Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Sprenging í
sölu sólar-
landaferða
s
Mesta ferðasumar Islendinga til þessa
samstarfsaðila
Garðabær semur við
Landsbankann
SAMNINGAR hafa tekist um að
Landsbanki fslands hf. hafi um-
sjón með skuldabréfaútboði
Garðabæjar að íjárhæð 225 millj-
ónir króna. Bréfin eru til 10 ára
og bera 4,99% ávöxtun umfram
verðtryggingu.
Fjármagninu verður m.a. varið
til fjárfestinga í skólahúsi til að
hægt sé að tryggja einsetningu
grunnskólans í Garðabæ, svo og
til að greiða niður eldri og óhag-
stæðari lán, samkvæmt upplýs-
ingum Landsbankans. Bankinn
hefur verið umsvifamikill í íjár-
málaþjónustu við sveitarfélögin í
landinu og hefur hann markað
þá stefnu að auka enn frekar
þjónustuframboð sitt við þau.
Meðfylgjandi mynd var tekin
er gengið var frá samningum
milli Landsbankans og Garða-
bæjar í gær. Sitjandi frá vinstri:
Ingimundur Sigurpálsson bæjar-
stjóri, Halldór J. Kristjánsson,
aðalbankastjóri Landsbankans,
Davíð Björnsson, forstöðumaður
fyrirtækja- og stofnanasviðs
Landsbankans. Standandi: Guð-
jón Erling Friðriksson bæjarrit-
ari, Kristín Hilmarsdóttir fjár-
málastjóri og Jón Otti Jónsson,
verðbréfamiðlari hjá Landsbank-
MGM leitar að
SPRENGING hefur orðið í sölu
sólarlandaferða að undanfómu og
ber aðilum í ferðaþjónustu saman
um að nær uppselt sé í allar sumar-
ferðir þrátt fyrir að framboðið hafi
aldrei verið meira.
Þá hefur sala haust- og vetrar-
ferða farið mjög vel af stað og
stefnir jafnvel í að framundan sé
mesta ferðahaust og -vetur í sögu
þjóðarinnar.
Goði Sveinsson, markaðsstjóri
ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýn-
ar, segir ekki vafa leika á að yfir-
standandi sumar sé langmesta
ferðasumar Islendinga til þessa.
Menn hafi því átt von á að markað-
urinn væri að einhverju leyti mett-
aður og að bókanir fyrir haust- og
vetrarferðir færu rólega af stað.
En það var öðru nær. „Bókanir
fyrir haustið og veturinn hófust
formlega með ferðakynningu á
sunnudag og við höfum aldrei
kynnst öðrum eins viðbrögðum
viðskiptavina. Fólk stóð í biðröð
fyrir utan húsið er ferðakynningin
hófst og allar símalínur voru rauð-
glóandi. Starfsfólk okkar hafði
ekki undan við að bóka í ferðir og á
þremur tímum seldum við t.d. í um
eitt þúsund sæti til Kanaríeyja.
Mánudagurinn hefur ekki verið
síðri þannig að nú höfum við selt
um tvö þúsund sæti til Kanaríeyja
en heildarsætaframboð okkar
þangað í vetur er um 5.500 sæti.
Sala ferða til AJgarve í Portúgal,
spm er vinsælasti áfangastaður
Úrvals-Útsýnar erlendis, hefur
einnig gengið framar vonum. Þá
höfum við selt um 53% ferða til
Edinborgar, sem er aðalákvörðun-
arstaður okkar í svokölluðum
borgarferðum. Ef svo heldur fram
sem horfir lítur einnig út fyrir
mesta ferðahaust og ferðavetur í
sögu þjóðarinnar.“
Algengt að fólk
fari utan oft á ári
Goði segir að batnandi hagur
landsmanna og breytt ferðamynst-
ur ráði líklega mestu um þessa
miklu aukningu. „Það er orðið
mjög algengt að fólk fari í utan-
landsferðir 2-3 á ári en áður fór
það e.t.v. aðeins árlega og jafnvel
annað hvert ár. Það hjálpar einnig
að verðið hefur lækkað á hverju ári
undanfarin ár, miðað við tekjur og
verðbólgu.
