Morgunblaðið - 25.07.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 1 7 ERLENT Öngþveiti á mið- hluta Manhattan Rannsókn í Bretlandi á meðferð alvarlegra brunasára Hefðbundin meðferð sögð vera varasöm? London. The Daily Telegraph, Reuters. HEFÐBUNDIN meðferð alvar- legra brunasára á fullorðnum og börnum kann að hafa valdið dauða mörg þúsund sjúklinga í Bretlandi, að því er segir í nýrri skýrslu. Læknar, sem rannsakað hafa notk- un á albúmín-prótíni, vilja að hætt verði að meðhöndla sjúklinga með því, nema þá sem taki þátt í vel skil- greinum rannsóknarverkefnum. Þrjátíu tilraunir leiddu í ljós að hættan á að sjúklingur sem með- höndlaður var með lyfinu létist, var sex prósentum meiri en ef hann var ekki meðhöndlaður með því. Niður- stöður rannsóknarinnar eru birtar í British Medical Joumal, og nefnd um öryggi læknismeðferða í Bret- landi hefur kallað til hóp sérfræð- inga til að kanna niðurstöðurnar í smáatriðum, að sögn breska heil- brigðisráðuneytisins. Notkun albúmíns verði þó ekki hætt. Um 100 þúsund sjúklingar eru meðhöndlaðir með albúmíni árlega í Bretlandi og hefur það verið notað þar í yfir 50 ár. Það er einnig notað hér á landi, eins og viðast hvar í heiminum. Albúmín er gefið í æð gegn alvarlegu prótíntapi af völdum slysa og bruna. Samkvæmt rann- sókn bresku læknanna getur það þó valdið því að vatn safnist fyrir í vefj- um, og ef slíkt gerist í lungum sé sjúklingum hætt við köfriun. Það var dr Ian Roberts, yfirmað- ur bamaheilsugæslu við Bamaspít- alann í London (Institute of Child Health), sem veitti rannsókninni forstöðu. Roberts er einnig meðlim- ur í Cochrane-hópnum, alþjóðlegu samstarfi lækna um mat á hefð- bundnum og nýjum meðferðum. „Ég myndi ekki vilja láta með- höndla mig með albúmíni," sagði Roberts. „Þetta er hefðbundin með- ferð og niðurstöðurnar komu okkur veralega á óvart.“ Roberts sagðist telja skynsam- legt að í ljósi rannsóknanna yrði notkun albúmíns endurskoðuð. Þó bæri að túlka niðurstöður rann- sóknanna með varúð vegna þess að þær hefðu verið gerðar á tiltölulega litlum hópi illa haldinna sjúklinga, alls 1.419 talsins, og af þeim hefðu aðeins fáir látist. ALGERT öngþveiti hefur verið í umferðinni á miðju Manhattan í New York í kjölfar slyss á bygg- ingarstað þar fyrr í vikunni. Er fjölda gatna lokað, m.a. hluta Broadway, svo Times Square. Svæðið sem lokað er, er í kring- um 42. stræti, á milli 5. og 8. breiðgötu, en milljónir ferða- mamia leggja leið sína þangað á ári hverju. Ekki er ljóst hvenær umferð á Manhattan kemst í eðli- legt horf að nýju. Á þriðjudag lést kona er lyfta, byggingapallar og -kranar við há- hýsi, sem í byggingu við 42. stræti hrundu. Kraninn féll á hús við 44. stræti og komast um 600 manns ekki heim til sín þar sem ekki er talið óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Samkvæmt frétt The New York Times fær fólk ekki að ná í helstu nauðsynjar, en dæmi er um að íbúarnir komist hvorki til að sinna gæludýrm né ná í nauðsyn- leg lyf. Þá er sagt frá manni sem fór út að skokka skömmu áður en slysið varð og stendur hann nú uppi á íþróttagallanum og getur ekki orðið sér úti um fé þar sem hann er skilríkjalaus. Umferð hefur verið takmörkuð á stóru svæði að hluta til frá 40. og að 48. stræti, og hefur það skapað öngþveiti á götum í kring, að sögn Halldóru Ingþórsdóttur, sem starfar í borginni, skammt frá byggingastaðnum. Segir hún ástandið í borginni með ólíkind- um, þar sem mannmergðin á þeim götum sem ganga megi um, sé engu lík. Þá komi ástandið niður á ferðamönnum, þar sem verslan- ir og leikús á Broadway séu lok- uð, svo og þekktasta torg borgar- innar, Times Square. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna Irakar neita að afhenda gögn New York. Reuters. I BRÝNU sló á milli vopnaeftir- litsmanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og stjórnvalda í írak er hinir fyrrnefndu sökuðu íraka um að láta ekki nauðsynleg gögn af hendi. Að sögn Richards Butler, sem fer fyrir eftirlitsmönnum SÞ, komu írakar 18. júlí sl. í veg fyrir að eft- irlitsnefndin fengi í hendur skjal sem geymir upplýsingar um stað- setningu hergagna sem notuð voru í stríðinu gegn íran 1980-1988 og geta hugsanlega geymt efna- eða sýklavopn. Butler segir upplýsingamar nauðsynlegar til þess að staðreyna hvort vopnin séu enn í írak. Gripið var til þess ráðs að inn- sigla skjalið þar til Butler fer til fundar við Tareq Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra íraks, 2. ágúst næst- komandi. Skjalið fannst við rannsókn í höf- uðstöðvum Flughers íraks en vopnaeftirlitsnefnd SÞ hefur getað sinnt störfum sínum með eðlilegum hætti frá því í febrúar að Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri SÞ, samdi um aðgang að mikilvægum hernað- aramnnvirkjum við Saddam Hussein, forseta íraks. Nýr utanríkismálatalsmaður ESB Bildt talinn lík- legur í embættið CARL Bildt er talinn eiga góða möguleika á að taka fyrstur við hinu nýja embætti utanríkismálatals- manns Evrópusambandsins (ESB), sem ákveðið var að stofna með gild- istöku Amsterdam-sáttmálans svo- kallaða um næstu áramót. Frá þessu greindi sænska blaðið Finans Tidn- ingen í gær. Á leiðtogafundinum í Amsterdam í júní í fyrra var ákveðið, sem liður í því að efla sameiginlegu utanrílds- og öryggismálastefnuna, að koma á fót embætti sérstaks talsmanns sam- bandsins í utanríkismálum. Embættið á að heyra undir ráðherraráðið og virka sem eins konar framgerð ESB- utanríkisráðuneytis. Innan þess á að starfa sérhæfður hópur, sem hefur það hlutverk að fylgjast náið með gangi alþjóðamála, ekki sízt á jaðar- svæðum Evrópu, í því skyni að geta gefið út tímanlega viðvörun um að- steðjandi vandamál sem ESB-ríkin þurfa að bregðast við. Þannig á hinn nýi „herra SUÖS“ að hjálpa til við að tryggja að viðbrögð ESB við atburð- um á borð við þá sem leiddu til borg- arastríðsins í gömlu Júgóslavíu verði samræmdari og áhrifameiri. Gonzalez og Kohl nefndir sem keppinautar Bildts Samkvæmt heimildamönnum Fin- ans Tidningen innan Evrópuþings- ins, sem sagðir era hafa góða innsýn í úrvalsferlið á þeim sem til greina koma í embættið, á Bildt í höggi við tvo aðra þekkta evrópska stjórn- málamenn, Felipe Gonzalez, fyrrver- andi forsætisráðherra Spánar, og Helmut Kohl, sem vaxandi líkur þykja orðnar á að missi kanzlarastól- inn í Þýzkalandi í hendur Gerhards Schröders eftir kosningarnar í lok september nk. „Orðstír Bildts innan ESB er mjög góður. Ég myndi treysta mér til að veðja góðri summu á að hann yrði fyrir valinu, ef hann sjálfur kær- ir sig um,“ sagði Per Gahrton, einn sænsku fulltrúanna á Evrópuþing- inu. Vangaveltur um að Bildt muni aft- ur yfírgefa Svíþjóð ef jafnaðarmenn hrósa sigri í komandi þingkosning- um era ekki nýjar af nálinni. Ef marka má skoðanakannanir stendur flokkui- Bildts, hægriflokkurinn, nokkuð vel að vígi eins og er, en óvíst hvort hann geti myndað ríkisstjórn. Margir trúa því að þá hyggi Bildt á að halda áfram frama á alþjóðavett- vangi, en hann var um hríð æðsti er- indreki ESB í Bosníu og Júgóslavíu. Reuters Flóð í Bangladesh MIKIL flóð eru í Bangladesh eins og oft vill verða í monsún- rigningunum og ná þau að þessu sinni til meira en 60% landsins. Hefur herinn verið kvaddur til hjálpar en meira en 90 manns hafa farist og um 10 milljónir manna þjást af skorti á drykkjarhæfu vatni og matvæl- um. Myndin er frá einu úthverf- anna í Dhaka, höfuðborg lands- ins. Clinton var einn með Lewinsky HAFT er eftir ónefndum, banda- rískum embættismanni, að einn leyniþjónustumannanna, sem óháði saksóknarinn Kenneth Starr hefur kallað til yfirheyrslu, hafi skýrt frá því, að hann og aðstoðarmaður Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, hafi séð Clinton og Monicu Lewin- sky ein í herbergi rétt við skrifstofu forsetans. Þau hafi þó ekki aðhafst neitt ósiðlegt. Vegna þessa framburðar kallaði Starr fyrir réttinn í fyrradag Harold Ickes en hann var starfs- mannastjóri Clintons á umræddum tíma. Er einnig búist við, að fleiri aðstoðarmanna Clintons verði kall- aðir fyrir en Starr vill komast að því hvort Clinton hafi svarið rangan eið er hann neitaði að hafa haft kyn- ferðislegt samband við Lewinsky. BLIKKSMIÐJA GYLFA ehf. Bíldshöfða 18 ♦ 112 Reykjavík ♦ Sími 5674222 Gott verð 20% afsláttur 10 ára ábyrgð. Öll blikk- og járnsmíði Þakkantar - þaktúður - þakstál - loftræstingar. Hágæða sænskt þakrennukerfi úr plastisol húðuðu stáli. Til í svörtu, hvítu, rauðu og brúnu. Mjög áferðarfallegt og auðvelt í uppsetningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.