Morgunblaðið - 22.07.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORVALDUR Skúlason: Málverk, olía á striga, 1965. ALFREÐ Flóki Nielsen: Blýantsteikning, 1960.
BRAGI Ásgeirsson: Málverk, olía á striga, 1956.
List og sfld
á Siglufirði
Lengi hefur það verið á stefnuskrá listrýn-
is blaðsins, Braga Asgeirssonar, að
grennslast fyrir um listasafn Siglufjarðar,
o g afdrif fágætrar listaverkagjafar þeirra
heiðurshjóna Arngríms Ingimundarsonar
og Bergþóru Jóelsdóttur, sem kennd voru
við verslunina Vörðuna á Grettisgötu 2a
hér í borg. Og þá hann hermdi að megin-
hluti þess væri til sýnis í stjórnsýsluhúsi
staðarins héldu honum engin bönd.
RÓALDSBRAKKI.
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
MARGT hefur verið um
dýrðir á Siglufírði í sum-
ar og tilefnið er að 80 ár
eru síðan byggðakjam-
inn fékk kaupstaðarréttindi og heil
180 ár frá því hann fékk löggilt
verslunarréttindi. Hvorutveggja og
margt fleira hefur rækilega verið tí-
undað í fjölmiðlum, og ferð mín
norður engan veginn farin til að
minnast þess, heldur gera úttekt á
Listasafni staðarins. Það varð til ár-
ið 1980, er þau hjónin Arngrímur
Ingimundarson, kaupmaður í
Reykjavík, og kona hans, Bergþóra
Jóelsdóttur, gáfu Siglufjarðarkaup-
stað einkasafn sitt, sem aðallega
samanstendur af málverkum, en
einnig vatnslitamyndum, teikning-
um og þrykkmyndum, grafík.
Lengi hef ég vitað af þessu safni,
sem ég vissi að væri vert allrar at-
hygli og af þeirri gerð er kemur frá
hjartanu. Hjónin voru fastagestir á
sýningum um árabil og miklir
aufúsugestir fyrir það hve vel þau
rýndu í þær, auk þess að koma aftur
og aftur ef þeim hugnaðist svo.
Voru þannig af þeim gamla skóla,
að þau flýttu sér hægt og ýfirveg-
uðu yfirleitt kaup sín vandlega áður
en að þeim var gengið. Frá þeim
báðum stafaði manngæska og hlýja,
Amgrímur hæglátur og djúpur en
Bergþóra opin og broshýr. Hvorugu
kynntist ég tiltakanlega, en naut þó
þessara eiginleika þeirra ríkulega,
einkum var sólskinsbros Bergþóru
ávallt fallegt og uppörvandi er ég
mætti henni á fömum vegi.
Þegar þau festu sér myndverk,
munu þau hafa haft þann háttinn á
að lokinni sýningu, að stefna lista-
manninum á skrifstofu fyrirtækis-
ins á heimili þeirra á efri hæð á
Grettisgötu 2a. Sjálf verslunin var á
jarðhæð og þöktu málverk þar
flesta veggi, og var afar óvenjulegur
bakgmnnur og gluggaskreyti þessa
mikla úrvals bamavagna og barna-
rúma sem mikið til var höndlað
með. Allir veggir heimilisins og
skrifstofunnar vora sömuleiðis
þaktir myndverkum og minnist ég
þess er ég kom með málverk mitt,
að íyrst var það skoðað vandlega í
bak og fyrir, síðan boðið upp á vind-
il og í glas, og að lokinni nokkurri
orðræðu seilst ofan í skúffu, tekinn
upp snyrtilegur seðlabunki og and-
virði þess reitt af hendi að fullu.
Áreiðanlega hefur farið fyrir mörg-
um sem mér, að svífa niður stiga-
ganginn að þeim fundi loknum og
líta heiminn bjartari augum. Eink-
um var ræktarsemin mikil gagnvart
framsæknum og upprennandi lista-
mönnum, sem þau trúðu á og vissu
að áttu á brattann að sækja í þessu
litla og fyrir suma mikilsverða hluti,
óþroskaða þjóðfélagi. Trúlega hefur
þeim fundist það fara saman, að
flytja inn afar vandað úrval bama-
vagna og barnarúma til að láta
yngstu kynslóðinni líða vel, fleira
henni til gleði og vegsemdar, hlú um
leið að nýgræðingi í menningarlífí
þjóðarinnar.
