Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 32

Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 32
^32 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hraftihildur Stefánsdóttir fæddist á Hjaltastöð- um í Blönduhlið í Skagafirði, hinn 11. júní 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga hinn 15. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefán Vagnsson, f. 25. maí 1889, d. 1. nóvember 1963, frá -* Miðhúsum í Blöndu- hlíð í Skagafirði, og Helga Jónsdóttir, f. 28. júlí 1895, d. 10. júlí 1988, frá Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði. Fjöl- skyldan bjó á Hjaltastöðum fram til ársins 1942, er hún fluttist til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki starfaði Stefán sem skrifstofu- maður hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga, en hann var landskunnur hagyrð- ingur og kenndi sig ávallt við Hjaltastaði. Systkini Hrafnhildar voru: Ingibjörg Júlíanna, f. 19. júlí 1919, d. 14. júlí 1972, Geir- þrúður, f. 31. október 1920, Jón f. 28. apríl 1923, Eiríkur Haukur f. 24. ágúst 1933, d. 17. júlí 1992. Hinn 16. febrúar 1957 giftist Hrafnhildur Stefáni Guðmunds- syni, alþingismanni, f. 24. maí 1932. Foreldrar hans voru Guð- mundur Sveinsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfírðinga á Sauð- árkróki og kona hans, Dýrleif Árnadóttir. Þau eru bæði látin. Börn Hrafnhildar og Stefáns Ótímabær er þessi kveðjustund, -jmamma mín, svo ótímabær að orð eru lítils megnug. Minningar hrann- ast upp í huga minn, svo ótal marg- ar. Eg og þú hér, þú og ég þarna. Stundum skildu okkur að háir fjall- garðar og úthöf, samt varstu alltaf svo nálæg. Orð voru óþörf. Þú vissir ávallt hug minn, hvað mér fannst og hvað ég vildi. Við vorum þrjú systkinin og þú gafst þig alla í uppeldi okkar. Þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð fyrir okkur og oft miklu meira. Ljúfar æskuminningar koma fram í huga minn. Dúkkulísugerð við eldhús- borðið, þar sem þú teiknaðir prinsessur og álfkonur á skókassa- lok og ég klippti út og svo var litað ^og þú teiknaðir ótrúlega kjóla og kápur sem voru eins og sniðin á þessar álfkonur mínar. Öll dúkku- húsgögnin sem þú bjóst til úr gömlu eldspýtustokkunum, þau voru lista- smíð, enginn átti nokkuð í líkingu við þetta. Teikningarnar sem urðu til við eldhúsborðið voru ógleyman- legar, en ekki mátti halda þessu á lofti. Á þinn hógværa hátt kenndir þú mér. Kenndir mér um lífið og kennd- ir mér á lífið. Þú leyfðir mér líka að láta mig langa og vilja og lést mig finna hvers ég var megnug. Lést mig geta. í vöggugjöf hlaustu frásagnargáfu föður þíns. Sögurnar sem þú sagðir mér og okkur systkinunum voru oft ^ramvafnar ævintýraljóma um kónga og drottningar sem ekki áttu sér til- vist í hversdagslífi Króksins. Þér tókst líka að búa hversdagslífíð æv- intýraljóma, hvort sem það var í sögu um litla telpu sem vildi ekki greiða fallega hárið sitt, eða bara það að glæða hina hversdagslegu hluti lífi. Dætur mínar hændust að þér og vildu vera í nálægð þinni, nálægð við gleði þína og kærleika. Hjá þér fundu þær alltaf athvarf frá erli dagsins og með þér í Steinahlíð stóð _ tíminn kyrr. Stundum tókst þú á við lífið á ein- hvern undraverðan hátt. Hvaðan kom þér allt sem þú bæði gafst og gast? Ljóð og liti gerðir þú að samferða- mönnum þínum, sérstaklega eftir að veikindin herjuðu á þig. Samspil þess tókst þér að gera ógleymanlegt. ^.jóðin gáfu þér innblástur í myndir þínar eða eins og þú sagðir sjálf: eru: 1) Ómar Bragi, f. 2. júní 1957, mark- aðsstjóri hjá Kaup- félagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, kvæntur Maríu Björk Ingvadóttur, félagsráðgjafa og framkvæmdastj óra Kaffi Króks, veit- ingahúss þeirra. Synir þeirra eru Stefán Amar, f. 13. ágúst 1982 og Ingvi Hrannar, f. 24. maí 1986. 