrbóta
og það er eindregin stefna landbún-
aðarráðuneytisins að fara út í ein-
hverjar úrbætur. Þá erum við að
horfa til helstu þjóðvega, fjölförn-
ustu leiða og áhættusvæða. Hvort
lagabreytingu þurfí til verður að
koma í ljós í nefndarstarfinu. Við
stefnum að því að banna lausagöngu
á helstu þjóðvegum en það er
óraunhæft markmið að ætla að
losna við laust búfé meðfram öllum
vegum landins,“ segir Jón Erlingur.
I nefndinni eiga sæti Níels Árni
Lund, deildarstjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu og formaður nefndar-
innar, Ólafur R. Dýrmundsson,
ráðunautur, tilnefndur af Bænda-
samtökum íslands, Stefán Eiríks-
son, deildarstjóri, tilnefndur af
dómsmálaráðuneytinu, Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri, til-
nefndur af Félagi íslenskra bifreiða-
eigenda, Valgarður Hilmarsson,
oddviti, tilnefndur af Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, og Stefán Er-
lendsson, lögfræðingur hjá Vega-
gerðinni, tilnefndur af samgöngu-
ráðuneytinu.
60 miHjónir í bætur
til búfjáreigenda og bænda
Sumarliði Guðbjömsson, deildar-
stjóri tjónadeildar hjá Sjóvá-Al-
mennum, segir að bætur sem bænd-
ur og búfjáreigendur fái þegar
skepnur þeirra drepast séu um og
undir 10 þúsund krónum. Viðmiðun-
artölur séu 6.200 krónur fyrir tví-
lembing, 7.600 krónur fyrir einlemb-
ing og tíu þúsund krónur fyrir full-
orðna ær. Hann segir ennfremur að
þær tölur séu þó aðeins lítill hluti af
heildartjónakostnaði því oft verði
tjón á bifreiðum töluvert.
I könnun sem Hugi Hreiðarsson
gerði á fjölda slysa og tjóni sem
hlýst af völdum lausagöngu búfjár,
og birt var í Morgunblaðinu í janúar
sl., kemur fram að greiðslur ís-
lenskra tryggingarfélaga til bænda
vegna taps á búfé hafi numið um 60
milljónum króna frá árinu 1990 til
ársins 1996. Það jafngildir um átta
og hálfri milljón króna á ári og þá
eru ekki meðtaldar þær greiðslur
sem ökumenn greiða búfjáreigend-
um án milligöngu tryggingarfélaga.
Meðalgreiðsla fyrir hross er sam-
kvæmt þessum útreikningum 195
þúsund krónur og um 7.600 krónur
fyrir lamb eða kind.
540 skepnur drápust
á tveimur árum
í könnuninni hefur greinarhöf-
undur samband við 30 lögregluemb-
ætti landsins og tryggingarfélög.
Hann kemst að því að stærstu tjón-
þolendur í umferðaróhöppum þar
sem ekið er á búpening eru öku-
menn sjálfir. Þeir beri kostnað af
eigin tjóni og greiði bændum fyrir
dýrið hafi það drepist. Tjónatölur
ökumanna vegna skemmda á bif-
reiðum liggi hins vegar ekki fyrir
þar sem þær fari sjaldan í gegnum
tryggingakerfið sökum bónusmissis
ökumanna láti þeir tryggingafélögin
greiða tjónið.
í könnuninni kemur fram að að
meðaltali hafi rúmlega eitt hundrað
ökumenn ekið árlega á búfé á árun-
um 1990 til 1996. Flest höfðu slysin
orðið á þjóðvegi 1 og helst að sum-
arlagi. I flestum tilvikum eru öku-
menn í órétti í slíkum óhöppum og
þau svæði sem oftast eru nefnd í
skýrslum lögreglu eru Húnavatns-
sýsla og Mýra- og Borgarfjarðar-
sýsla. Þar fer saman mikill ökuhraði
á vegum og mikil landbúnaðarhér-
uð. Á árunum 1994 til 1996 drápust
alls 411 kindur og 129 hross eða alls
540 skepnur. Sams konar könnun
var gerð fyrir árin 1986 til 1988 en
þá drápust 450 skepnur. Fjöldinn
hefur því aukist hin síðustu ár. I
þessum ákeyrslum var oftast um
minniháttar óhöpp að ræða segir í
greininni og tjón að jafnaði innan
við 100 þúsund krónur.
Bændur báðu ekki um lagningu
vega í heimalöndum
Ökumenn geta þó stundum verið í
rétti. Ef girt er beggja vegna vegar-
ins þar sem óhappið á sér stað getur
verið að ábyrgðin liggi hjá búfjár-
eigandanum. Varðandi rétt öku-
manna segir Sumarliði að veik von
sé til þess að hann sé í rétti jafnvel
þó girt sé beggja vegna vegar.
Vegalögin sem kveða á um að lausa-
ganga sé bönnuð á slíkum vegar-
köflum stangist á við umferðarlögin,
sem kveða á um ótakmarkaða
ábyrgð ökumanns. Ekki hafi enn
reynt á hvort umferðarlögin eða
vegalögin séu rétthærri.
