Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framkvæmdastjóri bandarískrar veitingahúsakeðju í heimsókn
Islenskt
í hávegum
haft í 50 ár
✓
I 50 ára hefur veitingahúsakeðjan King
Fish í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum
haft íslenskan físk á matseðli sínum. Kerry
Self, framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
var staddur hér á landi fyrir skömmu og
______spjallaði Hugi Hreiðarsson við___
framkvæmdastj órann.
KERRY Self hóf störf hjá veit-
ingahúsakeðjunni King Fish árið
1976. Fyrstu árin starfaði hann í
veitingasal en hefur frá þeim
tíma unnið sig upp og fyrir
tveimur árum var hann ráðinn
sem framkvæmdastjóri. Keðjan
er ekki stór á bandarískan mæli-
kvarða en fyrirtækið rekur 4
staði í Louisville í Kentucky og
nýlega var opnaður einn til við-
bótar í Indiana-fylki. Starfsmenn
fyrirtæksins eru 550 en búist er
við að þeim fjölgi nokkuð á
næstu misserum.
Frá upphafi hefur fyrirtækið
verið fastheldið á þá rétti sem
það hefur boðið á matseðli sínum
og frá stofnun þess hefur ís-
lenskur fiskur verið þar í fyrsta
sæti.
Gæði og stöðugleiki
En hvað veldur þessari tryggð
við íslenska fiskinn?
„Ástæðan er fyrst og fremst
gæðin og stöðugleikinn sem við
höfum getað treyst. Það hafa t.d.
komið upp vandamál hjá sumum
birgjum sem ekki hafa getað
boðið þorsk sökum ofveiði á við-
komandi svæði, en sem betur fer
hafa Islendingar ekki lent í því.
Þið hafið sýnt mikla framsýni og
látið fyrirhyggjuna ráða í stað
græðgi. Þá erum við mjög
ánægðir með samskiptin við
Coldwater og lítum á okkur sem
samstarfsaðila með sameiginleg
markmið frekar en beina við-
skiptaaðila. Þessi háttur er ekki
formfastur og líkist frekar vin-
áttu en viðskiptum," sagði Kerry
Self.
Matseðlar merktir
King Fish kaupir eingöngu sjó-
frystan þorsk af Coldwater, en
áður fyrr voru flökin landfryst.
Kerry segir að með sjófrysting-
unni sé náð hámarks ferskleika
sem skapi þeim samkeppnisyfir-
burði.
„Við erum stoltir af því að
bjóða vöru sem upprunnin er frá
Islandi. Til að sýna það merkjum
við okkar matseðla og útkeyrslu-
bfla Icelandic-vörumerkinu og
þannig eiga viðskiptavinir okkar
að geta treyst því að þeir fái
góða vöru. Til viðbótar höfum
við haldið matseðli okkar nær
óbreyttum í fjölda ára og það
hefur skapað stöðugleika sem
fólk kann að meta. T.d. kemur
fólk til okkar sem hefur keyrt í
tvo til þijá tíma og þetta fólk veit
að'hvaða gæðum það gengur.“
Morgunblaðið/Kristinn
ÞAU voru ánægð með heimsóknina hingað til lands, Kerry Self, fram-
kvæmdastjóri King Fish, og Donna eiginkona hans.
Kerry segir að flestir við-
skiptavinir keðjunnar séu úr
millistétt og að staðirnir njóti
þess hversu Kentucky sé mið-
svæðis. Hann segir einnig að fyr-
irtækið hafi í gegnum árin hald-
ið sinni markaðshlutdeild þrátt
fyrir nýjungar á skyndibita-
markaðnum og að bjartir tímar
séu framundan varðandi
fiskneyslu.
Fiskneysla á uppleið
„Það hafa komið lægðir þegar
almenningsálitið hefur talið að
fiskur væri ekki sú hollusta sem
af væri látið. Þetta hefur farið
mikið eftir því hvaða aðilar eru
að gera hvaða rannsóknir og
hvernig niðurstöður eru kynnt-
ar. Að mfnu mati er það hins
vegar ekki spurning að
fiskneysla er á uppleið í saman-
burði við aðrar neysluvenjur.
Hollusta fiskneyslu verður
ekki hrakin og þeir eru æ fleiri
sem eru meðvitaðir um gildi þess
að neyta heilnæmrar fæðu. Nú
er helsta vandamál viðskiptavina
að vita hvernig fisk þeir eru að
kaupa. Það hefur dregið úr
áreiðanleika tilbúinna fiskrétta
þar sem ekki er vitað hvaðan
fiskurinn kemur eða hvaða teg-
und um er að ræða. Það eiga ís-
lenskir fiskframleiðendur að
geta notfært sér í framtíðinni og
eiga að leggja ríka áherslu á.“
Hann segir að þrátt fyrir
hækkun á sjófrystum þorskflök-
um frá íslandi líti fyrirtækið
ekki til ódýrarri tegunda. „Á síð-
ustu árum hafa margir veitinga-
staðir hætt að kaupa fslenskan
fisk sökum verðs og sem dæmi
má nefna veitingahúsakeðjuna
Long John Silver. Þeir sneru sér
að ódýrari hvítfiski eins og ala-
skaufsa en í staðinn hafa þeir átt
í erfiðleikum með að halda gæð-
um og eru komnir í fjárhagslega
erfiðleika. Við getum lært af
slíkum dæmum og það eru engar
breytingar fyrirhugaðar með
innkaup okkar frá Islandi."
