Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR XrT'TTfTmtTrTTTT" iíVi iWiíw .HMtsú-ií* Jt KcJfiiX ÍUjlHtfMluf '4/f K«**u’Wt\l lliaí^lwí ÍSyf*C?á^ 4 Hvnviívli ZÍftu,'4UÍþtttt\ubl KORT úr „Islands Kortlægning“, blað nr. 36, þar sera sýnd er „ferja“ yfir Hvalfjörð. Akureyrarbréf Morgunblaðið/Bflgreinasambandið ÞORKELL Teitsson og farþegar hans 3. júlí 1928 fyrir framan húsið París við Hafnarstræti 96 á Akureyri. Bifreiðin er Ford T árgerð 1926. KRISTJÁN Kristjánsson bflakóngur á Akureyri ekur kónginum, nafna sínum tiunda, og drottningu hans Alexandrine í Eyjafirði. Myndin er tekin við konungsheimsóknina 1926. Aðrir í bflnum eru væntanlega borðalagðir foringjar úr danska hernum. Svo stórfenglegt er þetta mannvirki, segir Leifur Sveinsson um Hvalfjarðargöngin, að mér varð innanbrjósts eins og þegar ég leit skakka turninn í Pisa augum í fyrsta sinni. I. Þáttaskil í samgöngum „ÞAÐ BAR til tíðinda á Akur- eyri 3. júlí 1928, að þangað kom bif- reið alla leið frá Borgamesi eftir 22 stunda akstur og var það í fyrsta sinni, sem bifreið var ekið alla þessa leið. Frásögn af ferð þessari birtist í Morgunblaðinu 5. sama mánaðar.“ Bifreiðin var Ford ár- gerð 1926, fólksbifreið af T-gerð. Bflstjóri Þorkell Teitsson, sím- stöðvarstjóri í Borgarnesi, fæddur 1891, dáinn 1949. Eigandi bílsins var Ólafur Sigurðsson frá Kletti í Reykholtsdal, þá búsettur í Borg- amesi, þar sem hann stundaði akstur. Erindi Þorkels til Akureyr- ar var að sækja stórstúkuþing, sem þar var háð. Ekki fýsti Þorkel að aka Giljareitinn til baka, heldur fékk hann bflinn fluttan með skipi til Sauðárkróks. Þessar upplýsing- ar era úr hinu stórmerka riti „Bifreiðar á íslandi 1904-1930“, II, bindi, bls. 90-91. Myndin af bílnum er tekin við verslunina París í Hafnarstræti 96 á Akureyri. Far- þegar í ferðinni vora hjónin Ragn- heiður Ólafsdóttir og Jón Guð- mundsson úr Borgarnesi. II. Kristján var maður nefndur Kristjánsson, fæddur að Kambs- stöðum í Ljósavatnsskarði 19. júní 1899. Fluttist til Akureyrar með foreldram sínum árið 1905. Hann stofnaði Bifreiðastöð Akureyrar (BSA) áríð 1923 með þrem bflum og jafnmörgum bflstjóram og var hann sjálfur einn þeirra. Kristján skipulagði hópferð með bílum að norðan á Alþingishátíðina á Þing- völlum 1930 og undirbjó þá um leið reglubundnar ferðir milli Akureyr- ar og Reykjavíkur, er hófust sum- arið eftir, ein ferð í viku, samdæg- VIÐ Eyrar-Útkot, leifar af bryggjuaðstöðu. VIÐ Kalastaðakot, leifar af bryggjuaðstöðu. Á KALDADAL sumarið 1931. Buickinn A-50 á Langahrygg. Gísli Ólafsson lengst til hægri, unnusta ljósmyndarans situr á vélarhúsinu, en Þorgrúnur Friðriksson lengst til vinstri. Ljósmyndari óþekktur. VÖRUBÍLL með trébekkjum á palli eins og fólk var flutt í á Alþingishátíðina. Á myndinni eru Tómas Ólafsson og Þorgrímur Friðriksson. Myndina tók Gísli Ólafsson. urs frá báðum stöðum. Einn þeirra bílstjóra, er fyrstir óku suður fyrir BSA er enn á lífi á Akm-eyri, Gísli Ólafsson, fyrram yfirlögregluþjónn þar í bæ, 88 ára gamall, en bráð- hress og vel ern. Frásögn mín er að nokkra byggð á erindi, sem Gísli flutti í Lionsklúbbi Dalvíkur 3. apr- íl 1997. Gísli hefur störf hjá BSA vorið 1931. Kristján á BSA kvaðst hafa tvær 7 manna Buick-bifreiðar til þessara ferða, önnur bar skrá- setningarnúmerið A-l, en hin A-50. Ég átti að aka annarri, en Stein- grímur Kristjánsson hinni. Ferð- irnar hófust í júní 1931. Lagt var af stað frá Akureyri kl. 8.00 að morgni og komið að Bakkaseli eftir tveggja tíma akstur og þar drakkið morgunkaffi. Hádegisverður var snæddur að höfðingsheimilinu að Víðivöllum í Blönduhlíð hjá þeim hjónum Gísla Sigurðssyni og konu hans, Helgu Sigtryggsdóttur. Lilja, systir Gísla og tvíburi við hann, þau fædd 26. 2.1884, sá aðal- lega um veitingamar, enda hafði hún getið sér gott orð við uppsetn- ingu Skagfirðingabúðar á Alþingis- hátíðinni árið áður, en sú búð þótti bera af öðrum á hátíðinni. Þegar greiða átti fyrir matinn fannst Lilja hvergi og þótti Gísla bílstjóra það undarlegt, þar sem búið var að semja um ákveðið verð fyrir mat- inn. Síðar kom skýringin. Lilja sagði Gísla bflstjóra, að hún hefði ekki getað fengið af sér að taka við peningum fyrir mat, þar sem Víði- vellir hefðu verið í eigu ættar sinn- ar allt frá 1856 og aldrei tekið þar fyrir veitingar. Svo rík var gest- risnin í hugum fólksins árið 1931. Næsti áfangi var Blönduós, þar sem drukkið var miðdegiskaffi. Þar næst var haldið að Grænumýrar- tungu og gist þar hjá þeim hjónum Gunnari Þórðarsyni og Ingveldi Bjömsdóttur. Morguninn eftir var haldið yfir Holtavörðuheiði, suður Borgarfjörð og Geldingardraga að Kalastaðakoti, þar sem vélbátur beið fólksins og ferjaði það yfir Hvalfjörð að Eyrar-Utkoti í Kjós. Mun bóndinn í Kalastaðakoti, Guð- brandur Thorlacius, hafa annast flutninginn með fólkið, en þó minn- ir Gísla Ólafsson að Búi á Ferstiklu hafi eitthvað komið nærri þessum flutningum. I Eyrar-Útkoti tóku Steindórsbílar við fólkinu og óku því til Reykjavíkur. Gísla minnir, að borðað hafi verið um hádegi að Hreðavatni, en Vigfús Guðmunds- son reisir ekki Hreðavatnsskála fyrr en árið 1933, svo snætt hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.