Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
VERSLUNARMANNAHELGIN
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 11
verður ókeypis um verslunarmannahelgina.
Sérleyfisbflar Norðurleiðar verða með af-
sláttarverð til Skagastrandar um verslunar-
mannahelgina en ferðir verða alla dagana
milli Reykjavíkur og Skagastrandar.
Síldarævintýri
á Siglufirði
Síldarævintýri verður haldið í áttunda sinn
nú um verslunarmannahelgina á Siglufirði.
Sfldarævintýrið verður með hefðbundnu sniði
og hefst formlega klukkan fjögur fóstudaginn
31. júlí með tónlistarflutningi á Ráðhústorg-
inu, Miðaldamenn og fleiri hljómsveitir koma
fram og leikið verður á hannóniku.
A fóstudagskvöldið verður bi-yggjuknall í
umsjón Omars Hlynssonar og Sturlaugs Kri-
stjánssonar. Kveiktur verður varðeldur,
fjöldasöngur, kántrýdans og eldgleypir kem-
ur fram. Dansleikir verða á Hótel Læk þar
sem Miðaldamenn leika og í Bíó Sal spilar
hljómsveitin Tvöföld áhrif, hljómsveitirnar
leika á sömu stöðum á laugardagskvöld.
A laugardagskvöldið verður útidansleikur
á Ráðhústorginu með hljómsveitinni Sóldögg.
Fjölbreytt dagskrá verður allan laugardag-
inn, tónlistarveisla á torginu og sirkus,
sjóstangveiðimót, sildarsöltun, götuleikhús,
söngvakeppni barna í umsjón Línu
Langsokks og margt fleira. Dagskráin á Ráð-
hústorgi er öllum opin en greiða þarf að-
gangseyri inn á dansleikina og iyrir tjald-
svæði. Sérleyfisbflar fara frá Reykjavík til
Siglufjarðar fostudag og laugardag og frá
Siglufirði sunnudag og þriðjudag.
Halló Akureyri
Á Akureyri verður hátíðin Halló Akureyri
haldin í fimmta sinn um verslunarmanna-
helgina. Hátíðin verður sett klukkan 15
fimmtudaginn 30. júlí á Ráðhústorginu, þar
verður grillað, nokkrar hljómsveitir frá
Akureyri leika fyrir gesti og Páll Oskar tekur
lagið. Föstudag, laugardag og sunnudag mun
fjöldi hljómsveita og skemmtikrafta koma
fram á Ráðhústorginu. Páll Oskar og Casino
spila og hljómsveitirnar Seif, Hunang, Skíta-
mórall, Greifarnir, Sálin hans Jóns míns og
margar fleiri. Einnig koma fram dansarar frá
Dansskóla Sibbu, Leikhúsið 10 fíngur, söng-
konan Ingveldur Yr, töframaðurinn Pétur
pókus og gospelkór frá Noregi.
Fjöldi dansleikja verður bæði í Sjallanum
og KA-heimilinu. í Sjallanum verður Páll
Oskar á fimmtudagskvöld, Reggae on Ice og
Páll Oskar á fóstudagskvöld, Sálin hans Jóns
míns laugardagskvöld og Greifarnir sunnu-
dagskvöld. í KA-heimilinu verða Sálin hans
Jóns míns föstudagskvöld, Greifarnir laugar-
dagskvöld og Sálin aftur á sunnudagskvöld,
selt verður inn á hvern dansleik fyrir sig.
Gisting á KA-tjaldsvæðinu kostar 3.000
krónur frá fimmtudegi til mánudags, en
minna fyrir þá sem dvelja skemur. Lögð er
áhersla á öfluga öryggisgæslu á svæðinu, þar
verða m.a. hjúkrunarfræðingar á vakt og
tveir starfsmenn Stígamóta. Á fjölskyldu-
tjaldsvæði Þórs er lögð áhersla á góða þjón-
ustu. Snyrtiaðstaða er á svæðinu með sturt-
um, gufu og pottum. Þar eru einnig stór grill
og við þau borð og stólar. Gisting á svæði
Þórs kostar 3.000 krónur fyrir alla helgina,
frá fimmtudegi, en er lægri fyrir þá sem
koma síðar á svæðið.
Skátafélagið Klakkur sér um rekstm- tjald-
svæðis í Kjamaskógi, þar verður fjölbreytt
dagskrá fyrir fjölskylduna, leikir, ævintýraferð
og kvöldvaka auk þess sem leiktæki era á
svæðinu. Neysla áfengis er bönnuð á tjald-
svæðinu í Kjamaskógi. Oll dagskrá á svæðinu
er innifalin í dvalargjaldi sem er fyrir 14 ára og
eldri 2.400 krónur frá miðvikudegi til mánu-
dags en lægra fyrir þá sem dvelja skemm-.
