Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 35
+ Ólafur Jónsson
var fæddur í
Lambhúshólskoti
undir Vestur-Eyja-
fjöllum 15. maí
1908. Hann lést á
dvalarheimili aldr-
aðra, Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
12. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Jóngeirs-
son, bóndi í Lamb-
húshólskoti og síðar
í Vesturholtum, f.
10.8. 1865, d. 11.4.
1940, og eiginkona
hans Margrét Guðlaugsdóttir, f.
13.7. 1868, d. 23.12. 1937. Systk-
ini Ólafs voru Haraldur, f. 4.9.
1893, d. 23.4. 1974, Gunnlaugur
Júlíus, f. 31.7. 1895, d. 4.9. 1978,
Ingibergur, f. 12.7. 1897, d.
15.4. 1960, Guðrún, f. 17.5.
1899, d. 16.3. 1992, Magnús, f.
8.7. 1901, d. 3.7. 1986, Sigurður,
f. 28.7. 1902, d. 27.2. 1919 og
Guðjón, f. 3.11. 1905, d. 22.1.
1965.
Eiginkona Ólafs var Sigríður
Sigurðardóttir, liúsmóðir og
saumakona, f. 18.9. 1913, d.
27.1. 1969. Þau gengu í hjóna-
band 24.11. 1934. Foreldrar
Sigríðar voru Sigurður Snjólfs-
son bóndi í Ey í Vestur-Land-
eyjum og eiginkona hans Þór-
hildur Einarsdóttir. Börn Ólafs
og Sigríðar eru 1) Sigríður,
skrifstofustúlka, f. 29.11. 1935,
d. 27.7. 1968. 2) Margrét, hús-
móðir í Vestmannaeyjum, f.
29.7. 1939, gift Guðmundi
Valdimarssyni vélstjóra, en
dætur þeirra eru Þórhildur, f.
11.2. 1959, Jóna Björg, f. 26.10.
1965, Sigríður, f. 8.8. 1967, og
Hrefna Valdís, f. 29.9. 1968, og
eiga þau sex barnaböm. 3) Óli
Þór, skipasmíðameistari og
húsasmiður á Selfossi, f. 30.3.
1942, d. 2.6. 1997, kona hans
var Ingunn Hofdís Bjarnadóttir,
verkakona og húsmóðir. Synir
þeirra eru Ólafur, f. 15.8. 1967,
Nú er elskulegur tengdafaðir
minn og afi okkar farinn yfir móð-
una miklu í hið eilífa ljós, og hefur
sjálfsagt ekki fengið móttökur af
verri endanum frá konu sinni,
Siggu, tengdamóður minni og
ömmu okkar, eiginmanni mínum og
pabba okkar Ola Þór og dóttur
sinni, henni Sissu, foreldrum sínum
og systkinum. Hann lifði öll sín
systkini, eiginkonu sína og börn,
nema hana Margréti mágkonu mína
og frænku okkar bræðranna. En
hún og maður hennar, ásamt einni
af fjórum dætrum þeirra búa enn á
ættaróðalinu, Nýhöfn í Vestmanna-
eyjum, en það byggði hinn látni á
sínum tíma af miklum krafti þrátt
fyrir að það væri af miklum vanefn-
um gert.
Minningin um tengdapabba og
afa lifir enn í hjörtum okkar, því að
eftir gosið í Eyjum bjó hann að
mestu leyti hjá okkur á Selfossi
fram á níunda áratuginn þegar
hann fluttist aftur til Eyja, þar sem
hann endaði svo líf sitt hér á jörð
rúmlega níræður.
En svo við víkjum nú að öðru
voru nú ekki svo fáar ferðirnar sem
við pabbi heitinn, mamma og við
bræðurnir fórum með afa í sveitina
til þess að fræðast um uppruna
okkar og fleira því tengt. Afi var
fæddur í Lambhúshólskoti í Vest-
ur-Eyjafjallahreppi. Hann var ein-
staklega vandvirkur og góður
skipasmiður og einnig hann pabbi
okkar, og unnu þeir mikið saman í
gegnum tíðina. Afi var einstaklega
fróður maður, músíkalskur og síð-
ast en ekki síst mikill dýravinur, og
hefur þetta allt gengið í erfðir
ásamt húmornum sem var alltaf
stutt í.
Við kveðjum þig nú í bili,
tengdapabbi og afi, og þökkum fyrir
samveruna og alla þá hjálp sem þú
veittir okkur. Við vitum að þér líður
Sigurður Árni, f.