2) Hjördís, f. 2. september 1962, lögfræðingur við embætti sýslu- mannsins í Borgamesi, gift Ki-istni Jens Sigurþórssyni, sóknarpresti í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Þeirra dætur era Marta Miijam, f. 21. desember 1987 og Hrafnhildur f. 2. ágúst 1992. 3) Stefán Vagn, f. 17. janú- ar 1972, lögreglumaður í Reykjavík, í sambúð með Hrafti- hildi Guðjónsdóttur, háskóla- nema. Dóttir Hrafnhildar og fósturdóttir Stefáns Vagns er Sara Líf, f. 4. september 1993. Hrafnhildur stundaði nám við Bama- og gagnfræðaskóla Sauð- árkróks. Starfsvettvangur henn- ar ar fyrir utan heimilisstörf var við verslun. Um skeið rak hún eigin verslun, en lengst af starf- aði hún í Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki. titför Hrafnhildar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Eitt erindi, ein ljóðlína jafnvel eitt orð, getur orkað svo á huga minn, að ég losna ekki við það öðruvísi, en festa það á blað í litum.“ Þú vildir gleði en ekki sorg. Þú vildb sól en ekki skugga. Eg veit að lífið veitti þér bæði sól og gleði og þú gafst mér hvort tveggja. Þó að þú fyndir skuggann færast nær þér hafðir þú kraft og vilja til að leita að sólinni. Þú fannst hana alltaf og leyfðh' okkur öllum að njóta hennar með þér. Elsku mamma, við áttum saman ógleymanlegar stundh*. Ég mun sakna þeirra og sakna þín. Elsku mamma, ég vona að ég komi því veganesti sem þú gafst mér áfram til dætra minna. Af því munu þær vaxa og dafna. Minning þín mun fylgja mér alla tíð. Ég kveð þig með þessum ljóðlín- um sem eru úr fyrstu ljóðabókinni sem ég eignaðist, en hún var gjöf frá þér og beið mín á skrifborðinu einn fagran vordag þegar ég sem ung; lingur kom heim úr skólanum. í henni voru ótal ævintýri, ævintýri orða, ævintýri sem þú þráðir að kynnast og vildir að við bömin þín kynntumst. A sofmn hvarm þinn fellur hvít birta harms míns. Um hið veglausa haf læt ég hug minn fljúga til hvarms þíns. Svo að hamingja þín beri hvíta birtu harms míns. (Steinn Steinarr.) Guð blessi minningu þína. Þín, Hjördis. Elsku amma mín, þegar pabbi sagði mér að þú værir farin frá mér, tók hjarta mitt kipp. Ég sagði ekki orð, og þegar mamma kom fann ég hvemig tárin fóm að streyma. En ég get huggað mig við minn- ingamar sem ég á um þig. Elsku amma mín, allt sem þú gerðir fyrir mig og hvernig þú varst, því mun ég aldrei gleyma. Sögurnar sem þú bjóst til og sagð- ir mér, voru þær allra skemmtileg- ustu og við hlógum að þeim saman. Stundum bökuðum við saman, ég með rauðu svuntuna sem þú geymdir inni í skáp, bara fyrir mig. Elsku amma, ég man þegar þú kenndir mér sóldansinn og við döns- uðum hann á pallinum í Steinahlíð, svo það kæmi sól. Og sólin kom og við tókum til í stóra beðinu. Þú varst orðin svo mikið veik amma mín, það fannst okkur öllum sárt, en nú veit ég að þér líður vel. Elsku amma ég mun aldrei gleyma þér. Ég kveð þig með þessum ljóðlín- um, eftir hann pabba þinn, elsku amma mín. Þetta visna smáblóm ég legg á legstað þinn, af Mtlum fóngum var hjá mér að taka. Þótt grafarmyrkrið hyjji þig góði vinur minn, þú gleymist ei því minningarnar vaka. Þín ömmustelpa. Marta