Morgunblaðið - 22.07.1998, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Silungur
með hvönn
Því miður var það ekki silungur úr Grenlæk
sem ég setti á grillið um helgina segir
Kristín Gestsdóttir.
EG græt Grenlækjarsjóbirting-
inn og bleikjuna sem ekki eru
lengur til í hinum vatnslausa
Grenlæk. Hvílik eftirsjá, en í
Grenlæk er að líkindum bragð-
besti bleikjustofn landsins. Þetta
er sá silungur sem ég hefí mest
borðað af um mína daga. Hins
fagra umhverfís Grenlækjar hefi
ég hér áður oft notið í veiði með
mínum börnum og Seglbúðar-
börnunum. Margir góðir veiði-
staðir voru við Grenlæk en í
mestu uppáhaldi var staðurinn of-
an gömlu rafstöðvarinnar sem
var upphaflega byggð árið 1926.
Einnig var gaman að sitja á berg-
brúninni fyrir ofan Tröllshyl og
horfa á glampandi bleikjuna. Hér
vex hún vel og er ekki stygg. I
Kirkjubæjarstofu á Klaustri eru
upplýsingakort um fólksfjölda á
bæjum í Landbroti eftir Skaftár-
elda. Fækkað hafði á öllum bæj-
um nema í Seglbúðum, en þar
skorti ekki silung sem sóttur var í
hyl sem kallaður var Oddsbúr eft-
ir Seglbúðabóndanum. Hann var
bammargur og frá þeim systk-
inahóp eru komnar stórar ættir.
Vonandi verða þessir úrvalsstofn-
ar bleikju og sjóbirtings ekki út-
dauðir þegar vatn fer aftur að
renna um Grenlæk, en Vegagerð-
in er nýlega búin að ryðja burt
garði þeim sem hindraði Skaftá í
að renna út í Eldhraunið. Þeir
sem veiða silung á ferðum sínum
og grilla á staðnum þurfa sjaldn-
ast annað en teygja sig eftir
kryddinu, hvönninni á ár- eða
vatnsbakkanum og túnsúrum í
nálægum lautum. Hér er upp-
skrift að grilluðum heilum silungi,
en að sjálfsögðu má flaka hann og
leggja flökin saman. Bein eru í
silungi sem öðrum fiski og getur
verið erfítt að forðast þau ef fisk-
urinn er heill en ekki flakaður.
Hellið sjóðandi vatni á roð físks-
ins og skafíð allt slím af hvort
sem fiskurinn er heill eða flakað-
ur, en sjálfsagt er að borða roðið,
enda er silungur án roðs ekki
sami matur. Brakandi grillað sil-
ungsroð, namm, namm.
Grillaður silungur
með hvönn og
lúnsúrum
1 silungur, um 1 kg
2 tsk. salt
'k msk. milt sinnep
1-2 ungir hvannaleggir
nokkur túnsúrublöð (má sleppa)
nokkur hvannablöð
olia til að pensla með
1. Hellið sjóðandi vatni á roðið
og skafið vel, skerið af ugga og
takið tálknin út hausnum ef hann
er hafður með. Skerið örlítið upp
með dálknum að aftanverðu inn í
holdið og niður að framanverðu
frá kviðnum.
2. Stráið salti inn í fískinn,
smyrjið með sinnepi þar sem þið
skáruð í fískinn og inn í kviðinn.
3. KJjúfíð hvannaleggina, sker-
ið í um 5 em bita, raðið þeim
ásamt súrublöðum þétt inn í físk-
inn ofan á sinnepið
4. Penslið roðið með matarolíu
og leggið hvannablöð báðum
megin á það.
5. Notið samlokugrind. Hitið
hana og penslið með olíu. Leggið
fískinn í hana og setjið ofan á
grindina á grillinu. Grillið þetta
við mesta hita í um 12 mínútur á
hvorri hhð. Snúið nokkrum sinn-
um meðan á grillun stendur. Ekki
er hægt að gefa upp nákvæman
tíma, grill eru mismunandi svo og
fjarlægð grindar frá glóð. Þegar
fiskurinn er laus frá beinum er
hann tilbúinn.
6. Leggið fískinn á fat, fjarlæg-
ið hvönnina inni í honum. Blöðin
utan um má borða.
Meðlæti: Smjör og brauð bakað
á grillinu eða annað brauð.
Hvannabrauð
á grillið
10 dl hveiti
1 tsk. salt
2 tsk. þurrger
1-2 dl klipptir blómsveipar af hvönn
4 '/»dl fingurvolgt vatn
Setjið allt í skál og hnoðið deig.
Skerið í bita á stærð við lítil
hænuegg. Þrýstið þunnt út með
höndunum eða notið kökukefli,
flösku eða gosdós. Setjið á grillið,
hafið mesta hita og bakið í 1-2
mínútur á hvorri hlið. Fylgist vel
með, erfítt er að gefa upp ná-
kvæman tíma. Brauðið má alls
ekki brenna en brúnir blettir eiga
að myndast á yfirborðinu. Takið
brauðið af grillinu, setjið jafnóð-
um í plastpoka og vefjið í stykki
svo að það haldist mjúkt og heitt.
Athugið: Best er að byrja á að
baka brauðið. Þurrefni í brauðið
má blanda saman í plastpoka og
taka með sér í veiðiferðina eða
aðra ferð og blanda volgu vatni í á
staðnum.
í DAG
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
GSM-sími fannst
SKAK
limsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
Mechanics alþjóðaskák-
mótinu í San Fransisco í
Bandaríkjunum sem lauk í
síðustu viku. Tyrkinn Suat
Atalik (2.595) var með
hvítt, en Bandaríkjamað-
urinn Larry Christiansen
(2.575) hafði svart og átti
leik. Atalik var að enda við
að leika gróflega af sér
með 29.
