Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Arnaldur
SIGURÐUR Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinnar hf. á
ísafirði, fyrir framan Stapavík AK sem nú er í smfðum í stöðinni. Á
síðustu tveimur árum hefur stöðin einnig smíðað og afhent Reykja-
borg RE og Sandvík SK.
Framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar-
innar hf. á Isafírði
Ekki alltaf ódýr-
ara að flytja inn
skipsskrokka
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þokast hægt í
lvðræðisátt
Biðstaða einkennir stjórnmálaástandið í
Mexíkó nú, að mati dr. Ignacio Sosa AI-
varez, sérfræðings við Mexíkóháskóla.
Sosa bindur þó vonir við að nú hilli undir
lok hálfrar aldar valdaskeiðs stjórnar-
flokksins, PRI, og telur að einn vinsælasti
stjórnmálamaður Mexíkó, Cuauhtemoc
Cardenas, kunni að leika lykilhlutverkið.
Stefán A. Guðmundsson fréttaritari Morg-
unblaðsins, ræddi við Sosa.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Skipa-
smíðastöðvarinnar hf. á ísafirði
segir að framleiðniaukning í skipa-
smíði skili sambærilegu verði á ný-
smíðum og ef skipsskrokkar eru
fluttir til landsins frá Póllandi.
Hann telur að fullyrðing forsvar-
manna skipasmíðastöðvarinnar Ós-
eyjar hf. um að innfluttir skrokkar
skili helmingi lægra verði, eigi ekki
við rök að styðjast.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Skipasmíðastöðvarinnar hf. á
Isafirði, segir að möguleiki á inn-
flutningi skipsskrokka til full-
vinnslu hér heima hafi oft verið
skoðaður undanfarin ár. Þá hafi
menn komist að tvenns konar nið-
urstöðu. „Við skoðuðum þetta ekki
í neinum hálfkæringi eins og sumir
virðast telja. Okkar mat var að ef
aðstaða til skipasmíða væri ekki
nógu góð væri góður kostur að
flytja inn skrokka. Ef menn hefðu
hins vegar góða aðstöðu og færu út
í framleiðniaukandi aðgerðir væri
það vænlegur kostur einnig. Efnis-
kostnaður er ekkert minni í Pól-
landi en hér heima. Eini munurinn
er sá að vinnuaflið er ódýrara í Pól-
landi. Við tölvuvæddum hönnun á
stálvinnu og rafvæddum skurðinn
á stáli. Þannig vinnum við verkið
fljótar og einfaldar og fækkum
vinnustundum, þannig að verðið á
nýsmíðinni er sambærilegt við það
og ef skrokkurinn er fluttur inn.“
Skrokkurinn aðeins 10-20% af
heildarverðinu
Skipasmíðastöðin hf. á Isafirði er
nú að smíða þriðja bátinn á tveimur
árum og segir Sigurður að náðst
hafi mikil framleiðniaukning á
skrokkhluta smíðinnar. „Skrokk-
amir eru reyndar ekki nema
10-20% af bátsverðinu. Eina leiðin
til að ná lægra verði á þessari stærð
af bátum er að bjóða einfaldari bún-
að. Búnaðurinn í svona bátum veg-
ur um 60% af bátsverðinu. Jafnvel
þó að það væri helmingi ódýrara að
smíða skrokkinn sparast ekki nema
um 5% af öllu bátsverðinu.
Engin töfralausn
Ég tel auk þess að það felist
óhagræði í því fyrir okkur að fá
skrokkana heila og lokaða. Við
smíðum skipin í hlutum og innrétt-
um hvern hluta sérstaklega en lok-
um ekki skipinu fyrr en á síðustu
stundu. I því felst ákveðið vinnu-
hagræði," segir Sigurður.
Sigurður segir að fyrir ókunn-
uga kunni að líta út fyrir að menn
hafi komist í álnir með því að flytja
inn skrokkana frá Póllandi. „En
það er með skipasmíðaiðnaðinn
eins og annað að það eru ekki til
neinar töfralausnir. Með þessu er
ég alls ekki að segja að við höfum
valið betri leið, heldur eru hér tvær
jafngildar leiðir.“
í CHIAPAS-héraði í Mexíkó stend-
ur í raun yfir stríð, þótt langt sé um
liðið síðan það komst síðast á síður
heimsblaðanna. Síðastliðið ár hefur
ekkert þokast í samkomulagsátt þar
en rúm fjögur ár eru liðin frá því að
zapatistaherinn sagði stjórnvöldum
í Mexíkó stríð á hendur. Dr. Ignacio
Sosa Alvarez, sem er sérfræðingur í
þjóðernishyggju í Rómönsku Amer-
íku og kennir við Ríkisháskólann í
Mexíkóborg, segir ástandið í hérað-
inu dæmi um vald hersins í landinu.
Þrátt fyrir að hvorki gangi né reki,
bindur Sosa vonir við að miklar
breytingar verði í lýðræðisátt á
næstu árum í Mexíkó.