Fyrir böm yngri en 14 ára kostai' 300 krónur.
Strætisvagn gengur milli Kjarnaskógar og
Ráðhústorgs. Rútuferðir era alla dagana mflli
Reykjavíkur og Akureyrar og boðið er upp á
sérstakt afsláttarverð íyrir þá sem kaupa sér
far fram og til baka á Halló Akureyri.
Ferða- og fjöl-
skylduhelgi í
Mývatnssveit
Sérstök ferða- og fjölskylduhelgi verður
um verslunarmannahelgina í Mývatnssveit.
Boðið er upp á gönguferð frá Garði í Selja-
hjallagil og þaðan meðfram Lúdents- og
Þrengslaborgum og endað í Dimmuborgum.
Einnig verður farið að Kröflu og gengið um
Leirhnjúkasvæðið en nokkrar rútuferðir eru
daglega að Kröflu. Farið verður í skoðunar-
ferð í Lofthelli og boðið er upp á bátsferð
milli Skútustaða og Reykjahlíðar. Einnig
verður hægt að fara í hesta-, veiði- og fjalla-
hjólaferðir. Á laugardagskvöldinu verður
dansleikur með hljómsveitinni Mannakorn og
varðeldur á sunnudagskvöld. í Reykjahlíð
verða einnig sumartónleikar og uppákomur í
Selinu og Gamla bænum.
Miðað er við að fjölskyldufólk geti komið og
notið náttúrufegurðar í friði og ró og nýtt sér
þá afþreyingu sem hverjum hentar en hugað
verður að yngstu kynslóðinni með sérstökum
uppákomum. Tjaldsvæði eru í Reykjahlíð, í
Vogum, við Grænavatn og á Skútustöðum en
tíðar rútuferðir verða um sveitina um versl-
unai-mannahelgina.
Vopnaskak á
Vopnafirði
Vopnaskak og Vopnafjarðardagar eru
orðnir ái'viss viðburður á Vopnaftrði. Vopna-
fjarðardagar hefjast 25. júlí á hagyrðinga-
kvöldi undir kjörorðinu „Með íslenskuna að
vopni“. Skemmtunin hefst kl. 21:00 í íþrótta-
húsinu á Vopnafirði. Stjórnandi hagyrðingá-
kvöldsins er Karl Ágúst Úlfsson. Einnig
verða flutt lög eftir vopnfirska höfunda. Á
Vopnafjarðardögum er frítt inn á tjaldstæði
en selt inn á einstaka liði og er aðgangseyrir á
hagyrðingakvöld 1.200 krónur.
Eitthvað er um að vera alla daga hátíðar-
innar, má þar nefna íþróttamót af ýmsu tagi,
siglingu í Fuglabjarganes, óvissuferð og
sagnakvöld. Bustarfellsdagur eða starfsdagur
verður sunnudaginn 3.8. frá 14 til 17, þar
verða eldsmiðir, heyskapur, útileikir, unnið
inni í bæ, þar verða einnig kaffi, lummur og
harmóníkuleikur.
Boðið verður upp á fjölskyldudagskrá á
planinu við frystihúsið og í félagsheimilinu
Miklagarði föstudag, laugardag og sunnudag,
þar koma m.a. fram íþróttaálfurinn úr Lata-
bæ, Skítamórall, Greifarnir og Disneyhópur-
inn, boðið verður upp á leiki fyrir börnin, and-
litsmálun og leiktæki eru á svæðinu við frysti-
húsið, ókeypis aðgangur er á fjölskylduhátíð-
irnar en dagskráin er breytileg milli daga.
Dansleikur verður með Greifunum fóstu-
dagskvöld, Skítamóral laugardagskvöld og
Reggae on Ice á sunnudagskvöld. Dansleik-
irnir fara allir fram i Miklagarði og er að-
gangseyrir á hvern þeirra 2.000 krónur, for-
sala aðgöngumiða verður í anddyri frysti-
hússins fimmtudaginn 30.7. og 31.7. frá
klukkan 17 til 19. Krafist verður nafnskír-
teina og foreldrar era beðnir að senda ekki
börn yngri en 16 ára á Vopnaskak nema í
fylgd með fullorðnum.
Neistaflug ‘98
Neskaupstað
Fjölskylduhátíðin Neistaflug ‘98 verður
haldin í sjötta sinn um verslunarmannahelg-
ina. Ferðamálafélag Norðfjarðar hefur haldið
hátíðina frá upphafi, en hún er nú haldin í
fyrsta skipti í sameinuðu sveitarfélagi á mið-
fjörðunum.