Hér var líkast á ferð íslensk út-
gáfa þeirrar manngerðar sem Danir
hafa gefið samheitið „De glade
givere“ og lögðu granninn að flest-
um frábærastu listasöfnum í Dan-
mörku, einnig mörgum fleiri lönd-
um. Þetta vora aristókratar og list-
höfðingjar í æðra veldi, með mikinn
metnað fyrir hönd þjóða sinna, og
þótt þau hjónin hefðu engan veginn
MYNDAÐ við Sfldarminjasafnið.
úr viðlíka sjóðum að miðla og þeir í
útlandinu, var gæska þeirra og
meðfædd höfðingslund engu minni.
Það eru slíkir sem hafa gert svo
marga staði og borgir yndislegar
heim að sækja og svipað hefur þeim
heiðurshjónum gengið til er þau
gáfu safn sitt til Siglufjarðar í minn-
ingu foreldra sinna, þeirra Ingi-
mundar Sigurðssonar og Jóhönnu
Arngrímsdóttur, Hvammskoti,
Höfðaströnd, og Jóels Sumarliða
Þorkelssonar frá Efstadal í Laugar-
dal og Sigríðar Kristjánsdóttur frá
Grafarbakka, Ytrihreppi, Arnes-
sýslu.
Atján ár munu liðin síðan safnið
var afhent, þótt enn sem komið er
hafí það ekki fengið samastað til
frambúðar þar sem fólk getur geng-
ið að því dags daglega. Ósjálfrátt
dettur mér í hug, að sameina megi
það annarri mikilvægri framkvæmd
á staðnum og í rífandi uppbyggingu,
sem er Síldarminjasafnið. Jafn-
framt veitingaskála sem á að rísa í
tengslum við það, þannig að úr
verði eins konar listaskáli af hám
gráðu, í líkingu við þann sem risið
hefur í Hveragerði, og er hinn fyrsti
sinnar tegundar á öllu landinu.
Sfldarminjasafnið er líka sér á
báti fyrir markað skipulag og upp-
byggingu á menningarlegum
grunni, og ber í sér möguleika á
minjasafni á heimsmælikvarða.
Harla gott í kaupstað með einungis
um 1700 íbúa. Tímabilið sem hér
skal mörkuð umgerð, er svo ævin-
týralegt að það á sér fáar hliðstæð-
ur og enga í þessari ákveðnu mjmd.
Sagt hefur verið um Siglufjörð, að
hann hafí verið höfuðstaður lands-
ins á sfldarárunum fyrir hið mikla
og iðandi líf er þar ólgaði. í öllu falli
beindust augu allra landsmanna |
þangað sumar eftir sumar er von
var á síldargöngum. Allir fylgdust
grannt með fréttum þaðan, ekki síð- |
ur en örlagaríkum heimsviðburðum,
vörðuðu hag þjóðarbúsins, hvers
einasta manns á landinu um árabil.
Engin frambærileg salarkynni
munu vera til að hýsa listaverka-
gjöfina í heild sinni, og nú er lista-
verkin eru loks til sýnis er þeim
dreift um stigaganga, fordyri, sal og
fundarherbergi stjórnsýsluhússins.
Safnið er margþætt og eini rauði
þráðurinn er hið sérstaka litaskyn |
hjónanna, eins og Brynja Baldurs- |
dóttir myndlistarkona, sem hefur
haft veg og vanda af uppsetningu
myndanna, benti réttilega á. Var
ekki rými fyrir nema vel helming
safnsins, sem er um 120 verk, en
það sem uppi er mun vera veiga-
meiri hluti þess.
Myndverkin eru í upprunalegu
ástandi og umgerðir um þau af ýms- |
um toga eins og verða vill, einkum
ef þau hafa verið til upphengingar í |
heimahúsi og rammar valdir með
hliðsjón af tilfallandi rými. Brýnast
er að gera nákvæma spjaldskrá yfir
öll verkin, yfirfara ástand þeiira,
hreinsa þau sem safnað hafa óhrein-
indum og samhæfa umgerðir svo
þær grípi ekki hver í aðra.
Þetta era hyggindi sem í hag
koma til lengri tíma litið, og ávinn-
ingurinn ótvíræður, en hins vegar |
fylgir því jafnaðarlega drjúgur
kostnaður og óþægindi að vanrækja |
þessa framþætti. Þegar þetta og I
framtíðarrými er komið á rekspöl er ,