Góð afköst
í heimsókn sinni til fslands
heimsóttu Kerry og Donna eig-
inkona hans frystihús á Akur-
eyri og í Vestmannaeyjum auk
þess sem þau skoðuðu aðbúnað
um borð í frystitogara. Hvað
kom honum mest á óvart í þess-
um heimsóknum?
„Mér fannst ótrúlegt hversu
tæknivædd frystihúsin eru orðin
og hversu vel þau nýta fiskinn.
Þarna er engu hent, hvorki inn-
yflum né roði og þá var hrein-
lætið mjög til fyrirmyndar. Þá
var einnig gaman að sjá hversu
starfsfólkið er áhugasamt og af-
köstin mikil sem ég held að
skipti miklu máli hjá þjóð sem á
svo mikið undir fiskveiðum
kornið," sagði Kerry Self að lok-
um.
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri KFUM
og KFUK
•STJÓRNIR KFUM og
KFUK í Reykjavík hafa kallað
og ráðið til starfa nýjan fram-
kvæmda-
stjóra en á
næsta ári
verða 100 ár
frá stofnun
þessara sí-
ungu æsku-
lýðsfélaga.
Nýi fram-
kvæmda-
stjórinn heitir Sigurbjörn Þor-
kelsson og tók hann formlega
til starfa 1. ágúst sl.
Sigurbjörn hefur undanfarin
tólf ár gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra Landssam-
bands Gídeonfélaga á íslandi,
sem hann lætur nú af. Hann
hefur tekið þátt í starfi KFUM
frá unga aldri og m.a. verið
forstöðumaður í sumarbúðum
félagsins í Vatnaskógi nokkrar
vikur á sumri undanfarin tíu
sumur. Sigurbjörn hefur tekið
saman og gefíð út fjórar bæk-
ur.
Sigurbjörn er 34 ára, kvænt-
ur Laufeyju Geirlaugsdóttur
söngkonu og eiga þau þrjá
syni.
Skipað í tvær
prestsstöður
•BISKUP íslands hefur skip-
að í stöðu sendiráðsprests í
Kaupmannahöfn og stöðu
sjúkrahúsprests þjóðkirkjunn-
ar á Ríkisspítölum.
Sr. Birgir Ásgeirsson var
eini umsækjandinn um stöðu
sendiráðsprests og hefur hann
verið skipaður til fímm ára frá
1. ágúst 1998.
Umsækjendur um embætti
sjúkrahúsprests voru fímm.
Einn umsækjandi dró umsókn
sína til baka. í embættið hefur
verið skipuð sr. Guðlaug
Helga Ásgeirsdóttir. Skipunin
gildir til fimm ára frá 1. sept-
ember 1998.
Garðar Gíslason hæstaréttardðmari fjallar um siðareglur lögmanna og dómstóla í Úlfljðti
Ömálefnaleg gagnrýni
brot gegn starfsheiðri
Garðar Gíslason hæstaréttardómari
hefur ritað grein um samskipti lögmanna
og dómara og segir þar að freistist lög-
menn til að ráðast á dómstóla á ómálefna-
legum grundvelli yfírgefí þeir það siðaða
samfélag, sem lögmenn og dómarar
leitist við að halda uppi.
GARÐAR Gíslason hæstaréttar-
dómari skrifar um siðareglur lög-
manna og samskipti þeirra við dóm-
ara í júlíhefti Úlfljóte, tímarits laga-
nema við Háskóla íslands, og segir
að freistist lögmenn til að ráðast á
dómstóla með ómálefnalegum hætti
yfírgefí þeir það siðaða samfélag
sem lögmenn og dómarar leitist við
að halda uppi. Hann segir í grein-
inni að málflutningur fjalli í eðli
sínu um svo mikla hagsmuni og al-
varlega hluti að gæta verði þar
fyllstu virðingar: „Þarna eru menn
samankomnir á vinnufundi til þess
að leita réttlætisins, á þann hátt
sem við höfum fengið í arf frá forn-
Grikkjum, að sannleikurinn komi
fram ef menn setji fram bestu rök
með og móti skoðunum, gagnrýni
þær og finni niðurstöðuna. Þetta
krefst agaðra vinnubragða sem
menn þurfa að læra og æfa. Þetta er
sá sómi sem starfsmenn réttarkerf-
isins sýna réttlætinu sjálfu.“
Garðar segir að dómarar hafí sín-
ar ströngu reglur um framkomu í
dómsölum og utan þeirra. Um leið
hafi lögmenn mótað sínar siðareglur
og haft áhrif á samskipti við dómar-
ana með þeim.
