Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 25
verið á Hreðavatnsbænum. Nýtt
fólk beið í Kalastaðakoti, hafði
komið yfir fjörðinn frá Eyrar-Ut-
koti, og var þegar í stað ekið með
það norður, gist ýmist að Grund í
Skorradal eða Fornahvammi í
Norðurárdal. Morguninn eftir var
síðan haldið áfram til Blönduóss og
þar snæddur hádegisverður, en
síðan drukkið kaffi í Bakkaseli.
m.
Fljótlega var þessari ferðatil-
högun BSA breytt, þannig að hætt
var að aka að Kalastaðakoti og
ferja fólkið yfir fjörðinn, heldur var
nú ekið alla leið til Reykjavíkur um
Reykholtsdal, Hálsasveit og há-
degisverður snæddur að Húsafelli,
síðan suður yfir Kaldadal (727
m.y.s.m.) til Þingvalla, kaffi drukk-
ið í Valhöll og síðan yfir Mosfells-
heiði til Reykjavíkur.
IV.
Alþingishátíðin sumarið 1930
skipar alveg sérstakan sess hjá ís-
lensku þjóðinni og þá einkanlega í
samgöngumálunum. Ef þjóðin
rumskaði 1. des. 1918, þá vaknaði
hún dagana 26.-28. júní 1930. Allir
vildu komast á Þingvöll. Frændi
minn og síðar samstarfsmaður í
Völundi, Magnús Stephensen
(1891-1976), bjó þá í Bjarnanesi í
Austur-Skaftafellssýslu. Hann
slátraði nauti til þess að komast á
hátíðina, sigldi síðan með Súðinni
til Reykjavíkur og þaðan á Þing-
völl. Hallgi’ímur Stefánsson, fyrr-
verandi lögregluvarðstjóri frá Fitj-
um í Skorradal, hefur lýst því fyrir
mér, hve gífurlegur mannfjöldi
sótti hátíðina 1930: „Það var ein
samfelld breiða af hestum frá
Þverfelli að Meyjarsæti.“ Þröngt
virðist hafa verið um haga á Þing-
völlum, því Fitjamenn létu fara aft-
ur með hesta sína heim í Skorradal
meðan á hátíðinni stóð.
V.
Arið 1928 komu að áliti vega-
málastjómarinnar þrjár leiðir til
greina að koma á bílvegasambandi
milli Reykjavíkur og Borgarfjarð-
arhéraðs:
1) bílferja á Hvalfirði.
2) Vegur fyrir Hvalfjörð.
3) Kaldadalsvegur, sem gæti þó að-
eins orðið fær bílum um sumarið
(727 m).
Fjórðu leiðina, Hvalfjarðargöng,
kom enginn auga á þá, enda tækni í
sprengingum þá lítt þróuð hér á
landi og fjárhagslega ofviða þjóð-
inni þótt tæknikunnátta væri fyrir
hendi.
Hinn 11. júlí 1998 varð fjórða
leiðin samt að veruleika. Við hjónin
ókum í gegnum göngin 14. júlí og
ég verð að viðurkenna, að ég varð
orðlaus. Svo stórfenglegt er þetta
mannvirki, að mér varð innan-
brjósts eins og þegar ég leit
skakka turninn í Pisa augum fyrsta
sinni, því þessum mannvirkjum
hafði ekki verið oflýst, eins og því
miður er oftast raunin.
VI.
Við hjónin vildum kveðja Akra-
borgina og fórum því með henni
hinn 6. júlí sl. Með Suðurlandinu
fór ég til Borgarness sumarið 1932
og síðan með Laxfossi og Akra-
borgunum. Mai’gir munu eflaust
sakna siglingarinnar um Faxaflóa
og fegurðar Hvalfjarðar, en vegin-
um fyrir Hvalfjörð verður að sjálf-
sögðu haldið við og ökumenn njóta
betur fegurðar íjarðarins, þegar
þeir verða ekki lengur neyddir til
þess að taka þátt í kappakstri við
Akurnesinga, sem eru að ná á
knattspymukappleik í Laugardal.
