Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 37

Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 37 Jóhannes Matthías Guð- jónsson fæddist á Þorgeirsfelli í Stað- arsveit 14. júlí 1929. Hann lést á Land- spítalanum 13. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Pétursson, f. 6.5. 1894, d. 7.8. 1968 og Una Jó- hannesdóttir, f. 12.9. 1908, d. 21.1. 1996, lengst af ábú- endur á Gaul í Staðarsveit. Systkini Jóhannesar voru: Jón, f. 10. júlí 1926; Þorbjörg, f. 27. maí 1927, dó á unga aldri; Pétur Ingiberg, f. 25. maí 1928, d. 20. sept. 1996; Jóhann Kjartan, f. 30. nóv. 1930; Vilhjálmur Marí- us, f. 4. mars 1932, d. 26. des. 1991; Sveinn, f. 8. okt. 1933; Gunnar Hildiberg, f. 11. okt. 1934; Ólína Anna, f. 8. apríl 1937; Guðmundur Björn, f. 23. sept. 1938; Magnús Sigurjón, f. 1. okt. 1940; Soffía Hulda, f. 18. mars 1942; og Vilborg Inga f. 1. maí 1950. Hinn 27. mars 1954 kvæntist Jóhannes eftirlifandi konu sinni, Ásgerði Hall- dórsdóttur, f. 31. jan. 1935 á Borðeyri. For- eldrar hennar voru Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður og kona hans, Lára Valgerður Helgadóttir. Jóhann- es og Ásgerður hófu búskap á Gaul með foreidrum hans, en um vorið 1955 fluttust þau að Furu- brekku í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1992 að þau fluttust í Kópavog og Jóhannes hóf störf sem umsjónarmaður við Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í Reykjavík, þar sem hann vann til dauðadags. Jóhannes vann ýmis störf samhliða búskapnum. Fyrstu árin starfaði hann sem bíl- stjóri, bæði við fólksflutninga og MINNINGAR mjólkurflutninga hjá Helga Péturssyni í Gröf og seinna vann hann sem fijótæknir á Snæfellsnesi um árabil. Jóhannes og Ásgerður eign- uðust átta börn. Þau eru: 1) Lára Valgerður, f. 29.4. 1952, hennar maður er Tómas Þórir Garðarsson og eiga þau íjögur börn. 2) Una, f. 6.6. 1954, henn- ar maður er Bjarni Anton Ein- arsson og eiga þau fjögur börn. 3) Ingunn, f. 28.8. 1955, hennar maður er Torfi Júlíus Karlsson og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Vilborg Anna, f. 2.9. 1957, hennar maður er Björn Ágúst Siguijónsson og eiga þau tvo syni. 5) Halldór Kristján, f. 25.9. 1958, kona hans er Margrét Þórðardóttir og eiga þau íjögur börn. 6) Ingi- björg, f. 27.10. 1960, hennar maður er Valdimar Pétursson og eiga j)au þijú börn. 7) Sig- urður Oskar, f. 17.10. 1964, kona hans er Helga Bogey Birgisdóttir og eiga þau fjögur börn. 8) Guðjón, f. 9.12. 1969, kona hans er Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir og eiga þau þrjú börn. Útför Jóhannesar verður gerð frá Staðastaðarkirkju í Staðarsveit á Snæfellsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er stórt skarð höggvið í starfshópinn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum við fráfall okkar kæra Jóhannesar, en eftir standa allar góðu minningarnar um þennan öðling. Jóhannes húsvörður var alltaf tilbúinn til aðstoðar og á óskiljanlegan hátt tókst honum að verða við öllum óskum um aðstoð og nærveru og var engu líkara en hann væri á mörgum stöðum í einu. Nei, var orð sem Jóhannes notaði ekki væri hann beðinn um greiða og öllu sinnti hann með brosi á vör og glettni í tilsvörum. Hann var okkar veðurfræðingur og þótt hans veðurspár væru ekki með tölvugrafík og loftmyndum voru þær allt eins áreiðanlegar og umfram allt skemmtilegi-i. Þegar Jóhannes fór að dreyma hvítar kindur var víst að vetur nálgaðist. Oftar en ekki