Morgunblaðið - 22.07.1998, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
'i
AKUREYRI
Kristjana
syngur á
djasskvöldi
KRISTJANA Stefánsdóttir söng-
kona ásamt akureyrsku djasstríói
syngur á heimtum fimmtudegi í
Deiglunni fimmtudagskvöldið 23.
júlí kl. 21.30. Tríóið er skipað þeim
Jóni Rafnssyni kontrabassa, Ósk-
ari Einarssyni á píanó og Benedikt
Bi-ynleifssyni á trommur.
Kristjana hefur þrátt fyrir ung-
an aldur komið víða við í tónlistinni
og er í hópi efnilegustu söngvara
landsins, en hún syngur bæði djass
og klassík. Kristjana lauk prófi frá
Söngskólanum í Reykjavík árið
1966, en var einnig við djassdeild
Tónlistarskóla FIH. Hún stundar
nú nám við djassdeild tónlistarhá-
skólans í Hilversum í Hollandi.
Jazzklúbbur Akureyrar stendur
fyrir djasstónleikum í Deiglunni á
hverju fimmtudagskvöld á sumrin í
tengslum við Listasumar en Tu-
borg styrkir þessa fimmtudagstón-
leika.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Vinnu-
skólakrakk-
ar í reiptogi
KRAKKARNIR í Unglingavinn-
unni á Akureyri gerðu sér glað-
an dag í Kjarnaskógi í gær. Farið
var í leiki, m.a. reiptog, sem stóð
sem hæst er ljósmyndara bar að
garði og þá var vitanlega kveikt
upp í grillinu og boðið upp á veit-
ingar. Um kvöldið var ball í Sjall-
anum. Um 300 unglingar, 14 og
15 ára, eru í vinnuskólanum og
leggja þeir gjörva hönd á margt,
en einkum fegrun umhverfisins.
----------------
Fjöruferð
FRÆÐSLU- og ævintýraferð á veg-
um Sumarháskólans á Akureyri verð-
ur farin á morgun, fimmtudaginn 23.
júlí. Að þessu sinni verður farin fjöru-
ferð með Þóri Haraldssyni líffræð-
ingi. Ekið verður út á Sílastaðatanga
og gengin fjaran þaðan í átt að Akur-
eyri. Mæting er við Háskólann á
Akureyri, Þingvallastræti, kl. 17.
S
1
s
1
f
f
Forsvarsmenn tjaldsvæða tilbúnir að taka á móti fjölda gesta á Halló Akureyri
Fjölbreyttir
möguleikar
á gistingu
UNDIRBÚNINGUR vegna hátíðar-
innar Halló Akureyri sem haldin
verður um verslunarmannahelgina
gengur vel, en forsvarsmenn tjald-
stæða á Akureyri og í nágrenni
kynntu það sem boðið verður upp á á
þeirra vettvangi á fundi sem haldinn
var í gær.
Tvö tjaldstæði eru rekin í ná-
grenni bæjarins, á Húsabrekku
gegnt Akureyri, þar sem komast fyr-
ir um 4-500 manns í gistingu og við
Vin á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit
þar sem 350 manns komast fyrir auk
þess sem varasvæði eru í næsta ná-
grenni. Um 10 km eru að Hrafnagili
og 7 að Húsabrekku frá miðbæ
Akureyrar.
Haraldur Guðmundsson í Húsa-
brekku og Guðmundur Oddsson í
Vin sögðu að á þeirra svæði sækti
einkum fjölskyldufólk sem kysi næt-
urkyrrð og til algjörra undirtekn-
inga heyrði ef afskipti þyrfti að hafa
af fólki á svæðinu vegna ölvunar. Að-
sókn að þessum tjaldstæðum hefur
verið góð síðustu verslunarmanna-
helgar. Á Húsabrekku er góð hrein-
lætisaðstaða, aðgangur að þvottavél,
þurrkara og sturtum og þar er rekin
lítil verslun með helstu nauðsynjum.
Á Hrafnagili er sundlaug, góð hrein-
lætisaðstaða, matsölustaður á hótel-
inu og veitingasala í blómaskálanum
Vín.
íþróttafélögin reka Ijaldstæði
íþróttafélögin KA og Þór reka líkt
og á síðasta ári tjaldstæði á félags-
svæðum sínum.
Ami Stefánsson hjá KA sagði að
tjaldstæði þar væru ætluð ungling-
um. Gæsla væri afar öflug og mikið
lagt upp úr því að halda því snyrti-
legu. Stórt veitingatjald verður sett
upp á svæðinu. Gestum gefst kostur á
að nota sturtur í KA-heimilinu en
önnur hreinlætisaðstaða er einnig yf-
ir hendi. Hjúkrunaríræðingar verða á
vakt allan sólarhringinn sem og tveir
starfsmenn Stígamóta. Unglinga-
dansleikir verða í íþróttahúsinu. Um
1.700 unglingar voru á tjaldstæðinu
síðustu verslunarmannahelgi.