Átökin í Chiapas-héraði snúast
ekki aðeins um skiptingu og eignar-
rétt jarða, heldur líka um baráttu
fyrir pólitísku lýðræði í landinu og
sjálfsstjórnarréttindum indíána-
samfélaga. Sosa segir að fyrir ári
hafi náðst samkomulag um að
samningarnir sem undirritaðir voru
um sjálfstjómarréttindi indíána,
færu fyi'ir þingið svo hægt væri að
lögfesta þá. Þegar á hafi reynt hafi
forsetinn, Emesto Zedillo, hins veg-
ar neitað að viðurkenna samning-
ana þar sem þeir væra fullir af
„tæknilegum villum" og að sjálfs-
stjórn indíánanna myndi leiða til
sömu vandamála og í gömlu Jú-
góslavíu.
„í rúmt ár hefur forseti landsins
talað um að setjast þurfí niður og
ræða mál, sem þegar hafa verið
rædd. Auðvitað hefur Marcos, leið-
togi zapatistahersins, lýst vanþókn-
un sinni á þessum vinnubrögðum
forsetans og spurt, eins og margir
almennir borgarar, af hverju setjast
þurfi að nýju að samningaborðum
og ræða það sem þegar hafi verið
samþykkt?“
Marcos rýfur þögnina
Marcos rauf fyrir skemmstu um
hálfs árs þögn sína, er hann sagði
stjórnvöld standa fyrir hernaði á
hendur indíánum og skæraliðum og
lýsti því yfir að viðræður við full-
trúa ríkisstjórnarinnar væra gagns-
lausar. Þá höfðu talsmenn hennar
gefið í skyn að þeir hefðu verið til-
búnir að ræða málin en ekki
zapatistaherinn.
Sosa segir að herinn standi að
baki hinni pólítísku umræðu og
samningagerð. Allt frá upphafi
zapatista uppreisnarinnar í byrjun
1994, hafi herinn minnt á nærveru
sína, klofíð índíánasamfélögin í
tvennt, í þá sem séu hliðhollir ein-
ræðisflokknum PRI og þá, sem
styðji zapatistaherinn. Þá hafa verið
fjármagnaðar vopnaherferðir úr
fyrrnefndu samfélögunum í þau síð-
amefndu með skelfilegum afleiðing-
um. Er þar skemmst að minnast
Chenalhó-morðanna, er 45 manns
var slátrað er þeir komu úr kirkju
skömmu fyrir síðustu jól.
Árið 2000 þýðingarmikið
Aðspurður um þróun mála á
næstu áram, segist Sosa telja árið
2000 mjög þýðingarmikið. „Ríkis-
stjómin mun augljóslega ekki taka
upp á því að framfylgja kröfum
zapatistahersins, fyrst það hefur
ekki enn gerst. Marcos vinnur tíma
með þögn sinni og undirbýr sig fyr-
ir forsetakosningarnar sem fara
fram árið 2000.
En flokkur Cuauhtemoc Car-
denas, borgarstjóra Mexíkóborgar,
PRD, sem er helsti stjómarand-
stöðuflokkurinn, er talinn eiga
möguleika á því að vinna forseta-
embættið ekki síst ef Cardenas gef-
ur kost á sér. Zapatistaherinn og
PRD hafa unnið saman og ég tel að
það séu meiri möguleikar á því að
Marcos nái sínu fram ef PRD vinn-
ur.“
Sosa leggur áherslu á að uppreisn
zapatistahersins sé ekkert eins-
dæmi í Mexíkó. Aðrar indíánaupp-
reisnir hafi átt sér stað eftir 1994.
Má þar nefna uppreisnina sem ERP
hreyfingin stendur fyrir í fylkjunum
Guerrero og Oaxaca. ERP berst
fyrir svipuðum málefnum og
zapatistaherinn, en hefur ekki tek-
ist að ávinna sér jafnmikla samúð
almennings og Marcosi og félögum.
Vonir bundnar við Cardenas
Sosa segir að miklu máli skipti að
indíánasamfélög, sem Mexíkóstjórn
hefur ekki viðurkennt opinberlega
og hafa þar af leiðandi engin samfé-
lagsréttindi, dragi ekki einungis í
efa þá kenningu að sérhver Mexík-
ani sé „mestizo", þ.e. kynblendingur
hvíts manns og indíána, eins og rík-
isstjórnin vill halda fram. Þá sé ekki
síður mikilvægt að þau haldi fast við
að þau séu ekki lengur minnihluta-
hópur og þar af leiðandi afl, sem
ekki er lengur hægt að hunsa.
Sosa ber borgarstjóra Mexíkó-
MICHAEL McCurry, fréttafulltrúi
Bandaríkjaforseta, mun láta af störf-
um í október nk., að því er Bill Clint-
on forseti tilkynnti í gær. Brotthvarf
McCmTys var reyndar bæði best og
verst varðveitta leyndarmálið í Was-
hington, vitað var að hann hugsaði
sér til hreyfmgs, en tímasetningunni
var haldið vandlega leyndri.