10.6. 1974, og
Gunnar, f. '27.5.
1976. Sonur Sigríð-
ar frá því fyrir
hjónaband var Sig-
urður Matthíasson,
f. 2.2. 1932, d. í júlí
1934.
Þegar Ólafur var
tveggja ára fluttust
foreldrar hans að
Vesturholtuni undir
Vestur-Eyjafjöllum
og þar ólst hann
upp til sextán ára
aldurs, en þá fluttist
hann með foreldrum sínum til
Vestmannaeyja þar sem hann
hefur átt heima síðan, að und-
anskildu gosárinu. Síðastliðna
hálfa öld hefur hann að mestu
leyti átt heima í Nýhöfn, Skóla-
vegi 23, þar sem dóttir hans býr
í dag. En síðustu tveimur árun-
um eyddi hann á dvalarheimili
aldraðra, Hraunbúðum.
Ólafur stundaði framan af
ýmis störf til sjós og lands, var
meðal annars mótoristi á vertíð-
arbátum. Hann settist þrjátíu
og sjö ára í Iðnskólann í Vest-
mannaeyjum, hóf þar nám í
skipasmíði og lauk prófi með
fyrstu einkunn. Eftir að námi
hans lauk starfaði hann við
skipasmíðar, lengst af sem með-
eigandi í Skipaviðgerðum hf.
uns hann fór á eftirlaun.
Skömmu eftir að Ólafur lauk
námi varð hann prófdómari við
Iðnskólann í Vestmannaeyjum í
íslensku og síðan prófdómari í
öllum bóklegum greinum, að
ensku undanskilinni. Ólafur var
í stjórn Iðnaðarmannafélags
Vestmannaeyja og hann söng
með Karlakór Vestmannaeyja í
mörg ár. Ólafur var lengi í
sljórn Karlakórs Vestmanna-
eyja, þar á meðal var hann for-
maður kórsins um skeið.
títför Ólafs fer fram frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
vel núna. Megi almættið blessa þig.
Sjáumst seinna. Kær kveðja._
Hofdís, Ólafur, Sigurður Árni,
Gunnar, Fanney og Þóra.
Nú hefur hann elsku afi okkar
kvatt þennan heim, saddur lífdaga.
Hann afi sem alltaf var okkur
bai-nabömunum svo góður.
Með afa er genginn einn þessara
vinnusömu einstaklinga af aldamó-
takynslóðinni sem byggðu upp það
velferðarþjóðfélag sem við búum við
í dag, með atorku sinni og eljusemi.
Afi var fæddur í torfbæ undir
Vestur-Eyjafjöllum, en flutti til
Vestmannaeyja sextán ára gamall
og bjó þar upp frá því.
Hann afi þurfti ungur að heyja
stranga lífsbaráttu, og átti oft erfið-
ar stundir í lífinu. Hann kvæntist
ömmu Siggu árið 1934, en hún var
fædd í Vestur-Landeyjum, en flutti
sem unglingur til Vestmannaeyja
með móður sinni og systkinum eftir
andlát fóður síns. Afi og amma áttu
saman þrjú börn: Sigríði, Margi-éti
og Óla Þór. Líf þeirra saman ein-
kenndist af miklum erfiðleikum
vegna veikinda ömmu og eldri dótt-
ur þeirra Sigi'íðar (Sissu). En þau
hjónin voru bæði félagslynd með af-
brigðum og reyndu hvað þau gátu
til þess að gera líf sitt og bama
sinna sem hamingjuríkast. Það var
afa mikið áfall að missa Sissu og
ömmu með nokkui-ra mánaða milli-
bili í júlí 1968 og janúar 1969. Hann
jafnaði sig aldrei á þessum áföllum,
og síðustu þi'játíu árin vora honum
erfið.
Segja má að barnabörnin og
barnabarnabörnin hafi verið sólar-
geislarnir í lífi afa síðustu árin, en
bamabarnabömin hans afa vora
mjög hænd að langafa sínum, en
hann var mjög barngóður maður.
Við systurnar eram svo heppnar
að vera aldar upp með afa okkar á
heimilinu. Elsta systirin, Þórhildur,
er að hluta til alin upp hjá afa og
ömmu, en hún var að verða 10 ára
þegar amma dó. Við hinar munum
aftur á móti ekki eftir ömmu og
Sissu frænku.
