Morgunblaðið - 22.07.1998, Page 37

Morgunblaðið - 22.07.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 37 < I I < < ( ( < < < < < < < < < < < < < < < I f i BRÉF TIL BLAÐSINS Hjálpum fátækum barna- íjölskyldum til sjálfshjálpar Frá Ólöfu Elfu Sigvaldadóttur: ÞEGAR verið er að fjalla um mann- réttindamál, fátækt og dapurlegt hlutskipti fólks er alltaf leitað að fyrirmyndum ut- an íslands. Þegar svo athyglin bein- ist að íslandi er ævinlega stað- næmst við „sjúka einstaklinga" og farið af stað með safnanir fyrir þá. En hvað með „heilbrigð börn“ fátækra ís- lenskra foreldra sem ekki geta séð þeim farborða. Þetta er hópur barna sem er vanræktur á margvís- legan máta vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki bolmagn til að standa undir þeim eðlilegu útgjöld- um sem uppeldið hefur í för með sér. Öll börn bera sig saman við fé- lagana og þá sem þau þekkja og þegar þau finna sig í hlutverki „öskubusku" fyllast þau vanmáttar- kennd og verða óhamingjusöm. Þessi vanmáttarkennd getur svo hæglega leitt til þess að börnin fá einkenni „langveikra barna“ sem stafar af afleiðingum langvarandi fátæktar, höfnunar, eineltis og virð- ingarleysis. Hver vill að börnin okkar á íslandi gangi um vannærð í reiðileysi og vanhirðu? Það ætti að vera auðveldasta mál í heimi að hjálpa þeim, því vandamál þeirra er fyrst og fremst vöntun á beinhörð- um peningum, sem nóg er af í þjóð- félaginu. Dagleg barátta Þessar fjölskyldur eru atvinnu- lausar einstæðar mæður, einstæðir öryrkjar með börn eða fjölskyldur þar sem fyi-irvinnan er mjög skuldug af einhverjum ástæðum eða á lægstu launatöxtum og fólkið nær ekki að láta enda ná saman um hver mánaðamót. Skuldirnar hrannast upp. Hótunarbréf frá veitustofnunum, lögfræðingum og lánardrottnum eru daglegur póstur og fólkinu finnst orðið óbærilegt og þrúgandi að opna póstinn sinn. Þegar svo bréfin frá sýslumannin- um eru ekki opnuð eða bréfin frá Dómhúsi Reykjavíkur eða öðrum stofnunum, þar sem „réttlætið“ er í fyrirrúmi, eru ekki opnuð í tæka tíð ganga útivistardómar í skuldamál- um þessa fólks með tilheyrandi fjárnámum og aðförum. Þetta fólk er oftast nær ofurselt Félagsmála- stofnunum og verður að draga fram lífið af því sem það fær skammtað þaðan. Þegar peningurinn er upp- urinn er leitað til hjálparstofnana og reynt að lifa af þeim matar- skömmtum sem þaðan fást þangað til næsti peningur kemur frá Fé- lagsmálastofnun. Hjálparstarf fyrir fátæka Hjálparstarf til handa fátækum fjölskyldum á íslandi þarf að end- urskipuleggja frá grunni. Húsnæð- isnefnd og Félagsmálastofnun verða að vinna skipulegar saman. Ekki gengur að krefjast hárrar húsaleigu af fjölskyldu með 50 þús. kr. í ráðstöfunartekjur. Það gengur heldur ekki að byggja hjálparstarf á matargjöfum með vöru sem er komin framyfir gildistímann og varan komin á þann tímapunkt að rýrna að gæðum. Er eitthvert eftir- lit með að ekki sé gefínn of gamall matur sem ekki bara hefur rýrnað að gæðum heldur er byrjaður að skemmast og dregur kraftinn úr fólkinu sem verður að gera sér hann að góðu? Orðbragð, viðmót og framkoma gagnvart fátæku fólki þarf stórlega að batna. Fátæka fólkið okkar er oft öðru fólki fremur mjög við- kvæmt og