Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 178. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MJÖG heitt er víða í Evrópu þessa dagana. Hér kæla nokkrir íbúar Ziirich í Sviss sig í gos- brunni í Ziirich-vatni, en skæðust hefur hitabylgjan verið á Kýpur, þar sem 48 hafa látizt og hund- ruð annarra þurft á læknishjálp að halda undanfarna sólar- hringa. Flestir hinna látnu Kýp- urbúa voru af léttasta skeiði og heilsulausir en hitinn hefur náð allt að 43 gráðum, sem er um fimm gráðum yfir því sem annars gerist mest í venjulegu árferði. Reuters Hitabylgja í Evrópu Genabreytt matvæli skaðleg mönnum? London. Reuters. GENABREYTT fæða getur hamlað vexti rottna og valdið skemmdum á ónæmiskerfi þeirra, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar sem kynntar voru í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem rannsókn leiðir slíkt í ljós og niðurstöðurnar hafa kynt undir ótta um að genabreytt matvæli kunni að hafa skaðleg áhrif á menn. Arpad Puztai, prófessor við Rowett Research Institute í Aberdeen, fóðraði tilraunarott- ur á genabreyttum kartöflum í 110 daga. í ljós kom að dregið hafði úr vexti þeirra og að þær höfðu minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Puztai segir að niðurstöðurnar bendi til þess að gera þurfi mun ítarlegri rannsóknir á genabreyttum matvælum áður en þau eru leyfð til manneldis. „Okkur er talin trú um að [genabreytt matvæli] séu algjörlega skað- laus, en ef ég ætti að velja myndi ég ekki leggja mér þau til munns,“ sagði hann. Sú genabreytta kartöfluteg- und sem notuð var í rannsókn- inni hefur ekki verið leyfð til sölu en ýmsar aðrar tegundir genabreyttra matvæla, meðal annars sojabaunir, hafa verið á markaði í um tvö ár. Vísa skaðsemi á bug Talsmaður Monsanto-fyrir- tækjasamsteypunnar, sem ver- ið hefur leiðandi í framleiðslu genabreyttra afurða, vísaði í gær á bug vangaveltum um að þær geti verið skaðlegar mönn- um, og sagði að þau matvæli sem nú væru á markaði hefðu verið rannsökuð gaumgæfilega og væru algjörlega hættulaus. Kabila sakaður um að leita blórabögguls Hart barizt í Austur-Kongó New York, Kinshasa. Reuters. HART var barizt við austurlanda- mæri Lýðveldisins Kongó í gær, þar sem Laurent Kabila Kongóleiðtogi sakar Rúanda um að hafa gert inn- rás, en hann hefur sakað stjórn Ug- anda um hið sama og segir bæði lönd styðja við bak uppreisnar- manna. Sagt var frá því í The New York Times í gær að allt benti til þess að ásakanir Kabilas ættu við rök að styðjast og að Rúandastjórn hefði ekki aðeins stutt við bak uppreisnar- manna heldur jafnvel haft frum- kvæði að uppreisninni. Stjórnvöld í Rúanda ítrekuðu í yf- irlýsingu í gær til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna að þau bæru enga ábyrgð á uppreisn sem hófst í Lýð- veldinu Kongó (áður Zaire) 2. ágúst síðastliðinn. Sökuðu þau Kabila um að leita blórabögguls erlendis þegar honum væri hollara að líta í eigin barm. Talsmenn Kabilastjórnarinn- ar sögðu í gær að stjórnarherinn hefði náð yfirhöndinni í baráttunni við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn á flótta Útvarpsstöð í Kinshasa, höfuð- borg landsins, greindi frá því í gær að hermenn hliðhollir Kabila hefðu hrakið uppreisnarmenn frá borginni Boma sem liggur við ósa Kongó- fljóts og sæktu nú að þeim í austur- hluta landsins. Boma er um 350 km suðvestur af Kinshasa og höfðu upp- reisnarmenn náð henni á sitt vald í upphafi mánaðarins. Höfðu þeir einnig sótt nokkuð í átt til höfuð- borgarinnar um helgina. Viðræður sem fram fóru í Zimbabve um helgina um lausn Kongó-deilunnar fóru út um þúfur þegar ljóst var að deiluaðilar gátu ekki sætzt á umræðugrundvöll Tíu lögreglumenn falla í Kosovo Pristina. Reuters. Tlie Daily Telegraph. SERBAR fullyrða að albanskir upp- reisnarmenn í Kosovo-héraði hafi drepið tíu serbneska lögreglumenn í átökum í fyrrinótt og á sunnudag. Þá herma sömu heimildir að þrír uppreisnarmenn hafi látið lífið. Vax- andi ótta gætir nú á meðal Albana við að serbneskar öryggissveitir, sem ráða