Afi var strangur en góður upp-
alandi. Hann brýndi fyrir okkur alla
ævi að tala nú rétta íslensku, það
var honum mikið metnaðarmál. Allt
fram á síðustu ár var hann að leið-
rétta okkur, ef okkur varð það á að
tala vitlaust eða sletta ensku. Hann
var músíkalskur og skarpgáfaður,
og eram við vissar um það systurn-
ar að ef hann hefði verið ungur
maður í dag hefði hann gengið
menntaveginn og fai'ið í langskóla-
nám.
Afi var ekki allra, hann gat verið
hrjúfur á manninn, en ef maður
komst inn fyrir skelina var þar góð,
en viðkvæm sál, gull af manni sem
öllum vildi vel, jafnt mönnum sem
málleysingjum. Kisan okkar hann
Brandur átti lengi hug afa, en
Brandsi var hjá okkur í fjórtán ár.
Alltaf þegar afi settist við eldhús-
borðið til þess að borða matinn sinn
var Brandur mættur og lagðist við
fætur hans og lét sér líða vel. Þá
malaði kisi hátt.
Síðustu árin sem afi lifði voru
honum þung í skauti. Fyrir rúmu
ári fylgdi hann einkasyni sínum, Óla
Þór, til grafar, en hann háði erfiða
baráttu við krabbamein í eitt og
hálft ár, og varð að lokum að láta
undan manninum með ljáinn í júní í
fyrra. Við sáum það á afa eftir að
þeirri þrautagöngu lauk að hann
þráði orðið hvíldina. Og nú er
mamma ein eftir af gömlu fjölskyld-
unni í Nýhöfn. Elsku mamma, við
systurnar vottum þér innilega sam-
úð okkar, þú stendur ekki ein eftir,
þú átt okkur og pabba að.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stundinni, og með þessum fátæk-
legu orðum kveðjum við þig með
söknuð í huga, en við huggum okkur
við þá vissu að nú líður þér betur og
að horfnir ástvinir, amma, Sissa, Óli
Þór, foreldrar þínir og systkini hafa
tekið vel á móti þér. Við þökkum
þér fyrir allt það góða sem þú gerð-
ir fyrir okkur í lífinu. Guð geymi
þig, elsku afi okkar. Blessuð sé
minning þín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þórhildur, Jóna Björg,
Sigríður og Hrefna Valdís.
Þegar ég sest niður til að minnast
Ólafs Jónssonar frænda míns, kem-
ur mér fyrst í hug vordagur núna í
maí þegar fólkið hans hélt veislu í
tilefni þess að hann varð 90 ára.
Hann var þá kominn í hjólastól, en
virtist fljótt á litið ekki eiga svo
mörg ár að baki. Hvíta hárið sem
féll um höfuðið gerði yfirbragðið
bjart, og svipur hans mildur og
hreinn bar vott um einlægni og fals-
lausa vináttu við þá sem komu til
hans. Þótt líkaminn væri orðinn lé-
legur var hugsunin alveg heil. Fi'ið-
ur og hógværð var einkenni þessa
fallega öldungs.
Líf hans byrjaði í litlu koti undir
Eyjafjöllum, en hann mundi og tal-
aði um verana í Vesturholtum þar
sem hann var með foreldram og
systkinum til sextán ára aldurs. Þau
ár þreyttist hann aldrei að tala um,
þau vora endalaus uppspretta frá-
sagna, og yfirleitt blandaðist
mamma í frásögnina. Bræðurnir
voi'u sjö og ein systir, hann yngstur,
og fer nú síðastur yfir móðuna
miklu. Þegar foreldrarnir hættu að
búa flutti fjölskyldan til Vestmanna-
eyja, og við búskaparslitin minntist
faðir hans á að kosta hann til náms.
„En ég vissi að það var ekki hægt,
hann hafði ekki efni á þvi,“ sagði
Óli, og ég fann að hugur hans stóð
til þess. Leiðin var til Eyja og á
tímabili voru systkinin öll í Eyjum
nema faðir minn. Afi undi aftur á
móti ekki þar heldur kom aftur
heim í sveitina sína og var hjá fólk-
inu í Hvammi sem annaðist hann
blindan síðustu árin. Hjá mér þró-
aðist sú hugsun vegna umtals bama
hans, að í Hvammi ætti heima gott
fólk og allt væri fallegt við þann
stað. Enn lít ég þangað heim í hvert
sinn sem ég fer þar hjá með sama
hugarfari, _svo fast mótaðist þessi
tilfinning. Óli átti líka til enda ákaf-
lega sterkar tilfinningar til sveitar-
innar. Fyrir nokkrum árum fór
hann að stytta sér stundir með því
að skoða ættfræði og gekk að því
með sama áhuga og einkenndi allt
sem hann fékkst við. Mér fannst oft
ótrúlegt hvað hann þekkti marga
Eyfellinga og vissi um ættir þeirra
til svo mai’gra ára. Mér fannst líka
mikið til um hvað hann komst yfir
að lesa af öllu tagi. Og á síðustu ár-
um fór hann að ski'ifa minningar
sínar um foreldi-ana og sveitina. Það
var gaman að sjá hvernig frásögn
hans í rituðu máli breyttist og still
hans varð meira og meira lifandi.
