Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 52
Windows 98 w www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landsbankinn mælir með samruna og hagræðingu í bankakerfínu Arleg’ur sparnaður á þriðja milljarð króna * „Mest skörun hugsanlega milli Islands- banka og Landsbanka“ ÞÖRF er á verulegri hagræðingu í íslensku bankakerfí á næstu árum til að mæta aukinni samkeppni á fjármagnsmarkaðnum og þrýstingi á lækkun vaxtamunar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lands- banka íslands hf. um íslenska bankakerfíð í breyttu umhverfí. í ljósi samanburðar við aðra norræna banka kemur fram það álit að mögulegt sé að draga úr kostnaði innan íslenska bankakerfisins um 8-9% að óbreyttu, en samtals 16-18% með samruna viðskipta- banka. Þar komi til hagræðing í úti- búaneti, þ.m.t. starfsmannahaldi, kostnaði við greiðslumiðlun auk stærðarhagkvæmni af rekstri. Rekstrarkostnaður banka og sparisjóða árið 1997 var um 15,3 milljarðar króna. Því megi án sam- runa spara 1,2 til 1,4 milljarða króna á ári en sá sparnaður aukist í 2,4 til 2,8 milljarða á ári við samein- ingu viðskiptabanka. Skýrsluhöfundar velta fyrir sér sameiningarmöguleikanum í banka- geiranum og bent er á að viðskipta- bankarnir þrír, Landsbanki, Bún- aðarbanki og íslandsbanki séu allir í svipuðum rekstri. „Mest skörun er þó hugsanlega á milli Islandsbanka og Landsbanka," segir í skýrslunni. Sá viðskiptabanka sem eftir stæði ætti hins vegar að sögn erfitt með að ná sömu hagræðingu og þar með samkeppnisstöðu og sameinaði bankinn. Vegna eignarfyrirkomu- lags sparisjóðanna sé með öllu óljóst hvernig þeir geti tekið þátt í hagræðingarferlinu. Meginfor- senda þess að hægt sé að greiða fyrir samrunaferli á jafnréttis- grundvelli hér á landi sé að spari- sjóðirnir verði þar inni í myndinni og að formbreyting á rekstri þeirra geri það mögulegt. Enn fremur sé það nauðsynleg forsenda fyrir breytingum á fjármálamarkaði að bankarnir fari á hlutabréfamarkað sem fyrst og njóti stuðnings fjár- festa við hagræðingu. Norrænn samanburður er að flestu leyti óhagstæður íslensku bönkunum að því er fram kemur í skýrslunni. Þannig er vaxtamunur hvergi meiri en á Islandi og munar þar um tveimur prósentustigum. Kostnaður sem hlutfall af tekjum er einnig mun hærri en annars staðar á Norðurlöndum þótt hann hafi reyndar farið lækkandi hérlendis síðustu árin. Mun hærra hlutfall fjármuna er einnig bundið í hús- næði og búnaði hér á landi heldur en á hinum Norðurlöndunum. ■ Þörf á/26 Skattur- inn skoð- ar kvóta- viðskipti SKATTSTOFAN á Reykja- nesi er núna að skoða hvernig skattgreiðslum vegna við- skipta með kvóta hefur verið hagað á síðustu árum. Þetta er hluti af skatteftirliti í skatt- umdæminu. Hugsanlega munu skattyf- irvöld í öðrum umdæmum skoða þessi mál með sama hætti ef niðurstöður rann- sóknar skattyfirvalda á Reykjanesi gefa tilefni til að ætla að mikið sé um að skatt- ur sé ekki greiddur af kvóta- viðskiptum eins og lög gera ráð fyiir. Rannsókn skattstofunnar á Reykjanesi er rétt að hefjast og liggur því ekkert fyrir um hvað kemur út úr henni. Sjómenn um veiði- leyfagjald 77,3% styðja gjaldtöku 77,3% SJÓMANNA og bænda eru fylgjandi veiðileyfagjaldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði. Stuðningur við veiðileyfagjald er hvergi meiri en meðal þessara stétta. Næstmestur stuðningur er meðal sérfræðinga, 77,1%. Minnstur stuðningur við slíka gjaldtöku er meðal nema og verkafólks. ■ 77,3% sjómanna/6 ------------- Landsvirkjun Útboð skuldabréfa LANDSVIRKJUN hefur að undan- fömu átt í viðræðum við innlendar lánastofnanir um möguleika á því að ráðast í allt að tveggja milljarða króna skuldabréfaútgáfu hérlendis á næstu vikum. ■ Skuldabréfaútboð/15 ------------- Samkeppnisstofnun Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson ÞEIR báru sig fagmannlega að verki varðskipsmennirnir á Óðni sem voru að