Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 22
Körfuboltar,
bækur og
baðstofur
Sigurður Már Helgason kynntist menning-
arstarfí íslenskra í Seattle í Washington-
fylki. Hann kom að máli við Geir Svansson
og sýndi honum myndir úr ferðum sínum.
/
IÞRÓTTIR eru, eins og löngu er
viðurkennt, mikilvægur þáttur í
menningu hvers lands og þess
megnugar að ti’eysta vináttubönd
og stofna til nýrra. í þessu ljósi
mætti kannski segja að körfuboltaí-
þróttin hafi greitt leið Sigurðar Más
Helgasonar í heimsóknum hans til
Bandaríkjanna og óbeint orðið til
þess að hann kynntist miklum
áhuga Vestur-íslendinga á menn-
ingu síns gamla ættlands.
Sigurður er gamall körfubolta-
maður, landsliðsmaður og fyrrum
þjálfari, m.a. hjá Val. Sonur hans
fetaði í svipuð fótspor og fór á sínum
tíma vestur til náms og til að leika
körfubolta með háskólaliði. Þar lauk
hann prófi, settist að og býr nú í
Seattle í Washingtonfylki. f>að var
einmitt í heimsókn til hans sem Sig-
urður komst á snoðir um starf Is-
lendingafélagsins á staðnum.
Eitt sinn þegar Sigurður fór á al-
mennt bókasafn með sonarsyni sín-
um, Erik Má Flosasyni, til að fá lán-
aða íslenska bók, komst hann að því
að þær tuttugu íslensku bækur sem
safnið átti voru allar og nær alltaf í
útláni. Upp úr þessu vaknaði hjá
Sigurði sú hugmynd að fá bókafor-
lög á íslandi til að gefa íslendinga-
félaginu í Seattle bókagjafir.
Stoðsendingar undir
bókakörfunni
Það voru nánast heimatök að
bera upp erindið við formann fé-
lagsins en hann er enginn annar en
Pétur Guðmundsson, körfubolta-
kappi, sem Sigurður hafði sjálfur
þjálfað hann á árum áður. Pétur tók
boði Sigurðar með þakklæti og hef-
ur Sigurður þegar afhent félaginu
fyrstu bókagjöfina frá bókaútgáf-
unni Skjaidborg.
íslendingafélagið í Seattle stund-
ar margháttaða menningarstarf-
semi og á aðild að norrænu safni
þar í borg, The Nordic Heritage
Museum, sem rekið er sameiginlega
af norrænu þjóðarbrotunum frá Is-
landi, Danmörku, Finnlandi, Noregi
og Svíþjóð. Hvert land hefur sitt
herbergi til umráða í húsi safnsins.
íslendingafélagið í Seattle hefur
fleiri vestur-íslenska meðlimi en
nokkurt annað íslendingafélag í
Bandaríkjunum. Þegar fram líða
stundir stefnir félagið að því að
eignast eigið húsnæði og sérstakt
safn.
íslenska herbergið hýsir ýmsa
muni og gögn sem bera lífi íslend-
inga í gamla landinu og því nýja
vitni. Þarna er m.a. að finna altari,
skírnarfont og aðra muni úr „Hall-
grímskirkju" eða gömlu Calvary
Lutheran kirkjunni sem áður var í
borginni. I herberginu hefur einnig
verið innréttuð baðstofa í íslenskum
stfl og til sýnis eru gömul verkfæri
og tól sem íslenskir bændur og inn-
flytjendur notuðust við þegar þeir
komu fyrst til fyrirheitna landsins í
SIGURÐUR Már Helgason afhendir Pétri Guðmundssyni bókagjöf.
SÓLARSTEINN
FEÐGAR við risavaxið borð á
eðlisfræðisafni í Seattle: Sig-
urður er 2,10 m á hæð en Flosi
2,15 m.
MÁLIN rædd yfir kaffi á þriðjudegi. Lisa Hillfesta safnvörður, Pétur
Guðmundsson, form. íslendingafélagsins, Guy Chapman, Sig (Sigur-
björn) Johnsson, Leif K. Karlsen, Geira Parris, Thorunn Robel, Inga
Johnson, Hulda Emilsdóttir (í stjórn íslendingafélagsins.)
í SAFNINU er hluti af bókasafni skáldkonunnar Jakobfnu Johnson.
vestri. Safnið einskorðast ekki við
fortíð því þar getur einnig að líta
myndir og upplýsingar um lifnaðar-
hætti á Islandi samtímans.
Til er nokkurt safn íslenskra
bóka og er uppistaðan úr bókasafni
Jakobínu Johnson sem hélt bók-
menntaarfleifðinni iifandi í Vestur-
heimi. Unnið er að því að tölvuskrá
safnið en að því loknu stendur til að
hafa bækurnar til útláns.
Sólarsteinn úr silfurbergi
Einn af mörgum áhugasömum
um íslenska fommenningu sem Sig-
urður kynntist er Leif Karlsson.
Hann er mikill áhugamaður um út-
hafssiglingar víkinga og hefur ekki
látið sig muna um að eignast heilt
víkingaskip, smíðað í Noregi! Sigl-
ingatækni fornmanna hefur vakið
forvitni hans og er hann um þessar
mundir að skrifa bók um „sólar-
steininn", eða silfurbergssteininn,
og á hvaða hátt hann var notaður
við siglingar. Safnið á einn slíkan
stein en Sigurður segir að Leif hafi
beðið sig að koma því á framfæri að
hann er á höttum eftir hreinum slík-
um steini til að koma fyiir í skipinu
sínu. Hafi einhver upplýsingar þar
að lútandi geta þeir haft samband
við Sigurð.
