Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 44

Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 44
44 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ föstudaginn 7. ágúst • laugardaginn 8. ágúst. Sýningar hefjast kl. 20. Sýningum fer fækkandi. Miðasala sfimi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Hestur. geitur og kanínur eru i sýningunni Sýningin fer fram í sirkustjaldi Miðasala: 562 2570 *.Nótt&Dagur Söngleikja-leikritió I Fjölskyldu -og Húsdýragarðinum míðkl.Í4.30 fim kl. 14.30 lau kl. 14.00 sun kl. 14.00 Miðaverð aðeins kr. 790,- Innifaliö I verði er: Miöi á Hróa hött MiBi í Fjölskyldu -og Húsdýragarðinn Frítt í öll tæki í garðmum Leikfélagið Regína „Northern Lights“ eftir Frederick Harrison í Möguleikhúsinu v/Hlemm 5. sýn. í kvöld 25.7. kl. 20.30. 6. sýn. sun. 26.7. kl. 20.30. Flutt á ensku/Performed in english Miðasala í síma 562 5060 SUMARTONLEIKAROÐ KAFFILEIKHÚSSINS í kvöld! „Fluga“. Hjörleifur Valsson og Ha- vard Oieroset leika „hot-club“ tónlist áfiðlu og gítar. M.a. austur-evrópska sígaunatónlist, popp, rokk og diskó. lau. 27.7 kl. 21 örfá sæti laus Tónleikamatseðill Innbakaður graflax með hunangsdillsósu — og í aðalrétt: Lambapiparsteik með rjómasoðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti. t________Aðeins kr. 1400.______. Miðas. opin lau. 27/7 frá 18-20 Miðap. alian sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffíleik@ isholf.is ÞJÓNN í s ú p u n n i í kvöld 257 kl. 20 UPPSELT sun. 26/7 kl. 20 UPPSELT fim. 6/8 kl. 20 UPPSELT fös. 7/8 kl. 20 UPPSELT sun. 9/8 kl. 20 UPPSELT fim. 13/8 kl. 20 örfá sæti laus fös. 14/8 kl. 20 örfa sæti laus lau. 15/8 UPPSELT Aukatónleikar Fjórar klassiskar sun. 26/7 kl. 15.00 Miðasala opin kl. 12-18 ósóttar pantanlr seldar daglega Miðasölusiml: 5 30 30 30 kUSillMM Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar lau. 25/7 kl. 21 örfá sæti laus fim. 30/7 kl. 21 fim. 6/8 kl. 21 Miöaverö kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vörðufélagar LÍ fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miðasölusími 551 1475 „Netparið“ afhjúpað LEIKARARNIR Ty Taylor og Michelle Parma komu fram á blaða- mannafundi á dögunum til að skýra frá því að sagan um að 18 ára gam- alt par ætlaði að missa sakleysið í beinni útsendingu á netinu væri auglýsingabrella ein. Það var Ken Tipton sem hannaði vefsíðuna og stóð að baki brellunni en það er von hans að í kjölfarið verði kynlífs- fræðsla almennings efld og stuðlað verði að iðkun öruggs kynlífs. FÓLK í FRÉTTUM Engum að treysta Sýn ► 21.00 Af nokkrum ágætum myndum kvöldsins hefur Ránfuglinn (Three Days of the Condor), vinning- in. Gerð af mikilli smekkvísi af einum affarasælasta leik- stjóra þessa tímabils, Sidney Pollack, laglega skrifuð, þó dulítið ruglingsleg á kafla, af Lorenze Semple jr., með skotheldum hópi nokkurra vinsælustu og bestu leikara áttunda áratugarins. Robert Redford fer reffilega með hlutverk starfsmanns banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA), sem kemst af tilviljun í óheppileg mál innan stofnun- arinnar. Það er vont fyrir heilsu hans og samstarfs- manna hans, sem fara að týna tölunni. Robbi leggur því á flótta undan ógreinileg- um yfirboðurum. Spennandi, lævís, en