Eg tel við hæfi að ljúka þessu
spjalli með broti úr kvæði Þor-
steins Erlingssonar „Vara þig
Fljótshlíð":
Pá manstu að hann Hvalfjörður áleitinn er
þó ást okkar gæti hann ei slitið
en það segi ég, hvert sem það flýgur og fer
að fátt hefi ég prúðara litið.
Höfundur er lögfræðingur.
TRÚNAÐARMÁL!
SJÓMANNAFÉLAGI Reykja-
víkur var sent frumvarp sem þrír
embættismenn hafa samið. í frum-
varpinu á að breyta lögum sem
varða skráningu farskipa hér á
landi. Umslagið var
merkt sem trúnaðar-
mál. Eftir lestur þess
get ég ekki á mér setið.
Það verður að berjast
strax gegn þeim ófögn-
uði og þeirri mannfyiir-
litningu sem blasir í
gegn við lestur þessa
frumvarps, eða hvort
þetta eru einungis drög
að frumvarpi. Sama
hvort er. Það er hætta
framundan og sjómenn
verða að gjöra svo vel
að bretta upp ermarn-
ar. Að okkur er veist.
Það er ómögulegt að
vera viss um hvað geng-
ur að fólki sem virðist
með engu móti sjá til hliðar í lífinu,
það er einnig ómögulegt að álykta
hvað gengur að fólki sem falið er að
semja frumvarp og það leitar ekki
til þeirra sem mest og best þekkja
til þeirra mála sem frumvarpið nær
til. Allt þetta hefur háð þremenn-
ingunum sem sömdu frumvarpið
fyrir Halldór Blöndal samgönguráð-
herra. Verði þetta frumvarp að lög-
um fer íslenski þjóðfáninn í hóp
fána þeirra þjóða sem með réttu eru
kallaðir hentifánar. Illa er komið
fyrir siglingaþjóðinni.
Má jarðsetja alla reisn ef einhver
getur grætt á eymd okkar og mátt-
leysi? Ekki fer á milli mála við lest-
ur frumvarpsins að leitað hefur ver-
ið leiðsagnar, en hún hefur einungis
verið sótt til þeirra sem hagnast
geta á því að leika lausum hala, það
er að virða hvorki íslenska starfs-
menn, innlenda sem erlenda kjara-
samninga, þó ekki sé talað um virð-
ingu fyrir íslenska þjóðfánanum og
því sem hann á að standa fyrir,
a.m.k. í huga mínum og huga þeirra
sjómanna sem ég best þekki til.
Það er búið að ofbjóða okkur og
áframhald þar á verður ekki liðið.
Hnignun farmannastéttarinnar er
það mikil að bregðast verður við svo
ekki fari verr en komið er. Reyndar
virðist sem ríkisstjórn íslands
keppist við að afgreiða frumvörp
sem henta sérstaklega forystu LÍÚ
og VSÍ. Við hin munum berjast.
Það eru fleiri sjómenn en þeir
sem eru á kaupskipum. Félagar
þeirra á fiskiskipum hafa lengi reynt
af öllum mætti að vekja
athygli landsmanna á
þeim ótrúlegu hlutum
sem hafa verið að ger-
ast í nafhi kvótakerfis.
Þeir hafa náð til það
margra að allt bendir til
að kvótamálin verði
helsta kosningamálið í
næstu alþingiskosning-
um. Auðvitað hlaut að
koma að því að kosið
yrði um þau ósköp sem
kvótakerfið er.
Auðvitað hafa orðið
til ótal mörg dæmi um
auðsöfnun báta- og
skipaeigenda. Eitt af
því sem ég hef tekið eft-
ir og undirstrikar fá-
ránleikann er að lengi vel voru for-
vígismenn smábátaeigenda ein-
hverjir hörðustu gagnrýnendur
Útflöggun skipa,
kvótabrask og það sem
fylgir minnir, að mati
Birgis Hólms
Björgvinssonar,
á vinnubrögð mafíu.
kerfisins. Það er búið að þagga nið-
ur í þeim, heldur betur. Hvaða að-
ferð var notuð? Jú, sú sem aldrei
bregst. Þeim voru gefnar fjárhæðir í
formi kvóta, fjárhæðir sem eru það
háar að hreint ótrúlegt er.