Hann hélt því lengi fram að hann
gæti ekki skrifað, komið efninu til
skila og byrjaði allt of seint, því
hann hafði gott vald á því sem hann
var að segja. Og það var einkenni á
öllum þessum systkinum að þau
áttu öll gott með að segja frá, svo
allt varð ljóslifandi fyrir þeim sem
hlustuðu. Á margan hátt voru þau
mjög lík. Öll ákaflega sterkir pei'-
sónuleikar og afgerandi það sem
þau sögðu. Hæfileikamikil og góðir
handverksmenn að hverju sem þau
gengu. Höfðu gaman af músík og
söng, bræðurnir spiluðu á harm-
oníku á yngri áram. „Óli var mjög
flinkur á harmoníkuna," sagði eitt
sinn við mig maður sem mundi hann
í litla samkomuhúsinu á Núpi. En
Óli vildi ekkert um það tala, það var
ekki hans máti að tala um sjálfan
sig. í mínum huga eru nú stór kafla-
skil þegar þetta fólk er allt farið,
sem ég get ekki annað en minnst á.
Eftir að til Vestmannaeyja kom
byrjaði lífsbaráttan fyrir alvöru..Á
vertíðum sjómennskan og stundum
á sumrin líka, en landvinna þar á
milli. Svo fór hann í Iðnskólann til
að læra skipasmíði, sem ekki vafðist
fyrir honum. Og hans atvinna varð
skipasmíði, lengst af hjá öðrum. En
þar kom að hann stofnaði fyrirtæki
ásamt fleiram og stjórnaði smíði á
stóram og litlum fiskiskipum úr tré.
Ákaflega erfið vinna, ávallt með
þung verkfæri í höndunum og hand-
leggir hans guldu þess þegar hann
eltist. Eg sá hann beita öxinni, og
það þótti þeim sem því var lítt van-
ur mildð að sjá hvemig hann gat
gert viðinn eins og heflaðan með því
verkfæri. Og mér finnst stundum
hægt að líkja þessari áferðai-fallegu
vinnu við framkomu hans. Hann var
mikið hér að hjálpa okkur við að
byggja hús og smíða svo margt, og
öll hans framkoma og veran með
honum var sem hefluð fjöl, þar bar
hvergi skugga á. Við eigum honum
mikið að þakka, virðum hann og
metum, bæði böm og fullorðnir áttu
hann að einlægum og góðum vini.
Eins og hin systkinin var hann
einarður, og lét í ljós þar sem hon-
um fannst ekki rétt gert eða sagt.
Þjóðmálum öllum fylgdist hann vel
með og sagði það sem honum fannst
þegar talað var um embættismenn.
Svo strangheiðarlegur maður var
aldrei með neinar öfgar. En orða-
forðinn vai' oft skemmtilegur sem
gerði málið fjölskrúðugra. Hans af-
staða til þeirra sem ráða þjóðmálum
helgaðist af brauðstritinu og bar-
áttu fyrir betri kjörum, þegar hinn
vinnandi maður hafði varla í sig og
á, og menn þurftu að standa fast
saman og ná fram svo mörgu. Við
sátum margar stundir að tala um
svo margt, hann var stálminnugur á
það sem hann las, og oft fannst mér
gott að leita í smiðju til hans. Við
nutum þess sannarlega hér að hann
hafði eins og þörf fyrir að koma
annað kastið upp í sveit. Það má
kannski segja að taugin hafi verið
ótrúlega stei’k miðað við hvað hann
var stutt í sveit þegar hann var ung-
ur. Stundum var hann að láta segja
sér í gegnum símann hvað af túnun-
um var búið að heyja, og núna fáum
dögum áður en hann dó, var hann
að spyrja hvemig heyskapurinn
gengi.
