Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fjallagarpar komnir heim frá Kazakstan
Morgunblaðið/Ásdís
PÉTUR Aðalsteinsson (t.v.) og Sigurður Ó. Sig-
urðsson voru hinir ánægðustu með leiðangurinn,
þótt þeir hefðu ekki náð á toppinn.
Veðrið setti
strik í
reikninginn
*
-'sri'
'-v /' Íil' •
___í__L_________________
Morgunblaðið/Sigurður Ó. Sigurðsson
LEIÐIN upp var ekki svo brött en mikill snjór
gerði það að verkum að ákveðin svæði voru mjög
erfíð yfirferðar.
„VIÐ fengum allt sem við vild-
um út úr ferðinni, nema að
komast á toppinn,“ sögðu
fjallagarparnir Pétur Aðal-
steinsson og Sigurður Ó. Sig-
urðsson við komuna til landsins
í gær, en þeir gerðu tilraun til
að klífa „Marmaravegginn“,
sem er 6.414 metra hár. Félag-
amir komust hæst í 5.300 metra
hæð og vom hinir ánægðustu
með allt, nema veðrið.
„Veðráttan hamlaði för okk-
ar á toppinn, það snjóaði marga
daga í röð, en leiðin upp á fjall-
ið er þannig að í henni em
ákveðnir flöskuhálsar sem ekki
er hægt að komast yfír eftir svo
mikla snjókomu," sögðu féfag-
arnir, en „Marmaraveggurinn"
er í Tien-Shan-fjalIgarðinum í
Mið-Austurlöndum. Þeir voru
þátttakendur í breskum tólf
manna leiðangri um þessar fá-
förnu slóðir. Aðeins er vitað um
tvo Breta og einn Bandaríkja-
mann sem hafa komist á tind
„Marmaraveggjarins", auk
rússneskra og japanskra fjall-
göngugarpa.
Allir tilbúnir í slaginn
Pétur og Sigurður segja að
leiðangrinum hafí verið sett
ákveðin tímamörk og eftir
fímm daga óveður og snjókomu
hafi ekki lengur verið hægt að
freista þess að komast á topp-
inn. „Snjóflóðahættan sem
myndast á Ijallinu er gífurleg
eftir jafn mikla snjókomu og
við lentum í, en það snjóaði um
50-60 cm á einni nóttu. Fjallið
þarf að jafna sig í u.þ.b. tvo
daga til þess að hægt sé að
ganga á það eftir slíka snjó-
komu. Tekin var ákvörðun um
að stofna ekki Ieiðangrinum í
hættu með því að ganga í fann-
ferginu svo við snérum við.“
Félagarnir segja veðrið hafa
verið mjög slæmt mest allan
tímann. Rofað hafi til í nokkra
daga, og þá hafí þeir komist
upp í fyrstu búðir, sem eru í
4.100 metra hæð. Síðan hafí
þeir komist í 2. búðir sem eru í
5.000 metra hæð. „Þar gerði
óveður aftur, við héldum samt
af stað áleiðis upp í 3. búðir en
sáum fljótlega að það gengi
ekki upp og snerum við.“
Þeir segja að hópurinn hafi
verið vel á sig kominn allan
tímann. Enginn hafí veikst al-
varlega og allir verið tilbúnir í
slaginn á sama tíma eftir aðlög-
unarferlið vegna hæðarinnar.
Þeir hafí verið vel undirbúnir
fyrir ferðina og lagt sig alla
fram. „Við erum sáttir, við
gerðum allt sem í okkar valdi
stóð en þættir sem við réðum
ekki við hömluðu för okkar á
toppinn," sögðu þeir að lokum
og voru glaðir að vera komnir
til íslands eftir tæpa mánaðar-
veru á ókunnum slóðum.
