Morgunblaðið - 22.07.1998, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
—
NYTT OG BETRA
TILBOP KR. 400 A ALLAR MYNDIR KL. 5 OG 7
ARMAGEDD
profilN^Sifxijk
ÁLAUGAVEGi 24
Alfabíikka 8, simi 587 8900 og 587 8905
Hagatorgi, sími 552 2140
ENDALOKIN
ERU NÆR
EN ÞIG
GRUNAR
THE MAK
MÍMO KhlEWK
TTOO 8^
SWITCHBACK
TONLiSTIN UR BLUES
www.samfilm.is
mfmmum
LPfffiUR
ENDURHUÓÐBLÖNDUÐ í
DIGITAL STEREO
ffciGHT
Sýnd kl. 5, 7 og 9. B. i. 12. Sýnd kl.4.40, 6.50, 9 og 11.10.
Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 7, 9og 11. B. i. 14.
Synd U II Þr IJ v.n
L
Godzilla
vinsæl í Japan
GODZILLA virðist ekki hafa mikið álit á bandarískum
Ieigubflstjðrum.
GODZILLA tók risaskref inn í
japanska kvikmyndasögri þeg-
ar hálf milljón áhorfenda fór á
myndina fyrsta sýningardag-
inn. Fyrra metið átti „Horfínn
heimur: Júragarðurinn" og
var aðsóknin á hana 350 þús-
und áhorfendur.
Því hefur verið spáð að að-
sóknin á Godzillu í Japan verði
14 milljónir og að hún hali inn
ríflega 700 milljónir króna.
Hún er sýnd í 389 kvikmynda-
húsum og hefur engin mynd
fengið jafnmikla dreifíngu.
Engfu að síður voru farnar að
myndast raðir áður en miða-
sölur voru opnaðar á laugar-
dag.
Eftir að Godzilla kom fyrst
fram á sjónarsviðið árið 1954
og traðkaði á skýjakljúfum í
Tókýó hafa leikföng úr mynd-
um um þetta japanska risa-
skrímsli verið vinsæl þar í
landi. Þau munu þó að öllum
líkindum rjúka upp í vinsæld-
um eftir að Hollywood-útgáfan
af Godzillu er komin til sög-
unnar.
4 þúsund manns stóðu í röð
fyrir utan kvikmyndahús sem
tekur aðeins nokkur hundruð
manns í hverfínu Yurakucho í
miðborg Tókýó. Voru það mun
fleiri en fylgdust með tíma-
mótaræðu Ryutaro Hashimoto
forsætisráðherra á laugardag,
daginn áður en flokkur hans
beið afhroð í kosningum.
Yfírmenn Toho Co. kvik-
myndaversins sem færði heim-
inum hina geislavirku Godzillu
árið 1954, halda vart vatni yfir
því að flytja skrímslið í
japönsk kvikmyndahús. „Að
fara með heimaræktuðu
skepnuna okkar til Hollywood
var eins og japönsku hafna-
boltamennirnir Hideo Nomo
og Hideki næðu að slá í gegn í
bandarísku úrvalsdeildinni,"
sagði einn þeirra í samtali við
blaðamenn.
Utsending frá
öðrum tíma
TRYGGVI Hansen, torfhleðslumaður, myndlistarmaður og tónlistar-
maður.
TðlVLIST
Geisladiskur
VÚBBIÐ ERA KOMA
f Vúbbið era koma, geisladiskur með
Tryggva Hansen og Seiðbandinu.
Tryggvi semur tónlist og texta nema
þjdðkvæði og eitt ljóð á Jónas
Hallgrímsson, en ýmsir leggja honum
lið í flutningi, meðal annarra Vala
Valrún, Þór Eldon, Marteinn
Þórðarson, Andrea Gylfadóttir
og Sigurbjörn Þorgrímsson.
Heimaútgáfan gefúr út.
TRYGGVI Hansen er mörgum
kunnur fyrir verk sín og baráttu
fyrir því að gamlir siðir og verkiag
* falli ekki í gleymsku. Tryggva er
margt til lista lagt annað en torf-
húsagerð, því hann hefur meðal
annars sinnt myndlist af kappi og
tónlist og þvl ætti ekki að koma á
óvart að hann sendi frá sér plötu.
Plötuna vinnur Tryggvi að mestu
einn, tekur hana upp og útsetur og
framleiðir hvert eintak í heimaverk-
smiðju eftir eftirspurninni.