Mirjam. í dag verður gerð frá Sauðárkróks- kirkju útfor móðursystur minnai', Hrafnhildar Stefánsdóttur, sem lést langt um aldur fram eftir harða bar- áttu við óvæginn sjúkdóm. Hrafnhild- ur, eða Lilla eins og hún var ætíð köll- uð meðal vina og vandamanna, var yngst í hópi fimm systkina, en móðir mín var elst þeirra. Aidui-smunur milli mín og Lillu var ekki meiri en það, að við uxum upp á sama heimili í æsku okkar og var hún mér þá og ætíð síðan með vissum hætti sem eldri systir, sem ég hef alltaf litið upp til og þótt afar vænt um. Ótímabært andlát hennar skilur eftir, auk sakn- aðar, margar ljúfar og hlýjar minn- ingar, sem gott er að orna sér við á óförnum æviárum. Heiðríkja er og mun verða yfir nafni hennar í mínum huga og margra annarra, er nutu þess að kynnast henni náið. Lilla átti því láni að fagna að ganga ung að eiga frábæran eigin- mann, Stefán Guðmundsson, og síð- an nutu þau hjón barnaláns, þriggja barna og einnig barnabarna. I þeirri fjölskyldu hefur ríkt traust sam- heldni, sem Lilla átti vissulega mik- inn þátt í að skapa en varð henni síð- an ómetanleg stoð í veikindum henn- ar hin síðustu árin. Meðan ég átti heima á Sauðár- króki var ég því nær daglegur gestur á heimili Lillu, sem var mér þá sem annað heimili, en eftir að ég fluttist burt og stofnaði eigin fjölskyldu voru kynnin einnig ætíð náin, þótt fundum fækkaði að vísu vegna aðstæðna. Þau eru ófá skiptin sem við hjónin, fyrst ein en síðan með börnum okk- ar, gistum á heimiH þeirra Lillu og Stebba á Suðurgötunni, þegar við heimsóttum Krókinn. Heimilið stóð ævinlega opið öllum, sem þangað leituðu. Þar var oft þéttsetið í eld- húsi eða stofu og margt spjallað og spaugað. Lilla var einstök húsmóðir og bar heimili hennar þess fagurt vitni. Var það vafalaust fleirum en okkur hjónum ráðgáta, hvernig henni tókst að halda gestkvæmu heimilinu svo snyrtilegu og fallegu sem raun bar vitni, samhliða uppeldi bama, umönnun aldraðrar móður sinnar, er bjó á heimilinu árum sam- an, og oft fullri vinnu utan heimilis. Ætíð voru þar gnægtir af heimabök- uðu ljúfmeti á borðum, sem Lilla hélt ótæpilega að gestum sínum jafn- framt því sem hún gaf sér tóm til að setjast niður með þeim og njóta stundarinnar. Ekki síst er okkur hjónum minnis- stætt fertugsafmæli mitt, þegar ég kaus að sleppa afmælisveislu í Reykjavík en fara þess í stað norður á Krók til ættingjanna. Eins og oft áður gistum við á Suðurgötunni hjá Lillu og Stebba með börnum okkar. Lilla kom heim úr vinnunni um sex- leytið á afmælisdaginn og tilkynnti okkur óvænt, að hún væri búin að bjóða ýmsu frændfólki mínu, allvæn- um hópi, til afmælisveislu þá um kvöldið. Kona mín rak upp stór augu og sagði: „En hvað ætlarðu að bjóða því upp á? Gestirnir koma eftir tvo tíma.“ „Við útbúum eitthvað,“ sagði Lilla á sinn hógværa hátt, og á næsta klukkutímanum töfraði hún fram hvern smáréttinn öðrum Ijúffengari. Þarna sáum við verklag, sem var til fyrirmyndar, skipulegt og fumlaust og ekki síst unnið af ánægju. En þannig var Lilla og þannig gekk hún til allra verka. Þau Lilla og Stebbi reistu sér fyrir allnokkrum árum sumarbústað á einkar fallegum stað í námunda við Steinsstaði í Lýtingsstaðahreppi. Þar sköpuðu þau sér unaðsreit, þar sem þau dvöldu löngum. Þangað söfnuðu þau iðulega saman börnum sínum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum, og þar naut gestrisni þeirra og höfðingsskapur sín ekki síður en á heirmli þeirra á Sauðár- ki'óki. Og nú fyrir fáum árum seldu þau húsið á Suðurgötunni og reistu sér hentugt einbýlishús á öðrum stað í bænum. „Guð minn góður, hvað verður nú um sálina á Suðurgöt- unni?