Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Um 150 björgunarsveitarmeim leituðu árangurslaust í gær að
einkaflugvél sem hvarf við Höfn í Hornafírði um hádegisbil
Morgunblaðið/Garðar Sigurvaldason
FLUGVÉL feðganna lenti í óhappi á flugvellinum við Mývatn í síðustu viku þegar hjól sprakk í lendingu.
Leitarsvæðið erfitt yfir-
ferðar og skyggni slæmt
Víðtæk leit stóð í allan
gærdag og fram á nótt
að einkaflugvél sem
hvarf af radar við Höfn
í Hornarfirði um há-
degið í gær. I vélinni
voru þrír Þjóðverjar,
--- O---------7
gamall maður og
synir hans, fæddir
1978 og 1986. Undir
kvöld voru tæplega 400
bj örgunar sveitarmenn
komnir til Hafnar en til
að tryggja öryggi
þeirra var ákveðið að
draga úr leit frá mið-
nætti til klukkan 5.
LEIT að einkaflugvélinni, sem er af
gerðinni Piper Saratoga, hófst upp
úr klukkan eitt eftir hádegi í gær.
Flugmaður vélarinnar tilkynnti um
aðflug að flugvellinum á Höfn í
Homafirði en vélin virðist hafa ver-
ið í rangri aðflugsstefnu og hvarf af
radar á flugstjómarsvæðinu á Höfn
þegar klukkuna vantaði um það bil
korter í eitt.
Björgnnarsveitarmenn leituðu
við erfíð skilyrði
TF-Líf, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, og flugvél Flugmálastjómar
vora strax sendar til Hafnar.
Fyrstu leitarmenn fóra af stað frá
Höfn strax upp úr klukkan eitt til
leitar á Fjarðarheiði. Fljótlega var
óskað eftir liðsauka frá björgunar-
sveitum af höfuðborgarsvæðinu og
leituðu um 150 manns í gær.
Fokker-flugvél Landhelgisgæslunn-
ar flaug yfir leitarsvæðinu með end-
urvarpa til að halda uppi fjarskipta-
sambandi við björgunarsveitamenn.
Til að byrja með var leitað á
Fjarðarheiði og á sjó. Seinnipart
vKetí!laugar-
Fjarðarheiði
UGrund
!■
Efrt-Fjoi^uu
^Máttraála-.
.^tihdúrú;
Akumes
" , * Sdii
Brunnhorn
Árnanes
pl&lná,up
irænahraun
Þinganes
Öaúðanes
Flói rf
Hafnames"
Kántbhorn
Hafnar til að taka þátt í leitinni. Um
150 björgunarsveitamenn skiluðu
sér í fyrra útkalli en um 230 í seinna
útkalli samkvæmt upplýsingum frá
landsstjóm. í gærkvöldi var reiknað
með því að dregið yrði úr leit frá
klukkan 24 til til 5 til að tryggja ör-
yggi björgunarmanna. Einhver leit
stóð þó yfir í alla nótt þar sem að-
stæður era skástar. Samkvæmt
upplýsingum frá landsstjóm áttu
björgunarsveitamennimir sem eru
372 auk fjögurra leitarhunda að
leggja af stað í birtingu í morgun. Ef
ástæða þykir til í dag verður kallað
til björgunarlið víðar af landinu.
Voru hér í sumarleyfi
Þjóðverjamir komu hingað til
lands í síðustu viku. Þeir komu fyrst
til Hafnar frá Færeyjum og vora
tollafgreiddir þar. Hafa þeir flogið
víða um land og fóru m.a. til Akur-
eyrar og Reykjavíkur.
Þeir lentu á flugvellinum við Mý-
vatn að kvöldi dags miðvikudaginn
5. september og sprakk hjólbarði á
vél þeirra í lendingunni. yélin end-
aði þversum á flugbrautinni en eng-
in slys urðu né frekari skemmdir á
vélinni. Var gert við hjólbarðann
þar en feðgarnir dvöldu við Mývatn
eina nótt.
Starfsmaður Mýflugs, sem hitti
feðgana, segir þá hafa verið stadda
á íslandi í sumarleyfi. Faðirinn og
eldri sonurinn eru báðir með
einkaflugmannsréttindi og sögðust
vera með um 700 flugtíma hvor.
Þeir hefðu áður komið til Islands
en þá millilentu þeir í Reykjavík
þegar þeir voru að flytja vélina frá
Bandaríkjunum til Þýskalands.
Faðirinn sagði einnig að hann
hefði komið til íslands sem ungur
maður. Starfsmaður Mýflugs segir
flugmennina tvo hafa sýnt mikinn
áhuga á flugaðstæðum á íslandi og
þeir hafí verið að nota sumarleyfíð
til að æfa sig í flugi. Þeir hafi svo
flogið frá Mývatni til Akureyrar og
þaðan til Reykjavíkur. Voru þeir
að koma frá Reykjavík í gær og
ætluðu að lenda á Höfn til að taka
eldsneyti áður en þeir héldu af
landi brott.
Véiin er af tegundinni Piper
Saratoga, eins hreyflls, skrásett í
Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/Jim Smart
LEITIN skipulög í sljórnstöð Landsbjargar í gærkvöldi.
dags var leitarsvæði á landi stækkað
og aðaláhersla lögð á svæðið milli
Hundagilstinds og Fjarðarheiði.
Leit var skipulögð á um 50 ferkíló-
metra svæði, mest var þó leitað í
kringum Náttmálatind á um 13 fer-
kílómetra svæði en þar er síðast vit-
að um vélina samkvæmt upplýsing-
um frá landsstjóm. Að sögn Sólveig-
ar Smith í landsstjóm björgunar-
sveita er leitarsvæðið mjög erfítt yf-
irferðar, mikið um skriður og kletta
auk þess sem skyggni var mjög
slæmt í gær en leitarmenn þurftu að
fara fótgangandi um svæðið.
Einn leitarmanna, sem leitaði í
Endalausadal, sagði þétta þoku nið-
ur í miðjar hlíðar og skyggni mjög
slæmt í dalnum, uppi á tindum var
skyggni því nánast ekkert.
Dregið úr Ieit milli 24 og 5
Undir kvöld vora tæplega 400
björgunarsveitamenn komnir til
Leit í gær markaðist af Höfn,
Bergárdal, Endalausadal,
Papafirði og Stokksnesi
Ósland (&
V^jí'iHonj
Skarðsfjörður
, Áandlagl ^
örur ^ Stoitksnes
Hafnartangi
f°rnsv(k
Hornafjarðarós
5 km
Hringveg-
urinn fór í
sundur
ÞJÓÐVEGUR númer eitt fór í
sundur um sexleytið í gær-
morgun við Virkisá í Öræfum.
Að sögn Vegagerðarinnar
rigndi mikið á þessum slóðum í
fyrrinótt og hækkaði vatnsborð
Virkisár hratt, bæði vegna rign-
ingarinnar og jökulbráðnunar
sem fylgdi henni. Afleiðingam-
ar vora þær að áin flæddi yfír
bakka sína og vegurinn rofnaði.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
á Höfn hófu viðgerð á veginum
milli sjö og átta í gærmorgun og
var því verki lokið um ellefu-
leytið.
Andlát
INGÓLFUR
FALSSON
INGÓLFUR Falsson, fyrrverandi
forseti Farmanna- og fískimanna-
sambands íslands og bæjarfulltrúi í
Keflavík um margra ára skeið, lést
laugardaginn 8. ágúst síðastliðinn,
58 ára að aldri.
Ingólfur fæddist 4. desember
1939 í Keflavík. Foreldrar hans
voru hjónin Falur Siggeir Guð-
mundsson, skipstjóri og útgerðar-
maður, og Guðný Helga Þorsteins-
dóttir. Ingólfur lauk gagnfræða-
prófí árið 1956 og fískimannaprófi
frá Stýrimannaskóla íslands 1960.
Hann stundaði sjómennsku um ára-
bil frá árinu 1955, fyret sem háseti
og síðan sem stýrimaður. Ingólfur
var vigtarmaður við Landshöfnina í
Keflavík og Njarðvík frá 1964 til
1981. Framkvæmdastjóri Aðal-
stöðvarinnar frá 1981 til 1988. Hann
var framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Keflavíkur frá 1988 til 1994.
Síðustu árin rak Ingólfur fyrirtækið
Brú flutningar í Biskupstungum,
ásamt Margeiri syni sínum.
Ingólfur var stjórnarmaður í
Skipstjóra- og stýrimannafélagi
Vísis á Suðumesjum frá 1965 til
1985. Hann átti sæti í stjórn Far-
manna- og fiskimannasambands Is-
lands frá 1967 og var forseti sam-
bandsins frá 1979 til 1983. Ingólfur
var fyrsti varafulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjóm Keflavíkur
frá 1974 til 1978 og tók sæti sem að-
alfulltrúi 1976. Hann var aðalfull-
trúi í bæjarstjórn Keflavíkur frá
1978 til 1982, varabæjarfulltrúi 1982
til 1986 og aðalbæjarfulltrúi frá
1986 til 1990. Ingólfur gegndi fjöl-
mögram öðram trúnaðarstörfum
um ævina. Hann var trúnaðarmaður
Fiskifélags íslands og sat á fiski-
þingum um árabil. Þá átti hann sæti
í stjóm Fiskveiðasjóðs og Afla-
tryggingasjóðs.
Ingólfur kvæntist Elinborgu Ein-
arsdóttur frá Kjarnholtum í Bisk-
upstungum 3. júní árið 1961. Þau
skildu árið 1991. Eignuðust þau
fímm börn og eru fjögur þeirra á
lífi.
Ingólfur Falsson var um árabil
fréttaritari Morgunblaðsins í Kefla-
vík. Um leið og blaðið þakkar vel
unnin störf sendir það aðstandend-
um hans innilegar samúðarkveðjur.