Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 20
2Ö LAUGARDAGUR 25. JCÍLÍ I99fe
SUNNUDASSMORGUNN
í KAUPMANNAHÖFN
Garðar að
allra smekk
Hafnarbúar sækja niður á Löngulínu á
sunnudagsmorgni, eins og þeir hafa gert
í meira en hundrað ár, en nú eru þeir á
hjólum eða hjólaskautum. Garðarnir eru
kjörlendi borgarinnar á sunnudagsmorgni,
segir Sigrún Davíðsdóttir.
KAUPMANNAHÖFN ein-
kennist af mörgum falleg-
um görðum, sem eru óska-
staðir stórborgarbúa, sem
kjósa að verja frídegi i borginni en
ekki utan hennar. Sumir koma
siglandi inn í borgina, aðrir hjóla í
næsta garð. Þar gefur að líta litla,
fallega rósemdargarða, en einnig
stóra garða fulla af leikandi fólki á
öllum aldri.
Skautarar og heimsk svín
Langalína er ekki aðeins bústaður
litlu hafmeyjunnar, heldur einnig
kjörstaður rúlluskautara. Strax á
sunnudagsmorgni taka árrisulir
skautarar á öllum aldri stefnuna
þangað. Uppi af hafmeyjunni er lítil
smábátahöfn með glæsilegum einka-
bátum. Þangað til í fyrravor var
höfnin vinsæll samkomustaður
hjólaskautaranna. Eftir því sem
skauturunum fjölgaði jókst umferð-
in við höfnina, þar sem áður sást
varla hræða. Þeir sátu á bekkjunum
eða rúlluðu fram og aftur á gúmmí-
kenndu mjúku malbiki hafnarbakk-
ans.
Þessu undu bátseigendur illa og
töldu að skautaramir fældu frá
gamlar konur, sem ættu þarna sér-
stakt griðland. Þetta álitu skautar-
arnir hina mestu hræsni. Bátseig-
endur væru auðvitað fyrst og fremst
að hugsa um sjálfa sig, því fyrir tíma
skautaranna höfðu bátseigendurnir
höfnina fyrir sig. En bátseigendur
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMENNI í heimsókn
hjá litlu hafmeyjunni.
ÁRRISULL hjólaskautari
á leið á Löngulínu.
AFMÆLISVEISLA í Fælledparken: Rjómaterta og bjór.
gerðu sér lítið fyrir, sömdu við
hafnaryfirvöldin um að fá að setja
rendur af grófu malbiki á hafnar-
bakkann.
Skautararnir máttu því lúta í gras
fyrir bátseigendum, en þeir gerðu
það ekki þegjandi og hljóðalaust.
Þegar rendurnar vom nýkomnar
kom pabbi nokkur á skautum
rúllandi við illan leik inn á bakkann
með barnungum syni sínum. Þar var
þá fyrir einn þeirra, er sem mest
hafði beitt sér gegn skauturunum.
„Viltu sjá heimskt svín?“ spurði
pabbinn á hjólaskautunum soninn
háum rómi. Sá stutti játaði af ákefð,
því slíkar skepnur ber ekki fyrir
augu stórborgarbarna á hverjum
degi. “Það lítur svona út,“ sagði
pabbinn um leið og hann benti á
bátseigandann, sem greinilega
þurfti að taka á öllu sínu til að halda
sálarró sinni.
Sumsé er hjólaskautafólkið að
mestu horfið frá smábátahöfninni,
en rúllar því ákafar á hafnarbakkan-
um þar fyrir ofan, enda er hann
kjörinn til rúlluferða, langur, beinn
og breiður. Sunnudagsmorgnar era
besti tíminn, því er líður á daginn
þrengist um sökum gangandi fólks,
sem kemur þarna til að sleikja sól-
skinið, þegar það gefst, og ísinn,
sem alltaf gefst. Og þarna ieggja
líka skemmtiferðaskipin að landi, en
þeim fer fjölgandi eftir því sem vel
stæðum öldungum heimsins fjölgar.
Og svo fjölgar kaffihúsum þarna
með aukinni umferð gangandi,
hjólandi, keyrandi og rúllandi fólks.
Hafnarbakkinn er einn líflegasti og
skemmtilegasti staður borgarinnar
á sunnudagssíðdegi, mun skemmti-
legri en Nýhöfnin, sem allir ferða-
menn þekkja.
En það era ekki bara sæfarendur
Þegar draumur mætir vöku
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
ÞAÐ er gaman þegar menn
vakna upp frá draumi með hug-
mynd í kollinum að einhverri
skemmtilegri framkvæmd,
sniðugri útfærslu á einhverju
eða nýrii uppgötvun. Það getur
verið tæki til notkunar í fram-
leiðslugreinum, líkt og draumur
Kjartans Ragnarssonar uppfinn-
ingamanns um hugmynd að
fiskilínutengi sem sagt var frá í
Morgunblaðinu 20. apríl 1901,
eða drauminum í sama blaði
hinn 16. júní 1991, sem sagði
Guðmundi Axelssyni uppboðs-
haldara af glataðari styttu eftir
Einar Jónsson sem væri að finna
í Póllandi. Bítillinn Paul Mc-
Cartney segir frá því í viðtali að
eitt af stóru lögunum hans „Let
it be“, hefði vitjað hans í draumi
þegar móðir hans Mary, birtist
honum sem eins konar veradar-
engill; „When I find myself in
times of trouble, mother Mary
comes to me.“ En fyrri tíma tón-
skáld dreymdi einnig, frægasta
fiðlusónata ítalska tónskáldsins
Guiseppi Tartini, „djöflinum
skemmt“ kom til hans að sögn,
fullsköpuð í draumi. Það er, lyg-
inni líkast hvað draumurinn hef-
ur í fórum sínum af óþekktum
lausnum, ókunnum uppákomum
og hlutum ‘sem tilheyra framtíð-
inni. Það eru oft ög tíðum
draummyndir sem flækjast frá
einum draumi til annars og ná
ekki fótfestu fyrr en við mörk
raunveruleikans, þó alltaf séu
þeir til sem grípa drauminn á
lofti og „kýla á það“. Þetta á
einnig við um fólk, gerðir þess
og tilfinningar, því í draumum
birtast ætluð framtíðarplön
dreymandans, umhverfið sem
hann framkvæmir þau í og fram-
vinda þeirra. Einnig koma þar
fram tengsl við ættingja og verða
sýnileg, dreymandanum til um-
hugsunar um eigið sjálf og göng-
una fram um veg. Svo birtist
mönnum stóra ástin í lífi þeirra,
draumakonan sem Marilyn Mon-
roe var mörgum karlmönnum í
vöku. Konan sem mig hefur
dreymt um í fjöldamörg ár en
aldrei náð nema sem óljósri
aughabliks mynd í draumum
mínum, stóð þama allt í einu fyr-
ir framan mig, lífs lifandi og ég
fór í köku.
