Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 15

Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 15 Handverk ‘98 Handverks- sýning að Hrafnagili HANDVERK ‘98, fjöguiTa daga handverkssýning, verður sett að Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit fimratudaginn 13. ágúst nk. Þetta er sjötta árið í röð sem handverkssýning er haldin síðsumars að Hrafna- gili. Handverk ‘98 er sölusýning á handverki en sýningin er að þessu sinni tileinkuð íslenska hestinum. Þótti vel við hæfi á þessu sumri, sem Landsmót hestamanna var haldið í Eyja- fjarðarsveit, að undirstrika hversu snar þáttur íslenski hesturinn hefur verið í þjóðfé- laginu í gegnum aldir og tengja hann íslensku hand- verki um leið. Aðal sýningarsalurinn verð- ur í íþróttahúsinu að Hrafna- gili en auk þess verður settur glæsilegur útigarður þar sem seld verður ýmiss konar heim- ilisframleiðsla. Enn eru lausir básar á þessu útisvæði. Valgerður Sverrisdótir, al- þingismaður, setur sýninguna nk. fimmtudag kl. 15.30 en sýningunni lýkur kl. 19.00 sunnudaginn 16. ágúst. Snæfell hf. í Hrísey Vaktavinna tekin upp BJÖRN Snæbjömsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar, sagði stefnt að því að ganga frá samningi um breytt vinnufyrirkomulag í fiskvinnslu Snæfells í Hrisey í þessum mánuði. Stefnt er að því að setja upp vaktavinnu hjá fyrirtækinu frá og með 1. október nk. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á laugardag hefur nær öllu starfsfólki Snæfells í Hrísey, sem sagt var upp störfum fyrr í sumar, verið boðin endurráðning. Ráðgert er að vinna á tveimur vöktum, frá kl. 7-15 og kl. 15-19. „Þessi breyting er ákveðin þróun á vinnufyrirkomulagi og við höfum séð m.a. hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa og það er ekkert nema gott um að að segja. Það er vilji hjá báðum aðilum að ganga frá þessum málum og við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir þegar starfsfólkið kemur úr sumar- leyfi um næstu mánaðamót,“ sagði Björn. Magadans í Deiglunni MARIEKE Van Beek er hol- lenskur listamaður, bæði maga- dansmær og skúlptúristi, sem nú í ágúst dvelur í Gestavinnu- stofu Gilfélagsins á Akureyri. Föstudaginn 14. ágúst nk. kl. 20 kynnir hún sjálfa sig, list sína og sögu arabísks maga- dans í Deiglunni. Á kynning- unni styðst Marieke við skyggnur og rekur sögu þeirr- ar tegundar magadans sem hún ástundar, menningarsög- una að baki hans og hvers vegna hún tengir saman sem starfandi listamaður dansinn og vinnu sína við skúlptúra. Hún lýkur kynningunni á danssýningu en daginn eftir, laugardaginn 15. ágúst, mun hún gefa gestum og gangandi tækifæri á að finna af eigin raun fyrir listforminu og bjóða upp á stutt námskeið í maga- dansi gegn vægu gjaldi. Nám- skeiðið fer fram í Deiglunni og stendur kl. 18-20. AKUREYRI Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Haldið í róður frá Hjalteyri LIFIÐ gengur sinn vanagang á Hjalteyri, þótt eitthvað hafi verið gírað niður frá því í eina tíð þegar síldin óð inn um allan íjörð. Á Hjalteyri var löggiltur verslunarstaður árið 1897 og þar reis útgerðarstöð um alda- mótin 1900 þegar útlendingar, Svíar, Norðmenn og Þjóðveijar, settu þar upp bækistöð sína og stunduðu sfldveiðar á firðinum og einnig höfðu þeir nokkuð umleikis við sfldarsöltun. Kveldúlfur hf. í Reykjavík tók staðinn á leigu árið 1912 og hélst sfldarvinnsla á hans veg- um þar áratugum saman, en verksmiðjuhúsin standa enn þótt eitthvað hafi þau látið á sjá í tímans rás. Nokkur útgerð er stunduð enn frá Hjalteyri og einn þeirra sem það gera er Karl Sigurðsson sem sést hér halda í róður. Uppselt er í meira en helming ferðanna. Bókið sæti strax! Bókunarstaða: Helgarferð 2 nætur 19 sæti laus Bemt leiguflug til Edinborgar Helgarferðir - 3 nætur 2. okt. 8. okt. 9. okt. 14. okt. 15. okt. 22. okt. 23. okt. 30. okt. 5. nóv. 6. nóv. 12. nóv. 13. nóv. 19. nóv. 20. nóv. 26. nóv. uppselt/biolisti uppselt/biðlisti uppselt/biðlisti uppselt/biðlisti uppselt/biðlisti uppselt/biðlisti 10 sæti laus 20 sæti laus 20 sæti laus uppselt/biðlisti uppselt/biðlisti uppselt/biðlisti laus sæti laus sæti Beint leiguflug til Edinborgar - laus sæti laus sæti laus sæti 3. des. 4. des. Serferðir i miðri viku - 4 nætur 11. okt. Úrvals-fólk 25. okt. Gigtarfélag íslands 9. nóv. Aukaferð/Urvals-fólk Uppselt/biðlisti Laus sæti Laus sæti Mn Menning, matur og meiri háttar verslanir 3ja nátta helgarferðir í október og nóvember. msm Vænlegur kostur á ótrúlegu verði og enn ótrúlegra verðlag á staðnum. 3ja nátta ferðir í október og 4ra nátta ferðir í nóvember Brussel í beinu leiguflugi 5.- 8. nóv. 20 sæti laus. OATIAS0 Hafnarfirði: s(mi 565 2366, Keflavík: simi 421 1353, Selfossi: st'mi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.