Frítt er inn á svæðið og tjaldstæði eru
ókeypis en selt verður inn á innidansleiki. I
Neskaupstað er hægt að fara í sund, golf eða
siglingu um Norðfjarðarflóann með Fjarðar-
ferðum. Þar gefst tækifæri til að skoða
Nípuna, hæsta strandberg landsins, eða eyði-
firðina tvo, Hellisfjörð og Víðfjörð, ásamt
Rauðubjörgum og fleiru. Einnig er hægt að
skoða Náttúrugripasafn Neskaupstaðar, fara
á málverkasýningar og tónleika.
Á Neistaflugi verða hljómsveitirnai- Skíta-
mórall, Karma, Reggae on Ice, Valgeir Guð-
jónsson, Orvar Kristjánsson, Shape og Butt-
ercup. Þar verða einnig íþróttaálfurinn og
fleiri úr Latabæ og Hálandaleikar verða
haldnir þar sem almenningi gefst kostur á að
taka þátt í kraftakeppni sem Hjalti Úrsus og
Andrés Herkúles stjórna. I Egilsbúð verða
dansleikir öll kvöldin, heimamenn skemmta á
föstudagskvöldið, Karma laugardagskvöld og
Skítamórall sunnudagskvöld.
Kirkjubæjar-
klaustur
Á Kirkjubæjarklaustri verður dagskrá fyrir
fjölskyldufólk um verslunarmannahelgina.
Guðsþjónusta verður á Núpsstað, útimarkað-
ur og harmónikuleikur, gönguferðir og sögu-
stundir, dansleikir og línudans utandyra fyrir
alla fjölskylduna, hljóðfæragerð með bömum
og andlitsmálun. Sest verður við varðeld með
tilheyi'andi fjöldasöng og flugeldum. Hægt
verður að stunda ýmsar íþróttir, t.d. götubolta
og sund, róðrarkeppni verður og stutt er að
fara í golf, veiði eða á hestaleigur.
Vík í Mýral
I Vík í Mýrdal verður ýmislegt í boði fýrir
fjölskylduna um verslunai-mannahelgina. Á
tjaldsvæðinu er eldunaraðstaða og sundlaug,
stutt er í hestaleigur og golfvöll. A tjaldsvæð-
inu verður komið saman við varðeld á kvöldin.
Frá Vík er hægt að fara í ferðir með hjóla-
bátnum í Reynisdranga og Dyrhólaey og
stuttar sjóstangveiðiferðir og útsýnisflug.
Einnig verður hægt að fara í jeppaferðir og
gönguferðir með leiðsögn og trukkaferðir um
Mýrdalsafrétt.
Fjölskylduhátíð
Flugmálafélagsins
í Múlakoti
Eins og undanfarnar verslunarmannahelg-
ar koma flugáhugamenn og fjölskyldur þeiira
saman til hátíðahalda í Múlakoti. Á mótinu
gefst fólki kostur á að sjá margar þekktar
flugvélar og aðrar sem telja má óvenjulegar.
Farið er í útsýnisflug um nágrenni Múla-
kots. Dalir og skriðjöklar Eyjafjallajökuls og
Mýrdalsjökuls eru skammt undan og þykir
flug yfir þá og Þórsmörk ógleymanlegt. Ef
veður leyfir verða svifflugmenn með kennslu-
svifflugu. Á sérstakri dagskrá fyrir börn
verður m.a. keppni í svifflugi, auk margra
óvenjulegra leikja. Sérstök flugíþróttadag-
skrá verður. Meðal íþróttagreina verður lend-
ingakeppni og hveitipokakast.
Á laugardagskvöldinu verður kvöldvaka og
sameiginlegur kvöldverður Grillmeistaranna.
Allir sem gista í Múlakoti um helgina eiga
kost á að hreppa veglegan happdrættisvinn-
ing. Þeir sem koma fljúgandi á hátíðina geta
haft samband við mótsstjórn á tíðninni 118.1
sem hér segir: Föstudagur 31.7. 17:00-21:00,
laugardagur 1.8.10:00-20:00, sunnudagur 2.8.
10:00-20:00, mánudagur 3.8.11:00-15:00.
Á staðnum verður selt bensín á flugvélarnar.
Landsmót hvíta-
sunnumanna
Kirkjulækj arkoti,
Fljótshlíð
Hvítasunnumenn halda sitt árlega lands-
mót um verslunarmannahelgina í Kirkju-
lækjarkoti, Fljótshlíð. Mótið verður sett
fimmtudagskvöldið 30. júlí og því lýkur að
morgni mánudagsins 3. ágúst. Dagskrá móts-
ins verður fjölbreytt. Mikill og líflegur söng-
ur einkennir samverustundirnar ásamt góðri
fræðslu og fyrirbænaþjónustu. Kvöldvökur
verða haldnar fyrir yngri kynslóðina, kveikt-
ur varðeldur auk fjölda annarra atriða. Sér-
stakur gestur mótsins verður Daníel Karlsen
frá Noregi.