Trilla sem áður var metin á fáar
milljónir, kannski þrjár til fimm,
kostar í dag tugi milljóna, hefur
kannski hækkað tuttugufalt í verði.
Auðvitað gagnrýna þessir menn
kerfið ekki lengur.
Hvernig má það vera að nú þegar
verið er að auka aflaheimildir að
sjómenn, sem hafa verið þátttak-
endur allan kvótatímann og viðmið-
unarárin frægu, komi ekki til greina
við úthlutun kvótans? Þessir menn
hafa tekið þátt í að skapa þá veiði-
reynslu sem miðað er við. Þessir
sjómenn hafa líka þurft að sætta sig
við samdrátt í tekjum þegar niður-
skurður aflaheimilda var sem mest-
ur. Á einungis að bæta útgerðum
niðursveifluna en ekki þeim mönn-
um sem hvað verst hafa orðið úti,
það er sjómönnunum?
Er það mafía sem ræður hér?
Eðlilega fallast mönnum hendur
þegar litið er yfir sviðið. Útflöggun
skipa, kvótabrask og enn á að herða
hnútana. Og ekki síst þá staðreynd
að til að verjast og ég tala ekld um
að sækja fram eru fá ráð til.
Það er ekki einu sinni hægt að
fara í lögleg verkfóll lengur, þau eru
afgreidd með lögum og í besta til-
felli með hótunum um lagasetning-
ar. Nóg er samt. Það er búið að
þrengja möguleika verkalýðsfélaga
með breyttum lögum. Það dugði
þeim ekki, heldur er enn notast við
þvinganir með lagasetningum.
Þetta minnir mig á vinnubrögð
mafíu. Það leitar margt á hugann.
Ég vil rifja upp hvað einn helsti
talsmaður útgerðarinnar sagði með-
an á kjaradeilu sjómanna og útgerð-
armanna stóð, en sá ágæti maður
heitir Þorsteinn Már Baldvinsson
hjá Samherja. Hann kveinkaði sér
undan háum launum sjómanna og
studdi mál sitt með þeim rökum að
ekki sé lengur fært að endurnýja
eða viðhalda íslenskum fískiskipum,
allt sökum hárra launa sjómanna.
Hann taldi hlutaskiptakerfið drep-
andi fyrir útgerðina. Nokkrum vik-
um eftir að þessi orð útgerðar-
mannsins féllu hefur hann fjárfest
fyrir milljarða. Þrátt fyrir hluta-
skiptakerfi, þrátt fyrir að laun sjó-
manna hafi ekki lækkað. Hvert ætli
Þorsteinn Már og Samherji sæki
sinn auð, í lottóið? Nei, það kemur
úr útgerðinni þar sem starfa hund-
ruð duglegra sjómanna, sjómanna
sem ekki geta barist fyrir sínum
kjörum, þar sem þeim er hótað
lagasetningu.
Þau fyrirtæki sem hafa verið
framarlega á kvótatímanum eru
orðin það öflug að forráðamenn
þeirra hafa leitað út fyrir landstein-
ana með gróðann og fjárfest annars
staðar og þeir eru sæmdir lofsorð-
um fyrir. Kannski er þetta allt gott
og blessað. En bíðum samt aðeins
við. Getur verið að hluti þeirra pen-
inga sem fjárfest hefur verið fyrir
hafi komið vegna gróða af braskinu?
Að vernda íslenskt
Óskabam þjóðarinnar auglýsti
um daginn að við ættum að halda
fána okkar og merki hátt á lofti.
Þetta gera forsvarsmenn Eimskips,
að því er virðist blygðunarlaust, á
sama tíma og þeir fækka íslenskum
sjómönnum. Það er nú þannig kom-
ið að íslenski fáninn blaktir á skrif-
stofum Eimskipafélagsins og einu
skipi, eina skipi félagsins. Það er
allur þeirra floti. Svo er verið að
eggja aðra til að halda merkinu hátt
á lofti. Þessi umræða kemur upp
aftur og aftur. Það er ekki að
ástæðulausu. Það er staðreynd að í
dag eru aðeins sex íslenskir skip-
stjórar starfandi hjá Eimskipi. Það
þarf ekki að fara mörg ár aftur í
tímann til að finna allt aðrar stað-
reyndir. Auðvitað eiga íslenskir sjó-
menn að sigla íslenskum skipum.
Sæmd er hverri þjóð að eiga
sægarpa enn.
Nú er talið víst að styttist óðum í
að Indriði Pálsson láti af stjómar-
formennsku hjá Eimskipi. Ef þessir
menn era sjálfum sér samkvæmir
finna þeir einhvers staðar í heimin-
um mann sem er tilbúinn að taka
það starf að sér fyrir minni þóknun
en Indriði fær. Annað eins hafa þeir
nú fundið.
Ekki er ástæða til að ætla að sá
sem finnst í starf stjómarformanns
verði spurður um hvað hann kann
til verka. Það er ekki háttur stjóm-
enda Eimskips, þeir virðast helst
ráða starfsmenn sem þeir þurfa
hvað minnst að borga, þetta gildir
a.m.k. um almenn störf. Það hefur
aldrei verið spurt hver kostnaður
verður þegar upp er staðið. Það er
engin ástæða til að byrja á því núna.
Það mun koma
Það mun koma að því að íslend-
ingar hafna þeim sem láta það við-
gangast að örfáir hagnist ævintýra-
lega á kvótabraski og það mun
einnig koma að því að þjóðin sættir
sig ekki við að örfáir hagnist á
braski með fólk. Hingað sigla skip
þar sem áhöfnin er nánast í ánauð,
fær ekki borgað og á hvorki í sig né
á. Þetta er látið viðgangast til að
komast undan því að fara að ís-
lenskum lögum og það sem kannski
skiptir ekki minna máli. Þetta fram-
ferði stangast á við siðferðiskennd
flestra íslendinga.
Höfundur situr í stjóm Sjómannafé-
lags Reykjavfkur.
Birgir Hólm
Björgvinsson
„...meðan við er-
um að ná áttum“
ÞAÐ er ef til vill mann-
legt þá menn kunna
ekki að finna orðum
sínum stað, að yppta
öxlum, skella í góm og
segja: aði-ir skrökvuðu
að mér - en ekki er það
stórmannlegt, Sverrir.
Ég nenni ekki að elta
ólar við slíkt enda ekki
mjög hörundsár. Það
er verra með okkar
sameiginlegu vini,
Morgunblaðsfólkið.
Þeir em mjög hör-
undsárir, þá frétta-
flutningur þeirra er vé-
fengdur. Ég hafði mín-
ar upplýsingar um til-
lögur þínar frá Morgunblaðinu. Á
blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu hinn
14. júlí síðastliðinn (sjá meðfylgj-
andi mynd) kemur fram að þú vild-
ir á næstu fimm áram setja nýjan
skatt á íslenska útgerð sem næmi
nettótekjum ríkisins af tekjuskatt-
inum, en það er eins og allir geta
kynnt sér rúmir 18 milljarðar. Þar
af yrði hlutur Vestfjarða rúmir 2
milljarðar. Nú þrætir þú fyrir
þetta og segir að þú hafir aldrei
lagt til nema 5 milljarða skatt. Var
þá frétt Morgunblaðsins röng? Ég
er viss um að svo er ekki því ég
treysti fréttaflutningi
þess blaðs. Ef þú hins
vegar kýst að draga í
land og stefna þín er
ekki staðfastari en það
að 18 milljarðar verða
að 5 milljörðum viku
síðar, þá er það þitt
mál, minn kæri, þetta
er hvort sem er sama
bullið.
30 mílur
Þú spyrð mig hvern-
ig mér lítist á 30 mflna
hugmyndina þína. „Að
við leyfum bátaflotan-
um einkanýtingu land-
helginnar innan 30
mflna til krókaveiða eingöngu, í tvö
ár, án aflahámarks, til að byrja
með, meðan við erum að ná áttum
um frekari tillögur." Hverjir þurfa
2 ár til að ná áttum? Varla aðrir en
þeir sem em illa áttavilltir. Hvaða
skip ætlar Sverrir að kalla báta og
hvaða skip ætlar Sverrir að kalla
togara? Hvað um togbáta? Hvað
um netaveiðamar? Ætlar hann að
leggja þær af? Hvað um dragnót-
ina? Ætlar hann að leggja hana af?