Svala Halldórsdóttir hjá Þór sagði
að ekki væri um hreinræktaðar fjöl-
skyldubúðir að ræða, þróunin hefði
orðið sú að á svæðið sækti fólk sem
vildi sinna næturlífinu, en kysi jafn-
framt að hafa öll þægindi innan seil-
ingar, s.s. ljósalampa, heitan pott og
aðgang að grilli og verönd við félags-
heimilið. Barnafólk hefur því ekki í
miklum mæli gist á svæðinu heldur
einkum fólk yfir tvítugu. Sólar-
hringsgæsla er á svæðinu.
Hjá íþróttafélögunum er greitt
gjald við komu og gilda sérstök arm-
bönd sem aðgöngumiði að hvoru
svæði. Þeir sem dvelja frá fimmtu-
AKSJON
Miðvikudagur 22. júlí
21.00^-Sumarlandið Þáttur
fyrir ferðafólk á Akureyri og
Ákureyringa í ferðahug.
SUMARHÓTEL
Góð aðstaða
fyrir ættarmót,
Allar veitingar
Sundlaug
Svefnpokapláss
Tjaídsvæði
Sími 464 3340 — fax 464 3163
rE^Ut
Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
HUGUR er kominn í aðstandendur hátíðarinnar Halló Akureyri en í gær var gistiaðstaða kynnt. Frá vinstri
eru Tryggvi Marinósson, Klakki, Svala Halldórsdóttir, Þór, Ásgeir Hreiðarsson, Klakki, Haraldur Guð-
mundsson, Húsabrekku, Árni Steinar Jóhannsson og Magnús Már Þorvaldsson í undirbúningsnefnd hátíð-
arinnar, Guðmundur Oddsson, Vin, og Árni Stefánsson, KA.
degi til mánudags greiða 3.000 krón-
ur, 2.500 krónur ef dvalið er frá
föstudegi, 1.500 krónur frá laugar-
degi og 750 krónur frá sunnudegi til
mánudags.
Fjölbreytt dagskrá
í Kjarnaskógi
Skátafélagið Klakkur rekur fjöl-
skyldutjaldstæði í Kjarnaskógi um
verlunarmannahelgina, nú í fimmta
sinn. Tjaldsvæðið við Þórunnar-
stræti sem félagið annast í samstarfi
við Akureyrarbæ verður lokað frá
hádegi á fimmtudag, 30. júlí. Skógur-
inn verður eftir sem áður opinn al-
menningi sem njóta vill útivistar-
svæðisins.
Tryggvi Marinósson hjá Klakki
sagði að smám saman hefði tjald-
svæðið verið að breytast í að vera
sérstök hátíð innan hátíðarinnar, en
mikið er lagt upp úr að bjóða sem
veglegasta dagskrá frá morgni til
kvölds. Nefna má ratleiki, Kjarna-
leikana, hópleiki af ýmsu tagi,
þrautabraut, kraftakeppni, ævin-
týraferð fyrir unglinga, gömlu dans-
amir verða stignir, kvöldvaka við
varðeld og þá er von á skemmtikröft-
um úr miðbæ í heimsókn í Kjarna-
skóg. íþróttatæki af ýmsu tagi eru í
kjarnaskógi og þrír leikvellir með
margs konar tækjum.
Stórt tjald verður á svæðinu, þar
sem verða borð og stólar fyrir um
100 manns, salernisaðstaða er á
fimm stöðum í skóginum og hægt er
að komast í sturtur í Kjarnalundi.
Strætisvagnar Akureyrar verða með
ferðir milli Kjarna og miðbæjar á
klukkustundarfresti frá kl. 10 að
morgni, en á kvöldin er bætt við
vagni þannig að hálftími er á milli
ferða til kl. 5 að morgni.
Viðskiptastofa Landsbanka Islands á Akureyri
Selja bréf sameinaðs sveitarfélags
VIÐSKIPTASTOFA Landsbanka
Islands á Akureyri sér um sölu á
skuldabréfum í sameinuðu sveitar-
félagi Dalvíkur, Árskógshrepps og
Svarfaðardals. Landsbanki Islands
sölutryggir útboðið en samtals eru
seld skuldabréf fyrir 100 milljónir
króna og eru þau til 12-15 ára. Þau
eru verðtryggð og bera 5% vexti
miðað við vísitölu neysluverðs, en
þau verða seld á ávöxtunarkröfunni
5,19, sem er einungis 29 punktum
yfir ávöxtunarkröfu húsbréfa. Lág
ávöxtunarkrafa bréfanna endur-
speglar sterka fjárhagsstöðu hins
nýja sameinaða sveitarfélags. Ætl-
unin er að nota andvirði bréfanna til
hitaveituframkvæmda á Árskógs-
strönd og við endurbætur á grunn-
skólum sveitarfélagsins.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
SIGURÐUR Sigurgeirsson, svæðisstjóri Landsbanka Islands á Norð-
urlandi, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarsljóri á Dalvík, og
Stefán B. Gunnlaugsson á viðskiptastofu Landsbankans á Akureyri
við undirritun skuldabréfaútboðsins.
í
i
|
1
I
i
s
r
i
i
1