Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
I gæsluvarðhald til 24. september fyrir hrottafengna kynferðis- og líkamsárás
VETTVANGUR atburðanna við Reykjanesbraut. Árásin átti sér stað í lautinni hægra megin við veginn.
Kveðst muna „að hafa
böggast í einhverri konu“
Kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness
í gær að kröfu sýslumannsins í Kópavogi
gæsluvarðhaldsúrskurður til 24. september
næstkomandi yfír manni á þrítugsaldri.
Maðurinn var kærður fyrir hrottafengna
kynferðis og líkamsárás á konu á
fímmtugsaldri við Reykjanesbraut
aðfaranótt sl. laugardags.
LÖGREGLAN hóf snemma á laug-
ardagsmorgun leit að manninum.
Kópavogslögreglan stjórnaði leit-
inni en fleiri lögreglulið komu að
henni. Böndin beindust fljótt að
ákveðnum manni og lögreglan á
Akureyri handtók hann sl. sunnu-
dag á götu á Akureyri og veitti
hann ekki mótspymu við handtök-
una. Maðurinn hefur áður komið
við sögu lögreglu.
Úrskurður Héraðsdóms Reykja-
ness fer hér á eftir. Felld eru út
nöfn og heimilisfóng:
„Rannsóknari, Sýslumaðurinn í
Kópavogi, hefur krafist þess að
kærða verði gert að sæta gæslu-
varðhaldi allt til fímmtudagsins 24.
september 1998. Rannsóknari
styður kröfu sína við a. lið 1. mgr.
103. gr. og 2. mgr. 103 gr. laga nr.
19/1991. Kærði mótmælir kröfu
rannsóknara.
I greinargerð rannsóknara kem-
ur fram að kl. 5.14 aðfaranótt laug-
ardagsins 8. ágúst hafi verið hringt
til lögreglunnar í Kópavogi og
henni tjáð að maður nokkur hafi
verið að elta konu á Reykjanes-
braut í Kópavogi, á móts við bens-
ínafgreiðslustöð Shell. Hafi lög-
reglan farið á staðinn undir eins og
hitt þar fyrii' konuna sem hafi tjáð
henni að ungur maður hafi ráðist á
sig, þar sem hún gekk suður
Reykjanesbraut, hrint sér af vegin-
um og nauðgað sér, þrátt fyrir að
hún hafi brotist um og veitt harða
mótspymu. Hafí konan getað gefið
greinargóða lýsingu á útliti og
klæðnaði árásarmannsins sem hún
kvaðst aldrei fyrr hafa séð.
Við mat á því hvort uppfyllt séu
skilyrði 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr.
laga nr. 19/1991 í máli þessu hefur
dómarinn litið til eftirgreindra
sönnunaratriðia:
Kennsl borin á hinn kærða
í fyrsta lagi virðist rannsókn á
vettvangi hins ætlaða brots renna
sterkum stoðum undir frásögn
brotaþolans um þá atburði sem hún
kvað hafa átt sér stað hina örlaga-
ríku nótt laugardagsins 8. ágúst sl.
í öðra lagi bendir skoðun kven-
sjúkdómalæknis á líkama brotaþol-
ans sýnilega til þess að hún varð
fyrir hrottafenginni kynferðis- og
líkamsárás.
I þriðja lagi hefúr leigubifreiðar-
stjóri borið fyrir rannsóknara að
hafa ekið manni í nágrenni við hinn
ætlaða brotavettvang, stöðvað
leigubifreiðina sunnan við bensín-
afgreiðslustöð Shell og rekið þar
manninn út úr bifreiðinni. Hafði
þessi maður óskað eftir því að
verða ekið að . . . [húsi í austurbæ
Reykjavíkur, innsk. blm.] sem
rannsókn hefur leitt í ljós að er
dvalarstaður kærða.
I fjórða lagi hafa rannsóknar-
menn lagt hald á fatnað kærða á
dvalarstað hans sem hafi verið for-
ugur og komið heim og saman við
lýsingu brotaþola á fótum árás-
armannsins.
í fimmta lagi verður litið til þess
að brotaþoli hefur borið óræk
kennsl á kærða, sem hinn meinta
árásarmann.
í sjötta lagi hefur kærði síðan
borið fyrir rannsóknara að hann
muni lítið eftir atburðum nætur-
innar sökum ölvunar, en hann
kvaðst þó muna eftir því að hafa
verið á Reykjanesbrautinni um-
rædda nótt og verið „að böggast í
einhverri konu“.