“ sögðum við hjón, er við frétt- um um þessa nýbreytni. En þetta voru óþarfar áhyggjur, því sálin bjó ekki í húsinu, hún bjó í húsráðendum, og sama hlýjan fylgdi nýja aðsetrinu sem því gamla, þótt Lillu væri ekki ætlað að njóta verannar þar lengi. Þeir, sem vel þekktu til, vissu ætíð, að Lilla var mjög listræn að eðlisfari, þótt margvíslegar annir ásamt hlédrægni hennar yrðu lengi til þess að hún sinnti ekki listrænni sköpun sem neinu næmi. Á síðustu árum varð þó mikil breyting á, því þá tók hún að mála myndir, afburða- fagi-ar og sérstæðar, með tækni, er hún þróaði sjálf, og gat þá engum dulist lengur hverju hún bjó yfir á því sviði. Er skemmst frá því að segja, að myndir hennar, óhlut- bundnar en með Ijóðrænu ívafi, urðu kunnar og vel metnar á heimaslóðum hennar. Hélt hún þar sýningar, sem vöktu athygli, og myndirnar „runnu út“. Er víst mála sannast, að hún annaði ekki eftirspurn, þannig að færri fengu málverk hennar en vildu. Ekki eru margar vikur síðan Lilla heimsótti okkur hjónin og færði okk- ur gullfallega mynd, er hún hafði gert. Gladdi hún okkur ósegjanlega með þessu, þótt ekki gætum við þá trúað því að þetta yrði síðasta heim- sókn hennar til okkai', og mun þessi mynd sannarlega skipa veglegan sess á heimili okkar á komandi árum. Við hjónin þökkum Lillu fyrir það, sem hún var okkur, og allt það ást- ríki, sem hún sýndi okkur og börnum okkar. Við biðjum henni Guðs bless- unar á nýjum vegum og ástvinum hennar sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Páll Sigurðssou. Skagafjörðurinn var ekki í sumar- búningi miðvikudaginn 15. júlí þegar þú kvaddir. Það var eins og allt væri jafn grátt og sorgmætt og hugur okkar þennan dag þegar kallið kom, en trúa verðum við að annar og bjartari heimur taki við þar sem enginn þarf að líða þjáningar og sorgir sem við beram í þessum heimi. Elsku Lilla, það er á stundum sem þessari sem okkur er orða vant og minningarnar hellast yfir okkur, minningar sem eru svo kærai' en samt er svo erfitt að setja fáein orð á blað. Fyrir um það bil tólf árum fór- um við nokkrar konur að hittast einu sinni í viku og var ætlunin að koma saman og spjalla og hafa gaman af, en trúlega hefur engin okkar trúað til hvers þetta leiddi, þar sem við voram á misjöfnum aldri og unnum að afar ólíkum verkefnum. En úr þessum litla klúbbi okkar varð til einlæg vinátta og kær vinskapur. Margt gerðum við á þessum árum saman. Skroppið var í skemmtiferðir í höfuðborgina og til útlanda fórum við saman tvisvar sinnum en það er nú svo einkennilegt að þegar við komum saman vinkonurnar síðastlið- ið mánudagskvöld vorum við allar sammála um það að sumarferðirnar okkar í Steinahlíð standi uppúr. En þar höfðu Lilla og Stefán komið sér upp sumarparadís og þar átti Lilla sínai' bestu stundir þar sem þau hjónin sameinuðust frá erli hvers- dagsins í gróðursetningu og bygg- ingu þessa sælureitar. Innan dyra sem utan gat maður séð handverkin hennar og allstaðar sama snyrti- mennskan. Mikið voru þetta yndis- legar stundir, við gengum um landið, skoðuðum litlu græðlingana sem við fengum að sjá vaxa og dafna og verða að hálfvöxnum trjám; sungið og fai'ið með ljóð en þar var nú hún Lilla á heimavelli, hafði yndi af lestri ljóða. Fjöllin í Skagafirðinum þekkti hún öll og fræddi okkur um nöfn