vitnaði hann í búskap og það var alltaf gaman að setjast niður með kaffibolla og spjalla við Jóa um sveitina, heyskapinn og skepnurnar, enda var hann bóndi fram í fingurgóma. Hann unni sveit- inni sinni meir en öðrum stöðum og af frásögnunum að dæma var það engin venjuleg sveit, þar festi aldrei snjó og hreyfði aldrei vind og skepnur voru sælli en í öðrum sveit- um. Það var einhvern veginn allt svo gott við hann Jóhannes og erfitt að koma orðum yfir þær tilfinningar JOHANNES MATTHÍAS GUÐJÓNSSON sem bærast innra með okkur öllum þegar horft er á eftir þessum höfð- ingja og góða félaga, sem kemur ekki oftar úr sveitinni. Við sem nutum þess að þekkja Jóhannes og fá að . starfa með honum erum ríkari á eftir. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðu hjarta, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höf. ó'þ.) , Elsku Ásgerður, Anna og fjöl- skylda, Guðjón og fjölskylda og aðr- ir aðstandendur; við vottum ykkur « dýpstu samúð. Minningin um góðan mann lifir meðal okkar. Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Elsku Jói minn. A meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfa eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Hafðu það svo gott með hinum englunum. Sigrún Pétursdöttir. (Fjölsk. Garði.) BJÖRN GUÐMUNDSSON + Björn Guð- mundsson var fæddur á Patreks- firði 20. september 1930. Hann lést 14. júlí siðastliðinn á Orlygshöfn í Pat- reksfírði. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Pálsdóttir, f. 17.1. 1907, d. 20.6. 1997, og Guð- mundur Gestsson, f. 3.7. 1901, d. 19.1. 1982. Systkini Björns eru Halla, f. 21.3. 1932, Gunnar Rafn, f. 22.7. 1935, og Svala, f. 26.12. 1938. Björn kvæntist Hrafnhildi Bergsveinsdóttur 1956, en þau slitu samvistum 1973. Börn þeirra eru: Kristín Jóhanna, f. 5.11. 1956, sjúkra- liði, maki Kristján Skarphéð- insson, bakarameistari, Ing- Björn Guðmundsson var mætur maður sem lét lítið yfir sér. Hann var alinn upp á góðu heimili dugmikilla foreldra sinna. Þegar kynni okkar Bía hófust fyrir um tuttugu og fjór- um árum, birtist hann mér sem harð- gerður maður og yfirlætislaus. Hann hafði sínar skoðanir á hlutunum en var ekki að flíka þeim við hvern sem var. Eftir því sem árin liðu og kynni okkar urðu nánari, sást undii' skelina og kynntist ég þá stoltum manni sem elskaði dætur sínar umfram allt og vildi allt fyrir þær gera. Tjáningarformið var ekki alltaf í orðum, en fas og hagleiksverk hans dætrum sínum til handa töluðu sínu máli. Vinnusemi var aðalsmerki Bía og ótakmörkuð greiðvikni í garð allra. „Nei“ var ekki til í hans orða- forða þegar verkefni voru óleyst og eftir standa ótal minnisvarðar um handverk hans. Sem tengdasonur minnist ég þeirra stunda er veittu Bía gleði og þai' sem hann sýndi miklar tilfinn- ingar. Það var stoltur afi sem hélt á fyrsta afabarninu, nafna sínum, und- ir skírn fyrir rúmum tuttugu og tveimur árum. Það voru dýrmætar stundir barna okkar hjónanna þegar afi kom suður í heimsókn. Það var falleg sjón að líta inn í herbergi til hans og sjá hvar þau kúrðu hjá hon- um eins og litlir ungar. Aidrei hef ég séð stoltari og hamingjusamari föður en þegar Inga útskrifaðist sem læknir og þakklátur var hann fyrir umhyggju hennar og skilning á sinni raunverulegu líðan, án þess að hann þyrfti að hafa þar nokkur orð um. Bíi kveinkaði sér yfirleitt aldrei, veldur Birna, f. 23.2. 1958, læknir, maki Guðjón Hall- grímsson, fram- kvæmdastjóri, Mar- ía Dóra, f. 8.2. 