Morgunblaðið - 22.07.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 22.07.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 21 AÐSENDAR GREINAR Breyttar áherslur í byggðamálum í APRÍL sl. lagði for- sætisráðherra fram á Al- þingi tillögu til þingsá- lyktunar um stefnu í byggðamálum íyrir árin 1998-2001. Stjóm Byggðastofnunar gerði drög að þessari tillögu sem ríkisstjórnin breytti lítillega. Því miður komst tillagan ekki á dagskrá Alþingis í vor, en verður væntanlega tekin til um- ræðu og afgreiðslu í haust. Mikil vinna og rann- sóknir liggja að baki til- lögunni, en stjórn Byggðastofnunar leitaði til ýmissa utanaðkom- andi aðila með verkefni þessu tengd, m.a. Háskólans á Akureyri, Hagþjón- ustu landbúnaðarins, Stefáns Olafs- sonar prófessors og Haraldar L. Har- aldssonar hagfræðings. Skýrslur þessara aðila eru stórfróðlegar og gefa glögga mynda af högum fólks á landsbyggðinni og þeirri miklu byggðaröskun sem átt hefur sér stað. Ástæður byggðaröskunar Stefán Olafsson gerði viðamikla viðhorfskönnun á síðasta ári, þar sem 200 manns í hverju kjördæmi voru spurð fjölda spurninga, m.a. um ánægju og óánægju með einstaka þætti búsetuskilyrða og eins hvort þeii' hygðu á flutning og þá hvers vegna. Þar kom í ljós að langflestir þeirra sem hyggja á flutning gera það vegna einhæfni atvinnulífsins, einnig vegur þungt aðstaða til menntunar og hár húshitunarkostnaður. Það er því fróðlegt að skoða hvernig brugðist er við þessum þremur þáttum í tillögu forsætisráðherra. Húshitunarkostnaður I tillögu forsætisráðherra er það markmið sett að verð á orku til hit- unar íbúðarhúsnæðis verði á næstu þremur árum fært til samræmis við meðaldýrar hitaveitur með aukinni þátttöku Landsvirkjunar og ríkissjóðs. Þetta er auðvitað gríðarlegt hagsmunamál fyrir landsbyggðina þar sem húshitunarkostn- aður er víðast hvar langt yfir þessum mörkum. Þá er það mikilvægt atriði í tillögunni að heimilt verði að nýta fé sem ætlað er til niður- greiðslna rafhitunar í fimm ár til þess að lækka stofnkostnað nýrra hitaveitna. Um 15% landsmanna hafa ekki aðgang að hitaveitum, en á næst- unni verður kannað ítarlega hvort ekki finnst heitt vatn á þeim svæðum þar sem ekki er hitaveita. Að því verkefni standa ríkisstjómin, Byggðastofnun og Orkusjóður. Menntun í tillögunni segir að menntun á landsbyggðinni verði stórefld, sér- staklega hvað varðar verklegar greinar tengdar atvinnulífínu og tölvunám. Jafnframt verði bætt skil- yrði þess fólks sem sækja verður nám utan heimabyggðar sinnar. Námsráðgjöf verði aukin. Komið Þingsályktunartillaga forsætisráðherra er metnaðarfullt plagg, segir Guðjón Guð- mundsson, og það tek- ur á fjölmörgum mál- um landsbyggðarinnar. verði á samstarfi atvinnulífs og skóla á landsbyggðinni um endur- og sérmenntun og stuðlað að því að allir eigi tækifæri á að afla sér nýrr- ar þekkingar, m.a. í samræmi við breytingar í atvinnuháttum. Mögu- leikar á fjarkennslu verði að fullu nýttir. Atvinnumál Um aðgerðir í atvinnumálum seg- ir m.a. í tillögu forsætisráðherra: Unnið verði markvisst að aukinni fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggð- inni. Þróunarstofur verði efldar og þannig treystur grandvöllur til ný- sköpunar og aukinnar fjölbreytni. Hlutverk þeirra verði m.a. að auka samkeppnishæfni atvinnulífs á landsbyggðinni og aðstoða fyrmtæki við öflun verkefna og styrkja innan lands sem utan. Tryggt verði að að- stoðin skili sér til starfandi fyrir- fyrir steinsteypu. Léttir ^ meöfærilegir viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. y Góö varahlutaþjónusta. Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29, simi 38640 FYRIRLIGGJkKDI: GðLFSLlPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPHR - DJELUR STEYPUSA6IR - HRfRIVÉLAR - SA6ARBLÖB - VbbKuÍ framlellsla. Guðjón Guðmundsson tækja jafnt sem nýrrar atvinnu- starfsemi. Til að tryggja nauðsynlegt eigið fé í nýsköpunarverkefnum verði komið á fót eignarhaldsfélögum á landsbyggðinni með aðild Byggða- stofnunar og varið allt að 300 millj. kr. á fjárlögum hvers árs á áætlun- artímabilinu í þeim tilgangi. Þátt- taka Byggðastofnunar getur numið allt að 40% af hlutafé viðkomandi félags. 40 millj. kr. á Vesturland Á fundi stjórnar Byggðastofnunar í maí var samþykkt að leggja 40 millj. kr. í hlutafé í eignarhaldsfélag til efl- ingar atvinnulífs á Vesturlandi. Á móti verða heimamenn að leggja 60 millj. Mikilvægt er að það takist sem fyrst, því enginn vafi er á að öflugt eignarhaldsfélag er árangursríkasta leiðin til að fjölga atvinnutækifærum og auka fjölbreytni atvinnulífsins. Það er a.m.k. reynsla Sunnlendinga, en á tveggja ára starfstíma Atvinnu- þróunarfélags Suðurlands hafa um 30 ný fyrirtæki komið á svæðið með talsvert á annað hundrað störf og 600 millj. kr. fjárfestingu. Metnaðarfull stefna Þingsályktunartillaga forsætisráð- herra er metnaðarfullt plagg sem tekur á fjölmörgum málum lands- byggðarinnar. Eg hef hér aðeins nefnt 3 þeirra mála sem eru helstu orsakavaldar búferlaflutninga, en ég hvet þá sem áhuga hafa að kynna sér tillöguna og þá ítarlegu greinargerð sem henni fylgir. I könnun Stefáns Olafssonar kom fram að um 20% íbúa landsbyggðar- innar (19.000 manns) vilja heldur búa á höfuðborgarsvæðinu. Á móti kemur að 13% íbúa höfuðborgarsvæðisins (23.000 manns) vilja heldur búa á fá- mennara svæði. Misvægið í búsetu- þróun á landinu er því fyrst og fremst vegna óánægju með búsetuskilyrði sums staðar á landsbyggðinni. Tilefni til byggðaþróunaraðgerða er nú mun meira en verið hefur á síð- ustu áratugum. Tillaga forsætisráð- herra vísar leiðina í þeim efnum, en meginmarkmið hennar er að fólks- fjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir landsmeðaltali á næstu árum og nemi 10% til ársins 2000. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi. Fríkirkjan í Reykjavík Safnaðarferð Fríkirkjunnar í Reykjavík Efnt verður til árlegrar safnaðarferðar Fríkírkjunnar sunnudaginn 26. júlí. Farið verður frá Fríkirkjunni kl. 9.00 árdegis. Ekið verður austur fyrir fjall og tekið þátt í guðsþjónustu í Oddakirkju á Rangárvöllum kl. 11.00, og í lok guðsþjónustu mun staðarprest- ur, sr. Sigurður Jónsson, greina frá merkri sögu staðarins. Síðan verður farið í Gunnarsholt þar sem starfsemi Landgræðsl- unnar verður skoðuð. Um eftirmiðdaginn verður farið um lágsveitir Árnessýslu og komið við á Stokkseyri þar sem snæddur verður kvöldverður og kirkjan skoðuð í fylgd sr. Úlfars Guðmundssonar prófasts. Þátttökutilkynningar berist og nánari upplýsingar veitast í símum: 552 7270, 551 8208, 562 7020 eða 553 2872. Safnaðarprestur iir 9,85%* • ÓvBrfttryggt meftafielm 2% lántokugjaldl Vörðufélagar Landabankana og þelr aam gerast Vörðufélagar fyrlr 30. aaptombor 1998 fara atyttrl lolðlna þogar þolr taka Bílalén hjé Landabankanum. Lénlð gotur numlð allt að 78% af kaupverð! nýrrar blfrolðar og allt að 60% af kaupvorðl notaðrar blfrolðar. Lénatímlnn or allt að 6 ér moð ménaðarlogum afborgunum. •Bértllboft fyrlr Viirftufélago tam gildir tll »0,08,08. ik\ andsbankl slands Bankl allra landamanna HAFDU SAMBAND VID ÞjONUSTUFULLTRUANN Þ I N N S F M VI I I I It Þ F It Al LAR NANARI UPPI YSINGAR OG ADSTOD.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.