ísland með
augum Vigdísar
Vigdís
Finnbogadóttir
I BíGERÐ er að
gera heimilda-
mynd um Island
þar sem Vigdís
Finnbogadóttir
verður í aðal-
hlutverki. Að
myndinni
standa Norð-
maðurinn Pett-
er Wallace og
Islendingurinn
Ragnar Hall-
dórsson en báðir búa þeir og
starfa í Noregi. Þeir eru nú
staddir hér á landi til að funda
með Vigdísi um handritið, leita
að fjármagni og samstarfi hér á
landi og til að skoða tökustaði en
stefnt er að því að taka myndina
næsta sumar.
„Þetta verður mjög persónuleg
heimildamynd þar sem Vigdís
leiðir áhorfendur um sína staði á
Iandinu. Við höfum hitt hana og
talað um hvað hún vill sýna og
hvaða fólk hún vill tala við í
myndinni. Það er vitaskuld mjög
mikilvægt að hún taki þátt í að
semja handritið þar sem hún
leikur stórt hlutverk í þættin-
um,“ sagði Petter Wallace í sam-
tali við Morgunblaðið.
Wallace segir stöðu Vigdísar
vera ótrúlega sterka á Norður-
löndum, í raun sé litið á hana
sem persónugerving Islands og
því hafi verið rökrétt að biðja
hana um að leiða áhorfendur um
landið. „Ég held að það sé ekki
einn einasti Norðmaður sem
þekkir ekki Vigdísi," segir
Wallace og efast ekki um að það
sé áhugi fyrir hendi á Norður-
löndum og jafnvel víðar fyrir
þætti sem þessum.
Vigdís vinsæl í Noregi
Ragnar tekur undir með
Wallace þegar vinsældir Vigdísar
ber á góma. „Ég er viss um að
hún er einn þekktasti Norður-
landabúinn innan Norðurlanda.
Það er mjög gott að vera Islend-
ingur í Noregi og það er ekki síst
henni að þakka.“
Að sögn Ragnars hófst vinna
við verkefnið í mars en það er á
byijunarstigi ennþá. Verið er að
leita að fjármagni og samstarfi,
hér á landi sem og í Noregi og
annars staðar á Norðurlöndum.
„Við erum að undirbúa farveginn
við samstarfsaðila á Islandi. Við
vonumst auðvitað eftir að ein-
hverjir á íslandi hafi áhuga á
þessu verkefni og vilji styðja
það.“
Skoðanakönnun Gallups
um fylgi stjórnmálaflokka
Fylgi Sverris Her-
mannssonar 3,2%
FRAMBOÐ Sverris Hermannsson-
ar fengi 3,2% fylgi ef gengið væri til
kosninga nú. Þetta kemur fram í
könnun Gallup sem framkvæmd var
Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) álagningu veiðil
eftir tekjum
73,5%
47,7%
Andvígur
66,2%
-HvorMfylgj. né andv. eftir StarfSStétt
77,3%
61,4%
25,4%
75,5%
817,3%
17,0% H 17,1%
O'
n r
0-99 þús. 100-199 200-299 300 þús
og hærri
Verkafólk og Sjómenn Faglærðir Skrifstofu- Sérfræðingar
einföld þjón- og bændur iðnaðar- störf og fag-
ustustörf starfsmenn lærtverkaf.
Stjórnunar- Nemar Heimavinn-
störf og andi og ör-
atvinnurek. yrkjar
77,3% sjómanna styðja
veiðileyfagj ald
77,3% sjómanna og bænda eru fylgj-
andi því að lagt verði á veiðileyfa-
gjald. Þetta hlutfall er hærra en
meðal annarra starfsstétta, en með-
altalið er 67,9%. Mest andstaða við
veiðileyfagjald er meðal fólks sem
hefur lægstar tekjur. Þetta kemur
fram í skoðanakönnun Gallup, sem
gerð var fyrir Ríldsútvarpið.
Greinilegur mismunur er á af-
stöðu fólks til veiðileyfagjalds eftir
búsetu. 73,8% þeirra sem búa á höf-
uðborgarsvæðinu eru fylgjandi
veiðileyfagjaldi, en þetta hlutfall er
59,3% hjá þeim sem búa á lands-
byggðinni. Óverulegur munur er á
afstöðu kynjanna. 68,8% karla eru
fylgjandi veiðileyfagjaldi, en 66,2%
kvenna.