1963, BA í sálfræði, maki Guðmundur Gunn- arsson, lögfræði- nemi. Barnabörn Björns og Hrafn- hildar eru sex. Björn lærði húsa- smíðar og varð meistari í faginu. Hann starfaði hjá ístaki í mörg ár m.a. við virkjunarframkvæmd- ir. Sl. rúm tuttugu ár starfaði hann hjá Byggi á Patreksfirði og síðustu árin hjá áhaldahúsi Vesturbyggðar. Björn verður jarðsunginn frá Patreksljarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sama hvað gekk á. Hjartaáfall fyrir fimm árum, sem hefði riðið meðal- manni að fullu, stöðvaði hann ekki í vinnu. Rrabbamein sem gi'eindist í vetur og bættist ofan á fyrri veik- leika, gerði þennan duglega mann að enn meiri líkamlegum sjúklingi sem samt hélt áfram að atast. „Það er ekkert að mér“ var alltaf svarið þeg- ar að var spurt og fáa grunaði hversu veikur hann var. Bjöm Guðmundsson, þú varst vænn maður. Ég er þakklátur fyrir kynnin og kveð þig með söknuði og virðingu. Guðjón Hallgrímsson. Elsku Bíi minn. Þetta verður síð- asta bréfið sem ég skrifa þér í bili. Mig langaði að þakka þér yndislega vináttu og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég sakna þín svo mikið og þess að geta ekki spjallað við þig um allt milli himins og jarðar, leitað ráða hjá þér, hlust- að á þig, séð kankvísan svipinn og vinalegt brosið. Þú ert sá besti vin- ur sem ég hef nokkurn tímann eign- ast, trúnaðarvinur. Þér mun ég aldrei gleyma og ég trúi því að þú sért hjá mér og haldir áfram að hlusta á mig og gefa mér góð ráð. Þakka þér fyrir samfylgdina og alla hjálpina, sem er ómetanleg. Gleymdu því aldrei hvað þú ert mér kær. Ég hugsa til þín og sakna þín. Ástvinum þínum votta ég mína dýpstu samúð. Guð geymi þig. Þín vinkona Sigríður (Sirrý). Guðmundur Sigurbjörnsson fæddist á Akureyri 22. maí 1949. Hann lést á heimili sfnu 7. júlí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 16. júlí. Elsku hjartans „Pilli afi“, eins og við Kamilla köllum þig gjaman okkar á milli. Það eru að verða níu ár frá því að ég kynntist þér og ykkur öllum í Borgar- hlíð 6d. Þú sást ekki mikið af mér fyrstu vikurnar sem við Einar vor- um að byrja saman, kannski einna helst skóna á forstofugólfinu. Svo leið rúmt ár og ég var flutt inn á gafl til ykkar og áttum við Einar okkar hreiður niðri hjá þér og Diddu. Þú hefur alltaf verið mér góður og reynst mér vel á allan hátt. Alltaf gátum við Einar leitað til ykkar með hin ýmsu mál. Mér þótti alltaf svo sætt af ykkur þegar við byrjuðum að búa og erfitt reyndist að ná end- um saman, er þið hjónin komuð í heimsókn með 1-2 poka úr Nettó til að fylla í ísskápinn. Ég er mjög stolt af því að hafa gengið með þitt fyrsta barnabarn og gefið þér nafnbótina „afi“, sem þú varst svo stoltur af. Það fór ekki fram hjá neinum hvað þú varst ánægður með þessa litlu dúllu og hvað þú naust þess að vera afi. Þú gleymdir henni aldrei, alltaf færðir þú henni eitthvað er þú komst heim úr ferðalögum eða viðskiptaferðum. Reyndar færðir þú okkur öllum eitthvað sem sýnir hversu gaman þú hafðir af því að gleðja aðra. Þeg- ar við mæðgur fluttumst suður í vetur út af náminu mínu, varst þú tíður gestur hjá okkur, þú gafst þér alltaf tíma til að heimsækja okkur. Þú sast á fundum allan daginn, þreyttur og lúinn, en gafst þér alltaf tima til að líta inn til okkar. Þá settistu iðulega á gólfið í her- berginu hennar Kamillu og lékst við hana. Svo kom skellurinn, eftir ái’amótin greindist þú með krabbamein. Þínar vikulega heimsóknir hættu og þín