Með skírskotun til framan-
greindra atriða, sem ráða má af
þeim rannsóknargögnum, er nú
liggja fyrir, telur dómurinn að fyrir
hendi sé sterkur granur um að
kærði hafí gerst sekur um brot
gegn refsiheimild 194. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2.
gr. laga nr. 40/1992. Fallist er á það
með rannsóknara að rannsóknar-
hagsmunir kunni að réttlæta vistun
kærða í gæsluvarðhaldi, sbr. a. lið
1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Þá
verður að árétta sérstaklega að
kærði er undir sterkum gran um að
vera valdur að sérlega alvarlegum
og hrottafengnum glæp, sem varð-
að getur óskilorðsbundinni fangels-
isrefsingu allt að 16 árum. Era því
uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr.
laga nr. 19/1991 sbr. og 3. ml. 3.
mgr. 67. gr. stjómarskrár lýðveld-
isins íslands nr. 33/1944, sbr. 5. gr.
stjómarskipunarlaga nr. 97/1995,
enda verður með vísan til eðlis
brotsins að telja nauðsynlegt með
tilliti tO almannahagsmuna að
kærði verði nú vistaður í gæslu-
varðhaldi.
Að þessu virtu verður fallist á
kröfu rannsóknara, Sýslumannsins
í Kópavogi, um að kærði sæti
gæsluvarðhaldi allt til fimmtudags-
ins 24. september 1998, kl. 13.00.“
Úrskurðinn kvað upp Gunnar
Aðalsteinsson héraðsdómari.
Afskipta-
leysi smitar
út frá sér
AÐ SÖGN Helga
Gunnlaugssonar ddsents í
félagsfræði við Háskóla Islands
sýna rannsóknir að afskiptaleysi
fólks af atburðum líkt og þeim
sem varð í Kópavogi aðfaranótt
laugardags smitar út frá sér.
Afar líklegt sé að þegar fólk sjái
að enginn kemur til hjálpar taki
það ekki af skarið.
Helgi segir að þegar afbrot og
ofbeldi sé framið á fjölförnum
stað, svo sem var raunin í
Kópavogi, þá dreifist ábyrgð
vitna á marga aðila og þeir sem
verða vitni að atburðinum fylgist
með því hvernig aðrir bregðist
við. Einnig sé raunin sú, að fari
einhver að skipta sér af þá sé það
einnig keðjuverkandi og valdi því
að þeir sem á eftir koma hjálpi til.
Ef afbrot er framið á afskekktum
stað og einhver ókunnugur kemur
á vettvang er hins vegar tilfellið
að viðkomandi kemur
undantekningarlítið til hjálpar.
Helgi bendir einnig á að þeir
sem verða vitni að atburði eins
og í Kópavogi átti sig ekki
endilega á því sem er að gerast
og túlki atburðinn jafnvel þannig
að um persónulegt mál sé að
ræða sem þeir vilji ekki skipta
sér af. „Fólk er hrætt við að
missa andlitið ef það fer að
skipta sér af einhverju sem er
svo e.t.v. ekki jafn alvarlegt og
það Iítur út fyrir að vera og
þegar það svo sér að enginn
annar skiptir sér af þá gerir það
slíkt hið sama.“
Viðbrögð fólks við ofbeldi hafa
verið mikið rannsökuð allt frá
árinu 1964. Þá var kona myrt
fyrir utan heimili sitt í New York
og tók morðið hálftíma. 38 vitni
voru að þeim atburði og kom
enginn til hjálpar og vakti þetta
mikinn óhug og umræðu.
Helgi segir að afskiptaleysi
veki gjarnan mjög hörð viðbrögð
eftir á og fólk sjái það sem merki
um kaldrifjað þjóðfélag. „Það er
eðlilegt að almenningur fái áfall
þegar svona gerist og öll
málsatvik eru ljós; á þeim tíma
sem atburðurinn á sér stað er
ekki um það að ræða og fólk
veigrar sér við að taka
frumkvæðið og skipta sér af,“
segir Helgi.
„Við búum í borgarsamfélagi
hér og því fylgja ýmis samskipti
sem eru mjög ópersónuleg og
miklar líkur eru á því að þegar
fólk verður vitni að atburði eins
og þessum þá túlki það hann
gjarnan sem persónulegan og
forðist afskipti."