fyrst og fremst dúndurgóð og oft vitræn af- þreying. Redford, Faye Dunaway og Cliff Robei'tson, öll afspyrnugóð og enginn leikur Max Von Sydow og John Houseman betur en þeir sjálfir! Fleiri snjallir menn koma við sögu, m.a. tökustjórinn Owen Roizman og tónskáldið Dave Grusin. Góð spenna í fínum umbúð- um. Sæbjörn Valdimarsson LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 15.25 Þinn ótrúr (Un- faithfully Yours, ‘84). Endurgerð í rösku meðallagi á gamalli og góðri mynd um ímyndunarveikan og af- brýðisamann hljómsveitarstjóra (Dudley Moore), sem grunar fal- legu konuna sína (Nastössju Kinski) um að eiga vingott við einn hljóðfæraleikarann (Armand Assante). Hyggur á manndráp. k-k'Á Sýn ► 21.00 Ránfuglinn (Three Days of the Condor, ‘75). Sjá um- sögn í ramma. Sjónvarpið ►21.10 Bróðir Cadf- ael - Heilagur þjófur (Brother Ca- dfael, ‘97) Frumsýning á enn einni sjónvarpsmyndinni um miðalda- munkinn og spæjarann Cadfael, sem Derek Jacobi leikur af al- kunnri snilld. Stöð 2 ► 21.05 Líf með Picasso (Surviving Picasso, ‘96), er frá hinu farsæla þríeyki, Ivory/MerehantýJhabvala, en telst ekki með bestu verkum þess. Ant- hony Hopkins er þó einn þess virði að sjá myndina. Borubrattur sem kynóður nirfill, hrokagikkur og snillingur, en myndin fjallar um Picasso frá sjónarhóli sambýliskonu hans og barnsmóður á fyrri hluta aldarinnar. Segir meira um kynlíf en kúbisma. ★★★. Julianne Moore skarar fram úr kvennafansinum. Sjónvarpið ► 22.40 Það verður gaman að sjá hana aftur, spennu- myndina Háskaleg kynni (Fatal Attraction, ‘87), ★★★, sem vakti geysiathygli og fékk mikla aðsókn á sínum tíma. Michael Douglas (af öllum mönnum) leikur eiginmann sem tekur einu sinni framhjá konu sinni með óþekktum kvenmanni (Glenn Close), sem reynist ekki öll þar sem hún er séð. Sumir vilja meina að hún tákni alnæm- isveiruna. Gleymið því og njótið þessarar ágætu spennumyndar, sem minnir ofboðlítið á Hitchcock. Leikskstjóri Adrian Lyne. Stöð 2 ► 03.35 Martröð við Álmstræti 3 - A nightmare on Elmstreet III: Dream Warriors, (‘87), -kl/2, gerist á geðveikraspít- ala. Annars mikið til það sama og áður. Frægur lögfræð- ingur á skjánum OÐRU HVERJU eru gerðar skoðanakannanir, sem sýna við- horf almennings til stofnana og einstaklinga. Ekki er vitað hversu þarft þetta er, en niður- stöður leiðbeina áreiðanlega ein- hverjum hvaða skoðanir ber að hafa og eru þær að því leyti nú- tímalegur heilaþvottur. Ahugi á þessum könnunum gæti bent til þess að nútímalegur almúgi hefði gaman af að láta heilaþvo sig. Þeir sem verða að una niðurstöðum úr svona könnunum bregðast við á tvennan hátt. Annars vegar fagna þeir sem sigurvegarar og hins vegar verjast þeir fimlega séu þeir lágt prísaðir. Frétta- stofur ríkisins, eins og er nú af- káralegt að þurfa að kenna þær við ríkið, fá yfirleitt hagstæðar niðurstöður í könnunum um áreiðanleika. Ekki er ástæða til að efast um þær niðurstöður. Hitt kemur ekki fram hvað mikl- um tíma þessar ríkisstofnanir eyða í hvert viðfang. DV og Dag- ur, sem hafa undanfarið kosið að halla sér til vinstri, fóru heldur laklega út úr nýlegri skoðana- könnun. Það er eins og fólk al- mennt geri ekki mikið með þá fjölmiðla og fréttaflutning þeirra. Þó er nú ýmislegt lagt