leggja síðustu hönd á hreinsun baujunnar áður en hún var máluð. Stærsta bauja landsins yfirfarin Deila olíu- félaganna um auglýsingu SAMKEPPNISSTOFNUN hefur farið þess á leit við Olíufélagið hf. Esso að það auglýsi ekki svokallaða gæðadísilolíu sem „bestu dísilolíuna" þar til endanleg niðurstaða sam- keppnisyfirvalda liggur fyrir í deilu olíufélaganna tveggja um réttmæti þess hvort Esso megi auglýsa bestu dísilolíuna. Stofnunin fellst þar með á ósk Skeljungs hf. um frest til 10. ágúst til að koma að athugasemdum vegna málsins. ■ Málið/15 I vikunni luku varðskipsmenn á Óðni við að taka upp, hreinsa og mála eina stærstu bauju lands- ins, svokallaða 7 bauju. Baujan, sem er rúma eina sjómflu norð- vestur af Engey, er aðalinnsigl- ingabaujan til Reykjavíkur og vegur hún um 9 til 10 tonn. Hún er fest niður með 60 metra langri keðju en fjögurra tonna steinn heldur henni á réttum stað. Baujan er af nýlegri gerð, en flestar aðrar baujur við strendur landsins eru frá stríðsárunum. Ljósið á henni fæst með sólar- speglum og rafgeymum en síðast var baujan yfirfarin árið 1994. Það tók nokkurn tíma að ná henni upp og hreinsa en mikill gróður og kræklingur hafði safn- ast fyrir á henni. Það er Reykjavíkurhöfn sem á og rekur þessa bauju en flestar aðrar baujur eru eign Siglinga- stofnunar ríkisins. Nefnd ráðherra um einkaframkvæmd Einkaaðilar reki Reykjavíkur- flugvöll NEFND á vegum fjármálaráðherra leggur til í nýútkominni skýrslu að ríkisstjórnin samþykki að leggja áherslu á að færa ýmis verkefni rík- isins til einkaaðila með svokallaðri einkaframkvæmd á næstu árum. Leggur nefndin til að skoðað verði sérstaklega hvort semja megi um einkaframkvæmd við uppbyggingu og rekstur Reykjavíkurflugvallar, þar sem einkaaðili tæki að sér að endurbyggja flugbrautir, reisa flug- stöð og annast reksturinn. í öðru lagi bendir nefndin á að bygging og rekstur heilsugæslu- stöðva sé kjörið verkefni fyrir einkaaðila í þessu sambandi og loks er lagt til að einkaaðilum verði falið að leggja til alla aðstöðu og þjón- ustu við Iðnskólann í Hafnarfirði á grundvelli einkaframkvæmdar. I gær var svo undirritaður samningur milli ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu nýs skólahúss og rekstur Iðnskólans í Hafnarfirði undir merkjum einkaframkvæmdar. Engar ákvarðanir teknar Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort ráðist verði í einkaframkvæmd við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli eða vegna byggingar og rekstur heilsugæslu- stöðva. Tillögur nefndarinnar séu fyrst og fremst dæmi um hvernig hagnýta megi kosti einkafram- kvæmdar. Þessi mál verði þó skoð- uð á næstunni. „Þetta er aðferð sem þekkist víða um lönd og hefur gefist vel þar sem hún á við,“ segir Geir. Hann leggur jafnframt áherslu á að ekki verði dregið úr þjónustunni þegar samið sé um einkafram- kvæmd vegna einstakra verkefna eða þjónustu. ■ Eiukaframkvæmd/12 Japönsku túnfískskip- in komin FIMM japönsk túnfiskveiðiskip voru að leggja línur um 15 mílur suður af íslensku fiskveiðilögsögunni þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar flugu yfn- á eftirlitsflugi í gær. Að sögn Magna Óskarssonar, leið- angursstjóra Landhelgisgæslunnar, eru japönsku túnfiskveiðiskipin ný- komin til veiða, því að við síðasta eft- irlitsflug fyrir skömmu voru þau ekki á svæðinu. Magni sagði að ekki hefði sést hvort eitthvað hefði veiðst þar sem skipin voru á 17°35’ norð- lægrar lengdar, suður af Skarðs- fjöru. Japönsk og kóresk skip hófu tún- fiskveiðar suður af Islandi á síðast- liðnu ári og hafa Japanir fengið leyfi til að leita afla innan íslensku lögsög- unnar. Magni sagði að í fluginu í gær hefðu gæslumenn einnig séð til nokkurra spænskra togara nyrst á Hatton Rockall-svæðinu, skammt ut- an lögsögunnar. Hann kvaðst ekki minnast þess að togarai' hefðu sést þar áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.