var sárt saknað af okkur Kamillu. Þrátt fyrir þá staðreynd hversu veikur þú varst, varstu alltaf já- kvæður og reyndir að bera þig vel. Þú ætlaðir að berjast gegn þessu, sem þú og gerðir. Það var erfitt og sárt að horfa upp á þessa erfiðu bar- áttu þína, Guðmundur minn, og þau áhrif sem það hafði á alla fjölskylduna. Ég mun alltaf dást að Diddu, Einari, Bjarna og Klöru fyrir það hversu dugleg og sterk þau eru búin að vera við hlið þér. • Við eigum öll eftir að sakna þín mikið og tómarúmið, nú þegar þú ert farinn, verður aldrei fyllt. Kamilla mun alltaf vita af honum Pilla afa sem nú er hjá Guði á himnum. Allar mynd- irnar og minningar okkar hinna sjá til þess. Við kveðjum þig með allri okkar ást, elsku Guðmundur. Þín tengdadóttir og litli auga- steinninn hans afa, Katrín Melstað og Kamilla Einarsdóttir. Hvers vegna, hvers vegna þú, elsku pabbi minn? Þú sem varst svo fullur af orku og aldrei veikur, fyrr en þú greindist með krabba- mein 28. janúar sl. Þú þurftir að ganga í gegnum erfiða lyfjameð- ferð, sem þú stóðst þig eins og hetja í, eins og öllum erfiðum verk- efnum sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Þú kenndir okkur systkinunum svo margt, sem við munum varð- veita í framtíðinni. Síðastliðin þrjú ár voru búin að vera erfið hjá okk- ur fjölskyldunni í sambandi við mín veikindi, sem þið mamma studduð mig í upp á hvern einasta dag. Þær voru margar ferðirnar til Reykja- víkur sem þú fórst með mér til að hitta lækna og síðast í janúar fórstu með mér til Svíþjóðar. Ég sakna þín svo mikið að ég get ekki lýst því með orðum. Að hugsa sér að maður geti aldrei aftur rætt við þig um fótbolta, eins og við gerðum þegar við horfðum á enska boltann og aldrei klikkaðir þú á harðfiskin- um og smjörinu. I djúpri sorg og söknuði kveð ég þig, elsku besti pabbi minn, og bið algóðan Guð að vernda þig og gæta. Ég veit að þú fylgist með okkur og gætir okkar. Þinn sonur, Bjarni Freyr. Elsku pabbi minn, það er svo ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá okkur eftir stutta en hetjulega bar- áttu við þann ömurlega sjúkdóm sem krabbamein er. Það er ekki lengra síðan en um síðustu áramót að þú varst manna hressastur í ára- mótafagnaði í Borgarhiíðinni, söngst og og dansaðir langt fram eftir morgni og endaðir á því að flagga íslenska þjóðfánanum, klukkan átta um morguninn. Ekki gat mig órað fyrir því á þeirri stundu að þú værir byrjaður að veikjast. Alveg síðan ég man eftir mér fann ég hversu miklu máli ég skipti þig eins og aðrir meðlimir fjölskyld- unnar. Við vorum alltaf númer eitt og þegar ég var lítill tókst þú mig oft með þegar þú þurftir að fara á fundi eða sinna einhverjum af þín- um áhugamálum. Eftir því sem árin liðu sá ég sífellt betur og betur, hversu heiðarlegur og góður maður þú varst og ég vissi alltaf hvar ég hefði þig. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við það að þú sért farinn frá mér en e.t.v. mun sá tími koma að ég læri að lifa með því. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu og alltaf tilbú- inn að gefa mér ráð þannig að miss- ir minn er mikill. Ég trúi því að þér líði betur og að ' þú hafir mikilvægu hlutverki að gegna hinum megin og það sé ástæða þess að þú varst tekinn þetta snemma frá okkur. Með miklum söknuði kveð ég þig, elsku pabbi minn. Þinn sonur Einar Már. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. GUÐMUNDUR SIG URBJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.