Ólafur eignaðist góða konu og
þrjú vel gerð börn. Og það var stórt
áfall þegar dóttir þeirra glæsilega
myndarleg og vel gerð í alla staði dó
eftir langt veikindastríð sem von
var til að hefðist að lækna. í þeirri
baráttu var hann óþreytandi að
gera henni allt til bjargar. Og stuttu
seinna dó konan hans. Þá sýndi
frændi minn mikinn styrk, að bogna
ekki. En hann bar ekki tilfinningar
sínar á torg, hvað mikið sem hann
mátti þola. Eg spurði hann eitt sinn
hvernig hann hefði staðið af sér
þegar hann fylgdi ástvinum síðasta
spölinn. „Eg var bara svona,“ svar-
aði hann. Stundum er talað um að
menn séu sem bjarg. Og enn sótti
að stór harmur þegar sonurinn dó á
síðasta ári, eftir að hafa barist lengi
við ólæknandi sjúkdóm. En Mar-
grét dóttir hans og dætur hennar
reyndust honum aðdáanlega vel
þegar hann þurfti mest á að halda.
Þær gerðu allt sem þær gátu til að
gera síðustu árin og stundimar
bærilegar. Við í Miðey biðjum Guð
að geyma þennan góða vin og launa
þeim sem reyndust honum svo vel.
Grétar Haraldsson.
Ólafur Jónsson var í hópi fjöl-
margra Eyfellinga sem fluttu til
Vestmannaeyja á fyn-ihluta þessar-
ar aldar. Eyjar þóttu bjóða mögu-
leika á mikilli vinnu og góðri lífsaf-
komu. Fyrstu árin eftir að Ólafur
kom til Eyja stundaði hann al-
menna vinnu bæði til lands og sjáv-
ar. Var meðal annars vélstjóri á
fiskibátum.
Upp úr 1940 fer Ólafur að starfa
við skipasmíðar hjá Gunnari Marel
Jónssyni og lýkur námi frá Iðnskóla
Vestmannaeyja 1945.
Á þessum áram voru skipasmíðar
og viðgerðir skipa álitlegur atvinnu-
vegur. Slippamir fjölmennir vinnu-
staðir og vertíðai’bátar 60-80 tals-
ins.
Það væri hægt að skrifa langa
sögu um þá sem störfuðu í slippun-
um. Margir góðir hagyrðingar og
sögumenn áttu þar samleið. Ekki
veit ég hvort Ölafur setti saman
vísu, en ég veit að hann kunni marg-
ar eftir sína vinnufélaga. Ólafur var
sérstaklega minnugur og athugull
maður. Arið 1958 stofnsetti Ólafur
fyrirtækið Skipaviðgerðir hf. ásamt
félögum sínum Bárði Auðunssyni og
Eggerti Ólafssyni. Allir voru þeir
skipasmíðameistarar. Ólafur var
vei'kstjói-i og yfirsmiður. Fyi'stu ár-
in var aðallega unnið við viðgerðir
skipa og báta, en einnig nokkuð við
nýsmíðar. Hjá fyrirtækinu voru
smíðuð 12 tréskip frá 15 til 160 rúm-
lesta.
Frá árinu 1963 var fyrirtækið til
húsa við Strandveg 80 og rak þar
slipp í samvinnu við Skipasmíðastöð
Vestmannaeyja.
Gosái'ið 1973 urðu miklar breyt-
ingar á lífi Eyjamanna. Skipavið-
gerðir hf. hófu starfsemi í Kópavogi
og smíðuðu þar einn 20 lesta bát. Að
ári liðnu var starfsemin flutt aftur
heim.
Árið 1978 seldi Ólafur sinn eign-
arhlut í Skipaviðgerðum hf., þá orð-
inn 70 ára gamall. Ólafur átti gott
heimili á Skólavegi 23, „Nýhöfn“.
Fjölskyldan var honum afar kær.
Ekki fór hann varhluta af mótlæti í
lífinu því hann missti dóttur sína,
Sigríði, 1968 og eiginkonu sína, Sig-
ríði Sigurðardóttur, ári síðar. Syni
sínum, Óla Þór, fylgdi hann til graf-
ar 1997. Samstarf föður míns og
Ólafs í fjölda ára var afar farsælt.
Ólafur var hægur og orðvar mað-
ur, en skoðanir hans voru ákveðnar.
Kæra Gréta og Guðmundur, Ing-
unn Hofdís og fjölskyldur. Fvrii'
hönd gamalla starfsfélaga og fjöl-
skyldu minnar vottum við ykkur
innilega samúð. Við eigum minn-
ingu um góðan dreng.
Kristján G. Eggertsson.
ÓLAFUR
JÓNSSON
Blómabwðin
öarðsKom
v/ PossvogskiuUjwgcinð
Sími: 554 0500