þeirra, enda útsýnið frá Steinahlíð stórkost- HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR legt. Sumarið 1994 færðum við LiUu lítið grenitré og var mikið við haft og sungið var Htið ljóð um Hfssögu greni- trés og manns. Síðan höfum við allar alveg sérstakt dálæti á þessu ljóði sem hún LUla kenndi okkur að meta. Við vitum að grenitréð stendur í Steinahlíð umvafið kærleik en það kemur líka að því að þroskasögu þess líkur hversu ósátt sem við erum við þann dóm. Kæra vinkona, fyrir aðeins nokkrum vikum hittumst við allar og áttum notalega stund sam- an. Það varst þú eins og svo oft áður sem hvatth okkur til að koma sam- an, þó að einhverjar kæmu með þá hugmynd að bíða þar til seinna í sumar. Það var eins og þú vissir að heilsu þinni myndi hraka mjög fljótt og tíminn væri naumur. Elsku fallega Lilla okkar, við þökkum þér einlæga vináttu og allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, þín verður sárt saknað í vina- hópnum. Kæri Stefán, við í kaffi- klúbbnum sendum okkai' dýpstu samúðarkveðjur til þín og fjölskyld- unnai'. Við biðjum algóðan guð að blessa minningu hennar sem er okk- ur svo kær. Kveðja frá „Jónusystrum". Sauðárkrókur er eitt af þeim byggðarlögum landsins sem mjög hefur blómgast á síðustu áratugum. Staðurinn hefur notið landkosta og fegurðar Skagafjarðar, en umfram annað er það fólkið sjálft, sem glæðir byggðir landsins lífi og sál. Þegar Sauðarkrókur kemur upp í huga mér er sú mynd ætíð og órjúfanlega tengd vinafólki okkar, Stefáni Guð- mundssyni og Hrafnhildi, konu hans. Stefán og Lilla uxu úr grasi á Króknum, þar kynntust þau, bjuggu og störfuðu allan sinn hjúskap. Lilla vai- dagfarsprúð og hæg, en allir skynjuðu lífskraftinn og dugnaðinn bak við bjart og hlýtt yfirbragðið. Best kom kjarkur hennar og dugn- aður I ljós í bai'áttu hennar fyrir sjálfu lífinu, en þá baráttu háði hún af bjartsýni og umhyggju fyrir sín- um nánustu. Fallegar myndii' sem hún gerði og prýða heimili þeirra geisla af hæfileikum og endurspegla þær upplifun hennar á fegurstu ljóð- um íslenskrar tungu. Baráttu hennar er lokið og eftir standa góðar minn- ingar og arfleifð þeim til handa sem nú eiga um sárt að binda. Saman komu þau LHla og Stefán miklu í verk og var hún honum stoð og stytta í mikilvægum störfum að framfara- og félagsmálum. Við Sig- urjóna þökkum henni samfylgdina og góða vináttu. Hlýhugurinn sem umvafði alla á heimili hennar, gesti og heimilisfólk, mun aldrei gleymast. Við vottum Stefáni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Framsóknarflokksins þakka ég mikið og fórnfúst starf og bið góðan Guð að styrkja ykkur öll í sorginni. Halldór Ásgrímsson. Elsku Lilla. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæra vinkona, við þökkum þér allt sem þú varst okkur. Við vottum Stef- áni, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Margrét og Ingibjörg. í bernskuminningunni er Krókur- inn yfirleitt umvafinn sumri, sól og blíðu. Að vísu kom fyrir að hafgolan færðist nokkuð í aukana og eyðilegði sumarsæluna. Á vetrum voru heið- ríkjur og stillur, stundum dag eftir dag með svölu sólskini og hjarni yfir öllu. Heimurinn var bærinn og fólkið sem þar bjó. Þá stunduðu margir karlmenn sjóinn auk annarr-a starfa, en konur sinntu störfum heima fyrir. Á þessum árum voru margir með kindur og kýr og því þurfti að sinna heyskap og hirða um búfénað. Á sumarkvöldum mátti sjá kúahópa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.