ríkjum í stórum hluta hér- aðsins, hefji hefndaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum vegna upp- reisnar fólks af albönskum uppruna. Bardagar nærri albönsku landa- mærunum hörðnuðu að nýju um helgina en albanskir íbúar Kosovo segja öryggissveitirnar hafa ráðist af auknum þunga á þorp sem eru undir stjórn uppreisnarmanna. Þá hefur serbnesk lögregla hert mjög eftirlit á vegum og götum höfuð- borgarinnar, Pristina. Fullyrða Alb- anir að lögregluofbeldi hafi færst í aukana og að fólk sem ræðir við blaðamenn og hjálparstofnanir verði fyrir barsmíðum lögreglu í kjölfarið. Yfir 500 manns hafa látið lífið í átökum í Kosovo sl. hálft ár en frið- arumleitanir hafa hingað til reynst árangurslausar. GPS brátt í farsíma Detroit. Morgunblaðið TVÖ stórfyrirtæki í farsímaiðnað- inum, Nokia og Ericsson, tilkynntu í gær áætlanir um að framleiða farsíma sem verða útbúnir með GPS-staðsetningartækni. Banda- ríska stórblaðið The New York Times greindi frá þessu. Bæði Nokia og Ericsson hafa gert samning við bandarískt fyr- irtæki sem kallast Sirf Technology, en því fyrirtæki hef- ur tekist að framleiða GPS- tölvukubba sem eru smærri og næmari fyrir merkjasendingum en núverandi staðsetningartæki, auk þess að vera mun ódýrari. Að sögn sérfræðinga sem skoð- að hafa kubbana, virka þeir einnig mun betur í þéttbýli en nú- verandi tækni. Þetta mun, að sögn blaðsins, gera kleift að setja slík staðsetningartæki f farsíma og mörg önnur tæki og þýðir að í framtíðinni verður mögulegt að nota GPS-tæknina til dæmis sem þjófavörn fyrir næstum alla hluti sem hægt er að færa úr stað, eins og bfla, tölvur eða farangur. Bandaríkjastjórn setur fé til höfuðs tilræðismönnum í A-Afríku Grunaðir hand- teknir í Tansaníu Nairóbí, Washington. Reuters. Reuters PRUDENCE Bushnell, sendi- herra Bandaríkjanna í Kenýa, fylgist með er landgönguliðar bera Iflddstu eins þeirra banda- rísku ríkisborgara sem Iést í til- ræðinu á föstudag um borð f herflugvél á flugvellinum í Na- iróbí, sem flutti þær til Þýskalands í gærkvöldi. Madel- eine Albright utanríkisráð- herra mun fylgja kistunum síð- asta spölinn til Bandaríkjanna. STJÓRNVÖLD í Tansaníu hand- tóku í gær nokkra menn grunaða um aðild að sprengitilræðinu við bandaríska sendiráðið í Dar es Salaam á fóstudaginn var. Áður hafði verið tilkynnt að lögreglan í Tansaníu hefði handtekið þrjá hópa manna. Ali Ameir, innanríkisráð- herra landsins, tjáði fréttamönnum að þrír menn, þar á meðal einn frá Súdan, væru nú til yfirheyrslu í tengslum við tilræðið. Hann nefndi ekld þjóðerni hinna tveggja, en að sögn innlendra fjölmiðla var þar um að ræða íraka og Egypta. Háttsettur embættismaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Susan Rice, staðfesti að tilkynnt hefði verið um handtökurnar, en sagði óvíst að þær leiddu leitina að ódæðismönnunum á „heitt spor“. Yfír tvö hundruð látnir Bandaríkjastjórn hefur hótað að refsa hverju því landi, sem rann- sókn kann að leiða í ljós að beri ábyrgð á tilræðunum. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, greindi frá þvi í gær að bandarísk yfirvöld væru tilbúin að greiða allt að tvær milljónir dollara fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra sem stóðu að baki ódæðisverkunum. Hún lét þessi orð falla eftir að lík ellefu af þeim tólf Bandaríkjamönn- um, sem létu lífið í tilræðunum, voru flutt frá Nairóbí til Þýskalands, áleiðis heim til Bandaríkjanna. Björgunarstarfi var fram haldið í rústum Ufundi-byggingarinnar í Nairóbí í gær. Talið var að ein kona væri með lífsmarki í rústunum en óvíst hvort hún myndi lifa af þar sem björgunarmenn höfðu ekki komist til hennar. Síðdegis í gær höfðu yfir 200 lík fundist eftir sprengitilræðin. Yfu- 190 höfðu fundist í Nairóbí og tíu í Dar es Salaam. Yfir 5.000 manns hlutu meiri eða minni meiðsl í til- ræðinu í Kenýa en 70 manns slösuð- ust í höfuðborg Tansaníu. Tæplega 500 manns eru enn á sjúkrahúsi eft- ir sprengingarnar. ■ Ölíklegt að fleiri/22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.