Draumar „Sollu“
I. Mér finnst ég vera að heim-
sækja systur mína og finnst hún
búa í lágreistu húsi á fyrstu hæð.
Þegar ég kem þangað inn mæti
ég konu sem heitir Drífa og karli
sem heitir Eddi og er hann kokk-
ur. Ég finn þaraa snák í húsinu
og fer að berjast við hann og tek-
ur það dágóðan tíma þar til hann
er dauður að mér finnst en þá sé
ég að belmingurinn af honum er
lifandi. Ég tekvhann og'vef hon-
um inh í eldhiispappír og- geng
frá honum þánnig. Þá kemur
kokkurinn og vill dansa við mig
og sýnir mér kynferðislega
áreitni, én ég vil ekki dansa við
hann. Systir mín kemur og vill
sýna mér inn í tvö herbergi, ann-
að er með tveim rúmum eða
dívönum eins og í gamla daga og
á þeim voru grá gömul teppi.
Systir mín segir að þar sofi hún
og hennar maður. Hitt herbergið
er með uppbúnu hjónarúmi og á
því silkiteppi, ljósblátt með
flennistórum sítrónugulum blóm-
um á. Ég er hissa að þau skuli
ekki frekar sofa þar.
II. Mér finnst ég vera að fara
að gifta mig og ætla að giftast
fýrrverandi eiginmanni mínum.
Ég hef einn tíma til stefnu að
kaupa kjól, sá er rjómahvítur og
tvískiptur en stúlka sem heitir
Amdís ætlar að gifta sig í hon-
um. Ég er stödd á hóteli á hæð
nokkurri og það er allt í drullu
fyrir utan. Ég er komin í mikinn
og flottan brúðarkjól en systir
mín segir að ég hafi vaðið drull-
una fyrir utan í kjólnum og hann
sé skítugur að neðan. Ég fer úr
kjólnum og ætla í hinn en er þá
komin í rauðbleikan stuttan kjól
með gulu litlu vesti, þegar ég lít
niður á mig er kjóllinn orðinn
síður með ferskjulitri grisju til
að dempa aðallitinn. Ég vil ekki
vera f þessum og fer í þann
fyrsta sem smellpassar. Þá vant-
ar mig skóna og ég hleyp fram á
gang, þar er systir mín. ég bið
hana að panta leigubfl. A meðan
kaupi ég mér skó í stíl við kjólinn
og sama lit en er ég kem heim og
opna skókassann, þá eru þar
svartir skór hvor tagi. Klukkuna
vantar þrjár mínútur í og ég hef
ekki tíma til að skipta skónum
svo ég hætti við giftinguna. Næst
er ég að klífa hæðimar aftan við
hótelið og minn fyrrverandi eig-
inmaður hjálpar mér upp, við
erum bæði klædd í brúðar-
klæðnað og allt í drullu í kring
um okkur.
Ráðning
Fyrri draumurinn ber keim af
erfiðum hlutum sem hafa hent
þig. I táknmyndum sínum sýnir
hann innri baráttu þína við
þessa erfiðleika sem enn fylgja
þér, en jafnframt tjáir hann sig
um þörf þína til lausnar á mál-
inu og gefur í skyn að þú sért
byrjuð á því ferli. Snákurinn vís-
ar til þeirra erfiðleika sem þú
þarft að yfirstíga og eru í líki
Edda (að hann er kokkur bendir
til að hann sé sá sem skóp vand-
ræðin) og Drífu en nöfnin tákna
að gegnum þau sjáir þú nýja
hlið á málinu og lausn. í
draumnum setur þú þig í spor
systur þinnar til að ýta frekar
undir lausnina og það sem
hjónarúmið (sameining), silki-
teppið (mýkt), þjósblátt (frelsi
hugans) og sítrónugulu blómin
(gleði) standa fyrir.
Seinni draumurinn lýsir svo
fyrrnefndu ferli og baráttu sálar
þinnar við þau innri öfl (Arn-
dís/ímynd vélráða) sem erfið-
leikunum valda. Þar máttu
reyna ýmsar aðstæður (kjólarn-
ir) sem eru krefjandi en þú sigr-
ast á þeim. En þó eru eftir hugs-
anir (drullan) sem mega hverfa.
•Þeir lesendur sem vilja fá drauma
sína birta og ráðna sendi þá með fullu
nafni, fæðingardegi og ári ásamt
heimilisfangi og dulnefni til birtingar
til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík.