Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 33

Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 33
mo'rgunblaðið LAUGAIÍDAGUR 25'. JÚLÍ 1998 33 I 1 I i I í I 1 í i í 3 3 3 I I s 3 lötra eftir götum Króksins. Það var eftirsóknarvert starf hjá bömum að fá að reka kýr kvölds og morgna. I þessari veröld ólumst við upp. Litlar telpur léku sér við Sauðána sem liðaðist kyrrlát gegnum bæinn, stikluðu yfir, byggðu stíflur og veiddu síli í bauka. Umhverfið hafði upp á margt að bjóða sem kynti und- ir athafnaþrá og ævintýralöngun. Stundum urðu leikimir ærslafengnir og hættulegir, eins og þegar við klifmðum upp svelli þaktar Nafirn- ar, þeystum á sleðum niður Grænu- klauf eða príluðum í berginu við Gönguskarðsá. Ekki má gleyma inni- leikjunum hjá Önnu sem tóku á sig margbreytilegar myndir. Fremst í flokki var Lilla, með slaufu í þykka ljósa hárinu og einbeitni og kraft í bláum augum. Hún var atorkusöm, og með frjóu ímyndunarafli, kjarki og lífsþrótti átti hún oftar en ekki fmmkvæði að eftirminnilegum ævin- týmm. Hún var greind, sjálfstæð, glaðvær og skemmtileg. Allar vildum við vera vinkonur Lillu. Arin liðu og unglingsárin tóku við. Ævintýri barnæskunnar viku fyrir öðrum áhugamálum. Lilla var glæsi- leg stúlka og eftirsóknarverð. Hún var hög á hönd og málaði fallegar ljóðrænar myndir, en ekki síst var hún hög á orð. Sögur hennar, frá- sagnir af fólki og atburðum, em ógleymanlegar. LHla fann hamingju sína á Rrókn- um. Ung að ámm gekk hún að eiga Stefán sinn. Síðan hafa leiðir þeirra legið saman í blíðu og stríðu og sam- rýndari hjón er varla hægt að hugsa sér. Þau bjuggu rausnarbúi og eign- uðust þrjú góð og mannvænleg böm. A Sauðárkróki átti Lilla sínar rætur, þar var hennar heimm’. Sumar fluttu burt úr heimahögum, en sterk vináttubönd æskuáranna héldust. Fjörðurinn fagri var þeim alltaf hugleikinn. Síðustu árin átti Lilla við þungbær veikindi að stríða. Hugrökk og æðrulaus mætti hún þeim með þeirri reisn sem var henni eðlislæg. Því fastar sem þau herjuðu, því ákveðnari var hún að bjóða þeim byrginn. Nú er þeirri baráttu lokið, en við vinkonurnar gömlu geymum minningu um litla stúlku, ungling og fullorðna konu sem allaf horfði fram á veginn. Anna Þórðardóttir, Auður Torfadóttir, Gígja Haraldsdóttir, Hólmfríður Friðriksdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. í dag verður lögð til hinstu hvílu, móðir æskuvinkonu minnar, frú Hrafnhildur Stefánsdóttir eða Lilla eins og hún var ávallt kölluð. Hinn illvígi sjúkdómur, krabbameinið, náði að lokum að leggja þessa glæsi- legu konu að velli. „Mamma, af hverju þurfa þeir sem eru góðir að deyja?“ spurði dóttir mín mig. Mér þykir það jafn óviðun- andi og barninu en því fær enginn mannlegur máttur ráðið. Minningin um einstaka konu lifir. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Lillu og fjölskyldu hennar á uppvaxtarárum mínum á Rróknum. A Suðurgötunni vai- mjög gest- kvæmt og allt undh’ styrkri stjórn húsmóðurinnar sem virtist hafa endalausan tíma til baksturs og gestamóttöku. Þegar ég horfi til baka, dáist ég að því hvemig Lilla af einstakri útsjónarsemi og skipulags- hæfileikum hefur komið öllu í verk án þess að tapa rósemi sinni. Mér er Ijúft að minnst stundanna á Suðurgötunni, þar sem mér var alltaf vel tekið. Þar var einfaldlega gott að vera. Elsku Stefán, Hjördís, Ómar, Sérfræðingar í blómaskreytingum \ ið öll tækifæri I blómaverkstæði 1 I Binna I Skólaxiirfiustíg 12. á horni Bergstaðastra.dis. siini 551 9090 MINNINGAR Stefán Vagn og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Hrafnhildar Stefánsdóttur. Anna Jóna. í dag er til moldar borin á Sauðár- ki’óki HrafnhOdur Stefánsdóttir. Glæsileg mannkostakona er kvödd með virðingu og söknuði. Hrafnhildur var Skagfirðingur, dóttir hjónanna Helgu Jónsdóttur frá Flugumýri og Stefáns Vagnssonar, skálds og bónda á Hjaltastöðum og síðar sýsluskrifara á Sauðárki’óki. Hrafnhildur ólst upp í foreldrahús- um. Hún hafði í heimanfylgju glæsi- leik, myndarskap og mannkosti. Ung giftist hún Stefáni Guðmundssyni byggingameistara, og byggðu þau sér hús að Suðurgötu 8 á Sauðárkróki. Þar bjó Hrafnhildur þeim hjónum og bömum þeirra fallegt rausnarheimili. Böm þeirra era Ómar Bragi verslun- armaður, Sauðárki’óki, kvæntur Mar- íu Björk Ingvadóttur, Hjördís lög- fræðingur, gift sr. Rristni Jens Sig- þórssyni í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, og Stefán Vagn lögreglumað- ur í Reykjavík. Rona hans er Hrafn- hildur Guðjónsdóttir. Margvísleg umsvif Stefáns, fyrst í stjómmálastarfi framsóknarmanna, i bæjarstjóm og sem framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Skagfirðinga urðu til þess að gjaman var gest- kvæmt á Suðurgötunni enda var þar gott að koma og öllum tekið af rausn. Ekki minnkuðu annir Hrafnhildar þegar Stefán varð alþingismaður auk þess að þá þurfti hún ein að sinna ýmsu vegna fjarvista Stefáns sem bæði höfðu annast áður. Hrafnhildur var Skagfirðingur og vildi hvergi ann- ars staðar vera og aldrei kom til greina að flytja þaðan. Um langt ára- bil dvaldi Helga, móðir Hraftihildar, á heimili þeirra í elli sinni og lasleika og annaðist Hrafnhildui’ hana og þau hjón bæði af fádæma skyldurækni og artarskap. Fyrir nokkram áram fluttu þau Hrafnhildur og Stefán af Suðurgöt- unni og byggðu sér hús við Brekkutún 11 á Sauðárkróki. Það heimili bar ekki síður fallegan vott um smekkvísi og hagleik Hrafnhildar. Hrafhhildur vai’ ræktunarkona mikil og þau hjón komu sér upp unaðsreit við sumarhús sitt á Steinsstöðum í Lýtingsstaða- hi’eppi er þau nefndu Steinahlíð. Fyrir nokkram áram kenndi Hrafnhildur ki-abbameins. Hún háði langa og stranga baráttu við þann skæða vágest. Sú barátta er nú töpuð og Hrafnhildur er fallin frá langt um aldur fram. Eftir lifir minningin um glæsilega mannkostakonu sem hvar- vetna kom fram til góðs. Sár harmur er kveðinn að ástvinum hennar, Stef- áni, bömum þeirra, bamabörnum og tengdafólki. Blessuð sé minning Hrafnhildar Stefánsdóttur. Páll Pétursson. Á góðum veðurdegi skín hádegis- sólin út eftir endilangri Aðalgötunni á Rróknum, milli kirkjunnar og gamla skólans. Þá hefur oft verið eiTll í göt- unni, fólk á leið í hádegi og þaðan aft- ur, hittist og spyr hvemig hefui’ðu það? Gangandi fólk, bílar og hrepp- stjóri á blesóttum hesti. Fólk að flýta sér úr búðum og verkstæðum, skrif- stofum og úr frystihúsunum og fólk sem hefur tíma tíl að spjalla og hlæja innan um dúfumar og krakkana sem eiga að vera farin heim í hádegismat Frá drallupolli, sem næturrigningin hafði fært okkur strákunum til leiks, er svona mynd af Lillu í hádegishring- iðunni á gangstéttinni, þar sem hún heldur róleg striki sínu á móti sólinni og strákamh’ að segja að Stefán frændi minn sé skotínn í henni. And- artak þar sem strákurinn vill ekki trúa að efnilegur frændinn hefði fallið í þá meðalmennsku að verða skotínn í stelpu, bara andartak, því svo kemst óreiða á erilinn og óreiðuna sem tyrir er og dúfumar taka flugið með látum um leið og ungi maðui-inn kemur á harðaspretti í gegnum dúfnahópinn - eflaust á enn nýju Skagafjarðarmetí - upp að hliðinni á Lillu, sem alls ósnortin af írafárinu heldur sínu striki og þau saman suður götuna. Andartak vonbrigðanna er hoifið: Þetta er skilj- anlegt, fallegt og í fínu lagi. Svona kom Lilla inn í lífshring stráksins og ætíi hún hafi ekki birst öðra fólki þeirra Guðmundar og Dýllu á svipaðan hátt. Þar gekk ekki allt há- vaða- eða átakalaust fyrir sig en Lilla hélt sínu striki, æðralaus, róleg og gamansöm. Á tímabili þegar ungt fólk þurftí að flytjast á brott til að fá vinnu byggðu þau heimili sitt samhent í Suðurgöt- unni, Lilla og Stebbi, af dirfsku, dugn- aði og smekkvísi sem eftir var tekið, hús og garð með tijám og náttúra- steini sem vakti furðu á Rróknum í þá daga. Og frammámenn á Rróknum bentu á þau sem fyrirmynd fyrir unga fólkið í bænum. Allt bar þetta vitni listfenginu hennar Lillu, falleg ný- breytni, skáldskapur í stein, mold og gróður. Hún las Ijóð og naut þeirra og varð seinna uppvís að því að mála myndir við ljóðlínur, myndir sem hún ætlaði að hafa fyrir sig en þó lét hún í æðraleysi eftír fyrir þrýstíngi og setti upp sýningu á þessum myndverkum. Litir, bygging og stemmingar mynd- anna hæfðu Lillu einhvem veginn og bára vott um að hún gætí miklu meira á þessu sviði en strikið sitt hafði Lilla ekki lagt í þá átt. I Suðurgötunni héldu þau Lilla og Stebbi heimili á fjórða áratug. Rrók- urinn var heimurinn hennar Lillu, ut- an hans var fátt sem hún þurftí að sækja og fólldð á Rróknum var henn- ar fólk. Þetta fannst vel þegar Lilla umgekkst og afgreiddi fólk í verslun- um sem lengst af var starfsvettvangur hennar utan heimilisins, síðast Bóka- búð Brynjars, og þar naut hún hæfi- leika sinna til samskipta við fólk. Efth’ að Stebbi settist á Alþingi hélt Lilla sínu striki á Rróknum, hélt áfram heimili í Suðurgötunni með þessari reisn, æðraleysi og gaman- semi sem henni var eiginleg. Samhent vora þau áfram við þessar breyttu að- stæður, Lilla og Stebbi, og hann keyrði heim um hveija helgi, heiðar og SöU, hvemig sem viðraði. Þetta sá- um við tilsýndai’, því þegar við feng- um inni í öðra húsi við Suðurgötuna, í bai’áttu við veggfóður og álímd teppi birtist Lilla með fullan bakka af vöffl- um og fangið fullt af hlýju viðmótí og skiptí sköpum. Eftir það bragðum við okkur oft á milli bæja. Enn mun sólin skína eftír endi- langri Aðalgötunni á hádegi góðra veðurdaga og lýsa upp fólk og athafn- h’ þess en líka myndir og minningar um eril og hátíðarstundh’. Enn mun líf og gróður dafna í Suðurgötunni í skjóli Nafanna og vitna um þá sem byggðu upp og græddu mölina og í dag verður Lilla lögð til hinstu hvílu uppi á Nöfunum þai’ sem allt þetta blasir við. Hún var okkur öllum mikil- væg og samfélaginu á Rróknum með lífi sínu og háttemi og missirinn er mikill. Öllu fólkinu hennar Lillu vottum við Addý og bömin samúð og samhug. Ámi Ragnarsson. • Fleiri minningargreinar um Hrafnhildi Stefánsdóttur bfða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir minn, afi og langafi, BJÖRN HJÖRTUR GUÐMUNDSSON, Helgugötu 1, Borgarnesi, sem andaðist þriðjudaginn 14. júlí, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 28. júlíkl. 14.00. Birgir Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT DEBES EINARSDÓTTIR, Færeyjum, sem lést sunnudaginn 12. júlí í Færeyjum, verður jarðsungin frá Litlu Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.30. Sonja Bech, Ólafur Debes, Tove Bech, Guðmundur Guðjónsson, Einar Bech, Annika Bech, Debes Bech, Margrét Bech, Oliver Bech, Marnar Bech og barnabörn. Elskulegur faðir minn og afi okkar, JÓHANNESJÖNSSON frá Ásbjamamesi, Brautarholti 22, lést á Landspítalanum 13. júlí. Útför hans fór fram í kyrrþey 23. júlí. Halldóra Ingibjörg Jóhannesdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, HALLDÓRA REYKDAL frá Bergskála, lést á Kumbaravogi sunnudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.30. Börn hinnar látnu. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLEY SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR, Hvolsvegi 26, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju í dag, laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Sjöfn Halldóra Jónsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Jónsson, Sigriður Heiðberg, Guðrún Jónsdóttir, Bjöm Sigurðsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR MARGRÉTAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fyrir góða umönnun og vinarhug. Petra Magnúsdóttir, Þorkell Þorkelsson, Helgi Magnússon, Unnur Tómasdóttir, Guðmundur Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns og afa okkar, HARÐAR SIGURÐSSONAR, fyrrverandi starfsmanns hjá Vita- og hafnamálastofnun, Háaleitisbraut 101. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og húðsjúkdóma- deildar Vífilsstaðaspitala. Sigurður Harðarson, Hörður Markús Sigurðsson, Gunnar Ingi Sigurðsson, Margrét Jóna Sigurðardóttir, Kristín Sunna Sigurðardóttir. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.