Bent hefur verið á að þó bændur
og búfjáreigendur beri ekki ábyrgð
á búpeningi í lausagangi sé ekki við
þá að sakast heldur þurfi allir sem
að málunum koma að taka höndum
saman. Bændum ber lögum sam-
kvæmt skylda til að leyfa lagningu
vegar í gegnum heimalönd. Fyrir
árið 1994 hafði veghaldari heimild
til að leggja vegi án þess að honum
bæri skylda til að girða meðfram
þeim. Umboðsmaður Alþingis úr-
skurðaði árið 1994 að veghaldara
bæri skylda til að girða meðfram
vegum og að auk þess skyldi greiða
hluta af viðhaldi girðinganna á móti
landeiganda. Bændur hafa bent á að
þessi breyting hafi verið þeim mikil-
væg, sérstaklega þar sem þeir kalli
ekki eftir lagningu veganna né að á
þeim sé leyfður 90 km hámarks-
hraði. Þeim sé alls ekki sama um
ökumenn og vilji ráða bót á þessu
máli líkt og allir aðrir.
Verktakar segja að kostnaðaráætlanir opinberra aðila séu of lágar
Segja áætlanir miðast
við samdráttarárin
KOSTNAÐARÁÆTLANIR opin-
berra aðila miðast við verkkostnað
eins og hann var þegar lægð var í
verktakaiðnaðinum, er mat verk-
taka sem Morgunbíaðið hafði sam-
band við. í blaðinu í gær var haft
eftir verkefnisstjóra Fram-
kvæmdasýslu ríkisins að tilboð í
verk fyrir opinbera aðila séu al-
mennt 20-50% yfir kostnaðaráætl-
un.
ísleifur Guðmannsson, hjá Fjöl-
verk-verktakar ehf., sem vinnur
mest fyrir Reykjavíkurborg að
lagningu gangstétta og hellulagna,
segir að tilboð í verk hjá opinberum
aðilum hafi yfírleitt verið talsvert
hærri síðastliðið vor en þau hafi áð-
ur verið og talsvert yfir kostnaðar-
áætlun.
„Hins vegar er kostnaðaráætlun
opinberra aðila yfirleitt út í hött.
Þegar slagurinn var sem mestur
um verkefnin voru þau boðin niður
úr öllu valdi. Verktakar voru þá að
taka að sér verk fyrir 60-70% af
kostnaðaráætlun. Þegar samdrátt-
urinn hafði verið viðvarandi svona í
nokkur ár lækkuðu menn kostnað-
aráætlanir í samræmi við ástandið
þannig að kostnaðaráætlanir voru
komnar langt niður fyrir raunveru-
legan framkvæmdakostnað. Enda
fóru verktakar, að minnsta kosti
hinir smærri, hver á fætur öðrum á
hausinn,“ sagði ísleifur.
ísleifur segir að það að tilboð
séu nú 20-50% yfir kostnaðaráætl-
un þýði ekkert annað en að tilboðin
endurspegli nú leiðréttar kostnað-
aráætlanir. Hann segir að Fjöl-
verk-verktakar hafi mörg verk í
takinu en þau rétt dugi til að fyrir-
tækið skrimti en nægi ekki til þess
að fyrirtækið geti safnað í sjóði til
endumýjunar á tækjum.
„Ég vil því fullyrða að tilboðin
séu langt frá því að vera mikið yfir
réttum kostnaðaráætlunum. Góð-
ærið hefur vissulega skilað verk-
tökum auknum tekjum en undan-
farin ár hafa margir smærri verk-
takar verið að tapa miklum pening-
um á hverju ári og margir fóru í
gjaldþrot," segir ísleifur.
Gunnar Gissurarson, fram-
kvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar
hf., segir að það sem valdi hækkun
tilboða sé hinn stutti framkvæmda-
tími á öllum verkum.
„Það er Ijóst að það er meira að
gera en framkvæmdatíminn er
stuttur. Þess vegna myndast tölu-
verð spenna um þetta leyti árs.
Virkjana- og stóriðjuframkvæmdir
hafa tekið til sín töluverðan mann-
afla af Reykjavíkursvæðinu og
meðan svo er myndast mikil pressa
á markaðnum sem hækkar tilboð-
in. Hinn stutti framkvæmdatími
veldur því að menn eru komnir í
bullandi yfirvinnu með sinn mann-
skap og þá hækka náttúrulega til-
boðin sem því nemur,“ sagði Gunn-
ar.
Hann sagði að eðli tilboðanna
réðist líka mikið af því um hvers
konar framkvæmd væri að ræða.
Flóknari og erfiðari verk skiluðu
hærri tilboðum. Hann kvaðst ekki
kannast við að tilboð hefðu hækkað
að ráði þegar um einfaldari verk-
efni væri að ræða.
Gunnar tók undir þá skoðun að
opinberir aðilar miðuðu kostnaðar-
áætlanir við þau verð sem voru í
gangi meðan samdráttur var í
verktakaiðnaðinum á árum áður. „I
mörgum tilfellum er það því miður
orðið þannig að menn eru hættir að
gera kostnaðaráætlanir. Heldur er
tekið markaðsverð yfir vetrarmán-
uði þegar ekkert er að gera og því
haldið fram að það eigi að vera
kostnaðaráætlun. Þetta er mark-
aðsverð á tilteknum tíma en það
þýðir ekki að það sé endilega rétta
kostnaðarverðið,“ sagði Gunnar.
I
(
i
i
í
I
t
f
8
f
1
1
!
i
I
L
i
t
I
I
í