Samhliða mótinu verður sérstakt mót fyrir
bömin og er þetta sjötta árið í röð sem sá
háttur er hafður á. Þar verður boðið upp á
leiki, fóndur og fræðslu auk brúðuleikhúss. Á
barnamótinu verður dagskrá fyrir börnin all-
an daginn og gæsla fyrir yngstu börnin á
meðan á samkomum stendur.
I Kirkjulækjarkoti reka hvítasunnumenn
safnaðarmiðstöð og þar er aðstaða til sam-
komuhalds. Skálinn rámar á annað hundrað
manns í gistingu. Næg tjaldstæði eru á svæð-
inu og aðstaða fyrir tjaldvagna og húsbíla.
Samkomurnar verða haldnar í nýju sam-
komuhúsi sem verið er að reisa og barnamót-
ið mun fara fram í stóra samkomutjaldi.
Bindindismótið
1 Galtalæk
Bindindismótið í Galtalæk verður nú haldið
í 31. sinn. Dagskráin er miðuð við að öll fjöl-
skyldan finni eitthvað við sitt hæfi. Á föstu-
dags-, laugardags- og sunnudagskvöld verða
dansleikir bæði á palli og í kúlu, þar munu
hljómsveitirnar Á móti sól, Saga Class og Sp-
ur halda uppi fjörinu. Laugardag og sunnu-
dag verða barnadansleikir á palli. Einnig
verður skemmtidagskrá á palli þar sem
Smaladrengir, Magnús Scheving, Dóra og
Benni og fleiri skemmta, söngvarakeppni
bama verður á laugardeginum og keppt verð-
ur í ökuleikni. Kvöldvökur og fjöldasöngur
verða og flugeldar og varðeldur á laugardags-
kvöldi. Séra Pálmi Matthíasson messar undir
berum himni klukkan 14 á sunnudeginum.
Á svæðinu eru veitingahús, verslun, tívolí,
leiktæki og hestar og margt fleira.
Miðaverð fyrir 16 ára og eldri er 5.000
krónur en 4.300 krónur í forsölu, fyrir ung-
linga 13-15 ára kostar miðinn 4.000 krónur
og 3.300 krónur í forsölu, frítt er inn á svæðið
fyrir börn 12 ára og yngri. Forsala miða er í
Seglagerðinni Ægi, Everest, Skeifunni 6, og
á Umferðarmiðstöðinni. Sætafei'ðir verða alla
dagana milli Reykjavíkur og Galtalækjar-
skógar og hægt verður að kaupa pakkaferðir
á afsláttarverði á Umferðarmiðstöðinni.
Þjóðhátíð í Eyjum
Vestmannaeyingar halda að venju þjóðhá-
tíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Dag-
skráin er hefðbundin og verður formlega sett
klukkan hálfþrjú á föstudaginn. Frá klukkan
eitt til þrjú á föstudaginn verða leikin létt lög
í Dalnum og Götuleikhús Vestmanannaeyja
dreifir gjöfum frá þjóðhátíðarnefnd.
Alla dagana er barnadagskrá, á Brekku-
sviði á föstudaginn en á Tjarnarsviði laugar-
dag og sunnudag. Þeir sem skemmta börnun-
um era Hálft í hvoru, Litlu lærisveinarnir,
Brúðubíllinn, Leikhúsið 10 fingur og Fim-
leikafélagið Rán. Ovænt uppákoma verður á
föstudeginum og söngvakeppni á laugardeg-
inum, barnaböll eru alla dagana. Leiktæki
verða á Fjósaflöt alla helgina fyrir börnin og
er aðgangur að tækjunum frír.
Á þjóðhátíð koma fram margar hljómsveit-
ir bæði á kvöldvökum, tónleikum og dans-
leikjum, meðal þein-a eru Stuðmenn, 8-villt,
Geirmundur Valtýsson, Á móti sól, Páll Ósk-
ár og Kasínó og Land og synir. Árni Johnsen
stjórnar Brekkusöng yfir varðeldinum á
sunnudagskvöldið og á miðnætti verður flug-
eldasýning á Fjósakletti.
Hægt er að kaupa miða í forsölu í Spai'i-
sjóði Vestmannaeyja frá 20. til 27. júlí og er
verðið þá 6.500 krónur. Frítt er fyrir börn til
fjórtán ára aldurs, unglingar 14-15 ára borga
3.500 krónur inn og fyrir 16 ára og eldri kost-
ar 7.000 krónur inn. Herjólfur, Flugfélag ís-
lands og Flugfélag Vestmannaeyja bjóða upp
á pakkaferðir, þ.e. far fram og til baka og að-
göngumiða á þjóðhátíð. Pakkamiðar á þjóð-
hátíð með Herjólfi eru seldir á Umferðannið-
stöðinni en sætaferðir verða milli Reykjavík-
ur og Þorlákshafnar.