Fregnir herma að McCurry hafí
frestað brottför sinni í janúar sl.
borgar Cuauhtemoc Cardenas, sem
vann frækilegan sigur yfir einræðis-
flokknum PRI í síðustu kosningum,
vel söguna en Cardenas nýtur mik-
illa vinsælda meðal almennings.
„Hann er einn af fáum hreinskilnum
stjórnmálamönnum sem til era í
Mexíkó, ef það er á annað borð
hægt að tala um hreinskilinn stjórn-
málamann. Hann lofar ekki krafta-
verkum, loforð hans einkennast af
raunsæi. Hann keyrir sjálfur í vinn-
una og er aldrei með lífverði, sem
þykja undur og stórmerki í Mexíkó
og hann hlustar á fólk hvar sem
hann kemur.
En vinsældir hans byggjast þó
umfram allt á því að hann er sonur
helstu þjóðhetju landsins, Lazaro
Cardenas, fyrrverandi forseta, sem
þjóðnýtti olíuna á fjórða áratugn-
um. Fari hann í forsetaframboð árið
2000 fyrir stjórnarandstöðuflokkinn
PRD, mun ættamafnið koma hon-
um til góða.“
Ekki hætta á borgarastyrjöld
Sosa heldur því fram að gamli
einræðisflokkurinn PRI sem hefur
verið ráðandi í landinu í 70 ár kunni
að vera að renna sitt skeið. „PRI
hefur tapað miklu fylgi undanfarin
ár og hefur veikst. Margir flokks-
manna hans vilja ganga til liðs við
PRD. Tapi PRI i kosningunum árið
2000, tel ég að hann kunni að hverfa
af sjónarsviðinu, þótt það verði ekki
hljóðalaust."
Aðspurður segist Sosa ekki telja
hættu á því að borgarastyrjöld
brjótist út ef PRI tapar kosningun-
um. „í höfuðborginni og fylkjum
sem þeir hafa misst á síðustu árum
hefur ekki komið til alvarlegra þjóð-
félagsátaka eins og PRI flokkurinn
hélt fram að myndi gerast. En það
verður auðvitað erfitt fyrir flokkinn
að kyngja því að missa forsetaemb-
ættið.“
Sosa óttast ekki að PRD taki upp
sömu stjómarhætti og PRI, komist
flokkurinn til valda. „Forsetaemb-
ættið 1 Mexíkó í dag er sérstakt að
því leyti að forsetinn velur eftir-
mann sinn. Hinn almenni kjósandi
gerir það ekki. Vinnubrögð PRD
era lýðræðisleg, t.d. er gengið til
kosninga en það brýtur í bága við
hefð gamla einræðisflokksins. Ef
PRI flokkurinn tapar í næstu for-
setakosningum, þá mun þetta kerfi
falla úr gildi og mikið af þeirri spill-
ingu og stöðnun sem hafa fylgt því.
Stjómmálamenn þurfa þá að taka
upp leikreglur lýðræðisins þar sem
hinn almenni kjósandi hefur allt að
segja.“
þegar fjölmiðlar sóttu mjög að Clint-
on vegna rannsóknar sérstaks sak-
sóknara, Kenneths Starrs, á meintu
misferli forsetans og sambandi við
Monicu Lewinsky. The Washington
Post hefur eftir vinum McCurrys að
þá hafl hann ekki viljað að svo liti út
sem hann væri að flýja sökkvandi
skip. Við starfi McCurrys tekur nú-
verandi aðstoðarmaður hans, Joseph
Lockhart.
Barningur
SLÆMT veður á loðnumiðun-
um síðustu daga hefur gert sjó-
mönnum lífið leitt en þeir gera
sér vonir um betri veiði með
batnandi veðri á næstu dögum.
Veiðisvæðið er nú norður af
Kolbeinsey, um 20 mílur norð-
an við landhelgislínu Islands og
Grænlands. Víkurberg GK
landaði 880 tonnum á Vopna-
firði í gær og var á leið á miðin
á ný þegar Morgunblaðið
ræddi við Magnús Þorvaldsson
skipstjóra.
„Þetta hefur verið barningur
en þó er nú farið að sjást eitt
og eitt ætilegt kast. Það getur
á loðnunni
vel verið að loðnan sé að þétta
sig en það kemur í Ijós á næstu
dögum ef veðrið skánar. Það
virðist vera nokkuð af loðnu á
þessu svæði en hún hefur hald-
ið sig djúpt síðustu daga, nema
rétt yfir blánóttina. Loðnan er
þokkaleg og það var áta í hluta
farmsins sem við vorum að
landa. Hins vegar veiddist átu-
laus loðna fyrir fáum dögum.
Við erum því að vona að hún
hafí fundið átu og þá ætti veið-
in að skána. Þetta er svipað
göngumynstur og var árið 1993
en þá var mjög góð veiði allt
sumarið,“ sagði Magnús.
McCurry hættir
€
I
4
a
Æ
,
€
C
Æ
1
4
4
r'.
4
4
í
I
C
i
I
í
í
i
i
U
(