á sig við að halda þessum blöðum í útgáfu enda hugsjónirnar á bak við nærri aldargamlar. Síðastliðinn sunnudag sýndi Stöð 2 kvikmynd um lögfræðing- inn Clarence Darrow, sem varð einkum kunnur fyrir það að verja kennara í ameríska bibh'u- beltinu þegar hann var kærður fyrir guðlast af því hann kenndi um kenningar Darwins um upp- runa tegundanna. Það urðu hin skrautlegustu málaferli þar sem nútíminn vann sigur hvað sem dómsniðurstöðum leið. Þessi kvikmynd um Dai-row var þó ekki um aparéttarhöldin svoköll- uðu, heldur fyrstu áratugi hans sem lögfræðings, en þar sótti hann og varði í mörgum málum, sem síðar urðu fræg í banda- rískri réttarfarssögu. Hann gerðist lögfræð- ingur verkamanna og vann þar frægt mál fyrir námu- verkamenn, svo seinna var hann fenginn til að verja sakborninga út af sprengjutilræði í Los Ang- eles, sem kostaði einhver manns- líf. Þar fór verr en skyldi; sak- borningar voru dæmdir sekir, Darrow var ákærður fyrir að reyna að múta fulltrúa í kvið- dómi en var sýknaður. Hann slapp frá Los Angeles slyppur og snauður en átti síðan eftir að gera garðinn frægan í málssókn- um og vömum. Darrow var á móti dauðarefsingu og setti sér snemma að hindra að menn væru dæmdir frá lífi þótt sekir væru. Honum tókst það merkilega oft. Ríkiskassinn hefur verið að sýna þætti frá Bandaríkjunum eftir listfræðing að nafni Robert Hughes og nefnir hann þættina Bandaríkin í nýju ljósi. Ekki veit ég hvað ljósið er nýtt og eflaust er Hughes eins og aðrir listfræð- ingar að vilja flokka allt niður eins og starfsmenn í pakkhúsi. A sunnudaginn var hann með þátt um vestrið - þetta villta og ekki svo villta. Lýsti hann þvi hvernig listgefnir menn urðu fyrir sjokki þegar ósnortin og mikilfengleg náttúran; fjöllin, vötnin og slétt- urnar opnuðust fyrir þeim og hrikaleg gljúfur eins og Grand Canyon eða jarðhitasvæði eins og Yellowstone Park. Upp af þessum óvæntu kynnum af landi sem þeim fannst að almættið hefði farið fingrum um, spruttu frægir landslagsmálarar, slettir og felldir og svolítið ýktir eins og þeir voru fyrir tíma ljósmynda- vélarinnar. George Catlin var einn þessara frægu málara (1796-1872). Myndir hans skip- uðu snemma sérstaka deild í Þjóðlistasafninu í Washington. Hann ferðaðist mikið um óbyggðir og meðal indiána, en hann kynntist Súindíánum fyrst er sendinefnd þeirra kom til höf- uðborgarinnar, þar sem hann var starfandi ungur lögfræðing- ur. Þau kynni urðu ást við fyrstu sýn, enda helgaði hann líf sitt eiginlega því síðan að mála indiána og skrifa um siði þeirra og venjur. Annars frægs málara var get- ið í lok þáttarins. Það var Frederich Remington, sem var næstur nútímanum þessara gömlu málara. Hann varð fræg- ur fyrir myndir sínar af kúrek- um og horuðum og langsoltnum görpum villta vestursins. Hest- amir voru líka horaðir og teygð- ir til hins ýtrasta í myndum Remingtons. Hann festi þau átök sem landnám vestursins hafði í för með sér á léreft. Aðrir hafa ekki gert betur. Hins vegar var undarlegur sá hreytingur um mikinn listamann, sem list- fræðingurinn lét sér um munn fara um Remington í lok þáttar- ins. Ég veit ekki annað en Rem- ington liggi kyrr í gröf sinni. Indriði G. Þorsteinsson SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.