Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 46

Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ M 46 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 FÓLK í FRÉTTUM Spilað vítt og breitt Félagarnir Hávard 0ieroset og Hjörleifur Valsson halda tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld. * I lagavali koma þeir víða við í tíma og rúmi. Hildi Loftsdóttur grunar að þeir lumi á einhverju óvæntu. ÞAÐ VAR í Tónlistarháskólan- um í Osló sem Hávard og Hjörleifur hittust árið 1990 og byrjuðu að spila saman á gítar og fiðlu ári seinna. Þótt Hjörleifur sé við nám í Osló og Prag og Hávard hafi verið í Liverpool sein- ustu þrjú árin hittast þeir enn og spila saman. Þeir hafa spilað víða; í Noregi, Tékklandi, Þýskalandi og ítalska sjónvarpinu. í sumar hafa þeir svo spilað víða á íslandi Byijuðu óvart - Hvað heitir hljómsveitin ykkar? Hávard: Við köllum hana Vals- áon/0ieroset eins og Lennon/McC- artney. Það er gott nafn. Við semj- um eitthvað en sérstaklega útsetj- um við lögin á okkar hátt. - Hvað er á dagskrá hjá ykkur? Hávard: Við byrjum á elsta íslenska laginu sem þekkt er; Ár vas alda. Svo flytjum við norræn lög eftir Taube, Bellman, Proysen, síðan smá djass og swing ... Hjörleifur: ...svo ungversk, rúss- nesk og slavnesk sígaunalög. Popptónlist fylgir þar í kjölfarið einsog lög með ABBA, Boney M, intrá Skolvaskar Intra skolvaskamir eru framleiddir á vegg eða innfelldir í borð. Stærðir: 48 x 38 x 19 cm 54 x 45 x 23 cm Heildsöludreifing: ¥e«>TLi Smiðjuvegi 11, Kópavogi Sími564 1088,fax564 1089 Fæst í öygoíngavömverslunum um land allt. HÁVARD Oieroset og Hjörleifur Valsson spila í Kaffileikhúsinu í kvöld. Lenny Krawitz, Clapton, Vals- son/0ieroset, Frank Zappa ... - ...hvar endar þetta eiginlega? Hávard: Með uppklappi auðvitað! Hjörleifur: Nei, nei. Þetta endar í nútímanum, um 1980. - Hver er hugmyndin á bakvið dag- skrána? Eruð þið að sýna fram á einhverja þróun eða eitthvað annað? Hjörleifur: Við erum ekki að reyna að sýna fram á neitt, við höfum bara verið að spila þetta í mörg ár. Það var óvart sem við byrjuðum á þessu og gerðum okkur grein fyrir að við vorum með tónleikadagskrá í hönd- unum. Við höfum í raun um átta tíma af dagskrá. Hávard: Nema að öll lögin eru ekki nógu vel útsett ennþá. Þetta er alltaf að þróast, við erum alltaf að finna ný lög til að spila og það er mjög gaman að spila þetta saman. Hjörleifur: Svo græðum við líka peninga! Lög sem áskorun - Veljið þið lög sem ykkur þykja skemmtileg eða sem fólk kannast við? Hávard: Við spilum það sem okkur þykir skemmtilegt, en það virðist sem öllum kynslóðum líki lögin, bömum jafn ömmum þeirra og öf- um. Iljörleifur: Útsetningarnar eru náttúrulega allt öðruvísi en þær upphaflegu. Við flytjum lögin alveg á okkar hátt. Ég hlusta t.d. ekki sér- lega mikið á Boney M eða ABBA og Clapton er frekar leiðilegur líka. Það er frekar að við viljum útsetja lög á einhvern sérstakan máta og að þau gefi okkur hugmyndir heldur en að okkur finnist þau sérlega skemmtileg. Hávard: Svo getur líka falist viss áskorun í því að gera lag skemmti- legt áheymar eða einfaldlega að spila það. - Pannig að þeir áheyrendur sem hafa heyrt alla heimsins tónlist frá Morgunblaðið/Kristinn öllum tímum munu samt heyra eitt- hvað nýtt á tónleikunum ykkar? Hjörleifur: Já, þeir munu heyra okkar útsetningar og lögin eftir okk- ur sem þeir hafa ekki heyrt áður. - Eruð þið búnir að gefa út geisla- disk? Hávard: Nei, ekki ennþá. Það gæti samt orðið gaman, við erum að bíða eftir góðu tilboði frá útgefanda. Iljörleifur: Þangað til langar okkur að segja að við hlökkum mjög mikið til að spila í Kaffileikhúsinu í kvöld og langar að fá marga áhorfendur. Við munum spila með hjartanu, nýr- anu, heilanum og fingmnum. Hávard: Og tánum líka. BJÖRN Bjömsson, Sigurður Ágúst Sigurðsson, Guðrún Bjömsdótt- ir, Hanna Margrét Einarsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Elma Diego. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRÚN Sigmarsdóttir og Guðjón Kristinsson vom sporlétt á dans- gólfinu við tónlist Geirmundar. NÝR salur var tekinn í notkun í veitinga- húsinu Nausti um síðustu helgi og af því tilefni lék hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar fyrir gesti. Naustið er elsti skemmti- og veitinga- staður borgarinnar, stofnað 1954. Þar er Nýr salur í Nausti að finna fjölbreytt salarkynni og hinn nýi salur er í risi fyrir ofan aðalsal og Reylqavíkurstofu. Áður var þarna feymsla. Á vígslukvöldinu var dansað átt við undirleik Geirmundar og hans manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.