Eins og áður segir er fyrsta bóka-
gjöfin sem Sigurður tók að sér að
koma á framfæri komin til skila.
Sigurður lætur ekki deigan síga og
er þegar búinn að fá önnur foriög og
einstaklinga til að gefa íslendinga-
félaginu í Seattle fleiri bækur sem
verður komið á framfæri við fyrsta
tækifæri.
Heimilisfang íslendingafélagsins
í Seattle er: 3510 166th Pl. SW,
Lynnwood, WA 98037, USA.
Píslarvottur í fjölskyldunni
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Hvers konar persónu-
leikar eru þeir einstaklingar sem
eru alltaf í píslarvottshlutverki og
hvernig er æskilegt að koma fram
við þannig fólk? Kona mér tengd er
frekar köld persóna, hefur t.d.
aldrei haft ánægju af barnabörnum
sínum, kvartar um einmanaleika, er
sérfræðingur í að gera stórvanda-
mál úr einfóldustu hlutum. Ef hún
á kost á að koma innan um fólk, þá
vill hún hvergi vera annars staðar
en heima hjá sér.
Svar: Erfitt er að gera sér skýra
mynd af ofangreindri konu af þeirri
stuttu lýsingu sem gefin er af
henni. Þó má skflja að hún eigi
erfitt með að tengjast öðru fólki til-
finningalega, sé einangruð og ein-
mana og forðist að vera innan um
fólk. Hún setur fyrir sig hlutina,
gerir úlfalda úr mýflugu og finnst
allt vera á móti sér. Þessi einkenni
benda fyrst og fremst til þunglynd-
is, en litast vafalaust af persónu-
leika hennar. Hún vekur neikvæð
viðbrögð hjá sínum nánustu sem
viðhalda og magna upp þá tilfinn-
ingu hjá henni að allt sé henni mót-
drægt og að hún sé vanmetin og
smáð. Þannig skapast vítahringur,
sem getur verið erfitt að rjúfa.
Nú kunna að vera ýmsar aðrar
hliðar á þessari konu en koma hér
fram, en gætu skýrt líðan hennar
og hegðun. Hafði hún erfitt skap
strax í bemsku? Hvernig tengdist
hún foreldrum sínum? Hvemig var
hjónaband hennar? Hvemig var
hún sem móðir? Hefur hún alltaf
verið einræn, innflokuð og ónóg
sjálfri sér, eða breyttist hún á ein-
hveiju æviskeiði í þá átt sem hún
er nú?
Vanmeta
kennd
Hafí skapgerðareinkenni hennar
verið viðvarandi frá því hún var
ung kona má ætla að um persónu-
leikaröskun sé að ræða, sem kynni
að vera af kleyfhugagerð. Einstak-
lingar með þannig skapgerð hafa
ekki ánægju af nánum tflfinninga-
tengslum, jafnvel ekki innan nán-
ustu fjölskyldu, kjósa venjulega að
vera einir og finna sér fátt til að
lífga upp á tflveruna. Þeir virka
kaldir og tilfinningasnauðir í sam-
skiptum við aðra. Eins gæti þetta
þó verið persónuleikaröskun, sem
einkennist af kvíða og vanmeta-
kennd, ofurviðkvæmni fyrir gagn-
rýni og tilhneigingu til að forðast
allt sem eykur á vanmetakennd
hennar og kvíða. Henni finnst hún
vera lítilsigld og ómöguleg að flestu
leyti. Hún er sífellt hrædd um að
sér verði hafnað og forðast því að
mynda tengsl við aðra nema vera
viss um að fá jákvæð viðbrögð. Síð-
ari skapgerðarlýsingin á sennilega
betur við um þessa konu og fer bet-
ur saman við þunglyndisviðbrögð,
sem gætu þá hafa farið vaxandi
með aldrinum.
Meðferð gæti borið góðan árang-
ur, annaðhvort með viðtölum eða
lyíjagjöf nema hvort tveggja sé, ef
hægt væri að telja hana á að gera
eitthvað til að breyta líðan sinni.
Nánasta fjölskylda getur einnig
haft mikfl áhrif, þótt oftast sé erfitt
fyrir fjölskyldumeðlimi að taka á
vandamálum sem snerta þá sjálfa
tilfinningalega. Það skiptir megin-
máli að sýna konunni samúð og
áhuga, láta hana finna að hún njóti
virðingar og væntumþykju, en
horfa framhjá þeim neikvæðu við-
brögðum sem henni er tamt að láta
í ljósi. Með því er mögulegt að
rjúfa þann vítahring sem skapast
hefur í tengslum á milli hennar og
fjölskyldunnar, þó að það geti tekið
nokkurn tíma og kosti þolinmæði.
Ef gengið er út frá því að hegðun
hennar stafi af vanlíðan fremur en
hvimleiðum skapbrestum eru meiri
líkur til þess að henni sé sýndur sá
samúðarskilningur sem hún þarf
svo mjög á að halda.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
sálfræðinginn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spumingum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
síma 569 1100 og bréfum eða súnbréfum
merkt: Vikulok, Fax 5691222.