Goði segir að margir kjósi að
haga ferðalögum sínum þannig að
blanda saman gömlum og nýjum
slóðum. „Það er athyglisvert að
þrátt fyrir stóraukið framboð skuli
nokkrar ferðir til Kanaríeyja selj-
ast upp á fyrsta degi og ég man
ekki eftir að það hafi gerst áður.
Ungt fólk virðist nú sækja þangað í
ríkari mæli en áður til að njóta sól-
ar og afslöppunar á vetrarmánuð-
um. Til að mæta vaxandi eftirspum
bjóðum við nú nýjan áfangastað á
Kanaríeyjum en það er eyjan Fu-
erteventura og hún virðist fá góðar
viðtökur. Sala til nýrra og spenn-
andi staða hefur einnig gengið
framar vonum. T.d. seldist 360
sæta haustferð til Peking í Kína á
einum degi og ferð til Brussel seld-
ist upp á einni viku. Þetta sýnir að
vetrarferðir eru orðnar fastur liður
í lífi margra Islendinga."
Islenskir ferðalangar eru mun
forsjálli og betur skipulagðir en áð-
ur og kann það að hluta að skýra
hin skjótu viðbrögð um helgina að
sögn Goða. „Fólk er almennt orðið
mjög vant ferðalögum og gerir
miklar kröfur. Við bregðumst við
með því að auka þjónustu. Meiri-
hluti ferðalanga til Kanaríeyja er
eldra fólk og þar höfum við t.d. ís-
lenskan hjúkrunarfræðing, leikfim-
istjóra og skemmtanastjóra."
„Hef aldrei lent
í öðru eins“
Heimsferðir hófu einnig bókanir
í vetrarferðir á sunnudag og segir
Andri Már Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, að
sala hafi gengið framar vonum.
„Ég hef aldrei lent í öðru eins og
líklega er aukningin um 50% á milli
ára. Við bókuðum t.d. í eitt þúsund
sæti til Kanaríeyja á sunnudag og
mánudag og þær hafa aldrei verið
jafn vinsælar. Það er greinilegt að
fólk skipuleggur vetrarfríið með
lengri fyrirvara en áður. T.d. seld-
ist strax upp í nokkrar jólaferðir.
Ferðamynstur landans hefur tekið
miklum breytingum og ljóst að fólk
kýs almennt að fai’a til útlanda oft-
ar en einu sinni á ári.“
Los Angeles. Reuters.
METRO-Goldwyn-Mayer-kvik-
myndafélagið leitar að sam-
starfsaðila til að koma fjármál-
um sínum á réttan kjöl, tæpum
tveimur árum eftir að fjárfestir-
inn Kirk Kerkorian tók við
stjóm fyrirtækisins.
MGM kveðst hafa átt í við-
ræðum við ónafngreind fyrir-
tæki, en segir að þær séu enn á
byrjunarstigi.
Fyrir hálfum mánuði kvaðst
MGM ætla að bjóða út hlutabréf
til að afla 250 milljóna dollara,
nauðsynlegs fjár til að geta
haldið áfram rekstri til ársloka
1999.
Að sögn blaðsins Hollywood
Reporter hefur MGM rætt við
fjölmiðlarisana Time Wamer
Inc. og News Corp., fyrirtæki
Ruperts Murdochs, en fréttin er
óstaðfest.
Vegna fregna um hugsanleg-
an samstarfsaðila hækkuðu
hlutabréf í MGM um 1,06 doll-
ara í 18,19 dollara í kauphöllinni
í New York.