Minnstur stuðningur
meðal verkafólks
Minnstur stuðningur við veiði-
leyfagjald er hjá fólki sem hefur
lægstar tekjur. 47,7% þeirra sem
hafa tekjur undir 100 þúsund krón-
um á mánuði styður veiðileyfagjald,
en 20,5% eru hvorki fylgjandi eða
andvíg. Mestur stuðningur við veiði-
leyfagjald reyndist vera meðal
þeirra sem hafa 100-200 þúsund
krónur í laun á mánuði eða 73,5%.
Fylgið við veiðileyfagjald meðal
þeirra sem eru með yfir 200 þúsund
í laun var 67%.
Svipaða útkomu má lesa út úr
tölunum ef skoðuð eru svör eftir
aldri. Minnstur stuðningur er við
veiðileyfagjald í yngsta aldurs-
hópnum, 18-24 ára, eða 41,5% og
þar eru einnig talsvert margir óá-
kveðnir, 26,4%. Heldur meiri
stuðningur er við veiðileyfagjald í
aldurshópnum 25-34 ára eða 65,5%,
en mestur stuðningur er í aldurs-
hópnum 35-44 ára eða 75,2%.
Ef skoðaður er stuðningur við
veiðileyfagjald eftir stéttum kemur í
ljós að mestur stuðningur við gjaldið
er meðal sjómanna og bænda eða
77,3%, en minnstur mlmeðal nema
eða 35,7% og verkafóiks og fólks
sem vinnur þjónustustörf eða 61,4%.
Þess ber að geta að nemar, bændur
og sjómenn eru fámennustu hóparn-
ir í úrtakinu. 69,2% faglærðra iðnað-
armanna styðja veiðileyfagjald,
75,5% skrifstofufólks, 77,1% sér-
fræðinga ög 68,5% stjórnenda og at-
vinnurekenda.
dagana 11.-13. júní. Sverrir fékk
tæplega 7% fylgi í könnun Gallup í
maí.
Fylgi ríkisstjórnarinnar er 66,2%
en var 63,2% í síðustu könnun.
Stjórnarfiokkamir, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
bæta Ktillega við sig frá síðustu
könnun, fylgi Sjálfstæðisflokksins
eykst úr 44,9% í 46,7% og Fram-
sóknarflokksins úr 18,3% í 18,5%.
Fylgi sameiginlegs
framboðs eykst
Sameiginlegt framboð félags-
hyggjuflokkanna fær nú rúmlega
10% fylgi en hafði rösklega 6% í síð-
asta mánuði en ekki var spurt sér-
staklega um framboðið. Fyigi Al-
þýðuflokks og Aiþýðubandalags
minnkar lítillega en Aiþýðuflokkur
fengi 10,4% og Alþýðubandalag
8,3% væri gengið til kosninga nú.
Kvennalisti mælist með 3% fylgi
sem er aukning frá síðustu könnun
þegar hann mældist með 2,2% fylgi-
Rúmlega 20% svarenda voru 6á-
kveðnir eða neituðu að svara og
tæplega 7% myndu ekki kjósa eða
skila auðu ef kosið væri nú.
Úrtak könnunarinnar var 1.139
einstaklingar af öllu landinu á aldr-
inum 18-75 ára, valdir af handahófi
úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 71,1%
og skekkjumörk svara í könnuninni
eru á bilinu 1%-M%.
-------♦ ♦ ♦-------
Laugavegur-
inn opnaður
fyrir umferð
LAUGAVEGURINN verður opn-
aður fyrir umferð í dag eftir breyt-
ingar og endurbætur milli Frakka-
stígs og Barónsstígs. Ýmiss konar
frágangur er þó enn eftir og er mið-
að við að honum verði lokið í ágúst-
byrjun. Formleg opnun með hátíða-
höldum verður 6. ágúst að sögn
Stefáns Hermannssonar borgar-
verkfræðings.