Dómur fellur í máli sem spratt af strandi kaupskipsins Víkartinds í mars 1997
Háfsgljá og Háfs-
fjara sameign
bænda í Háfshverfí
HÁFSGLJÁ og Háfsfjara í Djúp-
árhreppi í Rangárvallasýslu til-
heyra í óskiptri sameign jörðun-
um í Háfshverfi, Háfi og Háfshjá-
leigu, Hala og Háfshóli og tilheyr-
ir 1/3 Háfi og Háfshjáleigu, 1/3
Hala og 1/3 Háfshóli.
Héraðsdómur Suðurlands
komst að þessari niðurstöðu í
dómi sem kveðinn var upp 29.
júlí og sýknaði þar með eiganda
Hala, Jón V. Karlsson, og eig-
endur Háfshóls, Sigurjón Sig-
urðsson og Kristrúnu Sigurðar-
dóttur, af aðalkröfu stefnenda í
málinu, eigenda jarðarinnar
Háfs, annars vegar Olafs Þórar-
inssonar eiganda jarðarinnar að
3/4 hluta og hins vegar Víðis
Reyrs Þórissonar eiganda Háfs-
hjáleigu og Háfs að 1/4 hluta, en
þeir kröfðust að svæðið yrði við-
urkennt eign þeirra. Stefnendum
var gert að greiða stefndu
350.000 kr. í málskostnað og
réttargæslu stefndu 40.000 kr. í
málskostnað.
Deilur risu um eignarrétt Háfs-
fjöra og Háfsgljár í framhaldi af
strandi kaupskipsins Víkartinds í
mars 1997. Stefnendur málsins
héldu því fram að gróður í Háfs-
gljánni hafi orðið fyrir veralegum
skemmdum vegna aðgerða á
strandstað án þess að þeir gætu
nokkuð aðhafst þar sem eignartil-
kall þeirra hafi ekki verið viður-
kennt af yfirvöldum eða eigend-
um jarðanna Hala og Háfshóls.
Stefnendur byggðu aðalkröfu
sína á því að landamerki Háfs-
hverfis sem bæimir fjórir tilheyra
séu í raun landamerki landnáms-
jarðarinnar Háfs. Hjáleigur Háfs,
Háfshóll, Háfshjáleiga, Horn og
Hali, hafi fengið ákveðið land í
sinn hlut þegar þær urðu að eign-
arjörðum. Allt annað land, þar á
meðal Háfsfjara og Háfsgljá, hafi
verið áfram í eign landnámsjarð-
arinnar.
I niðurstöðu dómsins segir að
stefndu í málinu hafi tekist að
færa fullgild rök fyrir því að land-
svæði þau innan marka Háfs-
hverfis, sem ekki hafa verið lögð
til einstakra jarða, hafi verið í
óskiptri sameign jarðanna í Háfs-
hverfinu. Þannig að sýkna beri
stefndu af aðalkröfu stefnanda.
Varakrafa stefnanda var sú að
40,74% svæðisins tilheyrðu Háfi
og Háfshjáleigu en svæðið sé í
óskiptri sameign með stefndu.
Þessi krafa byggðist á jarðarmati
frá 1861. Þessari kröfu er einnig
hafnað í dómnum og segir í niður-
stöðum dómsins að gögn málsins
beri það með sér „að þrætulandið
°g nytjar þess hafi skipst í sam-
ræmi við hið forna mat, eða í hlut-
fóllunum 1/3.
Bent er á að hlutfall við skipti
landsvæðis í austurhluta Háfs-
hverfis, Fiskivatnseyrar, sem
skipt var árið 1938, hafi verið 1/3
og var þá stuðst við hið forna mat
frá árinu 1845. Einnig er vísað til
landaskipta sem fram fóra í júní
1929, þá var skipt eftir jarðamati
frá 1861 en eigandi Háfshóls var
ekki sáttur við þau skipti og var
gefin út sáttakæra 1931, og var
höfuðkrafan að landinu yrði skipt
eftir jarðamati frá 1845. Fallist
var á þessar breytingar og greiddi
eigandi Háfshóls 200 kr. til að ná
fram sáttinni.
Dómurinn var kveðinn upp af
Kristjáni Torfasyni dómstjóra,
ásamt meðdómendum, héraðs-
dómuranum Eggerti Oskarssyni
og Ólafi Berki Þorvaldssyni.