MGM barðist lengi í bökkum
þegar það var í eigu franska
bankans Credit Lyonnais, en
1996 var félagið selt fjárfesting-
arfyiirtæki Kerkorians,
Tracinda Corp., og ástralska
fjölmiðlafyrirtækinu Seven
Network Ltd. fyrir um 1,3 millj-
arða dolllara.
MGM hefur að undanförnu
gert samninga um sjónvarps-
framleiðslu og hafa þeir valdið
auknum kostnaði. Fyrir helgina
kvaðst MGM ætla að hætta allri
framleiðslu sjónvarpsþátta.
Djásnið í krúnu MGM er safn
4.000 kvikmynda, 6.700 mynd-
banda og ótal sjónvarpsþátta.
Sæplast sel-
ur fram-
leiðsluvélar
SÆPLAST HF. hefur selt Set hf. á
Selfossi allar framleiðsluvélar
plaströradeildar. Afhending véla
og tækja fer fram 1. nóvember
næstkomandi. Sæplast hóf fram-
leiðslu á PB og PÉH plaströrum í
ársbyrjun 1994 með kaupum á nú-
verandi vélbúnaði frá fyrirtækinu
Hulu hf. á Flúðum.
I frétt frá Sæplasti kemur fram
að mikil samkepppni hafi verið á
plaströramarkaðnum bæði frá inn-
lendum og erlendum aðilum und-
anfarin misseri og því sé nauðsyn-
legt að styrkja framleiðslueiningar
til að mæta henni.
„Set hf. er stærsta fyrirtækið á
íslandi í röraframleiðslu og byggir
framleiðslu sína eingöngu á rörum
og lagnavörum. Þrátt fyrir mikla
samkeppni á þeim markaði hyggst
fyrirtækið fyrst og fremst beina
vörum sínum þangað á komandi ár-
um og mun þesssi viðbót styrkja
fyrirtækið enn frekar.
Sala röradeildar mun ekki hafa
veruleg áhrif á afkomu Sæplasts
hf. á árinu,“ segir í tilkynningunni.
-----------^4-*-----
íslensk fyrirtæki
Skráning fyrir
næsta ár hafin
SKRÁNING í bókina íslensk fyr-
irtæki 1999 er hafin. Þegar hafa
verið send út 18.000 bréf til fyrir-
tækja í landinu og þau beðin, ef
þess þyrfti, að leiðrétta þær lág-
marksupplýsingar sem til eru í
gagnabanka íslenskra fyrirtækja.
I fréttatilkynningu er greint frá
því að nú verði í fyrsta sinn boðin
þjónusta á Vefnum. Þar verður líka
til staðar tölvutækt form af bókinni
sem notendur geta vistað inn á
tölvur sínar. Þá verða í fyrsta
skipti birtar veltutölur fyrirtækja
sem þess óska. Þar mun t.d. koma
fram hver útflutningsprósenta fyr-
irtækja er, eigið fé, hagnaður/tap
o.fl.
---------------
Leiðrétting
RANGT var farið með titla tveggja
manna í myndatexta með frétt á
viðskiptasíðu á laugardag um
samning Lífeyrissjóðs banka-
manna við Landsbréf og Búnaðar-
bankann-Verðbréf. Hið rétta er að
Haukur Þór Haraldsson er stjórn-
arformaður Lífeyrissjóðs banka-
manna en Sigtryggur Jónsson er
framkvæmdastjóri sjóðsins. Vel-
virðingar er beðist á mistökunum.
Líkur á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ráði ekki öll við greiðslu veiðigjalds, komi slíkt til framkvæmdar
Tekjur ríkisins ofmetnar
að mati Vísbendingar
TEKJUR ríkisins af hugsanlegu
veiðigjaldi yrðu mun minni en
haldið hefur verið fram. Sam-
kvæmt úttekt vikuritsins Vísbend-
ingar hefðu aðeins sjö af ellefu
stærstu sjávarútvegsfyrirtækjun-
um á hlutabréfamarkaði getað
greitt eitthvert veiðigjald í fyrra.