Og hverjum er svo frjálst að veiða?
Þeim sem eiga skip núna? Eða
skulu nú allar skipasmíðastöðvar
fara á fulla ferð og smíða báta til
krókaveiða? Má kannski flytja inn
hvaða skip sem er og setja þau á
krókaveiðar innan 30 mílnanna?
Hvað svo eftir tvö ár? Hvað ef
Var þá fréttaflutningur
Morgunblaðsins rang-
ur, Sverrir? spyr Einar
Oddur Kristjánsson.
Sverrir verður að tveim ámm liðn-
um jafn áttavilltur og hann er nú?
Hvað á þá að gera? Verða þá ekki
góð ráð dýr? Nei, Sverrir minn,
mér líst illa á þessar tillögur þínar
enda era þær jafn illa grandaðar
og auðlindaskatturinn þinn.
Hvernig væri nú, Sverrir minn,
að þú hættir þessari vitleysu?
Hættir að gera lítið úr þeim flokks-
bræðram þínum fyrrverandi þang-
að til nú nýverið, sem af einlægni
alla tíð hafa lagt sig fram um að
færa fískveiðistjórnunarkerfið til
betri vegar. Þinn gamli flokkur,
Sverrir, Sjálfstæðisflokkurinn,
flokkur Jóns Þorlákssonar, Ólafs
Thors og Davíðs Oddssonar og
allra hinna farsælu foringjanna, er
og hefur verið hryggurinn í ís-
lensku þjóðfélagi. Öllu skiptir því
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi far-
sæla stefnu í fískveiðistjórnunar-
málum. Komdu nú aftur í þinn
gamla flokk og láttu skynsemina
ráða. Ef þú hjálpar okkur í baráttu
okkar fyrir því að rétta stefnu
Sjálfstæðisflokksins skal ég koma
og hjálpa þér að ná áttum, vinur.
Höfundur er alþingismaður.
Sverrir Hermannsson á stjórnmáiafundi á fsafívði
Kvóti verði færður á upp
boðsleigumarkað á 5 árum
YFIR 200 rnanrw komu tii >Ajóm-
máktfujiiiir Bennannsson*
;tr, fymcmjsdt fesuikastjóra, í
SýámýíduMsÍm* á ÍíNtfir»51 í gær-
kvóldi þar sem hunn kynnti abefnu
nýö stjórRiaálaaílii, Hann KagtM frá
hugííiyndum síman uia nýtí 5»k-
veWfeijámunarkerfi lagðí m
tíJ að á na-Atu firnm ánun eða »vo
jTðí b'óii færíur frá nóveranfli eig-
ondum og witur ú uppboð*!cigu*
rr.iirkað. Með |n1 fé sero röónu
áakotnaðiÁt méð þemsm hmtt i
á-a.gói iuum tul t.d. nmriíi k-ggja af
itmhcirotu tekiuskatts.
Svernr iagði einnig tU oð til
Ojj VSl réðu lógttro og Jofuro i l
fiokkmíro,
Svénír viinaéi óspart t.il foriíðar
Sjáifeta^bnokksins, til fym f»r-
maraia, hd. Ókfit Thors og
öenetlíktóítonar, mxn heíðu rokið
mannúðJcgíi tsieím *?« rá vœri auð-
gíldíð koraið ofar jnamigí'íUnu i
j.teXnu öokksms. Ilann sagðí að
Jsesst breytíng hcfði arðlð ádð iOíSi
þegar nýir roenn'"korou tU valda i
Sjái fsiæðisfiokkiíu ro.
Sverrir gagnrýndi emnig íjár-
magnstekjuskattinn mm hantt
sagðí hafa bitnad barðíttt 6 þeim
mxa eru 60 ára <1 g eldri or.da «íttu
„ruv;,;. ní tur.rii..
Einar Oddur
Kristjánsson