Platan, Vúbbið era koma, er ein
sú sérkennilegasta sem rekið hefur
á fjörur gagnrýnenda í langan tíma
og erfitt að henda reiður á henni,
því þar ægir saman ólíkum straum-
um, hugmyndum, hljóðfærum og
hljóðum. Á plötunni fléttar Tryggvi
saman tölvutónlist, ambient-tónlist,
og upplifun sína af íslenskum þjóð-
ararfí, rímnakveðskap og
hringdönsum. Inn á miklli skýtur
hann svo náttúrhljóðum svona rétt
til að undistrika jarðsambandið og
ekki veitir af því víðast missir hlust-
andinn fótanna og veit ekki hvaðan
á sig stendur veðrið, til að mynda
þegar orðlaust söngl rennur saraan
við flautuleik, vélahljóð og álfta-
kvak. Reyndar er varia hægt að tala
um eiginleg lög á plötunni, frekar
tónfléttur sem byrja smám saman
og fjara loks út í lokin með ótal
kaflaskiptum og tilfæringum.
Tryggvi bregður sér þó á stundum í
lagaham á plötunni, til að mynda
þegar hann flytur á sinn hátt iagið
um Ólaf Liljurós með eftirminni-
legu undirspili og sérkennilegum
lokakafla. Ekkert er eins og það
sýnist og ekkert lag eins og hlust-
andi býst við fyrirfram.
Vúbbið hans Tryggva er ekki fyr-
ir alla og reyndar eiga flestir eftir
að verða áttavilltir á plötunni. Hún
er þó vel þess virði að hlustað sé á
hana og vlða nær Tryggvi að bræða
eftirminnilega saman ólíka þætti og
hugmyndir, Helsti galli hennar er
hversu löng hún er og þar sem
Tryggvi framleiðir hana eftir pönt-
un er spurning hvort hann ætti ekkí
að sniða hana betur til, því boðskap-
urinn og stemmningin missa marks
ef hlustandi þreytist á leið sinni að
inntakinu. Bestu lögin á plötunni
eru þau sem Tryggvi nánast spinn-
ur á piastið og reynir ekki að halda í
hefðbunda laglínu eða texta, til að
mynda Vúbbið, öndunarijóð, Ró-
sóttii' sumarkjólar á Reykjavíkur-
flugvelli og Tryggvi um Tryggva.
Með því að sníða af plötunni allt
aukaefni og leyfa lögum eins og
þessum að njóta sín yrði platan
sterkari upplifun og reyndar nánast
skotheld sem útsending frá öðrum
tíma en við þekkjum og annarri og
framandi menningu.
Árni Matthíasson
MYNDBÖND
Buscemi
leikstýrir
Trjábarinn
(Trees Lounge)
Drama
★★%
Framleiðsla: Brad Wyman og Chris
Hanley. Leikstjórn og handrit: Steve
Buscemi. Tónlist: Evan Lurie. Aðai-
hlutverk: Steve Buscemi, Chloe
Sevigny, Mark Boon Junior, Anthon-
io Lapaglia og Elizabeth Bracco. 96
mfn. Bandarisk. Háskólabíó, júlí
1998. Leyfð öllum aldurshópum.
Steve Buscemi hefur undanfarinn
áratug sannað sig sem einn sér-
stæðasti og besti kvikmyndaleikari
Bandaríkjanna.
Hann hefur löng-
um sýnt óvenju-
legan metnað í
hlutverkavali og
verið valinn til
samstarfs við
marga fremstu
kvikmyndagerð-
armenn heims.
„Trees Lounge"
er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd
sem hann leikstýrir og hann á jafn-
framt heiðurinn af handriti hennar
og aðalhlutverki. Sagan segir frá
Tommy (Buscemi) sem er glórulaus
lúser og fyllibitta. Hann ver flestum
stundum á hverfískránni þar sem
álíka rislítið lið hangir daginn út og
inn. Myndin er að mestu leyti raun-
sæ lýsing á lífi Tommys og fólksins í
kringum hann. Fyrrverandi
kærasta er barnshafandi og í sam-
búð með fyrrverandi yfírmanni og
bæði eru þau hluti af fyrrverandi lífí
Tommys. Allt sem hann reynir til að
endurheimta líf sitt misheppnast,
því eins og svo margir aðrir alkó-
hólistar, er Tommy meistari í að
klúðra hverju því sem hann tekur
sér fyrir hendur.
Þessi frumraun Buscemis er að
mörgu leyti frábær kvikmynd. Allur
leikur er að vonum fyrsta flokks.
Fjöldi frábærra leikara fer með
misstór hlutverk í myndinni og svo
virðist sem þessi virti leikari geti
valið sér samstarfsfólk eftir geð-
þótta. Handritið er heldur sundur-
laust og óþétt á köflum, og þótt slík
frásögn geti samræmst viðfangsefn-
inu líður myndin nokkuð fyrir það.
Buscemi virðist mikið niðri fyrir og
hefur afgerandi boðskap að flytja.
Myndin er raunsær harmleikur, og
því óhjákvæmilega bráðfyndin á
köflum, en alls staðar er grár veru-
leikinn að baki. Það er vonandi að
Buscemi haldi áfram á þessari
braut, því hans fyrsta mynd lofar
mjög góðu.
Guðmundur Ásgeirsson