í úttektinni kemur fram að væri
sjávarútvegsfyrirtækjum gert að
greiða 18 milljarða króna veiði-
gjald myndi það nema um 30% af
brúttótekjum greinarinnar og það
hefði jafnvel stórtap í för með sér
fyrir stærstu fyrirtækin. Ef miðað
er við fimm milljarða króna veiði-
gjald hefði aðeins eitt fyrirtæki,
Hraðfrystihús Eskifjarðar, ráðið
við sinn skammt gjaldsins, 107
milljónir króna.
í greininni er fjallað um hvaða
áhrif veiðigjald hefði haft árið 1997
á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi
sem skráð voru á Verðbréfaþingi
Islands það ár. Þar er annars veg-
ar litið á áhrif átján milljarða
króna veiðigjalds, hins vegar fimm
milljarða króna gjalds, en vísað er
til þess að báðar tölurnar hafi
heyrst i umræðum að undanfomu.
Gífurlegt uppsafnað
tap í sjávarútvegi
Vísbending bendir á að lengi hafi
íslensk stjómvöld fylgt þeirri
stefnu að stemma gengi krónunnar
þannig af að sjávarútvegurinn væri
við núllið. Þessi stefna hafi verið
ógæfuleg fyrir atvinnugreinina þar
sem ekki hafi falist í henni krafa
um að fyrirtæki hagræddu í rekstri
því að forráðamenn þeirra vissu að
ríkið myndi á endanum bjarga mál-
unum. „Ekki skipti þó minna máli
að með stefnunni var komið í veg
fyrir hreina eignamyndun í útgerð
og vinnslu. Á undanfórnum fimm
ámm hefur ekki komið til neinna
gengisfellinga og útgerðarmenn
hafa verið upp á sjálfa sig komnir
að þessu leyti. Enn þann dag í dag
em þó fjölmörg fyrirtæki í sjávar-
útvegi þannig stödd að þau munu
ekki greiða tekjuskatta mörg ár í
röð vegna þess að á þeim hvílir
uppsafnað tap. Reksturinn hefur
með öðmm orðum ekki skilað nein-
um hagnaði."
Kvótagróði nú þegar
skattlagður
Vísbending fjallar síðan um af-
komu ellefu sjávarútvegsfyrir-
tækja árið 1997 og kvótaeign mið-
að við markaðsverð. Bent er á að
fyrirtækin eignfæri keyptan kvóta
beint eða óbeint og afskrifí hann
síðan en leigður kvóti sé gjald-
færður. Að því marki sem gjöld af
kvótaleigu séu hærri en tekjur
megi telja þau til kvótakostnaðar.
Umrædd fyrirtækju séu með milli
35 og 40% af heildarhlut sjávarút-
vegsfyrirtækja og því megi ætla að
um tveir milljarðar hafi verið
gjaldfærðir vegna kvótakaupa árið
1997, ef önnur félög hafi keypt
jafnmikið. „Frá sjónarhóli skatt-
heimtumanna era peningarnir þó
alls ekki horfnir því þeir koma
fram sem tekjur hjá seljanda, sem
verða skattlagðar þar með venju-
legum hætti. Það er útbreiddur
misskilningur að kvótagróði sé
ekki skattlagður, en svo er. Hann
er hins vegar ekki skattlagður með
öðmm hætti en aðrar tekjur. Það
er þarflaust fyrir fyrirtæki að láta
sem svo að þau geti ekkert veiði-
gjald greitt. í fyrra greiddu þessi
tíu fyrirtæki sem svarar um 700
milljónum í veiðigjald. Ríkið hefur
notið góðs af. Viðtakendur þurftu
að greiða skatta, þeir gátu greitt
skuldir sínar við lánardrottna (oft
ríkisbanka) og kaupendur em lík-
legri en seljendur til þess að
greiða skatta í framtíðinni af
rekstri."
Árið 1997 var hagnaður þessara