í þriðja kafla siðareglna lög-
manna sé fjallað um skyldur lög-
manna gagnvart dómstólum. Þar sé
í fyrstu greininni kveðið á um að
lögmaður skuli sýna dómstólum
fulla tillitssemi og virðingu í ræðu,
riti og framkomu. Tekið sé fram að
gagnrýni á störf og starfsháttu
dómstóla megi einungis hafa uppi á
faglegum og málefnalegum grund-
velli. Aðrar greinar kaflans snúist
um störf lögmanna, en þessi um þá
virðingu og tillitssemi, sem þeir
þurfí að sýna dómstólunum og
hvernig sú virðing þurfi að koma
fram opinberlega. Síðan spyr hann
hvaða rök séu fyrir þessum reglum
og hvert mikilvægi þeirra sé.
Brjóta gegn eigin starfsheiðri
„Lögmenn vinna mál og tapa
málum,“ segir Garðar. „Ef þeir ráð-
ast á dómstólana þegar þeir tapa
málum þá eru þeir í raun að brjóta
gegn eigin starfsheiðri með því að
vera ómálefnalegir í opinberri um-
ræðu, og það gagnvart þeim sem
ekki geta svarað fyrir sig. í dómsal
er jafnræði milli málsaðila, en dóm-
arinn svarar aldrei og þess vegna er
út í hött að ráðast á hann eins og
hann geti svarað til baka. Þetta hef-
ur ekkert með málefnalega gagn-
rýni að gera, sem er sjálfsögð og
eðlileg. En ómálefnaleg gagnrýni
gerir verra en að vera út í hött.“
Garðar segir að þar komi til fjöl-
miðlar nútímans, sem flytji gagn-
rýnina: „í fjölmiðlum koma fram
ýmsir sem virðast fyrirfram á móti
dómstólum eins og öllum valdhöfum
þjóðfélagsins, og nýta hvert tæki-
færi sem gefst til árása á þá. Ástæð-
ur þessa geta verið margvíslegar.
Sumir telja sig fulltrúa almennings
sem eigi að vera á móti valdhöfum,
aðrir á móti dómstólum sem dæma
þá fyrir fjölmæli. Einföldust er ef til
vill sú skýring að dómstólar beita
ögðuðum vinnubrögðum og virða
sannleikann og réttlætið. Nú á tím-
um æsifrétta í fjölmiðlum, þegar
sjónvarpið ræður ferðinni, er sann-
leikur ekki lengur hafður að leiðar-
ljósi í fréttaflutningi í jafn ríkum
mæli og áður, og ýmsir eiga því
erfítt með að þola að aðrir virði
meginreglur sem þeir sjálfir virða
ekki lengur, þegar þeir eru farnir
yfír á vettvang púkans í fjósi Sæ-
mundar."
Niðurstaða Garðars er sú að siða-
reglurnar eigi fullan rétt á sér og
hann er ómyrkur í máli. „Ef lög-
menn freistast til að ráðast á dóm-
stóla á ómálefnalegum grundvelli
fara þeir niður á þetta stig,“ skrifar
hann. „Þar með yfirgefa þeir það
siðaða samfélag sem lögmenn og
dómarar leitast við að halda uppi.
Þá hætta lögmenn að móta réttinn,
hætta að hafa áhrif, hætta að vera
þjónar réttar og sannleika. Mikil-
vægi þessara siðareglna lögmanna
er því meira en margan grunar."
Garðar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ritstjóri Úlfljóts hefði
beðið sig að skrifa greinina með þó
nokki'um fyrirvara.
Beinist ekki gegn einstökum
lögmönnum
Um svipað leyti og grein Garð-
ars birtist í Úlfljóti kom Lög-
mannablaðið út. Þar skrifar Jakob
R. Möller, formaður Lögmannafé-
lags Islands, leiðara þar sem hann
hvetur félagsmenn til að stilla
gremju sinni í hóf þegar þeir tapi
máli og biður þá að varast að láta
að því liggja að dómar byggist á
annarlegum sjónarmiðum. 1. ágúst
birtist viðtal við Jón Steinar Gunn-
laugsson í Morgunblaðinu þar sem
hann heldur því fram að þessari
gagnrýni sé beint gegn sér þótt
hann sé ekki nefndur á nafn.
Garðar benti á að hann hefði
ekki vitað af leiðara Jakobs þegar
hann skrifaði grein sína í Úlfljót og
bætti við að hún væri almenns eðlis
og hefði ekkert með einstaka lög-
menn að gera. Þarna væri einfald-
lega leitað raka fyrir fyrstu grein-
inni í þriðja kafla siðareglna lög-
manna.