Hcl-el?? í
stöðu sem
var u.þ.b. í
jafrivægi.
29.
Dxg3+!
30. Hg2
(Auðvitað
ekki 30.
Hxg3? -
Hhl mát)
30. - Dd6
31. De2 -
Dd4+ 32.
Df2
Dxf2+ 33.
Kxf2
Hf8+ 34. Kg3 - Bxg2 35.
Kxh4 - Hf4+ 36. Kg3 -
Hf3+ 37. Kxg2 - Hxd3 38.
He8+ - Kh7 39. b4 - Hc3
40. Hb8 - Hxc4 41. Hb7 -
a6 og Tyrkinn gafst upp.
Englendingurinn Julian
Hodgson sigraði á mótinu
með 7 v. af 9 mögulegum,
2.-3. Christiansen og
Fedorowicz, Bandaríkjun-
um 6 v., 4.-5. Benjamin,
Bandaríkjunum og Atalik
5'A v., 6. D. Gurevich,
Bandaríkjunum 5 v., 7.
Soltis, BandaiTkjunum 3'A
v. o.s.frv.
Sérstök
íþróttarás
ÉG er ekki íþróttamaður
lengur, því það er löngu
búið að drepa niður þann
áhuga. Ég gat samt sett
mig í spor íþróttafíkla
þegar HM-keppnin fór
fram og raskaði öllum
tímasetningum i sjónvarp-
inu. Ég hugsaði því gott til
glóðarinnar þegar HM-
keppninni væri lokið, þá
gæti ég aftur farið að
horfa á Leiðarljós og frétt-
ir kl. 17.30. En Adam var
ekki lengi í Paradís. Nú er
það golfið sem ryður öllum
um koll. Ekki veit ég hvað
margir fylgjast með því.
Af hverju er ekki höfð sér-
stök íþróttarás eins og
margoft hefur verið beðið
um?
Einar.
SL. laugardag fannst
GSM-sími í Alfaborgum í
Grafarvogi. Upplýsingar í
síma 899 7273.
Hjólajakki tapaðist
BLAR hjólajakki með end-
urskinsröndum tapaðist
föstudaginn 10. júlí, líklega
á jeppavegi í Flateyjardal
við Skjálfanda. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
552 9090 eða 899 4416.
Dýrahald
Tvær kanfnur
fást gefins
TVÆR gráar karlkyns
kanínur fást gefíns. Upp-
lýsingar í síma 557 1170.
Morgunblaðið/Kristinn
KONA með barn í kerru við Ægisíðu
Víkverji skrifar...
HVAR nema á íslandi er hægt
að spóka sig í þéttbýli fjarri
umferðarhávaða, finna gróðurangan
og hlusta á fuglasöng? Trúlega
óvíða. Víkverji dagsins gekk nýlega
spölkorn milli hverfa í Reykjavík í
blíðuveðri og reyndi framangreinda
stemmningu.
Þetta mátti reyna á göngustígn-
um meðfram Ægisíðu, sunnan flug-
vallar og kirkjugarðsins í Fossvogi.
Fátt var um mannaferðir á miðjum
hvunndegi nema helst stúlkur í vist
(það er ennþá til!) með börn í kerr-
um og stöku hjólreiðamaður fór hjá.
Á Ægisíðukaflanum teygaði göngu-
maður að sér sjávarilmj naut jafn-
framt útsýnis yfir á Álftanes og
lengra suður um út á Reykjanesið
og horfði á eftir bátum og skipum.
Vert er geta um listaverkin mörgu
sem komið hefur verið upp á þessari
leið og eru hin skemmtilegustu.
rSkerjafirðinum mátti sjá léttklætt
fólk í garðvinnu við hús sín eða
bara að njóta sólarinnar. Fuglar létu
í sér heyra og voru tjaldur og stelk-
ur þeirra háværastir. Átti stelkurinn
það til að tylla sér á öðrum fæti á
ílugvallargirðinguna og hefja upp
raust sína. Stundum yfirgnæfðu vél-
fuglarnir fuglasönginn á þessum
kafla en það tók yfirleitt fljótt af.
Líflegt var í Nauthólsvíkinni þar
sem ungviðið stundaði siglingar af
kappi á alls konar fleytum. Ró var
hins vegar yfir öllu þegai' nálgaðist
kirkjugarðinn eins og vera ber en
þar voru starfsmenn þó að snyrta og
fólk á ferli við leiði ástvina.
xxx
Á má hæla stígagerðarmönnum
fyrir áningarstaðina, þ.e. bekki
sem settir hafa verið niður á
nokkrum stöðum og við flugbrautar-
endann er eins konar æfingastaður
þar sem göngumenn og trimmarar
geta teygt sig og tekið nokkrar
sveiflur í einfoldum tækjum. Þama
eru meira að segja leiðbeiningar.
Framundan var göngubrúin mikla
yfir Kringlumýrarbraut og þar ræð-
ur umferðarhávaðinn ríkjum. Sjón-
arhomið er þó skemmtilegt yfir göt-
una en lítil ástæða til að staldra þar
lengi við. Þegai' yfir var komið varð
göngumaður að hverfa til norðurs en
stígurinn góði heldur áfram gegnum
Fossvoginn og er næsta víst að þar
er sama góða stemmningin.
En niðurstaðan er þessi: Farið um
göngustíginn við öll möguleg tæki-
færi og dragið gesti ykkar og gang-
andi með, innlenda sem útlenda.
Munið bara að segja við alla eins og
við bömin áður en lagt er að heiman:
Ertu búinn að fara á klósettið? Ann-
ars gæti orðið úr vöndu að ráða.