annt um sjálfsvirðingu sína. Vinalegt viðmót og kurteisi getur gert mikið gagn og er í raun eitt af þeim þáttum sem fátækt fólk þarf mikið á að halda ef frá er talið matur, húsnæði og einhver lág- marks afþreying eða upplyfting. Foreldri sem reynir að gera allt til að sjá sér og sínum farborða má aldrei lenda í þeirri aðstöðu að enga hjálp sé að fá. Þess vegna verða að vera til stuðningsfélög sem eru við- bót við þau opinberu úrræði sem finnast. Hver einasti einstaklingur er ómissandi íslendingar eru fámenn þjóð þar sem hver einstaklingur er í raun ómissandi. Þeir tímar koma að fjöl- skyldur eru hjálparþurfi og þeim á að hjálpa, því í landinu er ofgnótt matar og nóg til handa öllum og miklu meira en það. Sá sem þiggur hjálp í dag getur verið gefandi á morgun og skilað til baka margfalt því sem hann þáði þegar viðkom- andi var hjálparþurfi. Bætum kjör fátæks fólks á ís- landi. Hækkum lágmarksbætur og eflum hjálparstarfið. Gefum í safn- anir handa fátækum börnum því þeim er hægt að hjálpa með fjár- munum. Hjálpum ekki bara „sjúk- um“ eða erlendu fólki í atvinnuleit. Það væru margar íslenskar fjöl- skyldur tilbúnar að leggja land undir fót og fara til Vestfjarða eða Norðvesturlands ef það sama væri í boði og erlendu fólki er boðið upp á, sem nýleg dæmi eru fyrir. Við skulum taka þátt í erlendu hjálpar- starfi en við skulum líka hjálpa okkar eigin fólki sem býr við eymd og vonleysi og sér ekki út úr vand- ræðum sínum. Langvarandi veik- indi, slys, barnmergð, atvinnumiss- ir og langvarandi atvinnuleysi eru í langflestum tilfellum ástæða fá- tæktarinnar. Hafi fátæktin ekki verið of langvarandi og yfirþyrm- andi og ekki náð að gera út af við fólkið þá geta úr þessum jarðvegi sprottið einstaklingar sem geta haft ómetanlegt gagn fyrir land og þjóð vegna seiglu sinnar og lífs- skoðunar sem er okkur hinum til eftirbreytni. Á síðastliðnu hausti var stofnað stuðningsfélag fyrir börn fátækra foreldra. Stuðningsfélagið hefur tekið á móti framlögum á tékka- reikningi nr. 3440 í Búnaðarbanka, Seljaútibúi, og einnig er hægt að styðja hjálparstarfið með því að kaupa geisladiska og hljóðsnældur af sölufólki sem hringir og býður fjölbreytt úrval af ofannefndu til kaups. Sími hjálparstarfsins er 588 4343. ÓLÖF ELFA SIGVALDADÓTTIR, í stjórn stuðningsfélagsins Fátæk börn á íslandi. Stökktu til Benidorm 5. ágúst frá kr. 29.932 Aðeins 16 sæti Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm þann 5. ágúst, en nú fyllum við síðustu sætin í ágúst. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Benidorm er nú einn vinsælasti áfangastaður Islendinga og hér getur þú notið hins besta í fríinu. Verð kx. 29.932 Verð kr. 39.960 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, M.v. 2 í studio/íbúð, vika, 5. ágúst. vikuferð, 5 ágúst ------------------------------------- 4E1MSFERÐIH Verð kr. 49.960 \ •wBBriír M.v. 2 í studio/íbúð, 2 vikur, 5. ágúst. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600 ÓlöfElfa Sigvaldadóttir qætir Farið f bílaleik - með alvöru bílum! í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag. I I I SKEIFAN 11 • SÍIVII 550-4444 • PÓSTKR. 550-4400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.